-
Fíasól og litla ljónaránið
4.390 kr.Einu sinni var Fíasól á flandri og um það var skrifuð bók. En auðvitað var það ekki sagan öll. Mikilvægum staðreyndum var leynt. Ekkert var sagt frá fáránlegum leiðangri í skemmtigarð þar sem skuggalegt fólk og framandi dýr komu við sögu. Fíasól og fjölskyldan ætluðu að þegja yfir ævintýrinu en nú er kominn tími til að leysa frá skjóðunni.
Gjörið svo vel: Fíasól og litla ljónaránið.
-
Einn, tveir, þrír, fjór – Bítlarnir í tímanna rás
5.890 kr.Heillandi og bráðskemmtileg ævisaga Bítlanna. Í þessari mögnuðu metsölubók er sögð saga strákanna frá Liverpool og brugðið upp lifandi myndum af öllu því undarlega fólki sem tengdust þeim, svo sem Fred Lennon, Yoko Ono, Maharishi, Mímí frænku, Magic Alex, Phil Spector og lögreglufulltrúanum Norman Pilcher sem reyndi að gera þeim allt til miska.
Í Bítlunum komu saman fjórir meginþættir: eldurinn (John), vatnið (Paul), loftið (George) og jörðin (Ringo).
John Updike líkti Bítlunum við sólarupprás á páskadagsmorgni, Bob Dylan kynnti þá fyrir eiturlyfjum, hertogaynjan af Windsor dýrkaði þá, Noel Coward fyrirleit þá, J.R.R. Tolkien hundsaði þá, Rolling Stones hermdu eftir þeim, Leonard Bernstein dáði þá, Muhammad Ali kallaði þá litlar stelpur, forsætisráðherrar kepptust við að smjaðra fyrir þeim. Tónlist Bítlanna hefur heillað kynslóðir. Eins og Elísabet II. Bretadrottning sagði: „Hugsið ykkur bara hvers við hefðum farið á mis ef við hefðum aldrei heyrt í Bítlunum.“
Verðlaunahöfundurinn Craig Brown (f. 1957) er einn vinsælasti dálkahöfundur í Bretlandi og hefur fengið mikið lof fyrir nýstárleg efnistök í bókum sínum.
-
Örblíða
4.690 kr.Í Örblíðu leiðir Úlfar Þormóðsson lesandann í undarlegt ferðalag, sprottið upp úr hugleiðingum af ýmsu tagi og leit að manni sem sífellt hverfur. Skyndilega er veruleika sögumanns raskað. Dregið er fram í dagsljósið áratugagamalt mál. Úlfar rifjar upp málavexti og afhjúpar ýmsar fullyrðingar sem varpað hefur verið fram.
Leit hans að upplýsingum í stjórnkerfinu tekur á sig kostulega mynd sem minnir á Kafka. Í miðjum klíðum verður hann fyrir þeim harmi að missa unnustu sína til þrjátíu ára – og þung sorgin verður förunautur hans.
Við áframhaldandi leit fýkur sannleikurinn út í veður og vind. Og sögumaðurinn öðlast frið í sálu sinni.
Einstök bók um völundarhús mannheima eftir einn merkilegasta höfund þjóðarinnar.
Úlfar Þormóðsson hefur sent frá á þriðja tug bóka af ýmsu tagi sem vakið hafa mikla athygli.
-
Margrét Lára – Ástríða fyrir leiknum
7.790 kr.Margrét Lára Viðarsdóttir er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur alið. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og spilaði í sterkustu deildum heims. Hér segir Margrét Lára sögu sína og deilir reynslu sinni og góðum ráðum. Hún gerir ferilinn upp og segir á einlægan hátt frá sigrum og mótlæti.
Margrét Lára Viðarsdóttir er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur alið. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi en hún lék sinn fyrsta A-landsleik 16 ára gömul og sinn fyrsta meistaraflokksleik með ÍBV þegar hún var einungis 14 ára. Margrét Lára hélt í atvinnumennsku þar sem hún spilaði í sterkustu deildunum og með einu besta félagsliði heims. Á ferli sínum varð hún landsmeistari í þremur löndum, var kjörin íþróttamaður ársins, spilaði á stórmótum með landsliðinu, varð þrívegis markahæst í Meistaradeildinni og fjórum sinnum útnefnd knattspyrnukona ársins. Margrét Lára skoraði með sinni fyrstu og síðustu snertingu í leik með íslenska landsliðinu og ruddi brautina fyrir ungar knattspyrnukonur, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.
Í bókinni segir Margrét Lára sögu sína og deilir reynslu sinni og góðum ráðum. Hún gerir ferilinn upp og segir á einlægan hátt frá sigrunum og mótlætinu, samherjum og mótherjum, lífinu eftir fótboltann og síðast en ekki síst ástríðunni fyrir leiknum.
-
Sögurnar okkar – 11 norrænar smásögur
5.390 kr.Í þessari bók má finna fjölbreyttar smásögur fyrir börn og ungmenni eftir eftirtektarverða höfunda frá Norðurlöndunum. Sögurnar fjalla allar á einn eða annan hátt um vináttu, samskipti og allar þær margvíslegu tilfinningar sem fylgja því að vaxa úr grasi. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar framlag Íslands í bókina.
-
Rhythm of labor / Taktur í verki
5.990 kr.Hulda Rós Guðnadóttir (b. Reykjavík, Iceland, 1973; lives and works in Berlin) creates work across video, photography, performance, installation art, and others. Central to her practice is a conceptual approach that fluidly transitions between various artistic mediums. Her work is deeply influenced by anthropological research methods as well as her own personal experiences. She employs strategies of dislocation and defamiliarization to interrogate narratives about labor, class, and urban development and their entanglements with art.
Guðnadóttir’s first monograph Rhythm of Labor is dedicated to her artistic research project Keep Frozen. The project, which has been ongoing for over fifteen years, analyzes the operation of the global economy in the specific local example of the dynamics of industrialized fishing in Iceland. An extensive essay section sheds light on Guðnadóttir’s exploratory performances and films. Heiða Björk Árnadóttir charts the historical and social contexts of the Keep Frozen series. Elisabeth Brun shows how the artist challenges clichéd visualizations of the Arctic and Subarctic, while Anamaría Garzón Mantilla underscores the need to integrate the Arctic north into a critique of coloniality. Katla Kjartansdóttir discusses Guðnadóttir’s series of works that focus on the puffin, a seabird native to the North Atlantic, which has been co-opted by the booming tourism industry as an Icelandic symbol. With a foreword by Julia Gwendolyn Schneider.
-
Feeding the Monster: Why horror has a hold on us
3.690 kr.Zombies want brains. Vampires want blood. Cannibals want human flesh.
All monsters need feeding. Horror has been embraced by mainstream pop culture more than ever before, with horror characters and aesthetics infecting TV, music videos and even TikTok trends. Yet even with the commercial and critical success of The Babadook, Hereditary, Get Out, The Haunting of Hill House, Yellowjackets and countless other horror films and TV series over the last few years, loving the genre still prompts the question: what’s wrong with you? Implying, of course, that there is something not quite right about the people who make and consume it.
In Feeding the Monster, Anna Bogutskaya dispels this notion once and for all by examining how horror responds to and fuels our feelings of fear, anxiety, pain, hunger and power.
-
Snö: A History
4.690 kr.Snow. A single word, for an infinite variety of water formulations, frozen in air. The study of snow is physics, chemistry, meteorology, anthropology, geography, poetry and art. It is hope – annually renewed. And it is history, too.
Earth saw its first snowfall 2.4 billion years ago. The world’s oldest skis, made by hand five thousand four hundred years old, pre-date the pyramids of ancient Egypt. To humanity, snow has variously been an ally and an adversary; an inspiration to countless artists and a place of breathtaking tragedy and survival. But it’s always been there. And now it is melting.
In 1927, the snow was already more than nine metres deep on Japan’s Mount Ibuki when a remarkable 230cm fell in 24 hours, bringing about the greatest depth of snow – 11.82m – ever recorded. Yet it is a fact today that, ironically not only has this mountain’s resort been forced to close due to lack of snow, most people in the world have never been near snow: never felt the soft crunch of snow underfoot, never held snow to see it melt in their hands, let alone stood on a pair of skis.
As the seasons lose their rhythm, and whole landscapes risk vanishing, shrinking too our planet’s ability to reflect sunlight, Swedish environmentalist Sverker Sörlin urges that we take the time to look – really look – at what it is we’re losing, in all its multifaceted wonder. And to question, what comes next?