• Naustið

    Naustið

    Naustið er óhefðbundin saga sem gerist á þremur sumardögum og fjallar um náin tengsl þriggja persóna. Síendurtekin stef mynda sterk hugrenningatengsl en það sem gerist í raun og veru er samt sem áður ófyrirsjáanlegt enda þótt vinátta, ást, afbrýðisemi og dauði séu í forgrunni. Bókin kom fyrst út 1989 og markaði upphafið að velgengni höfundarins í heimalandinu, en haustið 2023 hlaut Jon Fosse Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.

    Hjalti Rögnvaldsson íslenskaði.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Það liðna er ekki draumur

    Það liðna er ekki draumur

    Ég var átta ára gamall þegar afi tók í hönd mína og sleppti henni ekki fyrr en við fundum foreldra mína í Aþenu. Hver veit hvað annars hefði gerst. Nokkrum vikum áður hafði vopnaður hópur fasista smalað öllum íbúum þorpsins saman í ytri garðinn við kirkjuna. Þar stóðum við ungir og gamlir, dauðhræddir, meðan illræmdur foringi þeirra gekk hægt á milli okkar, horfði rannsakandi augum á hvern og einn, þar til hann að lokum valdi nokkra úr hópnum og tók með sér. Lík þeirra fundust aldrei. Þetta var árið 1946, einhvern tíma um vorið. Möndlutrén blómstruðu í löngum röðum og dalurinn skartaði sínu fegursta.

    Þannig hefst þessi uppvaxtarsaga grísk-sænska rithöfundarins sem hefur víða slegið í gegn með einstökum stíl og heillandi efnistökum. Á íslensku hafa fyrri bækur hans Nýtt land utan við gluggann minn og Mæður og synir hlotið einróma lof og sú síðarnefnda var tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

    Hallur Páll Jónsson íslenskaði.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Í landi sársaukans

    Í landi sársaukans

    Alphonse Daudet (1840-1897) var einn þekktasti rithöfundur Frakka á ofanverðri nítjándu öld, einkum fyrir smásögur, skáldsögur og leikrit. Nú á tímum eru mörg af verkum hans fallin í gleymsku, en þó ekki hið sígilda Bréf úr myllunni minni sem kom út á íslensku fyrir margt löngu og svo þessi sérstæða bók, Í landi sársaukans, sem birtist fyrst mörgum áratugum eftir lát höfundarins. Um er að ræða einskonar dagbókarskrif þar sem hann lýsir líðan sinni og í raun áralangri baráttu við banvænan sjúkdóm.

    Þýðing og inngangur eftir Gyrði Elíasson.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Fuglar

    Fuglar

    Varúð!

    Þetta er ekki góð fuglagreiningarbók. Fuglarnir í henni eru illa teiknaðir og textinn fullur af fordómum og tilgerð. Vert er að hafa það í huga við lesturinn. Hafir þú hins vegar áhuga á krassandi sögum af áhættusækni, skrautfíkn og ástarlífi íslenskra fugla, og hvers kyns sérvisku sem tengist þeim, þá er þetta rétta bókin fyrir þig.

    Falleg bók um íslenska fugla fyrir alla fjölskylduna. Spéfuglarnir Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring draga fram helstu sérkenni fuglanna í máli og myndum án þess að taka sig of alvarlega og niðurstað er einstök og óvenjuleg en um leið fræðandi bók um íslenska fugla.

    5.890 kr.
    Setja í körfu
  • Fínir drættir leturfræðinnar

    Fínir drættir leturfræðinnar

    Fínir drættir leturfræðinnar var gefin út árið 1987 á sjö tungumálum, en kemur nú út í fyrsta skipti á íslensku. Bókin fjallar á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt um þá þætti sem skipta sköpum þegar læsileiki texta er annars vegar, svo sem bókstafina, orðið, línuna og andrýmið. Hér er þó um meira en handbók að ræða. Hvernig má það vera, spyr Jost Hochuli, að farið sé eftir öllum kúnstarinnar reglum en yfirbragð bókarinnar sé samt sem áður leiðinlegt? Hér má finna ýmsar lausnir, ekki síst í umbroti og framleiðslu bókarinnar sjálfrar.

    Svissneski leturfræðingurinn Jost Hochuli hefur lengi notið alþjóðlegrar hylli á sviði bókahönnunar. Hann hefur kennt um árabil, meðal annars í Zürich og í heimabæ sínum St. Gallen í Sviss, skrifað bækur á sviði grafískrar hönnunar og ritstýrt og hannað ritraðir í faginu. Jost Hochuli hefur margoft haldið sýningar bæði í heimalandinu Sviss sem og víða um heim. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bókahönnun, til að mynda í samkeppnunum Fegurstu bækur Sviss og Fegurstu bækur í heimi.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Etýður í snjó

    Etýður í snjó

    Heillandi saga um samband manna og dýra, um útlegð, fjölskyldur, aðskilnað og það að vera öðruvísi eftir japanska rithöfundinn Yoko Tawada sem er búsett í Þýskalandi.

    Yoko Tawada hlaut National Book Award (Bandarísku bókmenntaverðlaunin) í flokki þýðinga, fyrir skáldsögu sína The Emissary Sendiboðinn.

    Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar

    Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar

    Mögnuð fjölskyldusaga sem gerist á árunum 1963-2005 í Aleppo, Sýrlandi. Borgin, áður vagga menningar og ríkidæmis, er bókstaflega að hrynja og endurspeglar andlegt hrun fjölskyldunnar, vina, fjandmanna og elskenda í grimmilegu einræðinu.

    Khaled Khalifa er þekktasti samtímahöfundur Sýrlands. Hann er búsettur í Damaskus. Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar hlaut Naguib Mahfouz-bókmenntaverðlaunin, auk þess að vera tilnefnd til arabísku Man-verðlaunanna. Þetta er önnur bók Khalifa á íslensku. Sú fyrri, Dauðinn er barningur kom út hjá Angústúru árið 2019.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Elves

    Elves

    Neighbor inexplicably come into money? Baby suddenly an un holyterror? Home a wreck after Christmas? Appliances constantly breaking down? Birthmarks shaped like magical runes in the family? Got a friend no one else can see?

    Icelandic elves are a rare breed among elfkind for the mysteriously profound bond they share with real-world Icelanders. Here we see the Icelandic elf in a new light as well as the fraught relations between the hidden nation and humans since Iceland’s settlement, including underworld deals, blood-soaked holiday parties, radical eco-activism, forbidden love in the beyond and the wildly heroic exploits of shepherds and milkmaids.

    Time and again Hjörleifur Hjartarson and Rán Flygenring have joined forces to examine the wonders of Icelandic nature and culture. They gave us high-flying antics with Birds and got back in the saddle for Horses. Now they peek behind the curtain into the hidden world of Elves.

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Eldgos

    Eldgos

    Þegar lúsafaraldur brýst út í skólanum hans Kaktuss bregður leiðsögumaðurinn mamma hans á það ráð að taka hann með sér í vinnuna. Kaktusi þykir íslensk náttúra ekki jafn svakalega spennandi og hinum rútufarþegunum en hann skiptir snögglega um skoðun þegar hann rekur augun í eitthvað rauðglóandi í fjarska …
    Rán Flygenring verðlaunateiknari og rithöfundur er með eldgos á heilanum. Eftir að hafa lagt leið sína hátt í tuttugu sinnum að eldsumbrotunum á Reykjanesi hefur hún nú fundið öllum þeim glumrugangi og glundroða sem hún varð þar vitni að farveg í þessari æsispennandi og stór­ hættulegu sögu.
    4.290 kr.
    Setja í körfu
  • Einu sinni var í austri – uppvaxtarsaga

    Einu sinni var í austri – uppvaxtarsaga

    Uppvaxtarsaga kínverska rithöfundarins Xialou Guo (f. 1973) sem búsett hefur verið í Bretlandi í rúman áratug.

    Bók sem kölluð hefur verið Villtir svanir nýrrar kynslóðar.

    Hvernig er að vera listamaður þar sem ritskoðun drepur allan frumleika og það eina sem býðst er að skrifa léleg handrit að sápuóperum; hvernig er að vera kona í landi þar sem stúlkubörnum er ítrekað drekkt við fæðingu og kynferðisleg misnotkun er daglegt brauð; hvernig er hægt að elska þegar manni hefur aldrei verið kennt það.

    Ingunn Snædal þýddi.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Egill spámaður

    Egill spámaður

    Egill vill helst ekki tala. Hann vill hafa hlutina í föstum skorðum og fylgist með sjávarföllunum með aðstoð almanaks.

    Dag einn verður nýja stelpan í bekknum á vegi hans og setur skipulag tilverunnar í uppnám.

    Samt virðist allt svo rétt, hvernig sem á því stendur.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Ef við værum á venjulegum stað

    Ef við værum á venjulegum stað

    Í borginni Lagos de Moreno í Mexíkó eru fleiri kýr en manneskjur og fleiri prestar en kýr. Íbúarnir gera uppreisn gegn stjórnvöldum vegna kosningasvindls sem verður upphafið að kostulegu ferðalagi sögumanns um ólíkar deildir hins mexíkanska þjóðlífs.

    Skálkasaga um spillta pólitíkusa, stórar fjölskyldur og hvað það þýðir að tilheyra millistétt í Mexíkó. Áður hefur komið út eftir sama höfund bókin Veisla í greninu árið 2017 en bóksalar völdu hana bestu þýddu bókina það árið.

    Jón Hallur Stefánsson þýddi.

    3.590 kr.
    Setja í körfu