
Dagbók bóksala
990 kr.Shaun Bythell er bóksali í Wigtown, fögru sjávarþorpi í Skotlandi. Þar rekur hann stærstu fornbókabúð landsins í eldgömlu húsi þar sem 100.000 bækur þekja alla veggi og fylla öll horn og skot. Paradís bókaormanna? Ja, næstum því …
Bráðfyndin og hrífandi frásögn þar sem brugðið er upp lifandi myndum af sérvitringum og furðufuglum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni og skrýtna fólkinu sem vinnur þar, auk þess sem ástarlíf bóksalans kemur við sögu og hin eilífa glíma við að ná endum saman. Fyndin og kaldhæðin frásögnin heldur lesandanum föngnum frá fyrstu blaðsíðu.
Snjólaug Bragadóttir þýddi.
„Hlý, sniður og sprenghlægileg.“ – Daily Mail
„Dásamleg skemmtun.“ – The Observer

Óbærilegur léttleiki tilverunnar
1.290 kr.Hvað gerir maður þegar fallega þjónustustustúlkan á hótelinu úti á landi stendur allt í einu á tröppunum hjá honum í borginni með hafurtask sitt og er bara komin…? Tómas er góður læknir og ennþá betri kvennamaður og ákveður að hleypa hinni ástföngnu Teresu inn í líf sitt. En framhaldið er ekki á hans valdi – þau eru leiksoppar sögunnar, fórnarlömb ytri afla eins og heimaland þeirra, Tékkóslóvakía. Örlög þess í greipum grannans í austri fléttast óviðráðanlega saman við örlög persóna bókarinnar. Samt er þetta engin harmsaga: Óbærilegur léttleiki tilverunnar er full af óvæntri gamansemi og lýsir samhengi stjórnmála, kynlífs og dauða með grátbroslegum hætti. Léttleiki frásagnarinnar og frelsi draumsins verður athvarf mannshugans andspænis óbærilegum lögmálum sögunnar.
Friðrik Rafnsson íslenskaði.

Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans
1.290 kr.Þetta er saga af nokkrum framsæknum nútíma Íslendingum sem lenda í ýmsum ævintýrum en bjargast úr hverjum háska með þjóðlegu hugviti og hreysti.
Langt er síðan Guðbergur Bergsson skipaði sér í röð allra fremstu rithöfunda þjóðarinnar, og verk hans hafa notið mikillar hylli. Þessi bók er nýr sproti á þeim meiði. Persónurnar hafa ekki birst áður í bókum Guðbergs og stíllinn er nýr. Spurning er hvort skáldgáfa hans nýtur sín ekki einmitt best í þeim ærsla- og fjarstæðustíl sem hér er að finna.


Sannstæður
2.990 kr.fyllast enn tungl
og minnka
flughamurinn stagbættur í
gluggasyllunniorkarðu enn að leita
svifmjúkra drauma
svansvængja svartra
úr ljóðiLjóð Geirlaugs Magnússonar lifna af sterkum myndum og sérstæðu tungutaki. Hann er enginn boðandi auðkeyptrar bjartsýni og venjulegra sanninda, en fylgi lesandinn honum á svansvængjum svörtum í ljóðheima, opnast honum víðáttur.



Eat Frozen Shit!
3.890 kr.Look no further! The book you’re currently holding is the only Icelandic phrasebook you’ll ever actually need. Eat Frozen Shit is not just a handy guide to “colorful language”, it is so much more!
Included in this book:
* A practical no-bullshit guide to everyday words and phrases!
* Filthy curse words!
* Funny sex phrases!
* Essential party vernacular!
* Cool slang!
* Uncool grandparents’ slang!
* Hilarious illustrations!
* A bunch of useless information!
* And more!Impress your friends and family by learning to curse in one of the oldest languages in the world. It’s a gift that keeps on giving.

Friðþæging
990 kr.Það er heitasti dagur sumarsins 1934 þegar 13 ára strákur, Briony, sér systur sína, Cecili, afklæðast og baða sig úti í garði á sveitasetri þeirra. Robbie Turner, æskuvinur hennar, stendur og horfir á.
Áður en næsti dagur rennur upp hefur líf þeirra þriggja tekið algjöra kollsteypu.
Friðþæging er í hópi meistaraverka hins virta breska rithöfundar Ian McEwans og hefur sópað til sín margvíslegum viðurkenningum.



