• Mamma og ég

    Mamma og ég

    Mamma og ég er saga mæðginanna Kolbeins Þorsteinssonar og Ástu Sigurðardóttur rithöfundar. Ásta var þjóðþekkt sem rithöfundur og nánast goðsögn vegna skrifa sinna.

    Einkalíf hennar var þó enginn dans á rósum og undirstrikar að sitt hvað er gæfa eða gjörvileiki. Ásta  glímdi við óreglu lengst af ævi sinni og barðist við þá djöfla sem fylgja fíkninni. Börnin voru tekin af henni og send í fóstur. Barnsfaðir hennar lét sig börnin litlu varða.

    Kolbeinn segir söguna frá sjónarhóli barnsins og lýsir þeim mikla sársauka sem fylgir því að vera móðurlaus í umsjón barnaverndarnefndar og vandalausra og horfa upp á mömmu sína hverfa inn í myrkur stjórnlausrar neyslu.

    7.490 kr.
    Setja í körfu
  • Dorgað í djúpi hugans

    Dorgað í djúpi hugans

    „Allt sem þú ert er frá öðrum komið.“ Lögfræðingurinn Skúli Thoroddsen pælir í meiningu þessara orða og fiskar upp lifandi atvik bernsku- og æskuáranna á myndrænan hátt – hvort heldur sem krakki á barnaheimili, unglingur í brúarvinnu eða sveitastrákur hjá „Konunni í dalnum og dætrunum sjö“. Þá segir Skúli frá fyrstu ástinni og fer út í heim auk þess að bregða upp lifandi myndum af ættmennum sínum ýmsum og samferðarfólki. Ljóðrænar lýsingar hans á náttúru landsins, tónlist og skáldskap tilverunnar gera þessa bók að sannkölluðum yndislestri.

    Athyglisverð uppvaxtarsaga um veröld sem var á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.

    8.290 kr.
    Setja í körfu
  • Andrými – kviksögur

    Andrými – kviksögur

    Sögur þessarar bókar kallar höfundur kviksögur. Þær eru gjarnan óvæntar og skrítnar, sumar sannar og aðrar augljóslega lognar. Sögurnar spretta úr kviku tilverunnar, staða mannsins í heiminum er hér sínálægt viðfangsefni, en eru annars síkvikar í eðli sínu og efni.

    Hér stíga fram sérstæðar persónur af ýmsu tagi og fá rödd og rými. Þar má til dæmis nefna hvíslarann sem liggur svo lágt rómur, lækni sem gerðist flísaleggjari hjá Handvömm ehf., þann dagfarsprúða sem umhverfist við skákborðið, litla fjárfestinn sem fær borgað fyrir að mæta ekki á aðalfundi vegna erfiðra spurninga, gírkassasérfræðinginn sem sífellt skiptir um skoðun, lækni sem einungis getur greint sjúkdóma í gegnum nefið, klæðskerann með röntgenaugun …

    Klæðskeraiðn varð fyrir valinu af hagnýtum ástæðum. Fjölskyldu minni þótti langskólanám tímafrekt og krafðist þess að ég drægi björg í bú. Klæðskerar hafa verið í ætt minni mann fram af manni og rökrétt að ég legði þá iðn fyrir mig. Ég hafði hins vegar brennandi áhuga á því að verða læknir en lét mér nægja að lesa þau fræði í tómstundum. Mér gengur vel í mannlegum samskiptum og hef myndað sterkt samband við marga viðskiptavini. Karlar trúa mér fyrir sínum leyndustu málum þegar þeir standa á nærfötunum einum …

    Eiríkur Jónsson er læknir.

    7.890 kr.
    Setja í körfu
  • Galdrastafir - Historical Icelandic magic symbols

    Galdrastafir – Historical Icelandic magic symbols

    In the 1800s and early 1900s, the tradition of Icelandic magical symbols (galdrastafir) was in decline. At the same time, these symbols, once forbidden upon penalty of death, became the subject of increased interest in the scholarly community. One such scholar was Jónas Jónasson, a priest, folklore collector, and antiquarian who collected and compiled historical Icelandic symbols before his death in 1918. His labors resulted in a manuscript he titled simply Galdrastafir. Now, for the first time, this lush and beautiful book translates and reproduces material and presents

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Andlit

    Andlit

    „Telst með okkar bestu skáldævisögum,“ ritar Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur í eftirmála bókarinnar.

    Hér segir Bjarni M. Bjarnason frá því hvernig hann elur sig að mestu upp sjálfur á áttunda áratug síðustu aldar, þvælist milli staða innanlands og utan og kynnist ótrúlegasta fólki. Saga full af húmor, trega og hlýju.

    Andlit er saga full af húmor, trega og hlýju en umfram allt einstök lýsing á sérkennilegu lífshlaupi. Andlit kom fyrst út árið 2003 og „telst með okkar bestu skáldævisögum,“ eins og Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur og fyrrum útgefandi, segir í eftirmála bókarinnar. Nú er þessi marglofaða bók gefin út á ný í aukinni útgáfu.

    Hér segir Bjarni M. Bjarnason frá því hvernig hann elur sig að mestu upp sjálfur á áttunda áratug síðustu aldar, þvælist milli staða innanlands og utan og kynnist ótrúlegasta fólki; slöngukonu sem þjónað hefur heimsfrægum leikara, amerískum gúrú sem nærist á íslenskum sálum, Kleópötru sem hefur áhuga á lifnaðarháttum neðanjarðarskálda, sænskum lögreglumönnum sem finnast draumar grunsamlegir, taugatrekktum flugfreyjum og draugum af ýmsu tagi.

    Bjarni M. Bjarnason hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, nú síðast var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Dúnstúlkuna í þokunni.

    „Skondin skáldævisaga – skemmtilega björt lýsing á bernsku á hrakhólum.“ – Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð 2

    „Meistaratök.“ Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið

    „Ein af albestu íslensku skáldævisögunum … Hans meistaraverk, alveg dásamleg bók. Hún er um barn sem er einhvers kona villibarn, og það er ótrúlegt að þessi peni maður hafi orðið úr því, það hafi ræst svona úr honum.“ Þorgeir Tryggvason, Kiljan.

    „Algjör klassík.“ Egill Helgason, Kiljan

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Franski spítalinn

    Franski spítalinn

    Febrúar 1989. Maður finnst látinn í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, draugalegu timburhúsi í niðurníðslu. Sunna, blaðamaður á Morgunblaðinu, fer austur til að grennslast fyrir um málið en bæjarbúar vilja lítið við hana tala og brátt fer hún að óttast um öryggi sitt og sinna nánustu.

    Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson taka hér upp þráðinn frá Reykjavík sem varð mest selda bók ársins 2022. Hún hlaut mikið lof gagnrýnenda og var auk þess tilnefnd til Blóðdropans – Íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Reykjavík hefur komið út á fjölda tungumála og völdu New York Times og Kirkus Review hana sem eina af bestu glæpa sögum ársins 2023 í Bandaríkjunum.

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Kvöldsónatan

    Kvöldsónatan

    Ungur drengur fylgist með föður sínum hjálpa erlendum hjónum að flytja flygil inn í húsið beint á móti heimili hans í Suðurgötu árið 1949. Sá atburður á eftir að hafa mikil áhrif á framtíð hans. Frábærlega fléttuð og áhrifamikil skáldsaga um hæfileika og fórnfýsi, blekkingu og afhjúpun, sekt, heiðarleika – og óbærilegan söknuð.

    „Kannski er bara við sjálfan mig að sakast. Þannig er það yfirleitt þótt ekki sé auðvelt að horfast í augu við það. Fólk lítur sjaldnast í eigin barm. En ég þekki brotalamirnar í sjálfum mér enda hef ég haft nægan tíma til að rannsaka þær.“

    Ungur drengur fylgist með föður sínum hjálpa erlendum hjónum að flytja flygil inn í húsið beint á móti heimili hans í Suðurgötu árið 1949. Sá atburður á eftir að hafa mikil áhrif á framtíð hans. Eftir glæsilegan tónlistarferil ytra snýr hann loks aftur heim til Íslands í ferð sem neyðir hann til að horfast í augu við sjálfan sig og líf sitt, mistök sín og það sem hann hefur gert sjálfum sér og öðrum.

    Kvöldsónatan eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er frábærlega fléttuð og áhrifamikil skáldsaga um hæfileika og fórnfýsi, blekkingu og afhjúpun, sekt, heiðarleika – og óbærilegan söknuð.

    „Kraftmikill og heillandi sögumaður.“ Kirkus Reviews

    „Undraverður höfundur.“ La Croix

    „Ólafur Jóhann skrifar agaðan stíl sem er gífurlega áhrifamikill.“ Publishers Weekly

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Aftenging

    Aftenging

    Fimm gamlir vinir ákveða að kúpla sig út úr amstri hversdagsins og bregða sér um helgi út í eyjuna Grið. Ferðin tekur hins vegar óvænta stefnu þegar fréttir um mikinn gagnaleka fara að berast í gegnum stopult netsamband. Hvöss en glettin saga úr samtímanum.

    „Af og til síðustu daga hef ég lygnt aftur augunum og velt því fyrir mér hvort þessi ferð, þessi eyja og allt sem fylgdi, hefði ekki bara verið einn stór misskilningur …“

    Fimm gamlir vinir ákveða að kúpla sig út úr amstri hversdagsins og bregða sér um helgi út í eyjuna Grið. Á þessari eyðieyju hefur auðmaður byggt upp íburðarmikla aðstöðu þar sem gestir geta slakað á og aftengst snjallsímum og samfélagsmiðlum enda nær ekkert netsamband á eyjunni.

    Barnlaus helgi í bústað með besta fólkinu, eins og Facebook-grúppa helgarinnar heitir, tekur hins vegar óvænta stefnu þegar fréttir fara að berast í gegnum stopult netsambandið um víðtækan gagnaleka í þjóðfélaginu.

    Aftenging er fyrsta skáldsaga Árna Helgasonar; hvöss en glettin saga úr samtímanum um fólk sem baslar í sínu – og hvernig vináttu reiðir af á tímum þar sem tækin þekkja okkur betur en við sjálf og gleyma engu.

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ljóðasafn III – Gyrðir Elíasson

    Ljóðasafn III – Gyrðir Elíasson

    Þrjár einstakar ljóðabækur sem hafa verið ófáanlegar um langt árabil: Indíánasumar (1996), Hugarfjallið (1999) og Tvífundnaland (2003). Það er mikill fengur að þessari nýju útgáfu sem er hluti af heildarsafni verka skáldsins. Ómissandi í safn allra bókaunnenda.

    7.390 kr.
    Setja í körfu
  • Smásögur I – 1988-1993

    Smásögur I – 1988-1993

    Þrjú fyrstu smásagnasöfn höfundarins samankomin, 49 sögur alls og sumar þeirra löngu orðnar klassík í íslenskum bókmenntum. Bréfbátarigningin (1988), Heykvísl og gúmmískór (1991) og Tregahornið (1993). Hluti af nýrri og vandaðri heildarútgáfu verka skáldsins sem allir bókaunnendur þurfa að eignast.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Sorgarmarsinn

    Sorgarmarsinn

    Hér segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og sérstæð frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og listar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis Elíassonar.

    Lokahluti þríleiksins sem hófst með Sandárbókinni og var síðan fram haldið í Suðurglugganum, en allar fjalla sögurnar um líf og störf listamanna.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • A Dance with Dragons

    A Dance with Dragons

    2.990 kr.
    Setja í körfu