
Herörin og fleiri sögur
1.990 kr.Dauðvona lögfræðingur snæðir kjötsúpu með fyrrverandi eiginkonu sinni, AA-maður fer til að biðja gamlan bekkjarfélaga fyrirgefningar, húsgagnasmiður býður langveikri dóttur sinni í hvalaskoðun og átök leynifélaganna Rauðu rósarinnar og Svörtu handarinnar ná hámarki í blóðugum bardaga á Skólavörðuholti. Um þetta og margt fleira má lesa í tólf nýjum smásögum eftir Ólaf Gunnarsson. Stíllinn er knappur og oft launfyndinn, sögurnar ýmist bjartar eða dimmar, angurværar eða ærslafullar.
Ólafur Gunnarsson er einn virtasti höfundur þjóðarinnar. Hann hefur skrifað ljóð, smásögur og barnabækur en er þekktastur fyrir skáldsögur sínar. Ólafur hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Öxina og jörðina árið 2003.





Here is Iceland!
4.590 kr.Every spring, over fifty species of migratory birds come to Iceland and lay their eggs in the mild and bright Arctic summer. In the winter snow covers the ground and Northern Lights light up the sky. In Here is Iceland you can read all about this volcanic island: its birds and mammals, mountains and shores, hot springs and geysers, people and culture – through spring, summer, fall and winter.
Here is Iceland! by Margrét Tryggvadóttir and Linda Ólafsdóttir was welcomed by Icelandic readers of all ages. The book was nominated for the Icelandic Literary Award and received the Women’s Literary Award, the Reykjavík City Literary Award for illustrations, and the award of the Association of Icelandic Graphic Designers.

Skáldreki
3.590 kr.Á síðustu áratugum hefur ört fjölgandi hópur innflytjenda á Íslandi auðgað menningu landsins og listir. Á meðal þeirra sem skolað hefur á land leynast rithöfundar og skáld. Sum hver eru enn svamlandi á grynningunum, önnur hafa náð landi, enn önnur hafa stigið inn á bókmenntasviðið. Þessir aðkomuhöfundar eru skáldreki, frjósöm gjöf hafsins. Í þessu ritgerðasafni segja tíu höfundar af erlendum uppruna frá sögu sinni, löngunum og þrám; fjalla um búferlaflutninga, að fóta sig í nýrri menningu, að skilja og finna rödd sína á íslensku eða að ná til nýrra lesenda á sínu eigin tungumáli. Hér er á ferð ferskt sjónarhorn, frumleg málbeiting og öðruvísi sögur. Hörund. Bein. Kjöt. Fita. Gjörðu svo vel.

A Very Short History of the Israel–Palestine Conflict
3.490 kr.An indispensable guide to understanding the Israel–Palestine conflict, and how we might yet still find a way out of it.
The devastation of 7 October 2023 and the horrors that followed astounded the world. But the Israel–Palestine conflict didn’t start on 7 October. It didn’t start in 1967 either, when Israel occupied the West Bank, or in 1948 when the state of Israel was declared. It started in 1882, when the first Zionist settlers arrived in what was then Ottoman Palestine. Ilan Pappe untangles the history of two peoples, now sharing one land. Going back to the founding fathers of Zionism, Pappe expertly takes us through the twists and turns of international policy towards Israel–Palestine, Palestinian resistance to occupation, and the changes taking place in Israel itself.
- -13%

Mara kemur í heimsókn
Original price was: 4.590 kr..3.990 kr.Current price is: 3.990 kr..Mara kemur í heimsókn fjallar um heimkomu til Rússlands eftir langa fjarveru, en er um leið uppgjör við pólitískt og menningarlegt ástand.
Natasha S. er íslenskur rithöfundur af rússneskum uppruna sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljóð sín og greinar. Hún sló eftirminnilega í gegn með útgáfu fyrstu ljóðabókar sinnar Máltaka á stríðstímum, en fyrir hana hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Natasha hefur einnig verið öflugur talsmaður skálda af erlendum uppruna á Íslandi og ritstýrði ljóðasafninu Pólífónía af erlendum uppruna og ritgerðasafninu Skáldreka. 
Svipur brotanna: Líf og list Bjarna Thorarensen
2.990 kr.Bjarni Thorarensen (1786–1841) er jafnan talinn til höfuðskálda Íslendinga. Einkum er hans minnst sem frumkvöðuls innlendrar rómantíkur, skálds sem orti jafnt kraftmikil ættjarðar- og orustukvæði, eldheit ástarljóð, lofsöngva til norræns vetrar og minningarljóð um fólk sem átti ekki samleið með fjöldanum.
Um leið var hann eitt þeirra þjóðskálda 19. aldar sem reyndu að efla sjálfsvitund landsmanna og menningarlegt og pólitískt forræði innan þess fjölþjóðlega danska konungsríkis sem þeir voru þá hluti af.
Undanfarna áratugi hefur lítið farið fyrir Bjarna og ljóðum hans. Sum þeirra lifa að vísu sjálfstæðu lífi í íslensku umhverfi, menningu og tungumáli en bera oft sama svip og veðraður og mosagróinn legsteinn Bjarna. Þar gildir einu hvort fjallkonan á í hlut, ekið er um Gullinbrú í Grafarvogi, gripið er til orðtaksins um að Ísalands óhamingju verði allt að vopni eða rætt um kynlega kvisti mannlífsins. Hvaðan koma þessi orð og fyrirbæri, í hvaða samhengi stóðu þau upphaflega og hver var höfundur þeirra? Í þessari bók er rýnt í líf og list Bjarna.
Þórir Óskarsson er bókmenntafræðingur og hefur um langt skeið sinnt rannsóknum á íslenskum bókmenntum 19. aldar.


