
Ragnarök undir jökli
8.290 kr.Ragnarrök undir jökli er saga um dramb og firringu, vanmátt, von og miskunnarleysi örlaganna.
Þegar Magnea Ísaksdóttir, blaðamaður Kroníkunnar, heimsækir höfuðvígi umdeilds ásatrúarsafnaðar undir Tindfjallajökli flækist hún í háleitar fyrirætlanir allsherjargoðans, Óðins Jónssonar.
Óðinn trúir því að söfnuðurinn sæti ofsóknum yfirvalda og að kominn sé tími til að spyrna við fótum. Hann og fylgjendur hans eru reiðubúnir að berjast fyrir frelsi sínu. Reiðubúnir að láta sverfa til stáls.
Áður en Magnea veit af er hún í auga storms sem eirir engu.
Ragnarök undir jökli er sjálfstætt framhald af Stóra bróður og önnur bókin í Kroníkuseríunni.




Dóttir drápunnar: ljóð úr djúpinu
3.590 kr.Dóttir drápunnar er sjötta ljóðabók höfundar. Ljóðin eru hugleiðingar allt árið um kring um viðburði, persónur og náttúruna. Þetta eru rómantískar lýsingar á landslagi, manneskjunni, menningu og hlutum en einnig kemur við sögu feminsmi, loftslagsumræða og jafnrétti.

Vetrarmyrkur: dimmuljóðin
4.590 kr.Hér er ort um æskuna, sárin, móðurhlutverkið, minnisverðar persónur og náttúruna. Sum ljóðin eru rómantískar lýsingar á landslagi, manneskjunni, menningu og hlutum, en einnig koma við sögu málefni sem brenna á öllum: jafnrétti, hnattræn hlýnun og femínismi.

Milla
1.290 kr.Milla er tuttugu og eins árs gömul og þráir að lifa eins og venjuleg stelpa – en hún veit ekki hvað hún á að gera við líf sitt og hefur á tilfinningunni að komandi sumar gæti orðið hennar síðasta. Þrjár vikur í maí skipta sköpum: ástin kemur og fer, Milla skrifar ömmu sinni ótal bréf en fær engin svör, hún skoðar vorkvöld í Reykjavík úr lofti með vini sínum og í vinnunni skrásetur hún gögn „Safnsins um hina venjulegu íslensku fjölskyldu í lok tuttugustu aldar“.
Milla er ævintýraleg Reykjavíkursaga, í senn létt og þung, glaðleg og sorgleg – Milla ræktar garðinn sinn en þar vex tré sem enginn annar sér …
Kristín Ómarsdóttir hefur skrifað skáldsögur, smásögur, leikrit og ljóð og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir skrif sín, þar á meðal Fjöruverðlaunin, Menningarverðlaun DV og Grímuverðlaunin sem leikskáld ársins.
Milla hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2012.

Stríðsárin 1938-1945
5.990 kr.Í þessu magnþrungna stórvirki er Ísland fært inn á landakort heimsstyrjaldarinnar síðari og sýnt hvernig það varð órofa hluti af hildarleiknum sem fram fór um víða veröld – og ekki síst á hafinu kringum landið. Grimmd, lífsþorsti, hetjudáðir og hryllingur stríðsátakanna er dreginn fram í fjölda frásagna, fréttaskeyta, leyniskjala, dagbóka og minningabrota, auk þess sem verkið geymir aragrúa ljósmynda, innlendra og erlendra, sem margar koma nú í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir.
Páll Baldvin Baldvinsson, bókmenntafræðingur og menningarrýnir, hefur um árabil haft brennandi áhuga á þessu einstæða tímabili í sögu þjóðarinnar. Verkið er afrakstur gríðarlega umfangsmikillar vinnu hans við söfnun ljósmynda, endurminninga og annarra heimilda um stríðsárin.

Síðustu dagar skeljaskrímslisins
7.990 kr.Árið sem Lilja fór vorum við eittþúsund sjöhundruð þrjátíu og fjögur og árið eftir eittþúsund sjöhundruð þrjátíu og þrjú. Enginn dó og enginn fæddist.
Í dag erum við þrjúhundruð og eitt og öll gerum við fastlega ráð fyrir að halda áfram. Útlendingarnir eru ekki taldir með frekar en kettirnir og miðaldra og gömul látum við sem ekkert sé þó okkur fari fækkandi, þó einn og einn hverfi , en þegar það gerist er dauðinn jafn hefðbundinn og tilbreytingarlaus og veðrið.Mitt skjól er hér í litlu höfninni og á meðan hafstraumarnir villast undir iljunum stend ég við gömlu eldavélina, fylli belginn á Nóa af matarlykt og salta og sýð niður matarforðann sem fer í búrið bak við eldhúsið. Innan um næringuna er líka lífsviðurværið mitt rabarbarabruggið sem ég sel síðustu manneskjunni í heiminum sem er ekki sama um mig, Nínu á Skeljabarnum. Það eina sem ekki er ætt þarna er Polaroid ljósmyndin af sólgrettri Lilju sem hangir litverp í horninu á bak við baunapokana innst í búrinu, en ég á sjaldan erindi þangað.



