• Undir sjöunda þili
  • NammiDagur

    NammiDagur

    Bráðfyndin hrollvekja í bland við sjóðheita ástarsögu. Dagur og Ylfa ranka við sér í líkhúsinu, hissa á að vakna aftur eftir skotárás sérsveitarinnar. Þau leggja á flótta, húkka sér far út á land og hreiðra um sig í bústað með nóg af grillkjöti í nesti …

    En hvaðan kom kjötið og hversu lengi geta bálskotnir unglingar verið saman í bústað án þess að hitni verulega í kolunum?

    Höfundar NammiDags hafa hlotið verðskuldað lof lesenda og gagnrýnenda og hafa fengið bæði verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Hundabeinagrafa, handprjónuð húfa – og Önd
  • Úlfur og Ylfa: Ævintýradagurinn

    Úlfur og Ylfa: Ævintýradagurinn

    Dagurinn í dag er enginn venjulegur dagur. Í dag ætlar Úlfur að fara í ævintýraleiðangur með Ylfu, bestu vinkonu sinni. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar ímyndunaraflið er með í för! Þá getur íslenskur mói breyst í sléttur Afríku og lítil tjörn orðið að Atlantshafinu. Úlfur getur ekki beðið eftir að segja mömmum sínum frá ævintýrinu.

    Höfundar bókarinnar eru Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir sem halda úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikinn. Bókin er sú fyrsta um Úlf og Ylfu sem lesendur eiga eftir að kynnast nánar í framtíðinni. Bókaflokknum er ætlað að fagna fjölbreytileikanum með því að sýna hann í allri sinni dýrð í skemmtilegum sögum fyrir hressa krakka.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Úlfur og Ylfa: Sumarfrí

    Úlfur og Ylfa: Sumarfrí

    Úlfur og Ylfa eru bestu vinir. Þau eru komin í sumarfrí og eru á leið í ferðalag með mömmum hans Úlfs. Þau ætla að keyra alla leið á Vestfirði og að sjálfsögðu slæst hundurinn Bósi Ljóshár með í för. Vinanna bíða mörg ævintýri á áfangastað, bæði náttúruundur og nýir vinir og þau taka þátt í spennandi keppni.

    Höfundar bókarinnar eru Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir sem halda úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikinn. Bókin er önnur í röðinni um vinina Úlf og Ylfu. Bókaflokknum er ætlað að fagna fjölbreytileikanum með því að sýna hann í allri sinni dýrð í skemmtilegum sögum fyrir hressa krakka. Fallegar myndir bókarinnar teiknaði Auður Ýr Elísabetardóttir.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Ibbi býður grís góða nótt

    Ibbi býður grís góða nótt

    Ibbi er forvitinn, áhugasamur og hjálpsamur. Hann lendir iðulega í hversdagslegum ævintýrum en þá er betra að hafa gott hjartalag.

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Einu sinni var einhyrningshorn
  • Mamma sandkaka
  • Fíasól í logandi vandræðum
  • Valkyrjusaga
  • Litli prinsinn

    Litli prinsinn

    Litli prinsinn er sígild og ástsæl saga um flugmann sem brotlendir í eyðimörk og hittir þar lítinn prins frá ókunnugri plánetu. Prinsinn segir honum frá ferð sinni um alheiminn, öllum sem hann hefur hitt og öllu því sem hann hefur lært um lífið.

    Antoine de Saint-Exupéry (1900–1944) var rithöfundur og flugmaður. Hans þekktasta verk er Litli prinsinn sem kom fyrst út árið 1943. Antoine de Saint-Exupéry hvarf sporlaust ári síðar í síðustu flugferð sinni yfir hernumdu Frakklandi.

    „Maður sér ekki skýrt nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.“

    Litli prinsinn er ein vinsælasta bók í heimi. Hún hefur komið út á yfir 250 tungumálum og selst í meira en 200 milljónum eintaka. Þessi ljóðræna og heimspekilega saga, um einmanaleika, ástina, lífið og dauðann, er ógleymanleg lestrarupplifun fyrir bæði börn og fullorðna.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Draugagangur og derby

    Draugagangur og derby

    Eyvör og Milena byrja að æfa glænýja íþrótt; roller derby!

    Æfingarnar breytast þó í rúllandi ráðgátu þegar námskeiðinu er aflýst! Dularfullir atburðir í hjólaskautahöllinni gera það að verkum að það verður að loka henni. Með hjálp nýrra vina taka Eyvör og Milena málin í sínar hendur og reyna að leysa ráðgátuna.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Bekkurinn minn 8 - Hendi!

    Bekkurinn minn 8 – Hendi!

    Hendi! fjallar um fótboltastrákinn Hallgrím og eftirminnilegt atvik á battavellinum. Þegar þeir Amir keppa á móti eldri krökkum í fótbolta heyra þeir sögu sem ásækir þá. Missti Úlfur í alvörunni höndina í ísbjarnarárás á Grænlandi? Eða var það hákarl?

    Bekkurinn minn er bókaflokkur ætlaður byrjendum í lestri. Hver saga er sögð frá sjónarhorni eins nemanda en allar aðalpersónurnar eru saman í bekk í íslenskum grunnskóla. Lesandi fær því að kynnast fjölbreyttum veruleika ólíkra barna, bæði innan og utan veggja skólans. Sögurnar eru áhugaverðar og spennandi, með góðum og fjölbreyttum orðaforða, aðgengilegu letri og rúmu línubili.

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Skrímslaveisla

    Skrímslaveisla

    Litla skrímslið ætlar að halda stórkostlega veislu og bjóða til hennar útvöldum heiðursgestum. En hvað gerist þegar fínu og frægu gestirnir láta ekki sjá sig?

    Skrímslaveisla er ellefta bókin um skrímslavinina en sögurnar um litla, stóra og loðna skrímslið hafa komið út á fjölda tungumála, hvarvetna vakið hrifningu og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Hér halda skrímslin áfram að heilla börn og fullorðna og bjóða til veislu!

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Kærókeppnin

    Kærókeppnin

    Davíð og Natalía hafa verið bestu vinir síðan þau fæddust. Þau hafa líka verið að keppa síðan þau fæddust. Nú etja þau kappi í splunkunýrri keppni sem gengur út á að komast í samband. Upphitun sem setur tóninn, brösuglegt upphaf, æsispennandi framvinda og óvæntar lokamínútur.
    Fótbolti, handbolti og körfubolti eru alltaf í kringum okkur. En það er ekki á hverjum degi sem þér gefst tækifæri til að fylgjast með beinni textalýsingu á kærókeppni! Þetta stefnir í hörkukeppni!
    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Vinur minn, vindurinn

    Vinur minn, vindurinn

    Getur þú blásið eins og vindurinn, öskrað eins og rokið og hvíslað eins og golan?

    Bækur Bergrúnar Írisar hafa frá upphafi vakið athygli og aðdáun jafnt hjá ungum sem öldnum lesendum og hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna. Fyrstu myndabækur hennar, Vinur minn, vindurinn og Sjáðu mig, sumar? eru hér samankomnar í endurbættri útgáfu í einu fallegu verki sem gleður augað og eykur orðaforðann um uppáhaldsumræðuefni Íslendinga – veðrið.

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Hlutaveikin

    Hlutaveikin

    6.390 kr.
    Setja í körfu
  • Fjársjóður í mýrinni
  • LÆK

    LÆK

    Sæskrímsli, uppvakningar, tröll, kolkrabbahamstur, fangamyndavél, ofurhetja og allskyns aðrar fígúrur búa innan um mannfólkið í Hafnarfirði – og lifna við í stórskemmtilegum, sprenghlægilegum, á stundum afar sorglegum en aðallega spennandi smásögum. Nemendur á mið- og unglingastigi í Hafnarfirði skrifuðu niður hugmyndir að söguþráðum, sögusviðum og nöfnum sögupersóna. Verðlaunahöfundarnir Gunnar Helgason og Bergrún Íris drógu svo úr hugmyndunum og það var alveg sama hversu klikkaðar, skrítnar eða ótrúlegar hugmyndirnar voru, þau URÐU að nota þær. Þannig að sögurnar eru skrifaðar af Gunna, Bergrúnu og krökkunum í Hafnarfirði. Útkoman er ein hressilegasta bók sem út hefur komið!

    Hér skrifa Gunnar Helgason og Bergrún Íris níu sögur hvort og sögurnar eru myndlýstar með myndum frá nemendum í hafnfirskum skólum.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Handbók fyrir ofurhetjur - Níundi hluti: Nýr vinur

    Handbók fyrir ofurhetjur – Níundi hluti: Nýr vinur

    Alvöru vinir bregðast manni aldrei.

    Það hefur aldrei verið svona rólegt og friðsælt í bænum Rósahæð. Það versta sem gerist er að einhver spilar tónlist of hátt eða leggur bíl ólöglega. Einn daginn kemur Lísa auga á stúlku sem hún hefur aldrei séð áður. Innan skamms fer þessi dularfulla stúlka að birtast á óvæntum stöðum. Hún er liðugri, sterkari og hugrakkari en nokkur manneskja sem Lísa þekkir. Hver er hún? Geta hún og Lísa kannski orðið vinkonur?

    Handbók fyrir ofurhetjur er bókaröðin sem hefur lagt Ísland, gjörvalla Svíþjóð og fleiri lönd að fótum sér. Þetta er níundi hluti sögunnar um Rauðu grímuna og vini hennar.

    3.390 kr.
    Setja í körfu
  • Handbók fyrir ofurhetjur - Áttundi hluti: Nóttin langa

    Handbók fyrir ofurhetjur – Áttundi hluti: Nóttin langa

    Engin nótt er svo dimm að ekki komi dagur á eftir.

    Innbrotaaldan í Rósahæð heldur áfram og ofurhetjurnar verða að finna endurheimtu börnin áður en það er um seinan! Nikki hefur einnig ákveðið að fara heim til að hjálpa vinum sínum en þá gerir hann lífshættulega uppgötvun … Kannski eru það eftir allt saman ekki börnin sem eru skúrkarnir?

    Bókaröðin Handbók fyrir ofurhetjur hefur slegið í gegn á Íslandi, og víðar. Þetta er áttunda bókin um ofurhetjuna Rauðu grímuna og vini hennar.

    3.390 kr.
    Setja í körfu
  • Handbók fyrir ofurhetjur - Sjöundi hluti: Endurheimt

    Handbók fyrir ofurhetjur – Sjöundi hluti: Endurheimt

    Ef eitthvað virðist ekki í lagi er mjög líklegt að það sé ekki í lagi. Börnunum sem voru numin á brott hefur verið skilað og íbúar Rósahæðar geta andað léttar. En er ekki eitthvað skrítið við endurheimtu börnin? Haga þau sér ekki dálítið undarlega? Og af hverju ætli ræningjarnir hafi bara sleppt þeim? Lísa og hinar ofurhetjurnar eru sannfærð um að það sé eitthvað dularfullt á seyði og eru harðákveðin í að komast að sannleikanum! Bókaröðin Handbók fyrir ofurhetjur hefur slegið í gegn á Íslandi, og víðar. Þetta er sjöunda bókin um ofurhetjuna Rauðu grímuna og vini hennar.

    3.390 kr.
    Setja í körfu
  • Handbók fyrir ofurhetjur - Sjötti hluti: Vonlaust

    Handbók fyrir ofurhetjur – Sjötti hluti: Vonlaust

    Óttaslegið fólk getur verið hættulegra en það sem það hræðist. Rósahæð er í áfalli. Sjö börn í viðbót hafa horfið sporlaust og fólk er bæði hrætt og reitt. Af hverju gera lögreglan og Rauðan gríman ekki neitt? Getur bærinn ekki stólað á ofurhetjuna sína, nú þegar virkilega er þörf á? Lísa og félagar hennar eru þó að rannsaka málið í leyni og eru komin á slóð mannræningjanna. En það er eitthvað sem gengur ekki upp …

    Handbók fyrir ofurhetjur bókaserían hefur slegið í gegn á Íslandi og víðar. Hér er kominn sjötti hlutinn um Rauðu grímuna og félaga hennar.

    3.390 kr.
    Setja í körfu
  • Handbók fyrir ofurhetjur - Fimmti hluti: Horfin

    Handbók fyrir ofurhetjur – Fimmti hluti: Horfin

    Handbók fyrir ofurhetjur er bókaröð sem hefur farið eins og stormsveipur um Ísland og hin Norðurlöndin. Hér er fimmta æsispennandi bókin og upphafið á nýju ævintýri! Aðeins þau sem eru raunverulega sterk þora að sýna veikleika. Stórglæpamaðurinn Wolfgang situr á bak við lás og slá í Rósahæð. Það þýðir þó ekki að Lísa og Max geti slakað á. Dag einn gerist dálítið hræðilegt. Börn fara að hverfa um nætur. Eitt af öðru, algjörlega sporlaust. Fólkið í bænum er reitt af hverju finna Rauða gríman og Villta býflugan ekki börnin? Á sama tíma reynir Lísa að kenna Nikka og Róbert ofurkrafta en það gengur ekki vel. Allt í einu er hún búin að fá alla upp á móti sér. Hverjum getur hún treyst?

    3.390 kr.
    Setja í körfu