
Indjáninn
4.590 kr.Indjáninn er saga um fjörmikinn strák, örverpi aldraðra foreldra. Drengurinn á við ýmis vandamál að stríða sem valda honum erfiðleikum í uppvextinum, svo sem ofvirkni, athyglisbrest, rautt hár og nærsýni. Hann er hugmyndaríkur og margvísleg uppátæki hans, sum stórhættuleg, vekja litla lukku hjá hinum fullorðnu. Þetta er áhrifamikil uppvaxtarsaga sem sveiflast á milli strákslegrar gleði og nístandi einmanaleika þess sem ekki er alltaf í takt við umhverfið, en jafnframt er hér brugðið upp ljóslifandi mynd af samfélagi áttunda áratugarins frá sjónarhorni barnsins.

Fjórar árstíðir – sjálfsævisaga
7.990 kr.Reynir Finndal Grétarsson ólst upp við að þurfa að standa sig. Sem stofnandi og stjórnandi Lánstrausts, síðar Creditinfo, byggði hann frá grunni upp öflugt alþjóðlegt fyrirtæki sem stóð af sér risavaxnar sviptingar. En eitthvað vantaði.
Við lítum í baksýnisspegilinn með Reyni, sem segir sögu sína af fágætri einlægni. Þetta er saga um venjulegan strák frá litlu þorpi á Norðurlandi, sem gerir stundum óvenjulega hluti. Viðskiptasaga, saga af andlegum áskorunum og ástarsaga. Fólkinu sem bregður fyrir er jafnan lýst af innsæi. Ekki síst Reyni sjálfum.
Gefur það starfsævinni meiri merkingu að gera sjálfan sig óþarfan? Er betra fyrir sálina að smíða hús á Blönduósi en að sitja að veisluborðum með milljarðamæringum og þjóðhöfðingjum? Er betra að græða sár en peninga? Er hægt að finna slóða þegar vegurinn virðist ekki ná lengra? Er skemmtilegra að safna landakortum en greiðslukortum? Er hægt að finna nýjan tilgang og gerast rithöfundur?
Fjórar árstíðir er þroskasaga um andríkan harðhaus sem lærði að sleppa tökunum.

Hlaðan
8.490 kr.Bergsveinn Birgisson ákveður að endurbyggja hlöðu forfeðra sinna norður á Ströndum sem er komin að hruni. Það fær hann til þess að hugsa um heiminn og stöðu mannsins í honum. Útkoman er ferðalag um tíma og rúm, andlegt sem raunverulegt, í bók sem er engri annarri lík.
Hvernig það æxlaðist, að ég færi að taka yfir bæ ömmu minnar og afa hér á hjara veraldar, sem eru löngu dáin, er óþarfi að rekja í þaula. Það gerðist helst vegna þess að ég var sá eini sem sýndi áhuga og fór að laga þá parta sem bersýnilega voru að hrynja, ég fór að dútla við þetta í fráhvarfi mínu frá heiminum, það tengdi mig við heiminn.
Bergsveinn Birgisson skrifar bréf til dóttur sinnar, og rifjar upp hugmyndir manna í fortíðinni um hvernig best sé að haga lífinu, um leið og hann tekst á við hin daglegu verkefni við endursmíð hlöðunnar, og freistar þess sömuleiðis að horfa til framtíðar. Þá fléttast Strandamenn, lífs og liðnir, inn í frásögnina, sumir koma í heimsókn en aðrir rétta hjálparhönd.
Bergsveinn Birgisson er einn vinsælasti og virtasti rithöfundur landsins og bækur hans koma út um allan heim. Meðal þeirra má nefna verðlaunabækurnar Leitin að svarta víkingnum, Þormóður Torfason, Landslag er aldrei asnalegt og Svar við bréfi Helgu.

All the Way to the River
4.390 kr.In her first non-fiction book in a decade, the no. 1 bestselling writer who taught millions of readers to live authentically in Eat Pray Love and creatively in Big Magic shows how to break free.
In 2000, Elizabeth Gilbert met Rayya. They became friends, then best friends, then inseparable. When tragedy entered their lives, the truth was finally laid bare: the two were in love. They were also a pair of addicts, on a collision course toward catastrophe.
What if your most beautiful love story turned into your biggest nightmare? What if the dear friend who taught you so much about your self-destructive tendencies became the unstable partner with whom you disastrously reenacted every one of them? And what if your most devastating heartbreak opened a pathway to your greatest awakening?
All the Way to the River is a landmark memoir that will resonate with anyone who has ever been captive to love – or to any other passion, substance or craving – and who yearns, at long last, for liberation.

Careless People
4.690 kr.Sarah Wynn-Williams, a young diplomat from New Zealand, pitched for her dream job. She saw Facebook’s potential and knew it could change the world for the better. But, when she got there and rose to its top ranks, things turned out a little different.
From wild schemes cooked up on private jets to risking prison abroad, Careless People exposes both the personal and political fallout when boundless power and a rotten culture take hold. In a gripping and often absurd narrative, Wynn-Williams rubs shoulders with Mark Zuckerberg, Sheryl Sandberg and world leaders, revealing what really goes on among the global elite – and the consequences this has for all of us.
Candid and entertaining, this is an intimate memoir set amid powerful forces. As all our lives are upended by technology and those who control it, Careless People will change how you see the world today.

Piparmeyjar: Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi
9.390 kr.Hvaða augum leit fólk piparmeyjar og hvaða augum litu þær sig sjálfar? Höfðu þær eitthvert raunverulegt val í lífinu? Og hvað með ástina?
Þetta fróðlega og aðgengilega skrifaða sagnfræðirit byggir á metnaðarfullri rannsókn á ævi og kjörum einhleypra, íslenskra kvenna á umbrotatímum í kvennasögunni þar sem sjónum er bæði beint að einstökum konum og samfélaginu öllu. Í aðalhlutverki er einstætt safn einkabréfa Reykjavíkurstúlkunnar Thoru Friðriksson.
Bréf Thoru veita einstæða og heillandi innsýn í líf skarpgreindrar konu með stóra drauma sem hún fékk ekki tækifæri til að láta rætast fyrr en á miðjum aldri, eftir að hún var búin að rækja skyldur sínar við stórfjölskylduna. Einnig bregða skrif hennar upp ljóslifandi mynd af hálfdanska smábænum Reykjavík skömmu fyrir aldamótin 1900, þar sem betri borgararnir drukku chocolade og champagne, brugðu sér á skauta á Tjörninni og tipluðu á spariskónum yfir moldarflagið fyrir framan nýbyggt Alþingishúsið.

Fröken Dúlla
8.390 kr.Hún ólst upp á Akureyri, kaupmannsdóttir af ástríkri og samheldinni fjölskyldu. Um fermingu flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna á skrifstofu, eins og allar ungar stúlkur dreymdi um. Seinna lærði hún hjúkrun, því hún þráði að líkna hinum sjúku og vinna þjóð sinni gagn. Enn síðar gaf hún út tímarit og bjó til minjagripi með þurrkuðum blómum. Meðal ástvina sinna var hún alltaf kölluð Dúlla.
Í dag er nafn Jóhönnu Knudsen þó einkum þekkt vegna starfa hennar fyrir lögregluna á árum seinni heimsstyrjaldar – jafnvel alræmt. Rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík hefur verið kölluð umfangsmestu persónunjósnir Íslandssögunnar. Nærgöngular yfirheyrslur hennar yfir stúlkum sem grunaðar voru um samneyti við erlenda hermenn varpa dökkum skugga yfir minningu hennar.
Þessi bók segir sögu Jóhönnu frá því hún fæddist á Papósi í Lóni árið 1897 og þar til hún lést fyrir aldur fram árið 1950. Hver var Dúlla Knudsen og úr hvaða umhverfi spratt hún? Hvernig varð hún sú manneskja – og sú sögupersóna – sem hún varð?


Travelling Passions: The Hidden Life of Vilhjalmur Stefansson
1.290 kr.Vilhjalmur Stefansson has long been known for his groundbreaking work as an anthropologist and expert on Arctic peoples. His three expeditions to the Canadian Arctic in the early 1900s, as well as his expertise in northern anthropology, helped create his public image as an heroic, Hemingway-esque figure in the annals of twentieth-century exploration. But the emotional and private life of Stefansson the man have remained hidden, until now.
New evidence of this other life has recently been discovered: a collection of love letters between Stefansson and his fiance Orpha Cecil Smith were found in a New Hampshire flea market; Stefansson’s field diaries have revealed elegant essays and insightful commentary on Inupiat society; baptismal records have revealed that Stefansson had a son, Alex, with his informant and guide, Fanny Pannigabluk; and through Web searches and a private detective, Palsson found and conducted interviews with the descendents of both Cecil Smith and Alex Stefansson.
Travelling Passions sheds new light on Stefanssonís life and work, focussing on the tension between his private life and the theories that brought his name to the halls of fame. Palsson draws a clear, vivid, and in many ways unexpected picture of the mythical figure of Stefansson.

Í túninu heima
1.290 kr.„Oft er ég í draumi aftur staddur í þessu túni bernskunnar, Laxnestúninu, og er nú ekki lengur til,“ segir Halldór Laxness í þessari minningasögu. Reyndar hefst sagan á Laugaveginum, sem enn stendur í blóma. Þar fæddist höfundurinn og þaðan eru hans fyrstu minningar. En Laxnestúnið er ímynd liðins heims, sem að vísu sér hindrunarlaust gegnum aftur í fornöld, aftur fyrir tímann, en er þó fyrst og fremst hinn epíski, íslenzki sveitaheimur 19. aldar, sem ég fyrir mitt leyti þekki bjartastan úr bókum Páls Melsteðs, þó að þær eigi að heita þýðingar og gerast í útlöndum. Á mótum þessa heims og nútímans tekur frásögnin viðmiðanir sínar. Og vel á minnzt: það eru aðrar fráleitari leiðir til nokkurs skilnings á Halldóri yfirleitt en að líta á hann frá þessum vegamótum. Frásögninni lýkur, þegar „strákurinn í Laxnesi“ heldur á stað út í heim til Reykjavíkur að leggja stund á tónlist og myndlist. En áður en þessi umgjörð tíma og landafræði lokast, hefir Halldór farið með oss um allar jarðir í hugmyndaheimi sínum. Auk margra smágjörðra, ógleymanlegra mannlýsinga eru mér af einstökum atriðum hugstæðastar athugasemdir hans um höfunda og bókakost á þessum tíma. Sérstaklega langar mig að taka undir viðurkenningu hans á Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni og lofsyrðum um þýðingarnar gömlu í vestanblöðunum.
Ef til vill ætti heldur að tala um mismunandi fjarlægðir frá sjónarmiði höfundar en tímatal í sambandi við þessa bók. Á einum stað í bókinni drepur Halldór á það, að öllu máli skipti að vanda smáatriðin í list, hið stóra sjái um sig. Það á við hér. Ég ætla að leyfa mér að bæta því við til athugunar við lestur þessarar bókar, að „réttar“ fjarlægðir séu annað skilyrði vissrar frásagnarlistar og að bókin staðfesti það. En leikur að fjarlægðum er, eins og vér þekkjum, eitt áhrifamikið höfundareinkenni Halldórs Laxness.
K. K.

A Woman’s Battles and Transformations
3.690 kr.One day, Édouard Louis finds a photograph of his mother from twenty years ago: a happy young woman, full of hopes and dreams. But growing up, Édouard only knew his mother’s sadness – what happened in those years since the photo was taken? Then, at the age of forty-five, Édouard’s mother frees herself from this life of oppression, to start a new one in Paris.
A Woman’s Battles and Transformations reckons with the cruel systems that govern our lives – and with the possibility of escape. It is a tender portrait of a mother, and an honouring of her self-discovery as she chooses to live on her own terms.

The Other Girl
3.190 kr.One Sunday in Yvetot, August 1950. Annie is playing outside in the sun. Her mother steps out of the grocery to chat with a customer, a few metres from her. The two women’s conversation is perfectly audible; its scraps become etched forever in Annie’s memory. Before she was born, her parents had another daughter. She died at the age of six from diphtheria. Annie will never hear another word from her parents about this unknown sister, nor will she ask them a single question about her: their family unit has formed in the image of its vanished predecessor. In The Other Girl, brilliantly translated for the first time into English by Alison L. Strayer, Annie Ernaux explores the meaning of this family secret, and the insurmountable distance that separates the two sisters.

Kitchen Confidential: 25th Anniversary Edition
3.990 kr.After twenty-five years of sex, drugs, bad behaviour and haute cuisine, chef and novelist Anthony Bourdain decided to tell all – and he meant all.
From his first oyster in the Gironde as a child, to his lowly position as a dishwasher in a honky-tonk fish restaurant in Provincetown; from the kitchen of the Rainbow Room atop the Rockefeller Center to drug dealers in the East Village, from Tokyo to Paris and back to New York again, Bourdain’s tales of the kitchen are as passionate as they are unpredictable, as shocking as they are funny.
Kitchen Confidential will make your mouth water and your belly ache with laughter and leave you wanting more.

Greyhound
4.390 kr.In 2006, in the wake of several miscarriages, Joanna Pocock travelled by Greyhound bus across the US from Detroit to Los Angeles. Seventeen years later, now in her 50s, she undertakes the same journey, revisiting the same cities, edgelands, highways and motels in the footsteps of the few women writers – Simone de Beauvoir, Ethel Mannin and Irma Kurtz – who chronicled their own road trips across the US. In Greyhound, Pocock explores the overlap of place and memory, the individual with the communal, and the privatization of public space as she navigates two very different landscapes – an earlier, less atomized America, and a current one mired in inequality, as it teeters on the brink of environmental catastrophe. Her focus is on the built-upon environment: the rivers of tarmac, the illuminated gas stations, the sprawling suburbs and the sites of extraction created specifically to fuel contemporary life. Combining memoir, reportage, environmental writing and literary criticism, Greyhound is a moving and immersive book that captures an America in the throes of late capitalism with all its beauty, horror and complexity.

Þegar mamma mín dó
6.990 kr.Þegar mamma mín dó er einlæg lýsing höfundar á þeirri sáru reynslu að fylgja dauðvona móður sinni gegnum veikindi og sitja við hlið hennar við andlátið. Áhrifarík frásögnin er í senn persónuleg og opinská um þær sterku tilfinningar sem togast á þegar dauðinn knýr dyra; ást og umhyggju, samviskubit og vanmátt. Um leið er fjallað um það kerfi sem við höfum búið fólki sem á skammt eftir ólifað og álagið og ábyrgðina sem hvílir á aðstandendum við þær aðstæður.
Sigrún Alba Sigurðardóttir hefur starfað við háskólakennslu og sýningarstjórn um árabil. Hún hefur áður sent frá sér fjölda bóka um listir, menningu og söguleg efni, seinast Snjóflygsur á næturhimni sem kom út árið 2022, en nýjasta bók hennar er skáldsagan Sumarblóm og heimsins grjót frá 2023.

Vertu úlfur
990 kr.„Ég var hamrammur, maður í úlfsham, vargur, útlagi. Kraftar mínir voru kraftar úlfsins… Orðið vargur hefur enda tvöfalda merkingu: Úlfur og guðlaus maður. Eða einfaldlega útlagi. Wargus esto.“
Þessi bók geymir magnaða frásögn af ferðalagi manns inn í heim stjórnleysis, heim sem sumir þekkja, margir óttast en allir ættu að leitast við að skilja betur. Saga Héðins Unnsteinssonar er öðrum þræði sigursaga en líka saga um baráttu við fordóma, kerfið og jafnvel tungumálið sjálft. Hvað er annars að vera heilbrigður? Hvernig losnar maður við „sjúk-dóm”?
Vertu úlfur er einlæg, gagnrýnin og hispurslaus frásögn af falli og upprisu manns sem eitt sinn var greindur með geðhvörf.
Héðinn hefur starfað á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, auk þess sem hann hefur kennt, haldið fyrirlestra og skrifað fjölda greina um þessi mál.


Sjö manngerðir sem finna má í bókabúðum
4.390 kr.Bækur Shauns Bythell um lífið í fornbókabúðinni hans í Wigton á Skotlandi hafa slegið í gegn víða um heim. Þar er brugðið upp lifandi myndum af daglegum gestum í bókabúðinni, skrýtna fólkinu sem vinnur þar, kettinum Kafteini og öllu amstrinu sem fylgir lífi fornbókasalans.
Í þessari bók reynir Shaun að átta sig á fólkinu sem ratað hefur í búðina hans á langri bóksalaævi. Heilt yfir finnst honum að viðskiptavinina megi flokka í sjö ólíkar manngerðir. Hnyttnar og snjallar mannlýsingar fornbókasalans gera þessa litlu bók að einstökum skemmtilestri.
Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.
„Grátbroslegar lýsingar … engum er hlíft.“ – Washington Post
„Fornbókasalinn lætur allt flakka með snilldarlegum hætti … mannfyrlitning í bland við elskulegheit.“ – Guardian“


Life on Air
990 kr.Sir David Attenborough is Britain’s best-known natural history film-maker. His career as a naturalist and broadcaster has spanned nearly five decades and there are very few places on the globe that he has not visited. In this volume of memoirs David tells stories of the people and animals he has met and the places that he has visited. Sir David’s first job – after Cambridge University and two years in the Royal Navy was at the London publishing house Hodder & Stoughton. Then in 1952 he joined the BBC as a trainee producer and it was while working on the Zoo Quest series (1954-64) that he had his first opportunity to undertake expeditions to remote parts of the globe to capture intimate footage of rare wildlife in its natural habitat. He was Controller of BBC2 (1965-68), during which time he introduced colour television to Britain, then Director of Programmes for the BBC (1969-1972). However in 1973 he abandoned administration altogether to return to documentary-making and writing. Over the last 25 years he has established himself as the World’s leading Natural History programme maker with several landmark BBC series, including Life on Earth (1979), The Living Planet (1984), The Trials of Life (1990), The Private Life of Plants (1995) and Life of Birds (1998). Sir David is a Trustee of the British Museum and the Royal Botanic Gardens, Kew; an Honorary Fellow of Clare College, Cambridge; a Fellow of the Royal Society and was knighted in 1985.

Who Will Tell My Story?: A Gaza Diary
3.990 kr.It was a sleepless night full of tears and fear . . .
I am not sure – if I make it out alive – if I will still possess what makes me, me. And I wonder: will I be there in the future, or will I be someone to be remembered in a diary or over a cup of tea by a friend after I am gone?
Who Will Tell My Story? presents an ordinary existence interrupted by unfathomably seismic and unjust events.
On the ground during the first months of the assault on Gaza following the events of 7 October, the author of this diary – first published in The Guardian – maps out the physical and psychological terrain of a life under siege. Traversing the bombed ruins of his country, we see him as he searches for foodstuffs and power to charge devices, maintaining contact with the outside world, checking in with his friends and family along the way; we see his heart swing between despair and faith, fear and optimism, his mind imagining different futures and confronting the brutal truth of his present. Shining a light on the fate of all those living through war and occupation, Who Will Tell My Story? conveys with astonishing clarity how seeds of hope might linger amid the most trying of times.

Memories of the Future
3.490 kr.Fresh from Minnesota and hungry for all New York has to offer, twenty-three-year-old S.H. embarks on a year that proves both exhilarating and frightening – from bruising encounters with men to the increasingly ominous monologues of the woman next door.
Forty years on, those pivotal months come back to vibrant life when S.H. discovers the notebook in which she recorded her adventures alongside drafts of a novel. Measuring what she remembers against what she wrote, she regards her younger self with curiosity and often amusement.
Anger too, for how much has really changed in a world where the female presidential candidate is called an abomination?

What I Ate in One Year
3.690 kr.Food has always been an integral part of Stanley Tucci’s life: from stracciatella soup served in the shadow of the Pantheon, to marinara sauce cooked between rehearsals and costume fittings, to home-made pizza eaten with his children before bedtime. In What I Ate in One Year, Tucci records twelve months of eating, in restaurants, kitchens, film sets, press junkets, at home and abroad, with friends, with family, with strangers, and occasionally just by himself.

