

H-gítar píanó próekt
8.490 kr.10 lög fyrir léttan leik á flygil og sjöstrengja gítar eftir Gímaldin.

Bakgrunnurinn
5.990 kr.Ljóðabókin Bakgrunnurinn fjallar um umbreytingaskeið í lífi einstaklingsins og náttúrunnar. Ljóðin lýsa því sem við hverfum frá, skiljum eftir okkur og um leið því sem er væntanlegt. Ljóðin fjalla um árstíðaskiptin, persónulegan og almennan missi. Þau fást við dauðleika okkar, glötuð tækifæri, ástina, tengslalöngun okkar og tengslaskort, vorið sem kemur og fer en snýr þó aftur í ljóðunum.

Persepólis II
4.390 kr.Seinni hlutinn af ógleymanlegri uppvaxtarsögu íranska höfundarins Marjane Satrapi (f. 1969), sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom fyrst út. Spaugilegar hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur þjóðar fléttast listilega saman í þessari margrómuðu teiknimyndasögu sem lætur engan ósnortinn.



Eftirför
4.590 kr.„Þögnin var nánast áþreifanleg. Það eina sem heyrðist í þröngu og skítugu rýminu var hans eigin andardráttur sem hljómaði skyndilega framandi, eins og hann tilheyrði einhverjum öðrum. Svona var þá tilfinningin að vera bjargarlaus.“
Þegar fjölskyldufaðirinn Hallur hverfur sporlaust stendur lögreglan ráðþrota gagnvart kaldri slóð. Það er ekkert sem gefur til kynna að hann hafi verið flæktur í neitt misjafnt og langþráð vetrarfrí fjölskyldunnar breytist skyndilega í martröð. Það er engu líkara en að jörðin hafi gleypt hann. Gæti hvarfið tengst dularfullu skilaboðunum sem Selmu, eiginkonu hans, hafa borist að undanförnu?
Lögfræðingurinn Hrefna er komin í starf hjá lögreglunni og þetta mannshvarf ætlar ekki að reynast auðleyst. Angar þess teygja sig víða og lögreglan þarf að hafa sig alla við í kappi við tímann þar sem hver klukkustund telur.
Eftirför er önnur skáldsaga Önnu Rúnar Frímannsdóttur en sú fyrri, Dauðaþögn, hlaut frábærar viðtökur lesenda.

Gunnar Hansson: Arkitektinn og verk hans / The Architect and His Works
13.390 kr.Gunnar Hansson (1925 – 1989) var einn af þeim arkitektum sem ruddi nýjum áherslum leið inn í húsbyggingar og hverfisskipulag hérlendis. Pétur H. Ármannsson skrifar um feril og verk Gunnars og skoðar þau í samhengi alþjóðlegs arkitektúrs um leið og hann varpar ljósi á ævi hans og samtíma. Bókin inniheldur myndir af öllum helstu verkum Gunnars, auk fjölda húsateikninga arkitektsins sjálfs. Bókin er á íslensku og ensku. 224 bls.
Gunnar Hansson (1925 – 1989) was one of the architects who paved the way for new approaches in building construction and urban planning in Iceland. Pétur H. Ármannsson writes about Gunnar’s career and works, examining them in the context of international architecture while shedding light on his life and contemporary era.

Árniður að norðan
3.990 kr.Ljóðabókin Árniður að norðan er fyrsta bók Pálma Ragnars Péturssonar. Langflest ljóðanna eru prósar sem sum hver hafa dvalið með höfundi lengi. Hér fléttast saman fegurð, ást, sorg og væntumþykja. Ljóðin venslast hvert við annað á ýmsan hátt í dúr og moll. Það er stutt í húmorinn og höfundur gerir upp þessi 60 ár sem hann hefur bráðum lifað á einstakan hátt.

Þegar hún hló
8.490 kr.Umdeild fjölmiðlakona finnst myrt úti á Granda eftir að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni. Þrátt fyrir mannfjöldann eru engin vitni að atburðinum og morðið virðist óvenju fagmannlega útfært. Hin unga lögreglukona, Sigurdís, er kölluð til liðs við rannsóknina, en um leið dregur til tíðinda í máli er tengist dauða föður hennar.
Katrín Júlíusdóttir tekur hér upp þráðinn úr bók sinni Sykur, sem fékk góða dóma og hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn. Sykur kom út í Bretlandi og fékk glimrandi viðtökur.

Allar litlu lygarnar
8.490 kr.Ung velgengnishjón láta lífið af skotsárum á heimili sínu frá tveimur dætrum, kornabarni og unglingsstúlku. Tuttugu árum síðar leitar sú eldri til sálfræðings. Hvað gerðist á þessu mikla fyrirmyndarheimili? Hvers vegna töldu ýmsir innan lögreglunnar að ekki hefðu öll kurl komið til grafar í málinu?
„Í tvo áratugi hefur þetta mál vafist fyrir mér, en aldrei bjóst ég við því að einn daginn yrði ég hluti af sögunni.“
Ung velgengnishjón láta lífið af skotsárum á heimili sínu frá tveimur dætrum, kornabarni og unglingsstúlku. Tuttugu árum síðar leitar sú eldri til sálfræðings sem sérhæfir sig í áföllum – og þekkir þau reyndar líka á eigin skinni. Hvað gerðist á þessu mikla fyrirmyndarheimili? Hvers vegna töldu ýmsir innan lögreglunnar að ekki hefðu öll kurl komið til grafar í málinu? Og af hverju er sálfræðingurinn með rannsóknargögn úr því í sínum fórum?
Eva Björg Ægisdóttir hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir glæpasögur sínar, bæði heima og erlendis, meðal annars unnið Blóðdropann – Íslensku glæpasagnaverðlaunin og Gullrýtinginn í Bretlandi fyrir frumraun ársins. Bækur hennar koma út á yfir tuttugu tungumálum.
Allar litlu lygarnar er þéttofin glæpasaga með óvæntum vendingum og heldur lesandanum í heljargreipum allt til enda.

Syndafall
8.490 kr.Yrsa Sigurðardóttir fléttar hér listilega saman ólíka þræði sem virðast algjörlega ótengdir en undir brothættu yfirborðinu lúrir ógæfan …
Ung kona heyrir stöðugt ókennilegan grát eftir að hún lætur græða kuðung í eyrað en hún missti heyrnina í æsku. Hvaðan koma þessi hljóð? Rithöfundur leggur land undir fót um hávetur til að heyja sér efni í skáldsögu sem hann hyggst byggja á dramatískum atburðum í sögu fjölskyldunnar – en það fer ekki alveg eins og hann ætlaði. Og kona sem lifað hefur í skugga ofbeldis sem hún var beitt fyrir áratugum leitar réttlætis með ófyrirsjáanlegum afleiðingum

Skrifað í sand: Minningabrot
9.290 kr.Karl Sigurbjörnsson biskup skildi eftir sig handrit að sjálfsævisögu þegar hann lést í febrúar árið 2024. Hér lýsir hann uppvexti sínum og daglegu lífi í Reykjavík um miðja síðustu öld, segir frá litríkum persónum, skólagöngu, áhrifavöldum, prestsárum og fjallar sömuleiðis um erfið mál á biskupsstóli og dregur ekkert undan.
Karl horfir hér með augum barnsins á Reykjavík vaxa og breytast, segir frá litríkum persónum sem birtast götunum og fjallar um áhrifavalda æsku sinnar og skólagöngu.
Karl skrifar af einlægni um það hvernig hugur hans hneigist að trúarlegum efnum, stofnun fjölskyldu, guðfræðinámi og fyrstu prestsárunum. Þá fjallar hann sömuleiðis um erfið mál sem hann glímdi við sem biskup Íslands og dregur ekkert undan.
Hispurslaus, vel skrifuð og skemmtileg frásögn sem bregður lifandi ljósi á Reykjavík fyrri tíma en tekst líka á við erfiðar spurningar um lífið og tilveruna af hreinskiptni og heiðarleika.

Syng, mín sál: 40 söngvar úr íslenskum handritum fyrri alda
6.890 kr.Ómissandi bók fyrir allt áhugafólk um íslenska tónlistarmenningu. Lögin sem hér eru loks gerð aðgengileg eru af margvíslegum toga en eiga það sameiginlegt að hafa fyrir óralöngu lífgað upp á til veruna í hrjóstrugu landi á hjara veraldar.
Íslensk handrit frá fyrri öldum hafa að geyma hundruð sönglaga en fæst þeirra hafa verið aðgengileg flytjendum og áhugafólki um tónlist. Nú hefur Árni Heimir Ingólfs son safnað saman 40 lögum úr þessum handritum. Þau eru af margvíslegum toga en eiga það sameiginlegt að hafa fyrir óralöngu lífgað upp á til veruna í hrjóstrugu landi á hjara veraldar.
Elstu lögin eru frá fimmtándu öld en þau yngstu frá þeirri átjándu og gefa þau góða mynd af tónlistarlífi á Íslandi í ríflega þrjár aldir. Í bókinni er einnig að finna greinargóðar skýringar á uppruna laganna og sögulegu samhengi þeirra.
Árni Heimir Ingólfsson er mikilvirkur fræðimaður á sviði íslenskrar tónlistarsögu. Hann hefur í þrígang verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bækur sínar, nú síðast Tónar útlaganna.
Syng, mín sál er ómissandi bók fyrir allt áhugafólk um íslenska tónlistarmenningu.


Jörð / Earth
9.290 kr.Bryndís Jónsdóttir sækir innblástur í náttúruna og leitast við að ná fram hinu lífræna úr ólíkum efnivið. Hún horfir til táknkerfis íslensku fjármarkanna, sem fylgt hafa þjóðinni frá fornu fari. Sýlthamrað, þrístigað eða heilrifað, hún útfærir mörkin í volduga leir- og járnskúlptúra, massíft gler og viðkvæm grafíkverk. Efniskenndin er áþreifanleg.








