
Villueyjar
3.990 kr.Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið.
Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni. Eftir það breytist allt.
Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.
Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur sem hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu bók, Koparborgina. Koparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar en var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk Fjöruverðlaunanna í sínum flokki.


VeikindaDagur
4.490 kr.Þetta byrjaði þegar ég gleymdi að taka lyfin. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu … dáinn og stjarfur á köldu stálborðinu. Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?
Þetta byrjaði allt þegar ég gleymdi að taka lyfin mín. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu … dáinn og stjarfur á hrollköldu stálborðinu.
Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?
VeikindaDagur er æsispennandi hrollvekja eftir þau Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Sigmund Breiðfjörð. Sögur þeirra og teikningar hafa heillað lesendur um árabil en í þessari blóðugu bók halda þau á nýjar og hræðilegar slóðir. Bókin er prýdd ótal ógnvekjandi teikningum og er ALLS EKKI fyrir viðkvæma!

Töfralandið
3.490 kr.Töfralandið er lofsöngur Bergrúnar um bækur, því hún veit að bækurnar geyma það besta og þú sérð það líka um leið og þú lest það!

Tumi fer til tunglsins
4.490 kr.„Til tunglsins hefur mig svo lengi langað…“ Ævintýraferð Tuma til tunglsins er hér lýst í skemmtilegu söguljóði og söngvum. Bókin er listilega myndlýst.
Tumi litli getur ekki sofnað. Hann þiggur boð karlsins í tunglinu um að skreppa til hans „á góðra vina fund” og svífur af stað í rúminu sínu út í vornóttina. Á vegi hans verða forvitnir fuglar, lífsreyndir regndropar, börn frá öllum heimshornum og sjálfur karlinn í tunglinu sem hefur lengi gefið jarðarbúum gætur og á nú mikilvægt erindi við börnin.
Þessari ævintýraferð er hér lýst í skemmtilegu söguljóði og söngvum. Höfundurinn, Jóhann G. Jóhannsson, var um árabil tónlistarstjóri í leikhúsum borgarinnar þar sem hann lagði eitt og annað af mörkum á sviði barnamenningar, t.d. tónlistina við ævintýrasöngleikinn Skilaboðaskjóðuna.
Bókin er listilega myndlýst af Lilju Cardew, sem nýlokið hefur myndlistarnámi í Englandi þar sem hún vann 1.verðlaun í samkeppni um kápumynd fyrir útgáfurisann Penguin.



The Adventures of Mundi the Puffin
2.590 kr.Things really get interesting when Mundi the blind puffin joins the family!
The two dogs Fly and Spot, love to play with their new friend but the same cannot be said for the cat of the household, who constantly tries to spoil the fun. Together this band of friends gets into all kinds of exciting adventures.
This is the author’s third book and is dedicated to the memory of Mundi the blind puffin and his thousands of social media friends from all around the world. And it’s thanks to the talents of Iðunn Arna that these colorful characters come to life through her wonderful illustrations.

Stelpur stranglega bannaðar
4.390 kr.Bíddu ha?
Sónarmynd… í símanum hennar ömmu?
GÆTU HLUTIRNIR MÖGULEGA ORÐIÐ EITTHVAÐ VERRI?
Nýja stelpan í bekknum er búin að stela bestu vinkonu Þórdísar. Staða hennar sem eina stelpan í stórfjölskyldunni er kannski í hættu. Þórdís vonar að þetta séu óþarfa áhyggjur; að hún haldi stöðu sinni í fjölskyldunni og nái að endurheimta bestu vinkonu sína.
Hún þráir ekkert heitar en að allt verði eins og áður.







Sombína og sumarfríið við Myrkavatn
3.190 kr.Loksins er komið sumarfrí!
Sombína og fjölskylda hafa ekki farið í frí í … einhverjar aldir! Áfangastaður: Blúndustaðir Herfu frænku og Hróðmars frænda.
En það gefst lítill tími til að slappa af. Sombína uppgötvar að grafalvarlegur bæjarstarfsmaður ætlar að selja Blúndustaði því enginn virðist búa þar.
Mun þeim takast að bjarga Blúndustöðum áður en það verður um seinan?
Nýtt ævintýri um Sombínu sem hefur farið sigurför um heiminn.

Sombína og draugurinn
3.190 kr.Hver er dularfulli draugurinn sem reynir að komast inn á Hrunvelli rétt fyrir áramótaveislu hinna framliðnu?
Með dyggum stuðningi Harms, hins trygga albínóamjóhunds, ætlar Sombína að komast að því hver hann er þessi nýi draugalegi vinur.
Drepfyndin saga sem fær hárin til að rísa.
Bráðskemmtilegu bækurnar um Sombínu hafa farið sigurför um heiminn!

Sombína – og dularfulla hvarfið
3.190 kr.Sombína og besti vinur hennar albínóamjóhundurinn Harmur, búa með Hálfdánu frænku. Á sveitasetrinu Hrunvöllum, þar sem margt óvenjulegt getur gerst, verja þau dögunum í að leika sér við draugana.
Dag einn stendur Hróðmar frændi, á tröppunum með boðskort frá Hálfdánu frænku. Einn af öðru birtast svo vinir Sombínu úr þorpinu með fleiri dularfull borðskort frá Hálfdánu.
En hver er Hálfdána frænka?
Er hún gufuð upp?
Af hverju sendi hún eftir þessum drepleiðinlega frænda?
Glænýtt og drepfyndið ævintýri um uppvakningin Sombínu.

Sombína – Drepfyndin saga
3.190 kr.Sombína er ekki eins og flestar stelpur.
Nei, Sombína er uppvakningur.
Hún býr á Hrunvöllum með Hálfdánu frænku sinni og hundinum Harmi. Sombínu langar að eignast vini til að leika við og skemmta sér með. En henni er stranglega bannað að láta aðra sjá sig, fólk gæti nefnilega orðið hrætt.
Einn daginn kemur samt rétta tækifærið: Hrekkjavakan! Sombína þarf ekki einu sinni að fara í búning. En hvað gerist þegar hin börnin komast að því að hún er ekki í búning?

Sokkalabbarnir – Sóli fer á ströndina
2.190 kr.Sóli og Sokkalabbarnir tína skeljar og borða nesti í fjöruferð. Þegar krabbi kemst í klandur reynir á þau að koma til bjargar. Í landi Sokkalabbanna búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með þeim fá börn tækifæri til að skoða og reyna að skilja betur hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

Sokkalabbarnir
4.490 kr.Dag einn fer hvítur sokkur í þvottavélina og snýst þar, hring eftir hring, þar til hann þýtur inn í dularfulla og litríka ævintýraveröld. Í landi Sokkalabbana búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með lestri bókarinnar læra börn að tala um og skilja hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

Skrímslin vakna
4.190 kr.Kata er ákveðin í að strjúka að heiman. Við undirbúning flóttans rekst hún á furðulega veru og þá breytast öll hennar plön! Skyndilega er hún lent í hættulegri atburðarás og kynnist undarlegum heimi sem hún vissi ekki að væri til.
Skrímslin vakna er spennusaga sem gerist á Íslandi í framtíðinni, árið 2222, og er fyrri bók af tveimur sem fjallar um þau Kötu og Jarkó og hulinn heim náttúruskrímslanna.

