• Rómeó og Júlía
  • Sorgarmarsinn (notuð)

    Sorgarmarsinn (notuð)

    Gyrðir Elíasson leggur hér lokahönd á sagnaþríleik sem hófst með Sandárbókinni og var síðan fram haldið í Suðurglugganum, en báðar þær bækur fjölluðu með áleitnum hætti um líf og störf listamanna, önnur um málara en hin um rithöfund.

    Sorgarmarsinn segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og sérstæð frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og lista

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Læknishúsið

    Læknishúsið

    Gamla Læknishúsið á Eyrarbakka á sér dularfulla sögu; eldar hafa kviknað, fólk hefur glímt við óútskýrð veikindi og óvænt dauðsföll orðið.

    Rithöfundurinn Steinar varð hluti af sögu hússins þegar hann bjó þar í æsku hjá öldruðum frændum sínum, öðrum blindum, hinum mállausum. Mörgum árum síðar flytur hann aftur í húsið ásamt eiginkonu sinni sem er ólétt að tvíburum en hún er ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Íslands eftir bankahrunið.

    Eftir komu hjónanna í húsið fer af stað spennandi og dulúðug atburðarás þar sem leyndir atburðir úr sögu hússins blandast saman við átök í samtímanum.

    Bjarni Múli Bjarnason er margverðlaunaður höfundur en hann sýnir hér á sér nýja hlið. Sagan byggist á atburðum frá því að hann bjó sjálfur í Læknishúsinu ásamt eiginkonu sinni sem er fyrrverandi ráðherra. Bjarni er bókmenntafræðingur og höfundur tuttugu skáldverka sem meðal annars hafa komið út á færeysku, arabísku, þýsku og ensku. Verk eftir hann hafa verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlotið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sakramentið

    Sakramentið

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Troðningar

    Troðningar

    Jón Hjartarson var um árabil leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hefur leikið ótal hlutverk á sviði, í sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndum. Jón er höfundur fjölmargra leikrita og leikgerða fyrir börn og fullorðna, auk barna- og unglingabóka. Hann hefur einnig skrifað samtalsbækur og samið fjölda skemmtiþátta, pistla og söngtexta. Troðningar er fyrsta ljóðabók hans.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Fugl

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder
  • Placeholder
  • Tíminn á leiðinni

    Tíminn á leiðinni

    Tíminn á leiðinni er ellefta ljóðabók höfuðskáldsins Steinunnar Sigurðardóttur. Meginstef hennar er tíminn sjálfur, ýmist gjöfull eða grimmur; kynslóðir sem koma og fara, árstíðir, upphaf og endalok – horft er bæði inn á við og út í heiminn, á náttúruna, lífið sjálft. Ljóðmálið er leikandi létt og hnitmiðað, myndir dregnar skýrum og oft óvæntum dráttum, kaldhæðni og djúp alvara vegast á í skörpum og kjarnmiklum ljóðum.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Auðlesin

    Auðlesin

    Auðlesin er bráðfyndin og beitt samfélagsádeila sem tekst á við þær stóru siðferðis- og sjálfsmyndarspurningar sem þúsaldarkynslóðin stendur frammi fyrir.

    Hugsjónaskáldið Nína Kristín ætlar að bjarga heiminum með ljóðum sínum en allt gengur á afturfótunum og við blasir að hún neyðist til að flytja aftur inn á forpokaða foreldra sína. Bjartur er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg; réttsýnn og vinsæll umhverfisverndarsinni sem bjargar hunangsflugum í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum. En hversu djúpt rista hugsjónir þeirra beggja þegar virkilega reynir á?

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Til hamingju með að vera mannleg

    Til hamingju með að vera mannleg

    Til hamingju með að vera mannleg er kröftug og falleg, fyndin og átakanleg ástarjátning til lífsins eftir dansarann og danshöfundinn Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Ljóðin skrifaði hún á meðan hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð í heimsfaraldri. Vorið 2023 var frumsýnt dansleikverk með sama nafni á stóra sviði Þjóðleikhússins, byggt á textum hennar.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Stórkostlega sumarnámskeiðið

    Stórkostlega sumarnámskeiðið

    Pabbi hefur steingleymt að skrá Pétur á sumarnámskeið en Stefanía bjargar því og stofnar til sérsniðins námskeiðs fyrir vin sinn. Og þar með upphefst fjörugt sumar þar sem við sögu koma andsetin töfraþvottavél, vöffluturn, óútreiknanlegir ullarsokkar og rammskakkur leynikofi.

    Sögur Tómasar Zoëga og Sólrúnar Ylfu Ingimarsdóttur um þau Pétur og Stefaníu eru óborganlega skemmtilegar og hafa hlotið ýmsar viðurkenningar. Þar á meðal eru tilnefningar til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Þetta er þriðja sagan um vinina uppátækjasömu, ætluð lesendum á aldrinum 6–10 ára.

    Bókin er upplögð fyrir þau sem eru farin að lesa sjálf, letrið er þægilegt og hver opna með skemmtilegum litmyndum.

    5.590 kr.
    Setja í körfu