



Bláleiðir
14.990 kr.Bláleiðir er flettirit, listrænn leiðarvísir eða skýrsla um auðn, innlönd, umbreytingar, náttúruvernd, bláma og þrá. Við sláumst í för með myndlistarkonu sem í fjöldamörg ár ferðaðist um landið og skráði hjá sér hugleiðingar og upplifanir. Í þeirri óvissuferð könnum við leiðir til að lesa og nema land. Ummerki veðurs, eilífir umhleypingar, umritanir og tilraunir birtast hér og gefa okkur hlutdeild í ævilangri leit og lífsafstöðu. Bláleiðir er innsýn í æviverk listakonu og móður sem umbreytir rústum til að skapa leikrými og jafnvægi milli fjölskyldulífs og listar, samræðu og íhugunar.





Ferðalag um Ísland – Úr myrkri til birtu
9.990 kr.Erin Boggs og Einar Örn Benediktsson hafa unnið saman að margþættri skynreisu sem kannar Ísland í gegnum list og ljóð og tónlist frá Kaktus Einarssyni.
Í gegnum þessa upplifun verður áhorfendum sökkt í leyndardómsfulla fegurð íslensks umhverfis og menningar.
Bókin er á ensku og íslensku. Hún hefur að geyma 50 myndir og ljóð.



