Upplýsingar
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 1979 |
| Tungumál | |
| Blaðsíður | 317 |
| Form | Innbundin |
| Ástand | notuð |
2.990 kr.
Fyrir sunnan er þriðja og síðasta bindi æviminninga Tryggva Emilssonar verkamanns. Bókin hefst þar sem Tryggvi flyst búferlum til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni 1947. Þegar suður kemur er baslinu síður en svo lokið heldur má segja að það hefjist á nýjan leik, fyrst í hreysi í Selásnum, síðan í Blesugróf þar sem Tryggvi byggir yfir sig eða öllu heldur innréttar gamalt baðhús frá bretatíð. Hann gengur í alla vinnu sem býðst og tekur jafnframt þátt í verkalýðsbaráttunni af lífi og sál.
Þessi bók hefur að geyma glöggar aldarfarslýsingar ekki síð ur en hinar fyrri og gefur m.a. sýn til ýmissa hliða Reykjavíkurlífs þessara ára sem ekki hefur verið mikið hampað í bókum. Hér er að finna ógleymanlegar frásagnir af nágrönnum og yfirleitt aðbúnaði og húsakosti þess fólks sem var að hrófa upp yfir sig kofum í óleyfi alls staðar í útjaðri bæjarins eða bjó í bröggum. Lýst er vinnustöðum og vinnufélögum og einnig er mikill fengur að lýsingum á verkföllunum 1952 og 1955 þar sem Tryggvi var í fylkingarbrjósti. Í lokin er sérstakur bókarauki um systkinin frá Hamarkoti.
Báðar fyrri bækurnar, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið, hafa hlotið einstæðar viðtökur og báðar hafa þær verið tilnefndar af Íslands hálfu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þessi bók mun ekki valda lesendum hinna vonbrigðum. Eftirminnilegastur verður fágætur persónuleiki höfundar sjálfs og lífsafstaða hans sem skýrist og dýpkar í ljósi þess sem á undan er gengið.
Ekki til á lager
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 1979 |
| Tungumál | |
| Blaðsíður | 317 |
| Form | Innbundin |
| Ástand | notuð |