
Book of Lives: A Memoir of Sorts
8.290 kr.Raised by scientifically minded parents, Atwood spent most of each year in the wild forest of northern Quebec: a vast playground for her entomologist father and independent, resourceful mother. It was an unfettered and nomadic childhood, sometimes isolated but also thrilling and beautiful.
From this unconventional start, Atwood unfolds the story of her life, linking key moments to the books that have shaped our literary landscape, from the cruel school year that would become Cat’s Eye to the unease of 1980s Berlin, where she began The Handmaid’s Tale. In pages alive with the natural world, reading and books, major political turning points and her lifelong love for the charismatic writer Graeme Gibson, we meet poets, bears, Hollywood stars and larger-than-life characters straight from the pages of an Atwood novel.
As she explores her past, Atwood reveals more and more about her writing, the connections between real life and art – and the workings of one of our boldest imaginations.


In Farthest Seas
3.690 kr.Upon the death of her husband, Innocenzo Monti, Lalla Romano sought to distil the essence of their long life together. The result was In Farthest Seas: a piercingly intimate retelling of the first four years and final four months of their relationship, built from shard-like moments of connection and revelation.
With precise artistry, Romano braids together seemingly minor details – the expressiveness of Innocenzo’s hands, the beauty of his face in sleep, a fleeting instance of pallor – that come to reveal the barest truths of life and death. Unsparing yet tender, minimal yet monumental, In Farthest Seas is a startlingly moving elegy for a great love by a vital Italian writer.

Mamma og ég
7.490 kr.Mamma og ég er saga mæðginanna Kolbeins Þorsteinssonar og Ástu Sigurðardóttur rithöfundar. Ásta var þjóðþekkt sem rithöfundur og nánast goðsögn vegna skrifa sinna.
Einkalíf hennar var þó enginn dans á rósum og undirstrikar að sitt hvað er gæfa eða gjörvileiki. Ásta glímdi við óreglu lengst af ævi sinni og barðist við þá djöfla sem fylgja fíkninni. Börnin voru tekin af henni og send í fóstur. Barnsfaðir hennar lét sig börnin litlu varða.
Kolbeinn segir söguna frá sjónarhóli barnsins og lýsir þeim mikla sársauka sem fylgir því að vera móðurlaus í umsjón barnaverndarnefndar og vandalausra og horfa upp á mömmu sína hverfa inn í myrkur stjórnlausrar neyslu.

Dorgað í djúpi hugans
8.290 kr.Allt sem þú ert er frá öðrum komið. Lögfræðingurinn Skúli Thoroddsen pælir í meiningu þessara orða og fiskar upp lifandi atvik bernsku- og æskuáranna á myndrænan hátt hvort heldur sem krakki á barnaheimili, unglingur í brúarvinnu eða sveitastrákur hjá Konunni í dalnum og dætrunum sjö. Þá segir Skúli frá fyrstu ástinni og fer út í heim auk þess að bregða upp lifandi myndum af ættmennum sínum ýmsum og samferðarfólki. Ljóðrænar lýsingar hans á náttúru landsins, tónlist og skáldskap tilverunnar gera þessa bók að sannkölluðum yndislestri.
Athyglisverð uppvaxtarsaga um veröld sem var á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.

Always Home, Always Homesick: A Love Letter to Iceland
4.690 kr.From the bestselling author of Burial Rites comes an inspirational memoir about her travels in Iceland, an extraordinary country that has forged a nation of storytellers. When she was seventeen years old, Hannah Kent travelled to Iceland from Australia. She’d never seen snow before, didn’t speak a word of Icelandic.
All she knew was that she wanted to have an experience – to soak up something of the world. Soon she found herself isolated in a remote part of Iceland in a dark winter. It was a gruelling experience, but she quickly fell in love with the country: with its brutally beautiful landscapes and with its people.
On returning home, with images of Iceland’s towering glaciers and windswept tundras in her dreams, Hannah began to write. Now, as a mother and a wife, she looks back to that extraordinary year in Iceland.

Indjáninn
4.590 kr.Indjáninn er saga um fjörmikinn strák, örverpi aldraðra foreldra. Drengurinn á við ýmis vandamál að stríða sem valda honum erfiðleikum í uppvextinum, svo sem ofvirkni, athyglisbrest, rautt hár og nærsýni. Hann er hugmyndaríkur og margvísleg uppátæki hans, sum stórhættuleg, vekja litla lukku hjá hinum fullorðnu. Þetta er áhrifamikil uppvaxtarsaga sem sveiflast á milli strákslegrar gleði og nístandi einmanaleika þess sem ekki er alltaf í takt við umhverfið, en jafnframt er hér brugðið upp ljóslifandi mynd af samfélagi áttunda áratugarins frá sjónarhorni barnsins.

Fjórar árstíðir – sjálfsævisaga
7.990 kr.Reynir Finndal Grétarsson ólst upp við að þurfa að standa sig. Sem stofnandi og stjórnandi Lánstrausts, síðar Creditinfo, byggði hann frá grunni upp öflugt alþjóðlegt fyrirtæki sem stóð af sér risavaxnar sviptingar. En eitthvað vantaði.
Við lítum í baksýnisspegilinn með Reyni, sem segir sögu sína af fágætri einlægni. Þetta er saga um venjulegan strák frá litlu þorpi á Norðurlandi, sem gerir stundum óvenjulega hluti. Viðskiptasaga, saga af andlegum áskorunum og ástarsaga. Fólkinu sem bregður fyrir er jafnan lýst af innsæi. Ekki síst Reyni sjálfum.
Gefur það starfsævinni meiri merkingu að gera sjálfan sig óþarfan? Er betra fyrir sálina að smíða hús á Blönduósi en að sitja að veisluborðum með milljarðamæringum og þjóðhöfðingjum? Er betra að græða sár en peninga? Er hægt að finna slóða þegar vegurinn virðist ekki ná lengra? Er skemmtilegra að safna landakortum en greiðslukortum? Er hægt að finna nýjan tilgang og gerast rithöfundur?
Fjórar árstíðir er þroskasaga um andríkan harðhaus sem lærði að sleppa tökunum.
- -47%

Piparmeyjar: Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi
Original price was: 9.390 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Hvaða augum leit fólk piparmeyjar og hvaða augum litu þær sig sjálfar? Höfðu þær eitthvert raunverulegt val í lífinu? Og hvað með ástina?
Þetta fróðlega og aðgengilega skrifaða sagnfræðirit byggir á metnaðarfullri rannsókn á ævi og kjörum einhleypra, íslenskra kvenna á umbrotatímum í kvennasögunni þar sem sjónum er bæði beint að einstökum konum og samfélaginu öllu. Í aðalhlutverki er einstætt safn einkabréfa Reykjavíkurstúlkunnar Thoru Friðriksson.
Bréf Thoru veita einstæða og heillandi innsýn í líf skarpgreindrar konu með stóra drauma sem hún fékk ekki tækifæri til að láta rætast fyrr en á miðjum aldri, eftir að hún var búin að rækja skyldur sínar við stórfjölskylduna. Einnig bregða skrif hennar upp ljóslifandi mynd af hálfdanska smábænum Reykjavík skömmu fyrir aldamótin 1900, þar sem betri borgararnir drukku chocolade og champagne, brugðu sér á skauta á Tjörninni og tipluðu á spariskónum yfir moldarflagið fyrir framan nýbyggt Alþingishúsið.
- -41%

Fröken Dúlla
Original price was: 8.390 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Hún ólst upp á Akureyri, kaupmannsdóttir af ástríkri og samheldinni fjölskyldu. Um fermingu flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna á skrifstofu, eins og allar ungar stúlkur dreymdi um. Seinna lærði hún hjúkrun, því hún þráði að líkna hinum sjúku og vinna þjóð sinni gagn. Enn síðar gaf hún út tímarit og bjó til minjagripi með þurrkuðum blómum. Meðal ástvina sinna var hún alltaf kölluð Dúlla.
Í dag er nafn Jóhönnu Knudsen þó einkum þekkt vegna starfa hennar fyrir lögregluna á árum seinni heimsstyrjaldar – jafnvel alræmt. Rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík hefur verið kölluð umfangsmestu persónunjósnir Íslandssögunnar. Nærgöngular yfirheyrslur hennar yfir stúlkum sem grunaðar voru um samneyti við erlenda hermenn varpa dökkum skugga yfir minningu hennar.
Þessi bók segir sögu Jóhönnu frá því hún fæddist á Papósi í Lóni árið 1897 og þar til hún lést fyrir aldur fram árið 1950. Hver var Dúlla Knudsen og úr hvaða umhverfi spratt hún? Hvernig varð hún sú manneskja – og sú sögupersóna – sem hún varð?


Fyrir sunnan
2.990 kr.Fyrir sunnan er þriðja og síðasta bindi æviminninga Tryggva Emilssonar verkamanns. Bókin hefst þar sem Tryggvi flyst búferlum til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni 1947. Þegar suður kemur er baslinu síður en svo lokið heldur má segja að það hefjist á nýjan leik, fyrst í hreysi í Selásnum, síðan í Blesugróf þar sem Tryggvi byggir yfir sig eða öllu heldur innréttar gamalt baðhús frá bretatíð. Hann gengur í alla vinnu sem býðst og tekur jafnframt þátt í verkalýðsbaráttunni af lífi og sál.
Þessi bók hefur að geyma glöggar aldarfarslýsingar ekki síð ur en hinar fyrri og gefur m.a. sýn til ýmissa hliða Reykjavíkurlífs þessara ára sem ekki hefur verið mikið hampað í bókum. Hér er að finna ógleymanlegar frásagnir af nágrönnum og yfirleitt aðbúnaði og húsakosti þess fólks sem var að hrófa upp yfir sig kofum í óleyfi alls staðar í útjaðri bæjarins eða bjó í bröggum. Lýst er vinnustöðum og vinnufélögum og einnig er mikill fengur að lýsingum á verkföllunum 1952 og 1955 þar sem Tryggvi var í fylkingarbrjósti. Í lokin er sérstakur bókarauki um systkinin frá Hamarkoti.
Báðar fyrri bækurnar, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið, hafa hlotið einstæðar viðtökur og báðar hafa þær verið tilnefndar af Íslands hálfu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þessi bók mun ekki valda lesendum hinna vonbrigðum. Eftirminnilegastur verður fágætur persónuleiki höfundar sjálfs og lífsafstaða hans sem skýrist og dýpkar í ljósi þess sem á undan er gengið.
