





Neðanjarðarjárnbrautin
990 kr.Cora er þræll á bómullarökrunum í Georgíuríki. Þrælafélagar hennar frá Afríku hafa útskúfað henni og sem nýorðin fullþroska kona veit hún að hennar bíða stærri og meiri raunir. Þegar Caesar, þræll sem er nýkominn á plantekruna frá Virginíu, hvetur hana til að flýja með sér í Neðanjarðarjárnbrautina þá grípur hún tækifærið.
Neðanjarðarjárnbrautin er frábærlega vel ofin saga um grimm örlög þræla sem fluttir voru í hlekkjum frá Afríku, en líka örlagaskeið í sögu bandarísku þjóðarinnar. Áhrifamikil saga einstaklinga og um leið kraftmikil hugleiðing um sögu sem er ótrúlega skammt undan og á sér ýmsar hliðstæður sem standa okkur nærri.
Neðanjarðarjárnbrautin er ein fárra skáldsagna sem hlotið hafa bæði virtustu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna; Pulitzerverðlaunin og National Book Award, auk þess sem hún var valin ein af 100 bestu bókum aldarinnar af Guardian. Colson Whitehead hlaut svo Pulitzerverðlaunin aftur fyrir bók sína, Nickel-strákarnir.
Árni Óskarsson þýddi.















Skjáskot
990 kr.Skjáskot er magnað og upplýsandi ferðalag um mannshugann og áskoranir dagsins í dag. Man einhver eftir tvöþúsundvandanum, rotten.com eða Columbine-árásinni og skipta þessi atriði máli til að skilja nútímann? Hver eru tengslin milli falsfrétta og gervigreindar? Hvernig líður okkur í heimi þar sem allar skoðanir og hugsanir eru flokkaðar, fá einkunn og umsagnir? Hefur allt merkingu? Hræðist nútímafólk ekki lengur eld og tortímingu, heldur einmitt þá staðreynd að framvegis mun aldrei neitt gleymast eða eyðast?
Bergur Ebbi spyr stórra spurninga og leitar svara í þessari snörpu, skörpu og lærdómsríku krufningu á vandamálum og þversögnum sem blasa við okkur öllum. Fyrra leiðsögurit hans um nútímann, Stofuhiti, vakti mikla athygli.



