
Beckomberga-geðsjúkrahúsið
990 kr.Þegar Jimmie Darling er vistaður á Beckomberga-geðsjúkrahúsinu fer dóttir hans, Jackie, að eyða sífellt meiri tíma þar, og eftir að móðirin fer úr landi verður sjúkrahúsið hennar heimur. Þar er Edvard Winterson læknir sem tekur með sér Jim og sérvalda sjúklinga á hverri nóttu í partí niður í bæ, hjúkrunarkonan Inger Vogel sem fetar hárfína línu reglu og eyðileggingar í samskiptum og hin raunamædda en aðlaðandi Sabina. Þar er líka Paul og ástin, hin raunverulega geðveiki.
Beckomberga-geðsjúkrahúsið er heillandi frásögn um baráttuna og drauminn við að halda fólki í birtunni, um vanmátt foreldra og barna, um ótta og dauðageig. Í þessari seiðmögnuðu og hrífandi skáldsögu verður sjúkrahúsið táknmynd samfélags sem í senn reynir að halda utan um þá veiku en líka halda þeim fjarri.
Sara Stridsberg er einn virtasti rithöfundur Svíþjóðar, handhafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2007 og hefur hlotið fjölda annarra viðurkenninga, ekki síst fyrir Beckomberga-geðsjúkrahúsið.
Tinna Ásgeirsdóttir þýddi.

Dagskammtar
3.490 kr.Dagskammtar samanstendur af stuttum textum í lausu máli. Margir textanna tengjast ákveðnum atvikum, en aðrir eru fremur hugleiðingar eða þankabrot sem finna sér leið inn í hversdaginn. Líta má á textana sem eins konar dagbókarfærslur þar sem „ég“ frásagnarinnar miðlar reynslu sinni af atvikum og fyrirbærum daganna.
„Í dag er búið að vera mistur og rigning, en nú virðist vera að rofa til. Það er alveg logn og ég er ein á gangi á Sólvallagötunni. Nokkrum sólargeislum tekst að brjótast gegnum mistrið um leið og það hellist yfir mig skyndilegt regn. Það er þá sem ég sé regnbogann. Hann spennir marglitan bogann yfir nesið með annan endann í Faxaflóanum og hinn í Skerjafirðinum. Hann er rétt hjá mér, kannski í nokkur hundruð metra fjarlægð. Ósjálfrátt herði ég gönguna. Áður en ég veit af er ég farin að hlaupa.“

Galeiðan
1.290 kr.GALEIÐAN er nútímaskáldsaga og viðfangsefni hennar er í senn tímabært og sjaldséð í íslenskum bókmenntum. Lesandi slæst í hóp nokkurra stúlkna sem vinna í dósaverksmiðju og lifir með þeim súrt og sætt fáeina daga. Við kynnumst aðstæðum þeirra heima fyrir og á vinnustað og einnig yfirboðurum þeirra, æðri sem lægri.
Skýrar og margþættar persónulýsingar eru einn meginkostur bókarinnar og stúlkurnar verða því mjög sannfærandi og lifandi fyrir augum lesandans, hver með sínum persónusérkennum. Ekki síst þess vegna birtist glöggt það galeiðumynstur sem líf þeirra er í raun hneppt í, bæði á vinnustað og í einkalífi. Á þessum dögum gerast einnig atburðir sem gætu breytt lífi þessara stúlkna, a.m.k. reynist samstaða þeirra vonum meiri þegar í odda skerst…
Sagan er öll skrifuð af hispursleysi og næmu innsæi og frásögn er lipur og skemmtileg. Með þessari bók hefur Ólafur Haukur Símonarson bætt enn einni sögu af alveg nýrri gerð inn í fjölbreytt ritverkasafn sitt sem á vafalaust enn eftir að auka vinsældir hans meðal bókmenntaunnenda.

Illska
990 kr.Agnes Lukauskaite og Ómar Arnarson kynnast snemma á nístingsköldum sunnudagsmorgni í leigubílaröðinni í Lækjargötu. Þremur árum síðar brennir hann heimili þeirra til grunna, keyrir til Keflavíkur og flýgur úr landi.
Sagan hefst raunar löngu fyrr, sumarið 1941, þegar helmingi bæjarbúa litháíska smábæjarins Jurbarkas var slátrað í skógunum í kring. Tveir langafar Agnesar voru þar – annar skaut hinn. Þremur kynslóðum síðar hefur Agnes gert helförina að miðpunkti lífs síns og sú þráhyggja leiðir hana á fund ísfirska nýnasistans og menntamannsins Arnórs.
Illska er bók um helförina og bók um ástina, um Ísland og Litháen, um Agnesi sem glatar sjálfri sér á milli þess sem Jón Baldvin viðurkennir sjálfstæði Eystrasaltslandanna og litháískir glæpamenn taka að starfa í Reykjavík, um Agnesi sem veit ekki hvort hún heldur með b-heimsmeisturunum í handbolta eða Bogdan Kowalczyk, um Agnesi sem elskar Ómar sem elskar Agnesi sem elskar Arnór.
Eiríkur Örn Norðdahl er einn framsæknasti höfundur sinnar kynslóðar og hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín, bæði ljóð og skáldsögur.
Illska hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 og bóksalar kusu hana bestu skáldsögu ársins.

Gatsby
990 kr.Jay Gatsby er ungur New York-búi, sem berst mikið á og lifir yfirborðslegu lífi á uppgangstíma þriðja áratugarins. Í augum sögumannsins, Nicks, er hann leyndardómsfullur, og Nick verður vitni að ástarævintýri hans og frænku sinnar Daisy. Gatsby er hreinlyndur maður og þó um leið spilltur og undir niðri leynast heitar ástríður.
Gatsby (The Great Gatsby) hefur jafnan þótt lýsa vel anda svokallaðs Djasstíma á árunum milli stríða, og hafa verið gerðar vinsælar kvikmyndir eftir sögunni. Höfundurinn, F. Scott Fitzgerald (1896-1940), er einn merkasti rithöfundur Bandaríkjamanna á öldinni, og Gatsby er þekktast verka hans.
Atli Magnússon íslenskaði söguna.

Kantaraborgarsögur
3.990 kr.Kantaraborgarsögur eru eitt af höfuðritum heimsbókmenntanna og langfrægasta verk Geoffrey Chaucers, þjóðskálds Englendinga. Hópur fólks úr öllum stigum ensks þjóðfélags er á leið í pílagrímsferð að gröf dýrlingsins Tómasar frá Beckett í Kantaraborg. Þau gera með sér samkomulag um að keppa í því hver getur sagt bestu söguna og á hver ferðalangur að segja tvær sögur, eina á leiðinni til áfangastaðarins og eina á leiðinni til baka. Chaucer lauk aldrei við að semja allar sögurnar en það sem til er af verkinu er fyrir löngu orðið sígilt og hefur glatt lesendur í gegnum aldirnar.
Í Kantaraborgarsögum birtist heillandi heimur síðmiðalda þar sem ægir saman dyggðum og klúrheitum, hetjuskap og lágum hvötum. Jarðbundið raunsæi og óbrengluð sýn á gangvirki mannfólksins er aðall þessara bráðfyndnu sagna, en á móti leggur höfundur á vogarskálarnar lærdóm sinn og lýsingar á riddaralegri hugprýði.
Geoffrey Chaucer er talinn hafa látist aldamótaárið 1400. Hann er iðulega nefndur faðir enskra þjóðarbókmennta.
Erlingur E. Halldórsson þýddi Kantara- borgarsögur, en hann er einn virtasti þýðandi okkar um þessar mundir og hefur m.a. þýtt klassísk verk eftir François Rabelais, Petróníus og Boccaccio.



Ég skal hjálpa þér: Saga Auriar
1.990 kr.Auri Hinriksson á að baki merkilegan lífsferil en hún er þekktust fyrir að hafa aðstoðað fólk ættleitt frá Srí Lanka að finna líffræðilega foreldra sína og fjölskyldu. Auri er fædd í Colombo á Srí Lanka en flutti fertug til Ísafjarðar með eiginmanni sínum, Þóri Hinrikssyni, og fimm ára syni.
Í þessari áhugaverðu ævisögu, sem rituð er af Herdísi Magneu Hübner, segir Auri frá uppruna sínum, vinnu fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem leiddi hjónin saman og frá lífi víða um lönd en auk Íslands og Srí Lanka, bjó fjölskyldan um tíma á Indlandi, Barein og í Íran. Saga Auriar er einstök frásögn af kjarkmikilli konu sem lætur ekki brjóta sig niður, heldur rís alltaf upp og blómstrar mitt í mótlætinu.

Fljótt, fljótt sagði fuglinn
990 kr.Þessi bók er veisluborð. Réttirnir eru fjölbreyttir með ólíkindum og fram bornir af einstæðri kunnáttusemi. Lesandanum er boðið í hóf og þarf ekki að gæða sér á öllum réttunum í einu, en finnur hvarvetna „bragð hins göfga óspillta víns“, eins og Sverrir Kristjánsson komst eitt sinn að orði um ritlist Thors Vilhjálmssonar.
Fljótt, fljótt sagði fuglinn færir lesanda heim sanninn um myndvísi Thors, orōkynngi og stílíþrótt. Rætur verksins liggja víða í evrópskri menningu, goðsögum sem samtímalist, en um leið er það merk heimild um umbrotin miklu sem urðu þegar það var ritað, 1968.
Fljótt, fljótt sagði fuglinn, er tímamótaverk í íslenskri bókmenntasögu. Ásamt örfáum verkum öðrum markaði bókin nýjan áfanga í íslenskri sagnagerð, og hefur æ síðan verið lesin og kapprædd af áhugafólki um bókmenntir. Hún hefur verið þýdd á nokkur tungumál, en lengi verið ófáanleg hérlendis.

Náttvíg
1.290 kr.Ástin, dauðinn, hafið: Thor Vilhjálmsson fléttar þessa þræði saman í áhrifamikla sögu úr undirheimum Reykjavíkur, sem lögð er í munn leigubílstjóra. Sagan gerist að mestu á tveimur nóttum. Þá fyrri sýnast viðburðir allir sakleysislegri, en þó geymir nóttin víg; seinni nóttina ryðjast þrír rustar inn í bíl sögumanns og neyða hann í leiðangur – þeir sækja sér skotvopn og fremja svo óhugnanlegt innbrot. Þessi skelfilega för vekur með sögumanni minningar um fortíð hans á sjónum, um ofbeldi, dauða og varnarleysi lífsins. En hann er ekki laus: lögreglan þarf á liðveislu hans að halda við að leita illvirkjana uppi, og sú ferð reynist ekki síður viðburðarík.
Inn í þessa meginsögu fellir Thor margar aðrar úr næturlífi Reykjavíkurborgar, af fortíð persóna en líka af öðru fólki, sumar erótískar, aðrar háðskar, en allar bornar uppi af einstakri frásagnargáfu hans og stílgaldri.


Mistur
1.290 kr.Stórhríð geisar uppi á heiðum á Austurlandi fyrir jólin 1987 þar sem hjón búa á einangruðum bóndabæ. Ókunnugur maður ber óvænt að dyrum á Þorláksmessu og segist hafa villst í fárviðrinu.
Konan á erfitt með að trúa frásögn mannsins og eftir því sem hátíðin nálgast verður andrúmsloftið á þessum afskekkta bæ meira þrúgandi, símasamband rofnar, rafmagnið fer og ekki munu allir lifa heimsóknina af. Lögreglukonan Hulda Hermannsdóttir þarf að kljást við flókið og erfitt mál skömmu eftir að hafa sjálf lent í fjölskylduharmleik sem skilur eftir sár sem aldrei gróa.
Ragnar Jónasson sýnir hér og sannar að hann er í hópi fremstu spennusagnarithöfunda Norðurlanda en útgáfuréttur á bókum hans hefur verið seldur til fjölda landa. Bækurnar hafa hlotið frábæra dóma og víða setið í efstu sætum metsölulista. Unnið er að gerð breskra spennuþátta sem byggjast á bókum Ragnars.

Hvítalogn
1.290 kr.Elín S. Jónsdóttir, frægasti glæpasagnahöfundur þjóðarinnar, er horfin, sjötug að aldri. Verk hennar hafa notið mikillar alþjóðlegrar hylli en undanfarin tíu ár hefur hún haft hægt um sig. Lét hún sig hverfa eins og hún gerði eitt sinn fyrir mörgum áratugum – eða hefur einhver gert henni mein?
Bækur Ragnars Jónassonar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim og eru þar tíðir gestir á metsölulistum. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín: Snjóblinda var valinn besta glæpasaga síðustu 50 ára í Frakklandi, Huldu-þríleikur hans var verðlaunaður sem besta glæpasagan í Danmörku 2022 og Dimma var útnefnd besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023, svo nokkuð sé nefnt. Reykjavík – glæpasaga sem Ragnar skrifaði með Katrínu Jakobsdóttur var mest selda bók ársins 2022 á Íslandi.
Í Hvítalogni sýnir Ragnar enn og aftur að hann er sannkallaður ráðgátumeistari í sögu sem heldur lesandanum föngnum allt til enda.

Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig.
5.190 kr.Hér missir kona rödd og fær hana aftur. Mögnuð ljóðabók sem hefur verið ófáanleg lengi.
Elísabet Jökulsdóttir er alvöru skáld. Hún horfir fast í augun á lesandanum og orðar sterkar tilfinningar; ást, heift, gleði og sorg, af oddhvassri blíðu og lífsþorsta, sýnir náttúru landsins á síkvikan hátt og lítur aldrei undan.

The Dead Girls’ Class Trip: Selected Stories
3.690 kr.A new translation of the best and most provocative short stories by the author of Transit and The Seventh Cross.
Best known for the anti-fascist novel The Seventh Cross and the existential thriller Transit, Anna Seghers was also a gifted writer of short fiction. The stories she wrote throughout her life reflect her political activism as well as her deep engagement with myth; they are also some of her most formally experimental work. This selection of Seghers’s best stories, written between 1925 and 1965, displays the range of her creativity over the years. It includes her most famous short fiction, such as the autobiographical “The Dead Girls’ Class Trip,” and others, like “Jans Is Going to Die,” that have been translated into English here for the first time. There are psychologically penetrating stories about young men corrupted by desperation and women bound by circumstance, as well as enigmatic tales of bewilderment and enchantment based on myths and legends, like “The Best Tales of Woynok, the Thief,” “The Three Trees,” and “Tales of Artemis.” In her stories, Seghers used the German language in especially unconventional and challenging ways, and Margot Bettauer Dembo’s sensitive and skilled translation preserves this distinction.

Storm
3.690 kr.A thrilling, innovative novel about the interplay between nature and humankind by the author of Names on the Land.
With Storm, first published in 1941, George R. Stewart invented a new genre of fiction: the eco-novel. California has been plunged into drought throughout the summer and fall when a ship reports an unusual barometric reading from the far western Pacific. In San Francisco, a junior meteorologist in the Weather Bureau takes note of the anomaly and plots “an incipient little whorl” on the weather map, a developing storm, he suspects, that he privately dubs Maria. Stewart’s novel tracks Maria’s progress to and beyond the shores of the United States through the eyes of meteorologists, linemen, snowplow operators, a general, a couple of decamping lovebirds, and an unlucky owl, and the storm, surging and ebbing, will bring long-needed rain, flooded roads, deep snows, accidents, and death. Storm is an epic account of humanity’s relationship to and dependence on the natural world.

Kapo
3.690 kr.A devastating novel about the attrocities of WWII, and the unspeakable things people did to survive, by one of Yugoslavia’s great literary voices.
The Book of Blam, The Use of Man, Kapo: In these three unsparing novels the Yugoslav author Aleksandar Tišma anatomized the plight of those who survived the Second World War and the death camps, only to live on in a death-haunted world. Blam simply lucked out—and can hardly face himself in the mirror. By contrast, the teenage friends in The Use of Man are condemned to live on and on while enduring every affliction. Kapo is about Lamian, who made it through Auschwitz by serving his German masters, knowing that at any moment and for any reason his “special status” might be revoked.
But the war is over now. Auschwitz is in the past. Lamian has settled down in the Bosnian town of Banja Luka, where he has a respectable job as a superintendent in the railyard. Everything is normal enough. Then one day in the paper he comes on the name of Helena Lifka, a woman—like him a Yugoslav and a Jew—he raped in the camp. Not long after he sees her, aged and ungainly, Lamian is flooded with guilt and terror.
Kapo, like Tišma’s other great novels, is not simply a document or an act of witness. Tišma’s terrible gift is to see with an artist’s dispassionate clarity how fear, violence, guilt, and desire—whether for life, love, or simple understanding—are inextricably knotted together in the human breast.

Það sem sannara reynist
1.990 kr.Eitt síðasta verkefni Svavars Gestssonar á löngum starfsferli var formennska í embættismannanefnd sem samdi um Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi eftir bankahrundið á Íslandi. Þeir samningar voru samþykkir á Alþingi og forseti Íslands undirritaði lögin. Bretar og Hollendingar höfnuðu hins vegar niðurstöðu Alþingis og fyrirvörum sem það hafði sett. Í framhaldi voru gerðir nýir samningar sem samþykktir voru á Alþingi en hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum 2010. Deilur um samningana urðu eldheitar og þar voru stór orð látin falla. Sumt forystufólk á pólitíska sviðinu sá í þeim tækifæri og kynti undir átökin. Í þessari bók rekur Svavar málið eins og það blasti við honum.

Babúska
990 kr.Unglingsstúlka verður fyrir bíl fyrir framan Þjóðleikhúsið og lætur lífið. Eina vitnið að þessum atburði er Svetlana, rússneskur bókmenntafræðingur sem skúrar gólfin í Arnarhvoli. Hún hjólar burt grunlaus um þær skelfingar sem af þessu hljótast. Norður í Urriðavík stendur öll sveitin á öndinni vegna dularfullra morða og reimleika. Birta var fjórtán ára niðursetningur sem hengdi sig úti í fjósi fyrir hundrað árum. Hún gengur nú aftur og er kennt um voðaverkin. Hvernig tengjast þessi mál?
Hallveig Thorlacius leysir gátuna í grípandi og spennandi frásögn sem er ekki laus við gráglettni og þjóðfélagsgagnrýni.

The Book of Fathers
990 kr.12 men – running in direct line from father to eldest son, who in turn becomes a father – are the heroes of this family saga which runs over 300 years’ panorama of Hungarian life and history.


Bónus Poetry
2.490 kr.Bónus Poetry takes the reader on a mythological journey through the aisles of an undisclosed Bónus Supermarket branch, and is based on Dante’s Divina Commedia. Starting in “Paradiso” (the fruit and vegetable section), we travel through “Inferno” (meat and frozen goods) before finally ending up in the “Purgatorio” (cleaning products).
The book was initially published by Bónus Supermarkets in Iceland and sold at supermarket counters on eternal “special offer”. The author signed the same contract as every other producer: “If the consumer is harmed by the product, the producer is liable.” Bónus Poetry became the biggest selling poetry volume in the history of Iceland. No consumers have yet been harmed but please call the service desk in case of headaches, dizziness or general bursts of poem disorder.

