
Stór olíuskip
1.490 kr.Ljóðabókin Stór olíuskip eftir Jónas Reyni Gunnarsson er handhafi Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar árið 2017.
Stór olíuskip er sterkt og fallegt verk. Ljóðin eru stílhrein og myndmálið ferskt og grípandi. Heildarmyndin er fimlega smíðuð og kallar á endurlestur; stóru olíuskipin sigla inn og út um vitund lesandans og skilja eftir sig fínlegt kjölfar tilfinninga sem spanna allt frá depurð og eftirsjá til hógværs fagnaðar.
— úr umsögn dómnefndar við afhendingar Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar









Ljóð vega gerð
4.990 kr.Ljóð vega gerð er þriðja og síðasta bindi Ljóðvegasafns Sigurðar Pálssonar. Hann vakti snemma athygli fyrir persónulegan og ferskan ljóðstíl.
Fyrri bækur hans tvær, Ljóð vega salt og Ljóð vega menn eru meðal þess lífvænlegasta í íslenskum skáldskap síðustu ára. Í þessari nýju bók eru eins og í hinum fyrri ljóðaflokkar þar sem mismargar atrennur eru gerðar að einhverju heildarviðfangsefni enda þótt hvert ljóð standi sem sjálfstæð heild.
Yrkisefnin eru fjölbreytt og skírskotanir margvíslegar. Við sjáum að bernskuslóðir, höfuðborg og heimsborg eru enn á sínum stað og sömuleiðis hugsun Sigurðar um tíma og rými og ferðalag í margs konar skilningi.
Tungumálið er krafið sagna um sjálft sig og okkur hin og vegferð okkar á ljóðvegum.














