

Ótrúlega skynugar skepnur
4.690 kr.Tova Sullivan er nýorðin ekkja og farin að vinna við ræstingar í Sædýrasafni Sowell Bay. Það hefur alltaf átt vel við hana að hafa nóg fyrir stafni, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að. Eins og þegar Eric, átján ára gamall sonur hennar, hvarf á dularfullan hátt þrjátíu árum fyrr.
Sædýrasafnið er fullt af furðuskepnum en sú sem vekur mesta athygli Tovu er geðstirður kyrrahafskolkrabbi að nafni Marcellus. Smám saman myndast sérstæð vinátta með ræstingakonunni og kolkrabbanum, sem reynist luma á dýrmætum upplýsingum um hvarf Erics. En tíminn til að miðla þeim er að renna út.
Ótrúlega skynugar skepnur er hnyttin og heillandi saga um uppgjör við fortíðina sem farið hefur sigurför um heiminn; hún hefur verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál og selst í meira en tveimur milljónum eintaka.
Nanna Brynhildur Þórsdóttir þýddi.

Fangar Breta
2.990 kr.Herstöðvamálið var stærsta pólitíska deilumálið á seinni helmingi 20. aldar. Baráttan gegn her í landi og veru Íslands í hernaðarbandalagi gat af sér öflugar fjöldahreyfingar. Gengið til friðar er saga þessara átaka allt frá undirritun Keflavíkursamningsins árið 1946 og til ársins 2006. Herstöðvamálið var stærsta pólitíska deilumálið á seinni helmingi 20. aldar. Baráttan gegn her í landi og veru Íslands í hernaðarbandalagi gat af sér öflugar fjöldahreyfingar og kröftuga mótmælamenningu. Gengið til friðar er saga þessara átaka allt frá undirritun Keflavíkursamningsins árið 1946 og til ársins 2006 þegar herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Barátta íslenskra friðarsinna var í senn þjóðernisleg og undir sterkum alþjóðlegum áhrifum. Þetta er saga grasrótarhreyfinga og friðarbaráttu sem hefur tekið á sig fjölbreytilegar myndir og litrík form og mótað þjóðfélagsumræðuna í áratugi. Í bókinni er sagan sögð út frá fjölda sjónarhorna, svo sem á sviði bókmennta, leiklistar, myndlistar, dægurmenningar, tónlistar og kvikmynda. 







Boulder
3.690 kr.Working as a cook on a merchant ship, a woman comes to know and love Samsa, a woman who gives her the nickname ‘Boulder’. When Samsa gets a job in Reykjavik and the couple decides to move there together, Samsa decides that she wants to have a child. She is already forty and can’t bear to let the opportunity pass her by. Boulder is less enthused, but doesn’t know how to say no – and so finds herself dragged along on a journey that feels as thankless as it is alien.
With motherhood changing Samsa into a stranger, Boulder must decide where her priorities lie, and whether her yearning for freedom can truly trump her yearning for love. Once again, Eva Baltasar demonstrates her pre-eminence as a chronicler of queer voices navigating a hostile world – and in prose as brittle and beautiful as an ancient saga.

- -30%



Sagan af Sigur Rós
5.990 kr.Hljómsveitin Sigur Rós sló í gegn á Íslandi er platan Ágætis byrjun kom út í júní árið 1999. Ekki löngu síðar var Sigur Rós orðin heimsfræg hljómsveit og er það enn.
Saga Sigur Rósar hófst hins vegar fimm árum áður en Ágætis byrjun leit dagsins ljós og lengi vel benti fátt til þess að hljómsveitin myndi ná nokkru flugi. Í þessari bók er fjallað um sögu Sigur Rósar frá upphafi og fram til þess tíma er Ágætis byrjun slær rækilega í gegn út um allan heim.

The Story of Sigur Rós
5.990 kr.The band Sigur Rós had a breakthrough in Iceland when the band’s second album, Ágætis byrjun, was released in June 1999. The album was highly praised and sales exceeded all expectations. The reputation of Ágætis byrjun spread quickly, and foreign journalists and music fans around the world paid a lot of attention to Sigur Rós following the release, as the album ended up being a global hit. Here, the history of the band Sigur Rós will be told from its founding in 1994 until the time that Ágætis byrjun becomes a hit in Iceland and, not long thereafter, around the whole world.






Snyrtistofan
3.490 kr.Þegar faraldur herjar á borgina neyðist sögumaður til þess að breyta snyrtistofunni sinni í Biðstofu dauðans. Hann reynir að sinna sjúklingunum ásamt skrautfiskum stofunnar en allt virðist umbreytingum háð og snýst upp í andhverfu sína.
Mario Bellatin er talinn einn áhugaverðasti samtímahöfundur Rómönsku Ameríku
- -30%


