• Billy Budd, sjóliði

    Billy Budd, sjóliði

    Billy Budd hefur stundum verið kölluð besta stutta skáldsaga sem skrifuð hefur verið og er jafnan talin meðal öndvegisverka bandarískra bókmennta.

    Í meistaralega myndríkum stíl segir Melville áhrifamikla dæmisögu um sakleysi og fólsku í mannheimum þar sem hreinlyndur sjóliði verður fórnarlamb úthugsaðra vélabragða.

    Billy Budd var síðasta stórvirki bandaríska rithöfundarins Hermans Melville sem skrifaði eina frægustu skáldsögu heimsbókmenntanna, Moby Dick. Bókin kom fyrst út að höfundinum látnum árið 1924 og kemur nú í fyrsta sinn fyrir sjónir íslenskra lesenda hundrað árum síðar.

    Baldur Gunnarsson íslenskaði.

    Herman Melville (1819–1891) fæddist í New York. Eftir lát föður síns hætti hann í skóla og vann ýmis störf uns hann fór á sjóinn nítján ára gamall. Á næstu árum lenti hann í mörgum ævintýrum á hvalveiðiskipi í suðurhöfum sem hann lýsti í bókum sínum, svo sem Typee, Omoo, White-Fang, The Confidence-Man og stórvirkinu Moby Dick. Hann sinnti ýmsum störfum meðfram ritstörfunum, lengst af sem tollvörður í New York.

    Baldur Gunnarsson er cand.mag. í ensku og enskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og MA í bandarískum bókmenntum frá State University of New York at Stony Brook. Baldur kenndi klassískar bókmenntir um árabil við Háskóla Íslands. Eftir hann liggur fjöldi skáldsagna og ljóðasafn.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Skáldatími

    Skáldatími

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sjömeistarasagan
  • Með minnið á heilanum

    Með minnið á heilanum

    Hvernig sér lítil sveitastelpa á árunum kringum 1960 veröldina sína ? Í þessari bók leyfir Þórhildur Ólafsdóttir, rithöfundur og þýðandi, barninu sem hún var að fá orðið, segja frá fólki, dýrum, húsum og náttúru í fjarlægum heimi. Barnið horfir á, drekkur í sig myndir, atburði, orð og sögur sem móta það fyrir lífstíð. Skynjunin birtist milliliðalaust og frásagnirnar ná að fanga almennan veruleika sem nær langt út fyrir stað og stund frásagnanna.

    Með minnið á heilanum er óvenjuleg minningabók. Minnið er hverfult og tilviljanakennt enda leitast höfundur alls ekki við  að finna eitthvað sem kalla mætti sannleika. Með hjálp barnsins er frekar reynt að uppgötva og nálgast, draga litlu stelpuna og nærumhverfi hennar upp úr hjúpi gleymskunnar sem endanlega mun hylja allt.

    Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir lauk doktorsprófi í frönskum bókmenntum við Háskólann í Orléans í Frakklandi árið 1982. Hún var lektor og síðar dósent í frönsku við Háskóla Íslands í nokkur ár. Frá árinu 1988 hefur hún verið búsett í Strasbourg í Frakklandi þar sem hún starfaði við Evrópuráðið í aldarfjórðung.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Einlífi - ástarrannsókn
  • Atvik – á ferð um ævina

    Atvik – á ferð um ævina

    Menningarfrömuðurinn Njörður P. Njarðvík hefur oft verið hvattur til að skrifa ævisögu sína, enda komið víða við á fjölbreyttri og áhugaverðri ævi. En hann hefur ævinlega vikist undan slíkum hvatningum. Það hefur þó hvarflað að honum að gaman gæti verið að skrifa um ýmislegt minnisstætt sem hefur haft áhrif á hann – bæði til góðs og ills. Og nú, þegar hann er kominn hátt á níræðisaldur, hefur hann loks látið verða af því að festa á blað eftirtektarverð atvik – á ferð um ævina í þessari þokkafullu minningabók.

    Njörður P. Njarðvík (1936–) er prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hann hefur sent frá  fjölda bóka – ljóð, skáldsögur, barnabækur, ævisögur, kennslubækur og fræðirit – auk þýðinga. Njörður hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar og störf.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Atburðurinn

    Atburðurinn

    „Árum saman hefur þessi atburður fylgt mér eins og skugginn. Þegar ég les um fóstureyðingu í skáldsögu fyllist ég ósjálfrátt geðshræringu, rétt eins og orðin umhverfist á samri stund í ofsafengna tilfinningu. Á sama hátt kemst ég í uppnám þegar ég heyri af tilviljun „La javanaise“, „J’ai la mémoire qui flanche“ eða önnur dægurlög sem voru mér hugstæð á þessum tíma.“ – Annie Ernaux

    Nóbelsverðlaunaskáldið Annie Ernaux er ein mikilvægasta rödd samtímabókmennta í Frakklandi.

    Atburðurinn er fjórða bókin sem kemur út eftir hana á íslensku en áður hefur Ugla gefið út Staðinn, Unga manninn og Konu.

    Þórhildur Ólafsdóttir íslenskaði.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Tættir þættir (notuð)

    Tættir þættir (notuð)

    Þrjátíu og sjö áður óbirtir þættir sem fara úr einu í annað um hitt og þetta. Þar á meðal reynslusögur, minningar, athuganir, viðhorf, áhorf, sagnir og smælki. Auk þess nokkrar ferilskrár. Meðal efnis: Nytjadraumar, Snorralaug í Helgadal, Nokkrar Bessastaðasögur, Þrír Halldórar, Skakkur ansats, Hirðskáldið, Hirðfíflið, Kristmann og Ursus.
    Þrjátíu og sjö áður óbirtir þættir sem fara úr einu í annað um hitt og þetta. Þar á meðal reynslusögur, minningar, athuganir, viðhorf, áhorf, sagnir og smælki. Auk þess nokkrar ferilskrár.Meðal efnis: Nytjadraumar, Snorralaug í Helgadal, Nokkrar Bessastaðasögur, Þrír Halldórar, Skakkur ansats, Hirðskáldið, Hirðfífllið, Kristmann og Ursus, Guðlast í húsi biskups, Köttur frá Steini, Að vega nema og muna, Í safninu.
    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • A Heartbreaking Work of Staggering Genius
  • Væringinn mikli – Ævi og örlög Einars Benediktssonar
  • Einar Benediktsson – Ævisaga III
  • Einar Benediktsson – Ævisaga II
  • Einar Benediktsson – Ævisaga I
  • Revathi: A Life In Trans Activism
  • Gata bernskunnar

    Gata bernskunnar

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Jörundur hundadagakonungur
  • Við Þórbergur

    Við Þórbergur

    Margrét Jónsdóttir ekkja Þórbergs segir frá

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Duna - saga kvikmyndagerðarkonu

    Duna – saga kvikmyndagerðarkonu

    Guðný Halldórsdóttir er afkastamesta kvikmyndagerðarkona þjóðarinnar. Eftir hana liggja ástsælar gamanmyndir eins og Stella í orlofi og Karlakórinn Hekla en einnig dramatískar myndir á borð við Ungfrúna góðu og Húsið og Veðramót, auk fjölda heimildarmynda og sjónvarpsþátta.

    Sögukonan Duna hefur orðið í þessari bók. Hér segir frá geðstirðum þýskum kvikmynda-leikstjóra í of lítilli sundskýlu og femínískum tilraunum með kvikmyndamiðilinn á Langjökli. Metnaðarfullar vinkonur stofna Kvikmyndafélagið Umba, ráðningarsamningur er undir-ritaður aftan á leikaramynd af Brigitte Bardot og sænskur tökumaður ráfar um Flatey á Breiðafirði í leit að hverfispöbbnum. Hápólitísk áramótaskaup hrista rækilega upp í samfélagi sem er tregt til að horfast í augu við óþægilegan sannleika – en getur ekki annað en hlegið.

    Duna: Saga kvikmyndagerðarkonu er eins og bíómynd eftir Guðnýju Halldórsdóttur: sprenghlægileg en dagsönn og heiðarleg. Kristín Svava Tómasdóttir er sagnfræðingur og rithöfundur. Guðrún Elsa Bragadóttir er lektor við kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Grief is for People

    Grief is for People

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Cold Crematorium

    Cold Crematorium

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Stúlka með maga: skáldættarsaga

    Stúlka með maga: skáldættarsaga

    „Svo kemur afsökun hans í víðari skilningi. Hann segir að hann eigi þetta máski skilið fyrir að vera að fikta við það sem honum hafi ekki komið við, en það sé nú svona, maður sé skapaður með þessari löngun eða nautn, sem er líka sterkasta aflið yfir manni af öllum nautnum, eða að minnsta kosti sé það þannig hjá honum.“

    Í Stúlku með maga fær tregi höfundar rödd Erlu Þórdísar Jónsdóttur. Í frásögn hennar lifna þau dánu, þegar ættarmein og leyndarmál koma úr glatkistunni. Dómur í yfirrétti, skipskaði, heimsstyrjaldir, afleiðingar sýfiliss og hversdagsleikinn blár af fjarlægð fléttast saman af skáldlegri hugkvæmni.

    Stúlka með maga – skáldættarsaga byggð á pappírum úr járnskápnum er sjálfstætt framhald af Stúlku með fingur sem út kom 1999. Fyrir bókina hlaut höfundur Fjöruverðlaunin árið 2014.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Upp á Sigurhæðir – saga Matthíasar Jochumssonar

    Upp á Sigurhæðir – saga Matthíasar Jochumssonar

    Matthías Jochumsson var tilfinningaríkur eldhugi, framsýnn, réttsýnn, dáður og elskaður af þjóð sinni en stundum líka fyrirlitinn og jafnvel hataður.

    Sem prestur, ritstjóri og þjóðskáld setti hann sterkan svip á íslenska menningu samtíðar sinnar og hafði djúp áhrif á alla sem til hans þekktu, svo opinskár og einlægur sem hann var. Þórunn byggir á fjöldamörgum heimildum, innlendum sem erlendum, bréfum og öðrum persónulegum gögnum sem koma hér í fyrsta skipti fyrir almennings sjónir.

    Upp á sigurhæðir er rituð af innsæi og skáldlegum þrótti þar sem rödd Þórunnar kallast með eftirminnilegum hætti á við líf og list þjóðskáldsins.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Mynd af ósýnilegum manni

    Mynd af ósýnilegum manni

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Skáldalíf: ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri

    Skáldalíf: ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri

    Eiga þeir nokkuð sameiginlegt, heimsmaðurinn Gunnar Gunnarsson og heimalningurinn Þórbergur Þórðarson? Annar skrifaði bækur á dönsku sem þýddar voru á fjölmörg tungumál; bækur hins voru vel varðveitt leyndarmál á fátalaðri tungu landsmanna. Annar spurði stórra spurninga um tilvist mannsins; hinn var annálaður húmoristi og ólíkindatól.

    En þeir voru báðir íslenskir bændasynir, nánast jafnaldra, og þá dreymdi stóra drauma um eigin framtíð og þjóðarinnar. Þeir tóku trú á erlenda stríðsherra, hvorn af sinni stjórnmálastefnu og fór sú trú illa með þá. En báðir höfðu afgerandi áhrif á þróun íslenskra bókmennta.

    Halldór Guðmundsson dregur upp einstæða mynd af þessum tveim rithöfundum í samhliða ævisögum þeirra. Hér segir frá æsku og uppvexti, erfiðum sveltiárum og örlagaríkum ástarsamböndum, þrá eftir sveitinni, heimsreisum og endurkomu. Með því að láta þá varpa sterku ljósi hvorn á annan fæst mynd af hvorum um sig sem aldrei hefur áður sést.

    Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2006.

    1.990 kr.
    Setja í körfu