





Þögn – á öld hávaðans
1.290 kr.Geti ég ekki gengið, klifrað eða siglt frá heiminum hef ég kennt mér að loka hann úti.
Það tók tíma að læra þetta. Það var ekki fyrr en mér varð ljóst að ég hafði grundvallarþörf fyrir þögn, að ég gat byrjað að leita hennar – og þarna, djúpt undir glym umferðar og hugsana, tónlistar og vélarhljóða, snjallsíma og snjóblásara var hún og beið mín. Þögnin.
Í þessari einstöku bók spyr norski ævintýramaðurinn Erling Kagge þriggja spurninga: Hvað er þögn? Hvar er hún? Af hverju er þögnin núna mikilvægari en nokkru sinni í sögu mannkyns? Í kjölfarið gerir hann 33 tilraunir til að svara þessum spurningum.
Erling Kagge nýtir einstæða lífsreynslu sína á mörgum sviðum til að nálgast viðfangsefni sitt – mátt þagnarinnar.
Magnús Þór Hafsteinsson íslenskaði.
Norðmaðurinn Erling Kagge (1963) er lögfræðingur að mennt auk þess sem hann las heimspeki við Cambridge-háskóla. Hann er víðfrægur pólfari, fjalla- og siglingagarpur, stórvirkur bókaútgefandi (Kagge forlag), rithöfundur og listaverkasafnari. Hann gekk fyrstur manna á skíðum bæði á norðurpólinn og suðurpólinn án utanaðkomandi aðstoðar. Í kjölfarið kleif hann hæsta tind heims, Everest-fjall. Þar með varð hann fyrstur í heiminum til að ljúka hinni svokölluðu „þriggja póla þolraun“ sem felst í því að komast á tveimur jafnfljótum á báða póla og upp á hæsta tind jarðar. Kagge er höfundur margra bóka sem hlotið hafa afbragðs viðtökur og verið þýddar á um 40 tungumál. Þögn á öld hávaðans er fyrsta bók hans sem kemur út á íslensku.þagnarinnar.






Hús dags, hús nætur
4.590 kr.Nowa Ruda er lítið þorp í Slesíu, landsvæði í Mið-Evrópu sem hefur verið hluti af Póllandi, Þýskalandi og fyrrum Tékkóslóvakíu í gegnum tíðina. Þegar sögumaður flytur til þessa þorps uppgötvar hún að allt þarna á sér sögu, og með aðstoð Mörtu, hins dularfulla nágranna síns, streyma sögurnar fram – til dæmis af lífi dýrlingsins sem bærinn dýrkar, af manninum sem vinnur allar spurningakeppnir í útvarpinu á hverjum degi og af þeim sem olli alþjóðlegri spennu með því að deyja á landamærunum, með annan fótinn á pólskri grund en hinn á tékkneskri. Sérhver saga er eins og múrsteinn í sögu bæjarins sem smám saman hlaðast upp og spegla enn stærri mynd.
Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Olgu Tokarczuk sló eftirminnilega í gegn hér á landi árið 2022. Olga fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2018.
Árni Óskarsson þýddi.





Það er alltaf eitthvað
1.290 kr.Tólf höfundar tylla sér á skáldabekk með fjölbreyttu safni smásagna þar sem andi Rimbauds og Guðrúnar frá Lundi svífur yfir vötnum innan um gargandi máva, konuna sem átti fjörutíu og sjö systkini, sendiherrafrúna, pervertinn í lestinni og þokkadísina Nansí. Auk þess koma við sögu ungbörn, aldraðir, ástfangnir, andlitslausir, sorgmæddir og sviknir. Það er alltaf eitthvað.
Höfundar: Anna Björg Siggeirsdóttir, Einar Kári Jóhannsson, Freyja Auðunsdóttir, Gunnhildur Jónatansdóttir, Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir, Katrín Vinther, Kristófer Páll Viðarsson, Rut Guðnadóttir, Sólveig Johnsen, Sólveig Eir Stewart og Stefanía dóttir Páls.

Hrakfallabálkur
1.290 kr.Þessi bók hefur að geyma frásagnir af slysförum, harðindum og öðrum ótíðindum, sem gengu yfir Húnavatnsþing og Húnvetninga á árabilinu 1600 til 1850, eða í tvær og hálfa öld.






