
Einu sinni var í austri – uppvaxtarsaga
3.590 kr.Uppvaxtarsaga kínverska rithöfundarins Xialou Guo (f. 1973) sem búsett hefur verið í Bretlandi í rúman áratug.
Bók sem kölluð hefur verið Villtir svanir nýrrar kynslóðar.
Hvernig er að vera listamaður þar sem ritskoðun drepur allan frumleika og það eina sem býðst er að skrifa léleg handrit að sápuóperum; hvernig er að vera kona í landi þar sem stúlkubörnum er ítrekað drekkt við fæðingu og kynferðisleg misnotkun er daglegt brauð; hvernig er hægt að elska þegar manni hefur aldrei verið kennt það.
Ingunn Snædal þýddi.

Dagbók frá Gaza
4.990 kr.Menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda var að synda í sjónum þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza. Í stað þess að halda heim á Vesturbakkann ákváðu hann og sonur hans á unglingsaldri að halda kyrru fyrir, enda óraði þá ekki fyrir því sem koma skyldi. Með dagbókarskrifum sínum veitir Atef Abu Saif nístandi innsýn í baráttu Palestínumanna við að halda í lífi.
Palestínski rithöfundurinn Atef Abu Saif (f. 1973) hefur meðal annars skrifað skáldsögur, smásögur og bók um stjórnmál. Brot úr Dagbók frá Gaza hafa verið birt reglulega í vestrænum fjölmiðlum frá upphafi árása Ísraelshers á Gaza haustið 2023, og eru meðal mikilvægustu vitnisburða sem þaðan berast.


Gott á pakkið – Ævisaga Dags Sigurðarsonar
1.290 kr.Þótt ritverk Dags séu ekki mikil að vöxtum, eru áhrif þeirra meiri en margra annarra sem meira létu eftir sig og hærra var hampað af pakkinu eins og hann nefndi höfðingjana og sleikjur þeirra. (Jón frá Pálmholti, Mbl. minningargrein)
Það vita allir sem til þekktu, að Dagur átti erfitt með að verða drykkjumaður. Það tók hann áratugi svo einhver mynd yrði á því. (Sigríður Halldórsdóttir, Eintak)
Líkt og margur hafði hann tvö andlit, annað fyrir heiminn og spegilinn, hitt við tveggja manna tal. Svo var og með skáldskap hans, þar mátti greina hróp götunnar og ljúflingslag. Mér var hann lengi spakvitrastur vina og mestur óvitinn. (Geirlaugur Magnússon, Mbl. – minningargrein)
Lífsviðhorf Dags er auðvelt að skilgreina sem heimspeki bóhemsins, og þó væri slík einkunn hvergi nærri nógu víðtæk. Hann varðveitti barnið í sér furðu vel; sumum þótti það jaðra við vanþroska. Aðrir vissu, að þetta var samofið því úthaldi og seiglu, sem entist honum ævilangt og var í eðli sínu skylt samlíðaninni með öllum sem áttu bágt. (Elías Mar, Eintak)
Ég held að hann hafi verið fórnarlamb einhvers konar misskilnings um að annað hvort sé maður góður strákur eða gott skáld. Ég held að hann hafi sýnt fram á að stundum er maður hvort tveggja, stundum hvorugt. (Guðmundur Andri Thoroddsen, Eintak)



Býr Íslendingur hér?
1.290 kr.Sagan af kaupmannssyninum úr Reykjavík sem fullur bjartsýni heldur út í heim til að afla sér menntunar en er svikinn í hendur Gestapo og sendur í útrýmingarbúðir nasista í Þýskalandi. Býr Íslendingur hér? er óvenju áhrifamikil frásögn af þeim umskiptum sem verða í lífi ungs Reykvíkings, Leifs Muller, sem elst upp í vernduðu umhverfi heima á Stýrimannastíg 15 en lendir síðan í einhverri mestu þolraun sem Íslendingur hefur lifað.
Hann er sendur til Sachsenhausen, hinna illræmdu útrýmingarbúða í Þýskalandi, þar sem hann verður fangi númer 68138 – réttlaus þræll meðal þræla. Í þessum nöturlega heimi dregur hann fram lífið og kemst til þroska.
Ólýsanleg grimmd, þjáningar, miskunnarleysi og mannleg niðurlæging urðu hlutskipti Leifs og særðu hann þeim sárum sem aldrei greru og aldrei gátu gróið. Eftir fjörutíu ára þögn segir hann áhrifamikla sögu sína af hreinskilni og einlægni, sáttur við sjálfan sig og án þess að draga nokkuð undan.
Brugðið er upp ógleymanlegum myndum af Englendingunum í hegningardeildinni, Ívani litla og Óskari Vilhjálmssyni, gamla manninum sem gat ekki gengið í takt og ungu drengjunum sem féllu í valinn, einir og yfirgefnir – sviptir trú á miskunn Guðs og manna.
Garðar Sverrisson hefur ritað þessa áhrifamiklu örlagasögu og skapað eftirminnilega og magnaða frásögn sem á engan sinn líka meðal íslenskra ævisagna og snertir djúpt alla sem hana lesa – snertir þá og minnir á ábyrgðina sem fylgir því að vera maður.

Einar ríki – Fagurt galaði fuglinn sá
2.990 kr.Einar ríki
III. bindi
Fagurt galaði fuglinn sá
Þórbergur Þórðarson skráði

ÞÞ – í forheimskunarlandi
1.290 kr.Ævisaga Þórbergs Þórðarsonar, skráð af rithöfundinum Pétri Gunnarssyni, hefur vakið verðskuldaða athygli. Fyrra bindi sögunnar, ÞÞ – Í fátæktarlandi, kom út árið 2007 og hlaut þá tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Seinna bindið, ÞÞ – Í forheimskunarlandi, kom út árið 2009 og seldist upp.
Í bókunum endurskapar Pétur þroskasögu Þórbergs sem rithöfundar og einstaklings. Hann leitar víða fanga, m.a. í sendibréfum, dagbókum og óútgefnu ævisöguhandriti, svo og í útkomnum verkum Þórbergs. Pétur endurskapar andrúmsloft liðinna ára og dregur upp forvitnilega og heillandi mynd af einum merkasta rithöfundi okkar sem koma mun nýjum sem gömlum aðdáendum Þórbergs á

ÞÞ – í fátæktarlandi
1.290 kr.Þórbergur Þórðarson er án efa einn fremsti höfundur íslenskra bókmennta, en það vekur furðu hve seint hann „fór í gang“. Hann er orðinn 36 ára þegar Bréf til Láru kemur út og stendur á fimmtugu þegar hans fyrsta eiginlega skáldverk, Íslenskur aðall, lítur dagsins ljós.
Hvað hafðist hann að fram að því? Hann háði löngum tvísýna glímu við sárustu fátækt, gaf sig allan á vald háleitustu hugsjónum og átti í litríkum ástarævintýrum.
Í ÞÞ – í fátæktarlandi endurskapar Pétur Gunnarsson þroskasögu Þórbergs og leitar víða fanga, ekki aðeins í útkomnum verkum heldur líka ríkulegu óbirtu efni: sendibréfum, dagbókum og óútgefnu ævisöguhandriti. Hér er dregin upp mynd sem á eftir að koma nýjum sem gömlum aðdáendum Þórbergs á óvart.


