• Sigrún í safninu

    Sigrún í safninu

    Þegar barnabókahöfundurinn Sigrún Eldjárn var lítil stelpa átti hún heima í Þjóðminjasafninu ásamt foreldrum sínum og systkinum. Þau voru samt engir safngripir eins og Valþjófsstaðahurðin eða Þórslíkneskið heldur bjuggu í ósköp venjulegri íbúð í safninu en faðir hennar, Kristján Eldjárn, var þjóðminjavörður á þessum tíma. Þetta sérstæða æskuheimili hafði djúpstæð áhrif á Sigrúnu sem rifjar hér upp æskuminningar, leiki og uppákomur innan um merkilegustu dýrgripi þjóðarinnar.

    5.390 kr.
    Setja í körfu
  • Sagan af Dimmalimm

    Sagan af Dimmalimm

    Fáar íslenskar barnabækur hafa notið viðlíka vinsælda og ævintýrið um litlu prinsessuna Dimmalimm.

    Guðmundur Thorsteinsson listmálari, Muggur, samdi ævintýrið og málaði myndirnar árið 1921 handa lítilli íslenskri frænku sinni en sagan kom ekki fyrir almenningssjónir fyrr en árið 1942.

    Sagan af Dimmalimm er meðal helstu gersema sem Muggur lét eftir sig.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Benjamín dúfa

    Benjamín dúfa

    „Þetta var ekki bara leikur. Á bak við þessa búninga og þessi vopn var heilagur tilgangur, ákvörðun sem ekki varð haggað: Gegn ranglæti, með réttlæti.“

    Þeir Róland dreki, Andrés örn, Baldur hvíti og Benjamín dúfa stofna riddarareglu Rauða drekans og eiga viðburðarí kt sumar í vændum. Dagarnir í Hverfinu verða sem ótrúlegt ævintýri, þar til brestir koma í vináttuna og kaldur veruleik[1]inn breytir lífi þeirra til frambúðar.

    Sagan um Benjamín dúfu hefur haft djúpstæð áhrif á lesendur af ólíkum kynslóðum enda ein vinsælasta barnabók sem komið hefur út á Íslandi. Fyrir hana hlaut Friðrik Erlingsson meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin árið 1992. Bókin hefur komið út á fjölda tungumála og árið 1995 var gerð kvikmynd eftir sögunni sem sýnd hefur verið víða um lönd og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga.

    4.690 kr.
    Setja í körfu