

Óseldar bækur bóksala
4.390 kr.Bærinn Wigtown í Skotlandi er paradís bókaunnenda. Shaun Bythell er einn af bóksölunum í Wigtown. Búðin hans, The Bookshop, er stærsta fornbókabúð Skotlands í gömlu húsi með níu stórum herbergjum stúfullum af bókum.
Bækur Shauns um bókalífið í fornbókabúðinni hans hafa slegið í gegn víða um heim. Óseldar bækur bóksala er þriðja bókin eftir hann sem kemur út á íslensku en hinar tvær, Dagbók bóksala og Játningar bóksala, hafa fengið hinar bestu viðtökur.
Í þessum skemmtilegu bókum er brugðið upp lifandi myndum af mannlegum samskiptum í bókabúðinni, furðufuglunum sem þar reka inn nefið, skrýtna fólkinu sem vinnur þar, kettinum Kafteini og öllu amstrinu sem fylgir lífi fornbókasalans.
Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.




Mörk – saga mömmu
1.290 kr.„Hann opnar hlerann og ég veit að ég þarf að stíga inn … geng varlega niður brattan stigann sem liggur ofan í kolakjallarann og fer með bænir í hljóði. Hér er niðamyrkur og köld saggalykt. Hleranum er skellt aftur og svo gerist það sem ég hef reynt hálfa ævina að gleyma.
Vel falið leyndarmál fylgir Guðbjörgu Þórisdóttur alla tíð og vofa þess skýtur upp kollinum þegar síst skyldi, allt þar til hún á fullorðinsaldri ákveður að segja skilið við hana fyrir fullt og allt. Nú hefur dóttir hennar, Þóra Karítas Árnadóttir, skrifað sögu litlu stúlkunnar sem vissi ekki hve óeðlilegt var „að búa í tveimur aðskildum heimum, himnaríki og helvíti, í einu og sama húsinu “.
Mörk er fyrsta bók höfundar sem dregur hér upp mynd af lífi móður sinnar sem elst upp í hlýjum faðmi stórrar fjölskyldu, en undir niðri kraumar sá hryllingur sem ekkert barn á að þurfa að þola.



Hvernig ég kynntist fiskunum
1.290 kr.Hvernig ég kynntist fiskunum eftir tékkneska rithöfundinn Ota Pavel (1930–1973) er rómað safn samtengdra frásagna sem byggja á bernskuminningum höfundar.
Verkið leikur á mörkum skáldsagna- og smásagnagerðar og lýsir með ljúfsárum hætti veröld sem var í sveitahéruðum Tékkóslóvakíu, áður en síðari heimsstyrjöldin skall á og landið var hernumið af Þjóðverjum.
Gyrðir Elíasson þýddi.


Vanþakkláti flóttamaðurinn
3.890 kr.Átta ára gömul flúði Dina Nayeri frá Íran ásamt kristinni móður sinni og bróður. Áratugum síðar skilgreinir hún sig enn út frá flóttanum. Í þessari bók fléttar hún saman sögur annarra flóttamanna og hælisleitenda á síðustu árum við sína eigin og varpar ljósi á ægivaldið sem felst í því að velja á hvern er hlustað. Einnig hverjum er trúað og hvernig ein saga er metin mikilvægari en önnur. Ómetanlegt innleg í umræðu um málefni flóttafólks.

