
Piparmeyjar: Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi
9.390 kr.Hvaða augum leit fólk piparmeyjar og hvaða augum litu þær sig sjálfar? Höfðu þær eitthvert raunverulegt val í lífinu? Og hvað með ástina?
Þetta fróðlega og aðgengilega skrifaða sagnfræðirit byggir á metnaðarfullri rannsókn á ævi og kjörum einhleypra, íslenskra kvenna á umbrotatímum í kvennasögunni þar sem sjónum er bæði beint að einstökum konum og samfélaginu öllu. Í aðalhlutverki er einstætt safn einkabréfa Reykjavíkurstúlkunnar Thoru Friðriksson.
Bréf Thoru veita einstæða og heillandi innsýn í líf skarpgreindrar konu með stóra drauma sem hún fékk ekki tækifæri til að láta rætast fyrr en á miðjum aldri, eftir að hún var búin að rækja skyldur sínar við stórfjölskylduna. Einnig bregða skrif hennar upp ljóslifandi mynd af hálfdanska smábænum Reykjavík skömmu fyrir aldamótin 1900, þar sem betri borgararnir drukku chocolade og champagne, brugðu sér á skauta á Tjörninni og tipluðu á spariskónum yfir moldarflagið fyrir framan nýbyggt Alþingishúsið.

Alfa
8.690 kr.Hröð og viðburðarík spennusaga úr nálægri framtíð.
Árið 2052 hefur Alfa stýrt samfélaginu í aldarfjórðung – gervigreind sem leysir úr öllum málum á sem bestan hátt fyrir alla – og sjö manna teymi situr í Ráðuneytinu og hefur umsjón með að allt gangi smurt.
Á heimili Sabínu og Mekkínar er stór dagur runninn upp. Júlíus sonur þeirra er að verða sextán ára og vígist þar með inn í heim fullorðinna. Þá fær hann grædda í sig örflögu til að tengjast Alfa beint og fær um leið að vita hvað honum er ætlað að fást við í framtíðinni.
Birkir bróðir Sabínu er uppreisnarseggur sem vill ekki lúta stjórn Alfa og þarf því að draga fram lífið án allra nútímaþæginda. Þegar hann lætur lífið við undarlegar aðstæður verður ljóst að eitthvað býr undir – einhver olli dauða hans, en hver? Og var það kannski systir hans sem átti að deyja?
Lilja Sigurðardóttir er í essinu sínu í þessari snörpu og hressilegu sögu þar sem hún dregur upp litríkar persónur og kitlandi söguheim, frábrugðinn veröldinni sem við þekkjum. Flest er breytt – en breytingarnar eru ekki að allra skapi.

Staðreyndirnar
8.690 kr.Við erum ekki á leiðinni í neitt 1984-dæmi, skilurðu. Við erum ekki að fara að banna fólki að segja eitt né neitt. Og við ætlum ekki að fara að þurrka út allar óþægilegar staðreyndir, breyta sögunni jafnóðum og einhverjir hagsmunir krefjast þess.
Eftir hneykslið með hjartað er úti um framtíð Steins í stjórnmálum. Honum er því boðin staða hjá nýstofnaðri Upplýsingastofu og falið að leiða þróun opinbers staðreyndagrunns, vitvélar sem á að gegna lykilhlutverki í baráttu stjórnvalda gegn upplýsingaóreiðu. Verkefnið lofar góðu þar til háskólanemi ber upp eldfima spurningu við vélina um áhrif nasisma á stjórnarfar á Íslandi.
Staðreyndirnar er hárbeitt satíra um ólík tilbrigði við þögn, um uppgjöf andspænis voðaverkum, uppgjör sem aldrei fer fram og þolinmæði þeirra afla sem enn bíða þess í ofvæni að lýðræðis- og frelsisbylgju síðustu áttatíu ára ljúki. Skáldsaga um vélrænt vit, mannasiði og nasista.

Lausaletur
8.690 kr.Regnið steypist yfir borgina og fáir eru á ferli. Það hefur ekki sést gestur á prentsafninu vikum saman. Björn og Írena drekka kaffi, endurraða í safnbúðinni og dytta að vélunum. Nágrannakötturinn kemur inn úr rigningunni, það er hápunktur dagsins. Þau spjalla og drekka kaffi, hundsa draugaganginn í prentvélunum og bæla niður langanir og eftirsjá, einsemd og ótta. Þessi heimsfaraldur er allt öðruvísi en sá síðasti. Írena hugsar um eiginkonuna sem sjúkdómurinn hrifsaði, Björn hefur á tilfinningunni að þetta hafi allt gerst áður. Nú kemur nágrannakötturinn inn úr rigningunni. Einhvers staðar þarna úti er óvæntur gestur á leiðinni, einmitt í dag, þegar borgin stendur á heljarþröm.
Lausaletur er magnþrungin skáldsaga um vinnuhjónaband, heimsendi og prentsögu.
Þórdís Helgadóttir hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Maístjörnunnar.

Blái pardusinn: Hljóðbók
7.990 kr.Blái pardusinn – hljóðbók er dramatísk gamansaga um hlustun og athygli, sagnfræði og skáldskap.
Streymisveita ein hefur gefið út hljóðbókina Bláa pardusinn, örlagasögu sem innblásin er af ævintýralegu ferðalagi íslenskrar konu um Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldar. Hér segir frá þremur hlustendum bókarinnar og baráttu þeirra við að halda þræði í æsispennandi atburðarásinni mitt í daglegu amstri en höfundurinn, sem enginn veit hver er, gerir þeim ekki auðvelt fyrir. Dæmalaus frásögnin fer um víðan völl og illmögulegt er að henda reiður á hvað er skáldað og hvað ekki, líkt og kemur í ljós þegar leiðir hlustendanna þriggja liggja að lokum saman við óvenjulegar og þrúgandi aðstæður.
Sigrún Pálsdóttir skrifar knappar, meitlaðar og innihaldsríkar sögur sem hafa vakið verðskuldaða athygli heima og erlendis. Fyrri bækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og fyrir þær hefur hún hlotið verðlaun og tilnefningar.

Móðurást: Sólmánuður
6.990 kr.Ekkert lát er á veðurblíðunni í Bræðratungu síðsumarið 1878 og sólargeislarnir hleypa fjöri í bæði menn og skepnur. Systurnar Oddný og Setselja, önnur nýfermd og hin ófermd, eru óðum að uppgötva sjálfar sig og máta við hlutverkið sem þeim er ætlað. En þegar það hlutverk verður stúlku um megn, er gott að eiga síðbuxur í felum undir steini.
Einstakir hversdagstöfrar leika um skáldaða frásögn Kristínar Ómarsdóttur af uppvexti langömmu sinnar í Biskupstungum á ofanverðri nítjándu öld. Móðurást: Sólmánuður er þriðja bókin í röðinni, en sú fyrsta, Móðurást: Oddný, hlaut Fjöruverðlaunin og önnur bókin, Móðurást: Draumþing, fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin.

Hirðfíflið
6.690 kr.Inga Stella elst upp á þriggja kynslóða heimili í Reykjavík. Þegar mamma verður veik eða skrítin töltir hún niður til ömmu og frænku sem hafa endalausan tíma fyrir lítið barn. Þannig varðveitir hún sakleysið þangað til pabbi verður líka skrítinn – og alltaf skrítnari og skrítnari. Það er ekki fyrr en hún er orðin fullorðin sem það rennur upp fyrir henni að lífið hefði orðið miklu betra ef mamma hefði haft kjark til að flýja pabba og taka hana með sér.
Hirðfíflið tekur á nýstárlegan, hugrakkan og áhrifamikinn hátt á umfjöllunarefnum sem eru í deiglunni, á fíkn og andlegum veikindum foreldra og áhrifunum sem þau hafa á lítið barn.
Hirðfíflið er þriðja bók Önnu Rögnu Fossberg. Hún sigraði handritakeppni Sparibollans með skáldsögunni Hugfanginn árið 2021. Fyrsta bók hennar Auðna kom út 2018 og hlaut afar góðar viðtökur.

Heima
4.590 kr.Dóttir hennar er ferðalangur, langt í fjarskanum. Fyrrverandi manni sínum skrifar hún lítil bréf þar sem hún rekur hvernig henni líður. Judith Hermann segir frá konu sem skilur við ýmislegt og þróar með sér mótstöðuafl. Í áhrifamiklu landslagi við ströndina verður hún önnur en áður.
Gömul veröld glatast og ný verður til.


A Long Winter
3.990 kr.One snowy morning, after arguing with her husband, Miquel’s mother walks out from their home high up in the Pyrenees and does not return. With his younger brother stationed far away on military service and his father cast out by the people of the town, Miquel and his father are left to fend for themselves. Together they will be forced to battle the elements, and their resentment of each other, through the long winter.
Miquel’s desperate searching for his mother is only interrupted when Manolo, an orphaned servant boy from the next village, arrives to help out in the house. As Miquel is forced to confront the reality of his mother’s absence, Manolo, with his silences and longing gaze, offers the promise of new love, and another kind of life.

Frumbyrjur
7.890 kr.Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.
Frumbyrjur er margbrotin og nístandi saga um hversdagsleg kraftaverk og ástir sem rata ekki svo auðveldlega í orð.

Allt sem við hefðum getað orðið
8.390 kr.Nýlendugata 22, kjallari
Þrjár konur. Ein íbúð. Áratugir skilja þær að. Leyndarmál leiðir þær saman.
Lilja Kristjánsdóttir, blaðamaður á Dagblaðinu, starfar með fólki sem er svo ungt að það heldur að Helmut Kohl sé nýjasti rakspírinn frá Prada og Nirvana sé hugarástand sem fólk öðlast eftir jóga tíma yfir súrdeigsbrauði með avocado.
Þegar Lilja fær veður af því að hún sé líklegt fórnarlamb niðurskurðar tekur við upplausn í lífi hennar. Hver er hún ef hún er ekki Lilja Kristjánsdóttir, blaðamaður hjá Dagblaðinu?
Þegar Lilju er falið að fjalla um nýútkomna bók um þýska gyðingakonu sem fluttist til Íslands eftir heimsstyrjöldina síðari vakna með henni grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist.
Lilja telur sig í þann veginn að svipta hulunni af stærsta bókmenntahneyksli Íslandssögunnar. En getur verið að mislyndi skjalavörðurinn á Landsbókasafninu sé að spila með hana?
Allt sem við hefðum getað orðið er að hluta byggð á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs. Annie lagði allt í sölurnar svo að fremsta tónskáld Íslendinga mætti blómstra. Hún komst hins vegar að því að maður uppsker ekki alltaf eins og maður sáir.

Fröken Dúlla
8.390 kr.Hún ólst upp á Akureyri, kaupmannsdóttir af ástríkri og samheldinni fjölskyldu. Um fermingu flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna á skrifstofu, eins og allar ungar stúlkur dreymdi um. Seinna lærði hún hjúkrun, því hún þráði að líkna hinum sjúku og vinna þjóð sinni gagn. Enn síðar gaf hún út tímarit og bjó til minjagripi með þurrkuðum blómum. Meðal ástvina sinna var hún alltaf kölluð Dúlla.
Í dag er nafn Jóhönnu Knudsen þó einkum þekkt vegna starfa hennar fyrir lögregluna á árum seinni heimsstyrjaldar – jafnvel alræmt. Rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík hefur verið kölluð umfangsmestu persónunjósnir Íslandssögunnar. Nærgöngular yfirheyrslur hennar yfir stúlkum sem grunaðar voru um samneyti við erlenda hermenn varpa dökkum skugga yfir minningu hennar.
Þessi bók segir sögu Jóhönnu frá því hún fæddist á Papósi í Lóni árið 1897 og þar til hún lést fyrir aldur fram árið 1950. Hver var Dúlla Knudsen og úr hvaða umhverfi spratt hún? Hvernig varð hún sú manneskja – og sú sögupersóna – sem hún varð?

Four Family Stories
2.990 kr.A celebration of the humble pancake, and its ability to nourish, comfort, and connect us to loved ones. A shorter version was originally published online and in print with The L.A. Times, June 4th, 2025.

Pancake Cravings
1.690 kr.A celebration of the humble pancake, and its ability to nourish, comfort, and connect us to loved ones. A shorter version was originally published online and in print with The L.A. Times, June 4th, 2025.

Spessi: Tóm
13.490 kr.Tóm er ný ljósmyndabók eftir Sigurþór Spessa Hallbjörnsson. Spessi er einn af mikilvægustu sjónrænu annálahöfundum Íslands. Bókin inniheldur um 100 myndir teknar í Öræfunum og formála eftir Ófeig Sigurðsson, rithöfund.

Steinunn Þórarinsdóttir: Maður
15.990 kr.Nýtt og veglegt yfirlitsrit um list Steinunnar Þórarinsdóttur. Bókin inniheldur myndir af öllum helstu verkum Steinunnar, auk þess sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um listferil hennar og verk frá fjölbreyttum sjónarhornum. Snæfríð Þorsteins hannaði. Bókin inniheldur um 250 myndir af verkum Steinunnar, auk annarra mynda frá ferli hennar.

The Two Roberts
5.490 kr.Scotland, 1933. Bobby MacBryde is on his way. After years grafting at Lees Boot Factory, he’s off to the Glasgow School of Art, to his future. On his first day he will meet another Robert, a quiet man with loose dark curls – and never leave his side.
Together they will spend every penny and every minute devouring Glasgow – its botanical gardens, the Barras market, a whole hidden city – all the while loving each other behind closed doors. With the world on the brink of war, their unrivalled talent will take them to Paris, Rome, London. They will become stars as the bombs fall, hosting wild parties with the likes of Lucian Freud, Francis Bacon and Elizabeth Smart. But the brightest stars burn fastest.
Stunningly reimagined, The Two Roberts is a profoundly moving story of devotion and obsession, art and class. It is a love letter to MacBryde and Colquhoun, the almost-forgotten artists who tried to change the way the world sees – and paid a devastating price.

Bad Habit
3.490 kr.Beautifully written and told in an irresistible voice, Bad Habit is a powerfully moving coming-of-age novel following a young trans woman in 1980s Madrid. An unnamed young trans woman grows up in a working-class suburb that has no place for her. She discovers community and kinship in downtown Madrid, amid a dazzling party scene animated by charming junkies, glamorous pop divas, and fallen angels.
With each step she takes forward in the city, she finds herself confronted by an antagonism she does not yet know how to counter. In this thrilling and yet often frightening place each decision can have the highest of stakes and yet she knows that only she can forge a path forward to the life she truly wants to live. Beautiful and deeply moving, Bad Habit by Alana S Portero is translated by Mara Faye Lethem, and deftly illuminates the search for identity and the power of chosen family.
Bad Habit is an unforgettable story of self-realisation that speaks to the outsider in all of us.


Dans jaðrakansins
5.190 kr.Dans jaðrakansins er önnur ljóðabók Guðmundar Andra en sú fyrri, Hæg breytileg átt, kom út 2016. Hér er ort af einlægni, visku og kímni um náttúruna, mannfólkið, orðin og eilífðina – björt og myndrík ljóð sem kveikja ótal hugsanir og kenndir, opna dyr og nýja heima.



