• Dótarímur

    Dótarímur

    Þórarinn Eldjárn kveður hér um dót okkar og dótarí allt frá bolta yfir í íslenska tungu og flest þar á milli.

    6.390 kr.
    Setja í körfu
  • Safnið - Ljóð Lindu Vilhjálms

    Safnið – Ljóð Lindu Vilhjálms

    Ljóðasafn Lindu Vilhjálmsdóttur geymir allar ljóðabækur hennar frá árabilinu 1990‒2022, níu talsins, auk nokkurra ljóða sem birst hafa á öðrum vettvangi eða eru áður óbirt.

    Allt frá því að fyrsta bók Lindu, Bláþráður, kom út árið 1990 hafa beinskeytt og meitluð ljóð hennar um samtíð og samfélag, vald og viðhorf, vakið athygli og hreyft við lesendum. Fyrir ljóðabókina Frelsi, sem Linda sendi frá sér árið 2015, var hún tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

    Inngangsorð bókarinnar skrifar Kristín Eiríksdóttir skáld og í bókarlok er viðtal Hauks Ingvarssonar, bókmenntafræðings og skálds, við Lindu þar sem hún segir frá uppvexti sínum og ævi, skáldskap og skoðunum.

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Birtan yfir ánni - ljóðaþýðingar

    Birtan yfir ánni – ljóðaþýðingar

    Birtan yfir ánni er yfirgripsmikið safn ljóða eftir fjölmörg skáld sem eru um margt ólík en endurspegla þó með einhverjum hætti þær áherslur og undirliggjandi tóna sem oft er að finna í ljóðum og ljóðaþýðingum Gyrðis Elíassonar. Einsog í fyrri stórbók hans Tunglið braust inn í húsið er leitað í smiðju kínverskra skálda fyrr á öldum, áður en nútímaljóðinstin er tekin fyrir með viðkomu á fyrri hluta 20. aldar.

    Skáldin eru sum heimsfræg, en önnur minna þekkt. Nokkur þeirra hafa áður verið kynnt til sögunnar í íslenskum þýðingum, önnur hafa aldrei ratað hingað til lands. Greinagott höfundatal fylgir í bókarlok.

    Skáldin sem eiga þýðingar í þessu safni eru: Tsia Tao, Su Tung Po, Tao Yuan Ming, Hsi Muren, Shika Sagawa, Kazuko Shiraishi, Tadeusz Rózewicz, Czeslaw Milosz, Wislawa Szymborska, Miroslav Holub, Vladimir Holan, Leonidas, Kiki Dimoula, Patrizia Cavalli, Maurice Gilliams, Miriam van Hee, Hagar Peeters, Frank Koenegracht, Esther Jansma, Valzhyna Mort, Vincente Huidobro, Nicanor Parra, Roberto Juarroz, Jules Supervielle, Miguel Torga, Tarjei Vesaas, Hans Börli, Rolf Jacobsen, Tóroddur Poulsen, Georg Trakl, Robert Walsher, Oktay Rifat, Mahmoud Darwish, Taha Muhammad Ali, Yehuda Amichai, Dan Pagis, Abdellatif Laabi, Muriel Spark, Lorine Niedecker, Sam Hamill, Jim Heynen, Robinson Jeffers, Grace Paley, Don Marquis, Diane Lockward, Jane Kenyon, Alberg Huffstickler, Denise Levertov, Frank Stanford, Gregory Orr, Lawrence Raab, Jo McDougall og James Schuyler.

    5.790 kr.
    Setja í körfu
  • Draumstol

    Draumstol

    Gyrðir Elíasson er meðal þekktustu skálda þjóðarinnar og það sætir ávallt tíðindum þegar ný bók eftir hann lítur dagsins ljós.

    Draumstol er sextánda bók hans með frumsömdum ljóðum.

    5.790 kr.
    Setja í körfu
  • Allt annar handleggur

    Allt annar handleggur

    Þegar teiknari og rithöfundur verður fyrir því óláni að handleggsbrotna eru góð ráð dýr. Í þessu tilfelli varð óhappið kveikjan að myndasyrpu með 34 persónum, en leikmunir voru sóttir í ýmsar ruslakistur og hirslur á heimilinu. Við þessa flóru bættust síðan limrur til að túlka mismunandi persónur. Óvenjuleg og bráðfyndin bók!
    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Kvæði og sögur - Edgar Allan Poe

    Kvæði og sögur – Edgar Allan Poe

    Loksins á íslensku! Myndarlegt úrval af kvæðum og sögum þessa brautryðjanda vestrænna nútímabókmennta, sannkölluð stórbók með þýðingum frá fyrri tíð, en líka glænýjum þýðingum eftir marga kunna þýðendur. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur ritar ítarlegan inngang um höfundarverkið og þýðingarnar. Hér koma saman á bók kvæði og sögur úr smiðju margra þýðenda frá fyrri tíð, auk þess sem bætt er við nýju efni til að gefa sem besta mynd af skáldskap meistarans. Meðal eldri þýðinga eru Svarti kötturinn og Hjartslátturinn í þýðingu Þórbergs Þórðarsonar, Hrafninn í rómuðum þýðingum Einars Benediktssonar og Þorsteins frá Hamri, Í röstinni í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur og Draumaland í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Nýir þýðendur kvæða og sagna eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ástráður Eysteinsson, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Jón Karl Helgason, Rúnar Helgi Vignisson og Sjón.

    7.690 kr.
    Setja í körfu
  • Tæpasta vað

    Tæpasta vað

    Tæpasta vað er önnur ljóðabók Jóns Hjartarsonar, leikara og rithöfundar. Hér er ort um land og líf, gjöfult og grimmt umhverfi, hversdagsleg atvik og uppgötvanir, fortíð og óvissa framtíð, fugla og fólk.

    Horft er á heiminn af djúpri alvöru og umhyggju, ógnir og hörmungar nær og fjær, en um leið varpa blíðar bernskumyndir og síkvik og öflug náttúran bjarma vonar yfir sviðið í gagnorðum og hlýlegum ljóðum.

    Fyrir fyrstu ljóðabók sína, Troðninga, hlaut Jón Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2021.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Fagurboðar

    Fagurboðar

    Við uppgjör bókarans

    verður dagljóst

    að lífið

    gefur meira

    en það tekur.

    Þórunn Valdimarsdóttir er einn fjölhæfasti rithöfundur okkar, jafnvíg á bundið og laust mál og hefur fengist við flestar greinar bókmennta. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og meðal annars verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

    Fagurboðar er fjórða ljóðabók Þórunnar.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Ég hugsa mig: Nokkur ljóðaljóð og sagnir

    Ég hugsa mig: Nokkur ljóðaljóð og sagnir

    Hér er á ferðinni ellefta bók skáldsins Antons Helga sem kemur út á hálfrar aldar höfundarafmæli hans.

    Ég hugsa mig er vegleg og falleg ljóðabók með ríkulegum myndskreytingum í lit eftir listakonuna Sossu, gerðum sérstaklega fyrir þessa útgáfu.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Ydd

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Handan snæfjalla – ljóð

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Kver með útlendum kvæðum

    Kver með útlendum kvæðum

    1.490 kr.
    Setja í körfu