• Lungu

    Lungu

    Lungu er fjölskrúðug skáldsaga sem teygir anga sína vítt og breitt um tuttugustu öldina og langt inn í fjarlæga framtíð: frá Toskana við upphaf fyrri heimsstyrjaldar þar sem óhóflegt ólífuát bjargar hinum unga Enzo undan herþjónustu, til innflytjendahverfa Toronto-borgar þar sem táningsstúlka verður ástfangin af dularfullum umrenningi, þaðan til Hörgárdals þar sem risavaxni haninn Júpíter ræður ríkjum, og loks til Reykjavíkur ársins 2089.

    Pedro Gunnlaugur Garcia tekst í þessari mögnuðu bók á við áleitnar spurningar sem varða líf og dauða af óvenjulegu hispursleysi, um leið og hann skemmtir lesandanum af einlægri frásagnargleði. Pedro vakti mikla athygli fyrir síðustu skáldsögu sína, Málleysingjana, sem hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Helguleikur

    Helguleikur

    Í bókinni Helguleikur segir frá semballeikaranum Helgu Ingólfsdóttur (1942-2009), Sumartónleikum í Skálholtskirkju og sögu barokktónlistar á Íslandi. En einnig er hér gerð grein fyrir alþjóðlegum straumum í tónlist frá 18. öld til okkar daga. Lesandinn er leiddur inn í heillandi sögu frumherja í tónlistarstarfi sem gerðu jafnvel Bach að Biskupstungnamanni.

    Í bókinni er rakið hvernig semballeikarinn Helga Ingólfsdóttir breytti hugmyndum manna um barokktónlist en var jafnframt öflugur túlkandi nýrrar tónlistar enda heilluðust tónskáld af leik hennar og hljóðfæri og tileinkuðu henni verk sín. Gerð er tilraun til að greina stefnur og strauma í nýrri íslenskri tónlist og fjallað um þá viðleitni íslenskra tónskálda að segja sögur í tónlist sinni. Getur einleiksverk fyrir sembal fjallað um hallarrústir í frumskógum Víetnams?

    Bókinni fylgja sex hljómdiskar með leik Helgu.

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ljóðaárbók 1989

    Ljóðaárbók 1989

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ljóðaárbók 1988

    Ljóðaárbók 1988

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ég skapa – þess vegna er ég

    Ég skapa – þess vegna er ég

    Þórbergur Þórðarson fjallaði mikið um sjálfan sig í sínum skrifum, en líka samferðafólk, hugmyndir samtímans, trúarbrögð og stjórnmál.

    Mörk skáldskapar og ævisögu eru ekki glögg en stíllinn og listfengið í frásögninni hafa tryggt vinsældir bóka hans.

    Soffía Auður Birgisdóttir hefur lengi rannsakað skrif Þórbergs. Ég skapa – þess vegna er ég er aðgengilegt rit um skrif þessa makalausa ritsnillings, Þórbergs Þórðarsonar. Bókin byggir á margra ára rannsóknum og er yfirgripsmikil heildarútekt á höfundarverki Þórbers.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ólyfjan

    Ólyfjan

    Lífið er bara eitt stórt djók. Nei, svona í alvöru, sagði hann og yggldi sig framan í hana eins og til að segja að þar væri hún ekki undanskilin. Um leið og hann sleppti orðinu hugsaði hann með sér að hann hlyti að vera hálfgerður snillingur fyrir að hafa fundið upp á þvílíkri lífsspeki. Eða átti þetta kannski einungis við hans líf? Að hann væri djókið? Brandari bæjarins.

    Ólyfjan er fyrsta skáldsaga Díönu Sjafnar Jóhannsdóttur. Eitruð karlmennska og skáldsagnaformið allt er undir í þessari frumraun höfundar.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Glæpaljóð

    Glæpaljóð

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Lygalíf fullorðinna

    Lygalíf fullorðinna

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Leit mín að framlífi

    Leit mín að framlífi

    Elínborg Lárusdóttir hefur um áratuga skeið verið einn helzti merkisberi spiritismans á Íslandi og þeim tíma haft náið samstarf við marga forystumenn sálarrannsóknarmanna. Hún hefur skrifað bækur um miðlana Hafstein Björnsson, Andrés Böðvarsson og Kristínu Kristjánsson, auk annarra bóka um dulræn efni. Þessi bók hennar, um eigin reynslu á langri ævi, er e.t.v. persónulegust allra skrifa hennar um þetta „mikilvægasta mál í heimi“. Oft hefur það borið við, að hinir látnu vitja hennar og biðja hana fyrir skilaboð til ástvina sinna. „Hinir látnu koma og tala við mig, eins og maður talar við mann. Þetta er ótrúlegt og furðar mig ekki þótt einhver, sem einhverntíma les þetta, rengi það . . . . finnst mér skylda mín að segja allan sannleikann í þessu efni, eins og ég skynja hina dularfullu atburði, sem ég nú orðið hef sjálf mikla og margs konar reynslu af“, segir á einum stað í bókinni. – Trúarvissa og staðföst sannfæring Elínborgar Lárusdóttur um framlíf að jarðvist lokinni, mun óefað veita mörgum huggun og styrk er efinn gerist áleitinn.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Harún og Sagnahafið

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Hann nærist á góðum minningum
  • Skuggamyndir úr ferðalagi (kilja)