
Á nóttunni er allt blóð svart
3.890 kr.Þegar Alfa Ndiaye treystir sér ekki til að veita æskuvini sínum Mademba Diop náðarhöggið þar sem hann liggur illa særður milli skotgrafa í fyrri heimstyrjöldinni brestur eitthvað innra með honum og hefndarþorsti heltekur hann. Í fyrstu dást félagarnir að hugrekki Alfa en þegar voðaverkunum linnir ekki hættir þeim að lítast á blikuna.
Fransk-senegalski rithöfundurinn David Diop varpar ljósi á fáránleika skotgrafahernaðarins sem einkenndi fyrri heimstyrjöldina, þar sem um tvö hundruð þúsund fótgönguliðar frá Vestur – Afríku létu lífið fyrir Frakkland. Afrísku hermennirnir gengu undir nafninu Chocolats vegna húðlitarins og var þeim ætlað að vekja skelfingu hjá óvininum sem mannætur og villimenn vopnaðir sveðjum.

Allt sundrast
3.590 kr.Allt sundrast kom fyrst út árið 1958 og er talin höfuðrit afrískra bókmennta. Bókin var sú fyrsta í ritröð Heinemanns African Writers Series sem hefur átt mikinn þátt í að vekja athygli á afrískum bókmenntum í hinum vestræna heimi. Hún hefur verið þýdd á 58 tungumál og selst í yfir 20 milljónum eintaka.
Allt sundrast segir sögu hins óttalausa Igbo-stríðsmanns Okonkwos í upphafi nýlendutímans þegar ágengir Evrópumenn ógna heimi ættflokkanna á svæðinu. Skáldsagan fagnar í ár 60 ára útgáfuafmæli og er útgáfa hennar á íslensku löngu tímabær. Hún markar upphafið á því þegar rithöfundar Afríkulanda hófu að segja sína sögu sjálfir en fram að því hafði hún verið skráð af vestrænu fólki.
Chinua Achebe (1930–2013) var einn merkasti rithöfundur Nígeríu og er oft talinn faðir afrískra nútímabókmennta. Hann er þekktastur fyrir „Afríska þríleikinn“ sem samanstendur af skáldsögunum Things Fall Apart (Allt sundrast), Arrow of God og No Longer at Ease, sem segja sögu þriggja kynslóða frá upphafi nýlendutímans í Nígeríu til aukinnar þéttbýlismyndunar og hnignunar hefðbundinnar menningar. Hann skrifaði fjölmargar skáldsögur, ljóð, smásögur, ritgerðir og barnabækur.
Achebe hafði umsjón með útgáfu afrískra skáldverka í Ritröð afrískra höfunda hjá Heinemann-útgáfunni og starfaði sem háskólaprófessor í Bandaríkjunum. Chinua Achebe var gerður heiðursdoktor í yfir 30 háskólum víða um heim. Honum voru einnig veitt þjóðarverðlaun Nígeríu, sem eru æðsta viðurkenning landsins, auk þess sem hann hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin árið 2007 fyrir stórkostlegt ævistarf.

Allt sem við misstum í eldinum
3.890 kr.Dáleiðandi smásögur eftir argentíska rithöfundinn Mariönu Enriquez, eina athyglisverðustu bókmenntarödd Rómönsku-Ameríku, sem vísa í sögulegan og pólitískan veruleika Argentínu. Magnaðar sögur sem hafa vakið athygli víða um heim og verið þýddar á 28 tungumál.
Ungt fólk í nútímanum, ímyndunarafl á barmi sjúkleika, ofbeltisvofur herstjórnanna, svartigaldur, norður-argentínsk hjátrú, stéttaskipting og spilling, ástarsambönd, lágstéttarhverfi, jaðarsetning og staða kvenna. Myrkur og oftar en ekki óþægilegur heimur.

Akam, ég og Annika
4.590 kr.Hrafnhildur neyðist til að flytja til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stjúpfaðir hennar fær þar vinnu. Nýi skólinn er mjög strangur og hún saknar pabba síns og ömmu, en aðallega bestu vinkonu sinnar. Þegar hún kynnist hinum krökkunum í skólanum renna hins vegar á hana tvær grímur. Vissulega er erfitt að vera nýja stelpan í bekknum, mállaus og vinalaus, en það virðist vera til verra hlutskipti. Hrafnhildur þarf á öllu sínu hugrekki að halda þegar hún tekst á við áskoranir sem hana hefði ekki einu sinni grunað að væru til. Hverjum getur hún eiginlega treyst? Af hverju vill Annika endilega vera vinkona hennar – og í hvaða vandræðum er Akam?

Mennska
5.890 kr.Bjarni Snæbjörnsson ólst upp á Vestfjörðum við algeran skort á hinsegin fyrirmyndum. Það eina sem hann heyrði um aðra homma var að þeir væru öfuguggar og kynvillingar. Til að lifa af spilaði hann eftir þeim reglum sem hann taldi gilda en í leiðinni afneitaði hann sjálfum sér með öllum tiltækum ráðum. Hér segir Bjarni, með aðstoð dagbóka sinna og bréfaskipta við fjölskyldu og vini, frá leiðinni út úr skápnum. Hann lýsir á hispurslausan hátt ævintýralegri för um heiminn, erfiðum tímum, ástum og kynlífi, litlum og stórum sigrum í lífi og leiklist – ásamt áralangri sjálfsvinnu til að ná sátt við sína margbrotnu og litríku mennsku.
Mennska er aðgengileg og hrífandi lesning sem á erindi við alla sem hafa glímt við skömm og reynt að skila henni, finnst erfitt að taka pláss í samfélaginu eða hafa fórnað hluta af sjálfum sér af ótta við viðbrögð annarra.


Tæpasta vað
5.190 kr.Tæpasta vað er önnur ljóðabók Jóns Hjartarsonar, leikara og rithöfundar. Hér er ort um land og líf, gjöfult og grimmt umhverfi, hversdagsleg atvik og uppgötvanir, fortíð og óvissa framtíð, fugla og fólk.
Horft er á heiminn af djúpri alvöru og umhyggju, ógnir og hörmungar nær og fjær, en um leið varpa blíðar bernskumyndir og síkvik og öflug náttúran bjarma vonar yfir sviðið í gagnorðum og hlýlegum ljóðum.
Fyrir fyrstu ljóðabók sína, Troðninga, hlaut Jón Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2021.

Fagurboðar
5.190 kr.Við uppgjör bókarans
verður dagljóst
að lífið
gefur meira
en það tekur.
Þórunn Valdimarsdóttir er einn fjölhæfasti rithöfundur okkar, jafnvíg á bundið og laust mál og hefur fengist við flestar greinar bókmennta. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og meðal annars verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Fagurboðar er fjórða ljóðabók Þórunnar.

Ég hugsa mig: Nokkur ljóðaljóð og sagnir
5.190 kr.Hér er á ferðinni ellefta bók skáldsins Antons Helga sem kemur út á hálfrar aldar höfundarafmæli hans.
Ég hugsa mig er vegleg og falleg ljóðabók með ríkulegum myndskreytingum í lit eftir listakonuna Sossu, gerðum sérstaklega fyrir þessa útgáfu.

Eyja
3.690 kr.Þegar fyrrverandi stjúpmóðir Eyju hefur samband bregst hún ókvæða við; af hverju vill hún að þær hittist öllum þessum árum síðar, hvað er ósagt? Hittingurinn vekur upp minningar, ekki síst um atburðinn sem gerði Eyju að þeirri manneskju sem hún er í dag. Eyja er saga um flókin fjölskyldutengsl, brengluð samskipti og sár sem ekki gróa.
Þetta er fyrsta bók Ragnhildar Þrastardóttur og með henni sigraði hún í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjum röddum.

Bréfbátarigningin
4.690 kr.Slunginn botngróður, undir lygnum fleti smugu dökkar slöngur völundarhús. Dimmgræn iða lagðist að augasteinum.
Stúlka dvelur í sveit hjá eldri manni, tilveran er gamalgróin og regluföst en í tjörninni eru dularfullir álar. Ungur drengur missir afa sinn og verður myrkfælinn. Vængmaður vinnur í prentsmiðju á daginn en flýgur um háloftin að næturlagi með vængjunum sem hann smíðaði og par nýtur lífsins í dönsku sumarhúsi, hjólar um sléttlendið og fer á ströndina, en úti fyrir bíður næturmyrkrið og hafið, með uggvænlegu aðdráttarafli og furðum.
Bréfbátarigningin er með fyrstu prósaverkum Gyrðis Elíassonar, kom út árið 1988 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs tveimur árum síðar. Sögur verksins eru fjórar og mynda sagnasveig þar sem andrúmsloftið er sveipað rómantískri hulu bernskusýnar og nostalgíu; það er hversdagslegt og á tíðum kómískt en um leið draumkennt, undarlegt og stundum ógnvekjandi.
Gyrðir er einn ástsælasti og virtasti höfundur þjóðarinnar og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín og þýðingar. Hann hefur átta sinnum verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut þau árið 2000. Þá hefur hann einnig fengið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, sænsku Tranströmerverðlaunin, Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og Íslensku þýðingarverðlaunin í tvígang.

Mandla
4.690 kr.Mandla er spennuþrungin og úthugsuð hrollvekja um ógnirnar sem steðja að okkur, bæði innan líkamans og utan hans. Hún sver sig í ætt við fyrri nóvellur Hildar Knútsdóttur, Myrkrið milli stjarnanna og Urðarhvarf.
Þegar grindhoruð steingrá læða gerir sig heimakomna á hjúkrunarheimili tekur öldrunarlæknirinn Eva henni fagnandi. Hún veit að rannsóknir sýna að gæludýr hafa góð áhrif á vistmenn slíkra stofnana og berst fyrir því að kötturinn fái að vera um kyrrt. En fljótlega tekur hún eftir því að allir sem læðan Mandla tekur ástfóstri við látast skömmu síðar, jafnvel þótt þeir hafi verið við góða heilsu örfáum dögum áður. Getur verið að kötturinn geti spáð fyrir um andlát fólks? Og verður Mandla bústnari og sældarlegri í hvert sinn sem heimilismaður er fluttur í líkhúsið?

Bréf til Láru – Afmælisútgáfa með skýringum
4.690 kr.„Bréf til Láru hefur kannski haft meiri áhrif en nokkur önnur bók, sem rituð hefur verið á íslenska tungu. … Hún verkaði eins og sprenging, sem molaði niður ýmsar villukenningar og úreltar hugmyndir. Fyrir þá, sem sprenging þessi var lausn, var hún gleðiboð – skapur, en [fyrir hina], sem fundu stuðning í villukenningunum og hinum úreltu hugmyndum, var hún hræðileg bók og höfundurinn vitlaus maður.“
Þannig lýsir Þórbergur Þórðarson bók sinni, Bréfi til Láru, sem kom fyrst út árið 1924 en oft síðan. Bókin olli miklu fjaðrafoki og deilum en boðaði um leið nýja tíma í íslenskum bókmenntum. Ýmsum sveið undan hárbeittum skotum höfundar en þó er það ekki síst stórkostleg sjálfslýsing hans sem gerir Bréf til Láru að sígildri bók. Óborganlegur húmor Þórbergs nýtur sín til fulls í ádeilum hans og skopi sem hann beinir í allar áttir og ekki síst að sjálfum sér.
Þetta einstæða meistaraverk kemur nú út í nýrri útgáfu á hundrað ára afmæli bókarinnar. Soffía Auður Birgisdóttir ritar inngang og tekur saman ítarlegar skýringar á mönnum og málefnum sem Þórbergur víkur að og opnar nýjum lesendum þannig dyr inn í galskapinn.











