


Spilastokkur – Íslenskar kynjaskepnur
2.590 kr.Ískyggileg handspil með einstæðum vatnslitamyndum Jóns Baldurs Hlíðberg af ýmsum kynjaskepnum úr íslenskri þjóðtrú. Frábært gjöf til vina hér heima og erlendis.


Morðin á heimavistinni
5.490 kr.Sjálfstæð skáldsaga eftir höfund metsölubókanna um systurnar sjö. Nemi í fínum heimavistarskóla deyr skyndilega. Skólayfirvöld afgreiða andlátið sem slys en Jazmine „Jazz“ Hunter er send til að rannsaka málið. Á sama tíma reynir hún að standast persónutöfra fyrrverandi eiginmanns síns sem vill að þau taki saman á ný. En þá fer morðunum að fjölga.
Charlie Cavendish, nemi í fínum litlum heimavistarskóla í Norfolk, deyr skyndilega. Skólayfirvöld eru fljót að afgreiða andlát hans sem slys en þrýstingur föður hans verður til þess að Jazmine „Jazz“ Hunter rannsóknarfulltrúi er send ásamt aðstoðarmanni sínum til að rannsaka málið. Brátt kemur í ljós að Charlie var myrtur og að hann lagði samnemendur sína í einelti. Var um hefnd að ræða? Jazz verður að svara þeirri spurningu og komast að því hvort sjálfsmorð prófessors við skólann tengist morðinu. Á sama tíma reynir hún að standast persónutöfra fyrrverandi eiginmanns síns sem vill að þau taki saman á ný. En þá fer morðunum að fjölga …
Lucinda Riley er höfundur bókaflokksins um systurnar sjö sem notið hefur gífurlegra vinsælda undanfarin ár. Morðin á heimavistinni er sjálfstæð skáldsaga.

Flögð og fögur skinn
2.990 kr.Orðatiltækið hefur margar skemmtilegar vísanir í líkamstungumál gróteskunnar og hrollvekjunnar. „Fagurt skinn“ vísar beinlínis í form líkamans sem er afmarkað og rammað inn af húðinni og þannig opinberast um leið formleiki formsins; það er dregið fram og undirstrikað að hið fagra form er ekkert annað en form, rammi eða afmörkun sem hylur og felur gróteskuna undir niðri. Þannig er ljóst að hið fagra skinn er ekkert annað en yfirskin(n), og að öll erum við flögð undir fögrum skinnum.
Ritstjóri:
Jón Proppé
Í ritstjórn sátu:
Úlfhildur Dagsdóttir, Hannes Sigurðsson, Guðni Elísson, Dagný Kristjánsdóttir, Geir Svansson og Eiríkur Guðmundsson.

Safnasafnið – Kiko Kiorrio – Sýnisbók safneignar IV
5.490 kr.Í bókinni er sagt frá alþýðulistamanninum Þórði Valdimarssyni (1922- 2002) sem ávallt kallaði sig Kiko Korriro. Bókin er prýdd myndum af verkum listamannsins sem var afar afkastamikill. Lífshlaup og listsköpun Kiko er rakin í greinandi textum eftir Níels Hafstein, Aðalstein Ingólfsson og Þórð Sverrisson.

Safnasafnið – Svava Skúladóttir – Sýnisbók safneignar VIII
5.490 kr.Svava Skúladóttir (1909-2005) byrjaði að skapa þegar hún var komin á efri ár og hóf að nýta sér verkstæði fyrir félagsstarf eldri borgara. Í bókinni er teikningar, málverk og skúlptúrar Svövu til umfjöllunar en þau bera þess merki að vera sköpuð hratt og af einurð, óttaleysi og lífsorku.
Bókin geymir æviágrip listakonunnar, greiningu verka hennar eftir Níels Hafstein sem og texta eftir Sigríði Ágústdóttur.

Safnasafnið – Ragnar Hermannsson – Sýnisbók safneignar VII
5.490 kr.Í bókinni eru kynnt verk eftir alþýðulistamanninn Ragnar Hermannsson (1992-2009) sem var frá Flatey á Skjálfanda. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda ef verkum Ragnars ásamt greinandi úttekt á verkum hans og starfsaðferðum eftir Níels Hafstein.

Safnasafnið – Mannsmynd – Sýnisbók safneignar IX
5.490 kr.Bókin sýnir valin listaverk úr safneign Safnasafnsins sem eiga það sameiginlegt að spegla og formgera hugmyndir fólks af mannslíkamanum og mannsmyndinni í ýmsum miðlum. Níels Hafstein ritaði ítarlega greiningu á viðfangsefninu.

Safnasafnið – Ingvar Ellert – Sýnisbók safneignar X
5.490 kr.Í bókinni eru kynnt verk eftir Ingvar Ellert Óskarsson (1944-1992). Þó myndheimur Ingvars væri flókinn dró hann ýmsar persónur og fyrirbæri fram í dagsljósið, oft með einföldum hætti en líka í flúri og útúrdúrum.
Bókin er prýdd fjölda ljósmynda af verkum hans ásamt úttekt á lífshlaupi hans og viðkynnum af geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Níels Hafstein ritar greiningu um listamanninn og Guðmundur Vignir Óskarsson um lífshlaup hans.


Ástarmeistarinn
1.290 kr.Anna og Fjölnir hafa bæði beðið skipbrot í ástinni.
Þau leggja allt í sölurnar í leit að meistara sem getur kennt þeim að elska á nýjan leik.
Þau tefla blindskák við ástina í þeirri von að máta sjálf sig og leikurinn litast af skömm, sælu, goðsögum, kynlífi og þrám.






Kysstu kysstu steininn
1.490 kr.Kysstu kysstu steininn – Küsse küss den Stein.
Texti eftir – Text von: Egill Ólafsson.
Þýðing – Übersetzung: Claudia J Koestler.
Yfirlestur á þýskum texta – Lektorat des deutschen: Textes Jórunn Sigurðardóttir.
Kysstu steininn er fyrsta ljóðabók Egils Ólafssonar, söngvara, leikara og Stuðmanns.


All About Love
3.990 kr.“The word ‘love’ is most often defined as a noun, yet…we would all love better if we used it as a verb,” writes bell hooks as she comes out fighting and on fire in All About Love. Here, at her most provocative and intensely personal, the renowned scholar, cultural critic, and feminist skewers our view of love as romance. In its place she offers a proactive new ethic for a people and a society bereft with lovelessness.
As bell hooks uses her incisive mind and razor-sharp pen to explore the question “What is love?” her answers strike at both the mind and heart. In thirteen concise chapters, hooks examines her own search for emotional connection and society’s failure to provide a model for learning to love. Razing the cultural paradigm that the ideal love is infused with sex and desire, she provides a new path to love that is sacred, redemptive, and healing for the individuals and for a nation. The Utne Reader declared bell hooks one of the “100 Visionaries Who Can Change Your Life.” All About Love is a powerful affirmation of just how profoundly she can.

Læknirinn Í englaverksmiðjunni
1.290 kr.Þegar Ásdís Halla Bragadóttir fór að forvitnast um fjölskyldu blóðföður síns sem hún kynntist á fullorðinsárum var fátt um svör þegar hún spurðist fyrir um einn mann: Dr. Moritz Halldórsson. Af hverju stafaði þessi þögn um íslenskan lækni sem starfaði í Kaupmannahöfn og Vesturheimi? Forvitni hennar var vakin.
Eftir heimildaleit í fjórum löndum tókst Ásdísi Höllu að svipta hulunni af ævintýralegu lífshlaupi manns sem átti sér stóra drauma og fjölskylduleyndarmálum sem aldrei áttu að verða afhjúpuð. Inn í söguna fléttast mestu fjöldamorð í sögu Danmerkur, sjálfstæðisbarátta Íslendinga, Vesturferðir, helstu ráðamenn þjóðarinnar – og Kristján níundi Danakonungur.
Hér segir Ásdís Halla Bragadóttir loksins magnaða og áhrifamikla sögu dr. Moritz Halldórssonar læknis. Hún hefur áður skrifað ævisögurnar Tvísaga og Hornauga sem báðar urðu metsölubækur og hlutu einróma lof.


