• Ferðataskan

    Ferðataskan

    Dag einn kemur skrýtið dýr sem dregur á eftir sér stóra ferðatösku.
    – Af hverju er það hér?
    – Hvaðan kemur það?
    – Hvað er í ferðatöskunni?

    Saga full af hlýju og von sem vekur lesendur til umhugsunar um framkomu við þá sem eru öðruvísi og langt að komnir.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Draugar banka ekki á dyr

    Draugar banka ekki á dyr

    Bjössi og Bifur eru bestu vinir og alltaf saman. Eitt frostkalt síðdegi tilkynnir Bjössi að Andarsteggur sé væntanlegur í heimsókn. Bifur vill alls ekki fá neina gesti og tekur því til sinna ráða til að fæla þá á braut. Þegar líður á kvöldið á Bifur þó eftir að læra að óvæntur félagskapur getur verið mjög ánægjulegur.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Það sem pabbi sagði mér

    Það sem pabbi sagði mér

    Ástvaldur horfir á svölurnar á himninum.
    – Þær eru á leið hinum megin á hnöttinn, útskýrir pabbi.
    – Get ég farið eins langt og þær þegar ég verð stór? spyr Ástvaldur.
    – Jafnlangt og enn þá lengra, svarar pabbi.

    Og í huganum leggur Ástvaldur af stað út í hinn stóra heim þar sem húsin eru ógnarhá og margt getur leynst í skóginum. Á ferðalaginu stendur pabbi sem klettur við hlið hans og gefur góð ráð þegar á móti blæs.

    3.890 kr.
    Setja í körfu
  • Ævintýri Freyju og Frikka - Drottningin af Galapagos

    Ævintýri Freyju og Frikka – Drottningin af Galapagos

    Hér segir frá ævintýraferð systkinanna Freyju og Frikka til Galapagoseyja með pöbbum sínum. Þar dvelja þau um borð í bátnum Drottningunni af Galapagos ásamt ferðalöngum frá öllum heimshornum.

    Brátt fara undarlegir atburðir að gerast og ljóst er að eitthvað gruggugt á sér stað um borð, eitthvað sem tengist sérstöku dýralífi eyjanna.
    Freyja og Frikki finna dularfulla ferðatösku sem hverfur jafn harðan. Þau gera sér grein fyrir að það er ósvífinn þjófur um borð. Þeim er þó ekki trúað og því neyðast tvíburarnir til að leysa málin upp á eigin spýtur, án aðstoðar þeirra fullorðnu. Þá reynir virkilega á samheldni og samvinnu ungu spæjaranna. Smám saman fer myndin að skýrast en tekst þeim að koma upp um þjófinn í tæka tíð?

    Ævintýri Freyju og Frikka: Drottningin af Galapagos er allt í senn stórskemmtileg, fyndin og spennandi

    5.690 kr.
    Setja í körfu
  • -23% Ég bý í risalandi

    Ég bý í risalandi

    Finnst þér stundum eins og allt sé annað hvort of stórt fyrir þig, of langt í burtu eða alltof hátt uppi? Þá býrðu kannski í RISALANDI!

    Ég bý í risalandi er dásamleg saga um það að vera lítill í heimi fullorðna fólksins, um allt sem reynist smáfólki erfitt en líka allt það stórkostlega sem kemur í ljós þegar horft er á heiminn frá sjónarhóli barnsins.

    Birna Daníelsdóttir er menntaður sjávarlíffræðingur og starfaði meðal annars við hvalatalningu og sem sérfræðingur í örverufræði áður en hún lét gamlan draum rætast og fór í nám í teikningu. Ég bý í risalandi er hennar fyrsta bók en hún hlaut Sólfaxa – íslensku barnabókaverðlaunin árið 2025.

    Original price was: 5.190 kr..Current price is: 3.990 kr..
    Setja í körfu
  • -22% Torf, grjót og burnirót

    Torf, grjót og burnirót

    Una og Ormur eru í heimsókn hjá afa og ömmu þegar þau reka augun í gamla ljósmynd af íslenskum torfbæ. Afi fræðir þau um þessi gömlu hýbýli þjóðarinnar og í kjölfarið ákveða þau að sumarhúsið sem amma og afi ætla að reisa skuli verða torfbær.

    En hvernig á að byggja torfbæ? Sko, ALVÖRU torfbæ?

    Torf, grjót og burnirót leiðir lesendur um töfra torfsins og útskýrir hvernig torfbær er reistur, hvernig á að hlaða grjóti, stinga torf og finna burnirót úti í haga til að koma fyrir í vegghleðslunni, bænum til heilla.

    Original price was: 5.490 kr..Current price is: 4.290 kr..
    Setja í körfu
  • Lína fer í lautarferð

    Lína fer í lautarferð

    Það er indæll haustdagur. Tommi og Anna eru í leyfi frá skólanum og Línu finnst tilvalið að fara í lautarferð. Hún pakkar ýmsum kræsingum í nestiskörfu og svo halda þau af stað út í haga. Á vegi þeirra verða bæði sauðþrá kýr og nautheimskur tarfur – auk þess sem herra Níels hverfur sporlaust. En sem betur fer er Lína bæði sterk og ráðagóð og getur leyst hvers kyns vanda.

    Lína fer í lautarferð er sígild saga eftir Astrid Lindgren í nýjum búningi. Sigrún Árnadóttir þýddi.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • -38% Gráðuga lirfan

    Gráðuga lirfan

    Gráðuga lirfan er sígild bandarísk barnabók sem hefur farið sigurför um heiminn. Gráðuga lirfan étur allt sem fyrir verður enda þarf hún að stækka vel áður en hún getur orðið fallegt fiðrildi. Komið er inn á tölur og daga vikunnar, og frumleg hönnun og fínlegur húmor gerir bókina einstaka í sinni röð.

    Original price was: 3.690 kr..Current price is: 2.290 kr..
    Setja í körfu
  • Litaskrímslið

    Litaskrímslið

    Litaskrímslið er nú læknir og hjálpar öðrum að lækna tilfinningar sínar, sérstaklega þær sem eru orðnar svo stórar að þær valda óþægindum.

    Hann hjálpar vinkonu sinni Nínu að átta sig á hvernig henni líður og að læra að stjórna tilfinningum sínum.

    Litaskrímslið hefur slegið í gegn um allan heim!

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Stærsti og furðulegasti ævintýrabíll heimsins

    Stærsti og furðulegasti ævintýrabíll heimsins

    Brúnó er ægilega stoltur af litla rauða bílnum sínum. En í umferðinni eru svo mikil læti; fólk að flauta og kalla – og svo, „búmm“! Það verður árekstur. Árekstur! Enginn slasast, en bíllinn er ónýtur. Og hvað nú? Brúnó fær snilldarhugmynd. Hann og vinir hans smíða nýjan og brjálaðan bíl úr beygluðum bílflökum. Þeir eru óstöðvandi. Það eru svo margar vélarhlífar, bretti og bílstólar á ruslahaugnum…
    Þeir skrúfa, hamra og sjóða.
    Hver verður útkoman?

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • -26% Miklihvellur - Vísindalæsi #6

    Miklihvellur – Vísindalæsi #6

    Hvernig varð alheimurinn eiginlega til? Sennilega er þetta ein allra stærsta spurning vísindanna. Hér ferðast Stjörnu-Sævar um tíma og rúm, heimsækir misfurðulega fræðimenn og reynir með aðstoð töfratækja vísindanna (og óbilandi forvitni) að afhjúpa dýpstu leyndardóma alheimsins.

    Miklihvellur er stútfull af frábærum fróðleik og fjörugum staðreyndum úr heimi vísindanna. Síðustu bækurnar í Vísindalæsisbókaflokknum, Hamfarir og Kúkur, piss og prump, voru báðar tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Teiknarinn Elías Rúni setur sem fyrr flókna hluti fram á skýran og skemmtilegan hátt.

    Original price was: 5.390 kr..Current price is: 3.990 kr..
    Setja í körfu
  • Bekkurinn minn - Vinabók - svört

    Bekkurinn minn – Vinabók – svört

    Bekkurinn minn – Vinabók er um þig og vini þína: Veistu hvaða litir, bækur, bíómyndir og lög eru í uppáhaldi hjá vinum þínum?

    Hvenær eiga þeir afmæli og í hvaða stjörnumerki eru þeir?

    Hvort finnst þeim betra, ís eða nammi, steikt skordýr eða prumpusamloka?

    Það er aðeins ein leið til að komast að því – biddu vini þína, bekkjarfélaga, liðsfélaga, frændsystkini eða hverja sem þér dettur í hug, um að skrifa svörin í þína bók og þú skrifar í þeirra!

    3.490 kr.
    Setja í körfu