




Vanþakkláti flóttamaðurinn
3.890 kr.Átta ára gömul flúði Dina Nayeri frá Íran ásamt kristinni móður sinni og bróður. Áratugum síðar skilgreinir hún sig enn út frá flóttanum. Í þessari bók fléttar hún saman sögur annarra flóttamanna og hælisleitenda á síðustu árum við sína eigin og varpar ljósi á ægivaldið sem felst í því að velja á hvern er hlustað. Einnig hverjum er trúað og hvernig ein saga er metin mikilvægari en önnur. Ómetanlegt innleg í umræðu um málefni flóttafólks.

Glæpur við fæðingu
3.590 kr.Stórmerkileg saga uppistandarans og stjórnmálaskýrandans Trevor Noah sem ólst upp í skugga aðskilnaðarstefunnar í Suður-Afríku: Sjálf tilvist hans var glæpur, því samband móður hans og föður af ólíkum hörundslit var refsivert á þeim tíma. Trevor segir á heillandi hátt frá æsku sinni og unglingsárum í samfélagi sem enn er í sárum, fyrstu skrefunum í skemmtanabransanum og trúrækinni móður sem opnaði fyrir honum heiminn.
Trevor Noah (f. 1984) hefur vakið mikla athygli fyrir hárbeitta þjóðfélagsrýni í þættinum The Daily Show í Bandaríkjunum sem hann hefur stýrt frá árinu 2015. Hann er vinsæll uppistandari og má nálgast heimildarmyndir um hann á Netflix. Glæpur við fæðingu var valin ein besta bók ársins af helstu fréttamiðlum Bandaríkjanna þegar hún kom út. Kvikmynd er í bígerð.



Einu sinni var í austri – uppvaxtarsaga
3.590 kr.Uppvaxtarsaga kínverska rithöfundarins Xialou Guo (f. 1973) sem búsett hefur verið í Bretlandi í rúman áratug.
Bók sem kölluð hefur verið Villtir svanir nýrrar kynslóðar.
Hvernig er að vera listamaður þar sem ritskoðun drepur allan frumleika og það eina sem býðst er að skrifa léleg handrit að sápuóperum; hvernig er að vera kona í landi þar sem stúlkubörnum er ítrekað drekkt við fæðingu og kynferðisleg misnotkun er daglegt brauð; hvernig er hægt að elska þegar manni hefur aldrei verið kennt það.
Ingunn Snædal þýddi.

Dagbók frá Gaza
4.990 kr.Menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda var að synda í sjónum þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza. Í stað þess að halda heim á Vesturbakkann ákváðu hann og sonur hans á unglingsaldri að halda kyrru fyrir, enda óraði þá ekki fyrir því sem koma skyldi. Með dagbókarskrifum sínum veitir Atef Abu Saif nístandi innsýn í baráttu Palestínumanna við að halda í lífi.
Palestínski rithöfundurinn Atef Abu Saif (f. 1973) hefur meðal annars skrifað skáldsögur, smásögur og bók um stjórnmál. Brot úr Dagbók frá Gaza hafa verið birt reglulega í vestrænum fjölmiðlum frá upphafi árása Ísraelshers á Gaza haustið 2023, og eru meðal mikilvægustu vitnisburða sem þaðan berast.

Mennska
5.890 kr.Bjarni Snæbjörnsson ólst upp á Vestfjörðum við algeran skort á hinsegin fyrirmyndum. Það eina sem hann heyrði um aðra homma var að þeir væru öfuguggar og kynvillingar. Til að lifa af spilaði hann eftir þeim reglum sem hann taldi gilda en í leiðinni afneitaði hann sjálfum sér með öllum tiltækum ráðum. Hér segir Bjarni, með aðstoð dagbóka sinna og bréfaskipta við fjölskyldu og vini, frá leiðinni út úr skápnum. Hann lýsir á hispurslausan hátt ævintýralegri för um heiminn, erfiðum tímum, ástum og kynlífi, litlum og stórum sigrum í lífi og leiklist – ásamt áralangri sjálfsvinnu til að ná sátt við sína margbrotnu og litríku mennsku.
Mennska er aðgengileg og hrífandi lesning sem á erindi við alla sem hafa glímt við skömm og reynt að skila henni, finnst erfitt að taka pláss í samfélaginu eða hafa fórnað hluta af sjálfum sér af ótta við viðbrögð annarra.

The Years
3.490 kr.Considered by many to be the 2022 Nobel Prize in Literature laureate’s defining work, The Years is a narrative of the period 1941 to 2006 told through the lens of memory, impressions past and present, cultural habits, language, photos, books, songs, radio, television, advertising and news headlines. Annie Ernaux invents a form that is subjective and impersonal, private and collective, and a new genre – the collective autobiography – in order to capture the passing of time. At the confluence of autofiction and sociology, The Years is ‘a Remembrance of Things Past for our age of media domination and consumerism’ (New York Times), a monumental account of twentieth-century French history as refracted through the life of one woman.



Skáldið og ástin
1.290 kr.Litla stúlka – þú getur kveikt í sígarettunni minni með augunum!
Þetta voru fyrstu orðin sem Halldór Laxness sagði við Ingibjörgu Einarsdóttur, á Þingvöllum sumarið 1924 – og stúlkan lét heillast af rithöfundinum orðfima. Smám saman varð til ástarsamband og þegar Halldór hélt til dvalar í Ameríku um mitt ár 1927 mátti heita að þau væru trúlofuð. Bréfin lýsa ótrúlegum metnaði Halldórs og vinnusemi, en líka kvíða hans og áhyggjum og um leið þróun ástar þeirra Ingu sem leiddi til þess að þau giftu sig þann 1. maí 1930; hjónabandið hélst í tíu ár.
Á þessum árum, sem jafnframt eru afkastamesti tími Halldórs sem rithöfundar, skrifar hann Ingu næstum 180 bréf. Um þau segir í inngangi:
„Lesendur þekkja það sem hann birti opinberlega en hér má lesa skrif hans sem ekki var ritstýrt fyrir opinberan vettvang; metnaður hans nakinn, dugnaður hans og sjálfsagi, listræn viðhorf og pólitískar hugsjónir, og alltaf í bakgrunni ástarsamband sem sveiflast milli stríðni og einlægni, afbrýðisemi og þrár, trúnaðar og hálfsannleika, eins og ástarsambönd gera.“
Einar Laxness, sonur Halldórs og Ingu, og Halldór Guðmundsson önnuðust útgáfuna.




Einar ríki – Fagurt galaði fuglinn sá
2.990 kr.Einar ríki
III. bindi
Fagurt galaði fuglinn sá
Þórbergur Þórðarson skráði

ÞÞ – í forheimskunarlandi
1.290 kr.Ævisaga Þórbergs Þórðarsonar, skráð af rithöfundinum Pétri Gunnarssyni, hefur vakið verðskuldaða athygli. Fyrra bindi sögunnar, ÞÞ – Í fátæktarlandi, kom út árið 2007 og hlaut þá tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Seinna bindið, ÞÞ – Í forheimskunarlandi, kom út árið 2009 og seldist upp.
Í bókunum endurskapar Pétur þroskasögu Þórbergs sem rithöfundar og einstaklings. Hann leitar víða fanga, m.a. í sendibréfum, dagbókum og óútgefnu ævisöguhandriti, svo og í útkomnum verkum Þórbergs. Pétur endurskapar andrúmsloft liðinna ára og dregur upp forvitnilega og heillandi mynd af einum merkasta rithöfundi okkar sem koma mun nýjum sem gömlum aðdáendum Þórbergs á

ÞÞ – í fátæktarlandi
1.290 kr.Þórbergur Þórðarson er án efa einn fremsti höfundur íslenskra bókmennta, en það vekur furðu hve seint hann „fór í gang“. Hann er orðinn 36 ára þegar Bréf til Láru kemur út og stendur á fimmtugu þegar hans fyrsta eiginlega skáldverk, Íslenskur aðall, lítur dagsins ljós.
Hvað hafðist hann að fram að því? Hann háði löngum tvísýna glímu við sárustu fátækt, gaf sig allan á vald háleitustu hugsjónum og átti í litríkum ástarævintýrum.
Í ÞÞ – í fátæktarlandi endurskapar Pétur Gunnarsson þroskasögu Þórbergs og leitar víða fanga, ekki aðeins í útkomnum verkum heldur líka ríkulegu óbirtu efni: sendibréfum, dagbókum og óútgefnu ævisöguhandriti. Hér er dregin upp mynd sem á eftir að koma nýjum sem gömlum aðdáendum Þórbergs á óvart.



