
Rithöfundaspilastokkur
2.990 kr.Add a touch of class to your poker table with some of the most exciting literary figures of the 20th and 21st centuries.
Fifty-four writers have been chosen from the following categories: Modern, Mid-Century, Postmodern, Contemporary. Marcel George’s stunning watercolour portraits of writers of fiction – including Samuel Beckett, Doris Lessing, Roberto Bolano and Zadie Smith – ensure that even if you don’t win you’re in good company.




Harm
3.490 kr.When wealthy doctor Ríkarður Magnússon goes to sleep in his luxurious caravan and doesn’t wake up, detectives Guðgeir Fransson and Elsa Guðrún are called to the Westman Islands to investigate what looks like murder.
Suspicion immediately falls on Ríkharður’s young, beautiful and deeply troubled girlfriend – but there are no easy answers in this case as they are drawn into family feuds, disgruntled friends and colleagues, and the presence of a group of fitness-obsessed over-achievers with secrets of their own.
As their investigation makes progress, Guðgeir and Elsa Guðrún are forced to confront their own preconceptions and prejudices as they uncover the sinister side of Ríkharður’s past.
Harm is the third novel featuring the soft-spoken Reykjavík detective Guðgeir Fransson to appear in English. Sólveig Pálsdóttir again weaves a complex web of intrigue that plays out in the Westman Islands, remote southern Iceland and Reykjavík while asking some searching questions about things society accepts at face value – and others it is not prepared to tolerate.

Vorhænan og aðrar sögur
1.290 kr.Með þessu smásagnasafni kemur Guðbergur Bergsson lesendum enn einu sinni í opna skjöldu með hugmyndaflugi og efnistökum.
Hér má lesa um ævintýralegan fund persónu við sitt innra líf, uppákomu sem Guðbergur hefur löngum gert óviðjafnanleg skil. Og um vorhænu sem ferðast í lest frá Portúgal til Spánar.
Guðbergur hefur sett mark sitt á íslenskar bókmenntir í fjóra áratugi og rutt nýjar brautir í íslenskri skáldsagnaritun. Bækur hans hafa komið út víða um heim og hlotið afburða viðtökur. Skáldsagan Svanurinn hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1991 og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1993.






Hnattflug
1.490 kr.Systir mín átti upplýstan brott rafmagnaðangrip og það er trúlega
honum að kenna að ég hugsa mér stundum fimmþúsund vatta
peru inni í jarðkúlunni þá verður hafið gegnsætt fjallgarðar
logandi og örnefni vandlega letruð í litaðan svörðinn.Sá sem opnar þessa bók piggur boð um heimsreisu. Hvert ljóð er áfangastaður á ferð sem hefst á Íslandi en heldur áfram í austur allan hringinn. Stiklað er á lengdarbaugum frá einu kennileiti til annars og úrinu flýtt eftir atvikum.
Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd árið 1973 á Akranesi. Hún hefur vakið athygli fyrir frumlega texta, bæði skáldskap og pistla, en hún starfar sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Ljóðabókin Blálogaland kom út árið 1999. Sigurbjörg hefur hlotið ýmiss konar viðurkenningar fyrir ljóð sín og sögur. Hnattflug hlaut viðurkenningu dómnefndar í samkeppni um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2000.

Vertu úlfur
1.290 kr.„Ég var hamrammur, maður í úlfsham, vargur, útlagi. Kraftar mínir voru kraftar úlfsins… Orðið vargur hefur enda tvöfalda merkingu: Úlfur og guðlaus maður. Eða einfaldlega útlagi. Wargus esto.“
Þessi bók geymir magnaða frásögn af ferðalagi manns inn í heim stjórnleysis, heim sem sumir þekkja, margir óttast en allir ættu að leitast við að skilja betur. Saga Héðins Unnsteinssonar er öðrum þræði sigursaga en líka saga um baráttu við fordóma, kerfið og jafnvel tungumálið sjálft. Hvað er annars að vera heilbrigður? Hvernig losnar maður við „sjúk-dóm”?
Vertu úlfur er einlæg, gagnrýnin og hispurslaus frásögn af falli og upprisu manns sem eitt sinn var greindur með geðhvörf.
Héðinn hefur starfað á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, auk þess sem hann hefur kennt, haldið fyrirlestra og skrifað fjölda greina um þessi mál.








Dvergliljur
14.990 kr.Dvergliljur er önnur ljóðabók Vilborgar.
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR yrkir af skáldlegum einfaldleik um hið eilífa í hversdagsleikanum, ástir manns og konu, veröld barnsins, sálarlíf mannsins í myndbreytingum ástríða og dægra. Málfar ljóða hennar er tært, form þeirra óþvingað, en hrynjandi þeirra og hugblær sver sig stundum í ætt við þjóðkvæði í fullu samræmi við yrkisefnin. En sú óbrenglaða tilfinning fyrir fegurð upprunalegs lífs, sem hún túlkar svo oft með sýn barnsins, á sér aðra hlið, því að hún skynjar líka varnarleysi þess. Og þess vegna yrkir hún stundum um pólitískan veruleika samtímans.
Ljóð hennar vekja sérstakt trúnaðartraust. Kannske er það fyrst og fremst af því, að lesandinn finnur að skáldkonan er ekki að túlka einangraða skáldlega reynslu, heldur að opna hug sinn allan. Hann trúir því ósjálfrátt, að hún skynji veruleikann alltaf eins og kvæðin lýsa honum.



