







Eftir skjálftann
1.290 kr.„Ormur býr neðanjarðar. Hann er gríðarlega stór ormur. Þegar hann reiðist kemur hann af stað jarðskjálftum. Og einmitt núna er hann mjög, mjög reiður.“
Jarðskjálftinn í Kobe er miðdepill þessa smásagnasafns eftir japanska rithöfundinn Haruki Murakami. Skjálftinn er eins og bergmál löngu liðinna atburða sem nú brjótast fram úr sálardjúpinu og skekja tilveru fólks sem svo lengi hefur stigið afar varlega til jarðar.
Haruki Murakami er einn vinsælasti rithöfundur samtímans. Á síðustu árum hafa sögur hans vakið gífurlega athygli í Japan og víðast annars staðar í heiminum.
Uggi Jónsson þýddi.














Harmur englanna
1.290 kr.Tíminn er stundum bölvað kvikindi, færir okkur allt til þess eins að taka það burt aftur. Það eru þrjár vikur síðan strákurinn kom í Plássið með stórhættulegan skáldskap á bakinu og vegalengdin milli Bárðar og lífsins eykst miskunnarlaust með hverjum degi. Jens landpóstur er kominn í Plássið, rétt slapp undan norðanvindinum þótt komið væri vor. Saman fara þeir strákurinn yfir að Vetrarströndinni, það eru apríllok og snjókoman tengir saman himin og jörð, þurrkar út áttirnar og landslagið. Hafi djöfullinn skapað eitthvað í þessum heimi, fyrir utan peningana, þá er það skafrenningur uppi á fjöllu

Fiskarnir hafa enga fætur
1.290 kr.Þetta er sviðið: Austfirsk fjöll og Keflavík sem kölluð hefur verið svartasti staður landsins.
Hér er sögð saga ættar allt frá byrjun tuttugustu aldar og fram til okkar daga. Sagan teygir sig frá Norðfirði til Keflavíkur, hún nær yfir allt landið, yfir fjöllin sem eru fornar rósir færðar guðum og hraunið sem lítur stundum út eins og blótsyrði djöfulsins.
Þetta er saga fólks sem elskar og þjáist, sem leitar og flýr, saga um sársauka og söknuð, ofbeldi og kvótalaust haf. Saga um Kanaskip, Bítlana og Pink Floyd, um bjarta og dimma daga á Norðfirði þar sem kona breytist í lifandi múmíu.

Himnaríki og helvíti
1.290 kr.Sagan gerist fyrir meira en hundrað árum, fyrir vestan, inni í firði, á milli hárra fjalla, eiginlega á botni heimsins, þar sem sjórinn verður stundum svo gæfur að það er hægt að fara niður í fjöru til að strjúka honum.
Strákurinn og Bárður róa um nótt á sexæringi út á víðáttur Djúpsins að leggja lóðir. Þar bíða þeir fram á brothættan morgun eftir fiskinum sem hefur synt óbreyttur um hafið í 120 milljón ár. Þótt peysurnar séu vel þæfðar smýgur heimskautavindur auðveldlega í gegn. Það er stutt á milli lífs og dauða, eiginlega bara ein flík, einn stakkur.
