
Dredfúlíur! Flýið!
3.190 kr.Hávarður, Maríus og Bartek eru mættir aftur. Það styttist í jól og holupotvoríurnar hafa ekki gefist upp. Þeim hefur meira að segja borist andstyggilegur liðsauki. Og hver er þessi Ófelía? Er hún holupotvoría í dulargervi? Útsendari þeirra? Eða eitthvað MIKLU hættulegra? Strákarnir mæta samt öllum áskorunum eins og þeim er einum lagið. Þessi jól bjarga sér ekki sjálf.

Draumurinn
2.590 kr.Atvikið sem breytti lífi mínu átti sér stað viku áður en Íslandsmótið í 4. Flokki hófst. Refsingin virtist í fyrstu alveg hræðileg og gera endanlega út um drauminn … en reyndist síðan það besta sem hefur komið fyrir mig. Alveg þangað til ég ákvað að hætta í fótbolta.
Ég hljóp í geðshræringu frá markinu, bjó mig undir geðveikar móttökur hjá strákuknum og fagnaðaróp áhorfenda. En það var bara þögn. Liðsfélagar mínir stóðu í hnapp, ringlaðir á svip og andstæðingarnir – þeir voru brjálaðir! Þeir hópuðust að mér og kölluðu mig öllum illum nöfnum. Dómarinn kom aðvífandi, líka Gunni þjálfari og þjálfari Glámsmanna líka … það var allt að verða vitlaust og ég skildi ekkert. Vorum við ekki að vinna leikinn?

Dóttir hafsins – kilja
3.490 kr.Þegar hún lokaði augunum birtust myndir. Tærir tónar sögðu henni sögur af furðuveröld þar sem myrkrið réð ríkjum, lengst ofan í undirdjúpunum. Elísa tók eitt skref áfram. Svo annað. Lelena var hvíslað. Elísu krossbrá og hún galopnaði augun. Aftur var hvíslað en í þetta sinn var hún ekki hrædd. Áfram. Án þess að hika hljóp Elísa af stað.
Líf Elísu, sextán ára unglings frá Vestfjörðum, gjörbreytist á einni nóttu þegar hún heyrir tónlist berast frá hafinu. Tónlistin leiðir hana niður í fjöru, ofan í undirdjúpin og að fjólubláu borginni. Elísa dregst inn í háskalega atburðarrás og kemst að því að hún er hluti af spádómi ævafornrar menningar á hafsbotni.
Er hún verðug þess að bera titilinn dóttir hafsins?

Doddi: Ekkert rugl
1.590 kr.Munið þið eftir fyrri bókinni um mig?
Í þessari bók held ég áfram að fjalla um æsilegt líf mitt og vina minna. Til dæmis fjalla ég um:
Þegar hitastigið í sambandi okkar Huldu Rósar fór niður að frostmarki.
Áhyggjur mínar af sambandi mömmu við dularfullan útlending.
Árangur minn á sviði skordýrafræða og glæsilega framkomu í sjónvarpsþætti.
Þátttöku í brjóstabyltingu.
Þegar lögreglan handtók mig á Austurvelli.


Bronsharpan – kilja
3.490 kr.Þarna var hún!
Á upphækkuðum palli var skjannahvít stytta af konu. Hún sat á lágum kolli með bronslita hörpu í fanginu. Roðagullið bronsið var áberandi í marmarahöndunum og það glampaði á hljóðfærið í sólskininu. Elísa nálgaðist listaverkið, gjörsamlega hugfangin. Umhverfis styttuna var lágt grindverk. Á því hékk þunn steinplata með áletruninni:
Belinda og harpan.
Nýr andstæðingur. Nýir bandamenn. Meiri máttur.
Rúmu ári eftir ævintýrið í hafinu er Elísa skyndilega stödd í ókunnum heimi. Þar kynnist hún fjórum ungmennum sem hafa svipaða krafta og hún. Gæslumenn grunnefnanna hafa verið kallaðir saman til að bjarga deyjandi heimi. En tekst þeim ætlunarverk sitt?
Kristín Björg Sigurvinsdóttir útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2018 en ákvað svo að elta gamlan draum. Dóttir hafsins var hennar fyrsta skáldsaga og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2020. Bronsharpan er önnur bókin í bókaflokknum Dulstafir.
Dulstafir, bók 1: Dóttir hafsins var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2020.

Brásól Brella: Gildrur, gátur og Glundroði
3.990 kr.Brásól Brella hefur náð tökum á galdrakröftunum sínum. Eða svona nokkurn veginn. Það kemur nefnilega enn fyrir að hún galdri sig í örlítil vandræði. En núna er Kata systir hennar horfin og Brella kannast ekki við að eiga neinn þátt í því. Brella heldur af stað í leit að systur sinni. Vísbendingarnar leiða hana gegnum hinn stórhættulega Stóraskóg þar sem heyrst hefur af varasömum vampíruveiðurum.
TEKST BRELLU AÐ FINNA KÖTU OG STÖÐVA ILL RÁÐABRUGG VEIÐARANNA ÁÐUR EN AÐ VERÐUR UM SEINAN?
Ásrún Magnúsdóttir er með MA-gráðu í enskukennslu og hefur mikinn áhuga á ævintýrum og þjóðsögum. Hún hefur einnig einstakt dálæti á dýrum. Skemmtilegast þykir henni þegar það tvennt blandast saman.



Bekkurinn minn 7 – Bumba er best
3.690 kr.Bumba er best fjallar um Óðin, sem er óvenju daufur í dálkinn þessa dagana. Snjórinn lætur bíða eftir sér og mömmur hans vilja losa sig við köttinn þeirra. Það má ekki gerast! Með hjálp Halldóru vinkonu sinnar finnur Óðinn fullkomna lausn á málinu.

Bekkurinn minn 6 – Jólaleikritið
3.690 kr.JÓLALEIKRITIÐ fjallar um Unni Leu og jólaskemmtun bekkjarins. Unnur Lea skrifar leikrit, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið! Hún er viss um að þetta verði flottasta leiksýning allra tíma. Bara ef bekkjarfélagarnir tækju verkefnið alvarlega. Bekkurinn minn er bókaflokkur ætlaður byrjendum í lestri. Hver saga er sögð frá sjónarhorni eins nemanda en allar aðalpersónurnar eru saman í bekk í íslenskum grunnskóla. Lesandi fær því að kynnast fjölbreyttum veruleika ólíkra barna, bæði innan og utan
veggja skólans.Sögurnar eru áhugaverðar og spennandi, með góðum og fjölbreyttum orðaforða, aðgengilegu letri og rúmu línubili.

Bekkurinn minn 5 – Varúlfurinn
3.690 kr.Varúlfurinn fjallar um Leonoru og orðróminn um varúlfinn í skólanum. Er Héðinn húsvörður í alvörunni varúlfur sem er læstur
inni í kompu þegar myrkrið skellur á? Daginn fyrir hrekkjavökuna komast Leonora og Ragnar til botns í málinu.

Dóttir hafsins – kilja
3.490 kr.Þegar hún lokaði augunum birtust myndir. Tærir tónar sögðu henni sögur af furðuveröld þar sem myrkrið réð ríkjum, lengst ofan í undirdjúpunum. Elísa tók eitt skref áfram. Svo annað. Lelena var hvíslað. Elísu krossbrá og hún galopnaði augun. Aftur var hvíslað en í þetta sinn var hún ekki hrædd. Áfram. Án þess að hika hljóp Elísa af stað.
Líf Elísu, sextán ára unglings frá Vestfjörðum, gjörbreytist á einni nóttu þegar hún heyrir tónlist berast frá hafinu. Tónlistin leiðir hana niður í fjöru, ofan í undirdjúpin og að fjólubláu borginni. Elísa dregst inn í háskalega atburðarrás og kemst að því að hún er hluti af spádómi ævafornrar menningar á hafsbotni.
Er hún verðug þess að bera titilinn dóttir hafsins?
