• Kerti og spil

    Kerti og spil

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Heiðmyrkur

    Heiðmyrkur

    Áratug eftir atburði Svikabirtu sækja illir draumar á Dimmbrá. Djúpt í iðrum jarðar kynnist hún leyndustu kimum seiðsins. Hnikar reikar um heimskautið uns hann finnur ný heimkynni langt í suðri; óafvitandi kallar hann Dimmbrá til sín með ófyrirséðum afleiðingum. Indra vex úr grasi á Bifröst uns hún stígur niður, þess albúin að leggja jörðina að fótum sér. Í bakgrunni er uppruni stjarneyga fólksins, útdauði mannkynsins og endalok skuggabrúarinnar.

    Í Heiðmyrkri lýkur Ingi Markússon sögunni sem hófst með Skuggabrúnni og hélt áfram í Svikabirtu, bókum sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof. Heiðmyrkur bindur þríleikinn saman í myrkri frásögn á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar – sögu um vináttuna og hefndina; lífið og eilífðina; vitundina og vélina; ljósið, myrkrið og skugga mannsins.

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Svikabirta

    Svikabirta

    „Á ísbreiðunni ofan við þorpið læddist skuggi …“

    Fáeinum árum eftir að himnarnir opnuðust eru grimmileg morð framin á heimskautinu. Sú eina sem getur stöðvað morð­ingjann er máttug norn sem er fangelsuð í fjarlægu landi.

    Agni, listhagur pörupiltur í neðanjarðarborginni Neðra, leggur á flótta eftir að hafa verið dæmdur til dauða. Brátt flækist hann í ógnvænlega atburðarás og tekst á hendur ferðalag yfir íshelluna í von um að kaupa frelsi norn­arinnar og binda enda á illvirkin – en skugginn sem læðist er ávallt skrefi á undan.

    Örlög stjarneyginganna Dimmbrár, Hnikars og hrafnsins Uglu, sem lesendur skildu við þegar Skuggabrúin féll, fléttast með óvæntum hætti inn í sprennuþrungna og myrka frásögn sem heldur lesendum föngnum frá upp­hafi til enda.

    Í Svikabirtu dregur Ingi Markússon lesendur enn lengra inn í hélaðan heiminn sem hann skóp með fyrstu skáld­sögu sinni, Skuggabrúnni, sem vakti mikla athygli og ein­róma lof gagnrýnenda. Svikabirta er morðsaga á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar, ætluð jafnt ung­mennum sem fullorðnum – saga um líf og dauða; ljós og myrkur; trú, von og hefnd.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Skuggabrúin

    Skuggabrúin

    Í fjarlægri framtíð, á ísilagðri jörð, hafa allar stjörnurnar slokknað nema ein; án hennar væri vetrarmyrkrið algert.

    Þegar síðasta stjarnan hverfur verða Dimmbrá og Hnikar viðskila og hrekjast á flótta um heimskautið. Ekki er allt sem sýnist og alls staðar grúfir myrkrið yfir, hyldjúpt og kalt. Hvað varð um stjörnuna, hvernig tengist hún skuggabrúnni – verður hægt að afstýra almyrkva?

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Þula

    Þula

    Bókin Þula varð til meðfram vinnu við einkasýninguna Huldukona/Hidden lady, sem opnaði í janúar 2025 á Listasafninu á Akureyri. Hulda valdi myndirnar í bókina og texta í samstarfi við Maríönnu Björk Ásmundar hönnuð og Soffíu Bjarnadóttir, rithöfund og ljóðskáld. Soffía á svo allan annan texta í bókinni. Spessi tók myndirnar og Maríanna vann þær svo myndirnar hæfi forminu.

    Bókin kemur út í 500 eintökum.

    11.990 kr.
    Setja í körfu
  • Dýrin undir ljósadýrðinni
  • Sólgos (kilja)

    Sólgos (kilja)

    Unnur er að undirbúa sig fyrir fyrsta ballið í 10. bekk þegar rafmagnið fer, allt síma- og netsamband dettur út og farartæki stöðvast. Ísland verður algjörlega sambandslaust við umheiminn. Leikreglur samfélagsins breytast á örfáum dögum og ógnin verður helsti gjaldmiðillinn. Mitt í upplausninni má þó finna samstöðu, samkennd og heitar tilfinningar.

    6.390 kr.
    Setja í körfu
  • Það sem kann að leynast í eyra mínu

    Það sem kann að leynast í eyra mínu

    Á sögulegum tímum þegar þörfin fyrir mannlegar sögur frá Gaza er brýnni en nokkru sinni fyrr, kynnir útgefandinn Kanínuholan með stolti ljóðabókina, Það sem kann að leynast í eyra mínu, mögnuðu verki eftir palestínska skáldið og Pulitzer-verðlaunahafann Mosab Abu Toha.

    Í þýðingu Móheiðar Hlífar Geirlaugsdóttur.

    5.390 kr.
    Setja í körfu
  • Kyngja

    Kyngja

    Jólabók Blekfjelagsins 2025

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Miðbæjarrottan - Bókmenntaborgin

    Miðbæjarrottan – Bókmenntaborgin

    Fjórða og síðasta bókin um Miðbæjarrottuna Rannveigu.

    Bókin kemur út á íslensku, ensku og pólsku.

    Höfundur texta og mynda er Auður Þórhallsdóttir.

    5.490 kr.
    Setja í körfu
  • Úthaf / Ocean

    Úthaf / Ocean

    Úthaf er fyrsta heildstæða yfirlitið yfir víðfeðman listferil Ívars Valgarðssonar. Ívar hefur verið virkur í íslensku listalífi um áratugaskeið og verk hans hafa skipað sér mikilvægan sess meðal íslenskra listunnenda og fræðimanna. 

    Úthaf varpar ljósi á þróun og hugsun Ívars í gegnum árin. Í bókinni er farið yfir hvernig list hans hefur tekið breytingum í takt við tíðaranda og heimspekilega strauma samtímans. Bókin dregur upp djúpa og persónulega mynd af listsköpun Ívars; hún sýnir hvernig verk hans spretta jafnt af fagurfræðilegri leit og heimspekilegri ígrundun. 

    13.990 kr.
    Setja í körfu
  • Mér er um og ó!

    Mér er um og ó!

    Í bók þessari eru 15 íslenskar þjóðsögur sem Solveig hefur valið, umritað og myndskreytt. Sögurnar skarta allar áberandi kvenpersónum, hvort sem um er að ræða mennskar konur, tröllskessur, huldukonur, kvendrauga o.þ.h. Sumar sögurnar eru vel þekktar en aðrar fáheyrðari.

    4.890 kr.
    Setja í körfu