

Vöggudýrabær
1.490 kr.Vöggudýrabær er skáldleg umfjöllun um þær konur sem nauðbeygðar sendu afkvæmi sín á vöggustofur og þau börn sem voru vistuð þar framan af barnæskunni.
Kristján Hrafn Guðmundsson yrkir hér af skáldlegu innsæi, húmor og þekkingu um hlutskipti móður sinnar og ömmu og bregður um leið birtu á þjóðfélag þessara tíma og tíðaranda.
Heilræði lásasmiðsins
1.290 kr.„Ég svaf hjá í Central Park.“
Þannig byrjar Elísabet Jökulsdóttir frásögnina af sambandi sínu við Algea, mann sem hún kynntist á ferðalagi í New York. Þetta er saga tveggja ólíkra einstaklinga sem mætast um stund, reyna að búa saman á Íslandi en hljóta svo að skilja. Hann er bandarískur, hún íslensk; hann er hattagerðarmaður og trommuleikari, hún er skáld; hann er stórborgarbúi, hún er náttúrubarn; hann er svartur og hún hvít.
Þau eru falleg saman en það er snúið að vera manneskja. Bæði eiga erfitt með að skilja á milli ímyndunar og veruleika. Og ástin opnar líka ýmis herbergi sálarlífsins sem hafa verið lokuð lengi…
HEILRÆÐI LÁSASMIÐSINS er einstök bók, skrifuð af einlægni og stílsnilld, brennandi löngun til að segja sögu – og ást.

Eilífðarvetur
5.690 kr.Siðmenningin leið undir lok. Aldir hafa liðið. Á einangraðri eyju sem eitt sinn hét Ísland ríkir viðvarandi vetur, mannskæðir frostbyljir bresta daglega á og enginn kemst burt. Fortíðin hefur fallið í gleymsku og frumstæð ættbálkasamfélög draga fram lífið við nær ómögulegar aðstæður.
Sagnaþulirnir Tara og Breki sjá vonarglætu þegar þau hitta fyrir Maríu, fullstarfandi vélkonu sem grafist hafði undir rústum í fyrndinni en er nú fangi þeirra sem fundu hana. Botnlaus þekking hennar gæti komið lífsbaráttu fólks yfir á réttan kjöl og jafnvel leitt til þess að leið fyndist yfir hafísinn. Í skjóli nætur bjarga sagnaþulirnir vélkonunni en í kjölfarið hefst flótti yfir vetrarríki þar sem aðeins eitt lögmál virðist gilda; að komast af, sama hvað það kostar.
„Eitt helsta fantasíuskáld Íslendinga.“ ‒ bokmenntaborgin.is
Emil Hjörvar er verðlaunahöfundur. Eftir hann liggja verk á borð við Víghóla, Dauðaleit, Hælið og Sögu eftirlifenda.

Stórkostlegt líf herra Rósar
1.290 kr.Stórkostlegt líf herra Roósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki
Herra Rós talar eingöngu við sjálfan sig og þá oftast um stjórnmál. Stundum er hann sammála, stundum ekki. Haraldur Sigfússon á sér þann draum að búa í piparkökuhúsi og á fimmtugsafmæli sínu tilkynnir hann að það sé loksins komið að því. Jón Jónsson er venjulegasti maður landsins samkvæmt meðaltali og Gunnar er til í tveimur eintökum. Einhvers staðar, efst á hárri byggingu, stendur ónefndur maður á brún og horfir niður. Hann ætlar sér að stökkva en það eru ákveðnir hlutir sem verða að gerast áður. Svo er það stelpan sem vinnur í kirkjugarðinum; hún hreinlega lifir fyrir miðvikudaga. Á miðvikudögum er nefnilega kveikt á líkbrennsluofnunum og allur kirkjugarðurinn angar af vöfflum.
Hér má einnig finna sögur af svaðilförum flatbökusendils, minnisleysi, mannáti, óhappdrætti, skuggaskorti og manninum sem býr til vísbendingar fyrir Jóladagatal Sjónvarpsins.
Ævar Þór Benediktsson er 25 ára nýútskrifaður leikari. Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögurúle af ótrga venjulegu fólki er fyrsta bók hans.

Grasið syngur
1.990 kr.Grasið syngur er saga Mary, hvítrar konu í Rhódesíu, sem kveður tilbreytingarlaust líf í borginni og hafnar í gæfusnauðu hjónabandi með bónda nokkrum. Hún hefur andúð á lífinu í sveitinni og lítur niður á þá innfæddu. Af ofstækisfullri hörku snýst hún gegn svörtum þjóni sínum sem hún bæði laðast að og fyrirlítur, uns valdið snýst að lokum í höndum hennar.
Grasið syngur, fyrsta skáldsaga Doris Lessing, skapaði höfundi sínum skjóta frægð og hefur farið sigurför um allan heim. Grasið syngur vitnar um djúpan mannskilning og tilfinningahita þessa mikla rithöfundar. Doris Lessing lýsir sambandi hvítra og svartra af hreinskilni og vægðarleysi en einstæðri réttlætiskennd.

Meistari Jim
1.990 kr.Hann var kallaður Tuan Jim, Meistari Jim, en þá nafnbót fékk hann ekki fyrr en hann var sestur að á afskekktri eyju í Austur-Indíum. Þar var hann dáður sem friðflytjandi og réttlátur stjórnandi hinna innfæddu, en saga hans fólst ekki í þessum afrekum: hún bjó í mistökum hans, í því að hafa brugðist á hættustund. Eins og þúsundir annarra ungra manna í Evrópu hafði Jim orðið sjómaður í kaupskipaflota nýlenduveldanna, knúinn áfram af hugsýn um mikil ævintýri og stórkostlegar hetjudáðir, en þegar á hólminn kom brást hann og upp frá því var ævi hans einn samfelldur flótti undan lydduorðinu sem af honum fór.
Joseph Conrad (1857-1924) hét upphaflega Jozef Teodor Konrad Korzeniowski, sonur pólskra landeigenda sem rússnesk yfirvöld sendu í útlegð til afskekkts bæjar þar sem foreldrar hans létust meðan hann var barn að aldri. Sautján ára fór hann á sjóinn og í nærri tvo áratugi sigldi hann um öll heimsins höf. Hann varð breskur ríkisborgari og hóf að skrifa sögur á ensku sem flestar byggjast á reynslu hans af sjómennsku og nýlenduásælni Evrópumanna, sögur sem einkennast af orðkynngi og frumlegri sögutækni.
Atli Magnússon þýddi.

Utz
1.290 kr.Kaspar Utz á óviðjafnanlegt safn af Meissenpostulíni, matarílát og skrautmuni, sem honum hefur tekist að varðveita á tímum margvíslegra ógna. Hann er aðalsmaður af gamla skólanum, sem býr með postulínssafni sínu og þjónustustúlku í tveggja herbergja íbúð sinni í Prag. Sögumaður kemur á fund hans og verður margs vísari um merkileg örlög á umbrotatímum.
Bruce Chatwin lýsir hér sálarlífi ástríðusafnarans og afdrifum gamals og sérkennilegs menningararfs í stalínisma eftirstríðsáranna. Þar spinnist inn sögur um evrópskan aðal, um gyðinga og skriffinna kommúnismans. Chatwin er næmur höfundur, og hann hefur óvenjulega og auðuga kímnigáfu.
Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon þýddu.

Heimur feigrar stéttar
1.290 kr.Sögusviðið er Suður-Afríka í ólgu sjötta og sjöunda áratugarins. Söguna segir Liz Van Den Sandt, hvít millistéttarkona. Fyrrum eiginmaður hennar, vanmáttugur og ráðvilltur uppreisnarmaður, hefur fyrirfarið sér. Liz verður hugsað til lífs þeirra saman og baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni.
Hvernig er að vera hvít kona í Suður-Afríku á umbrotatímum sem ekki sér fyrir endann á? Er nóg að vilja vel? Er hægt að leiða kúgunina hjá sér? Verður sá sem tekur afstöðu einnig að hafa kjark til að gera eitthvað í málunum?
Þessi bók kemur við kvikuna í hinu margklofna þjóðfélagi Suður-Afríku frá sjónarmiði þess hluta hvíta forréttindahópsins sem finnur að samviskan er svört.
Ólöf Eldjárn þýddi.

Marta, Marta
4.390 kr.Titill þessarar áhrifamiklu skáldsögu vísar til Biblíupersónunnar Mörtu í Nýja testamentinu. Henni var ráðlagt að sneiða hjá óþarfa átökum og beina sjónum að hinu jákvæða og góða í lífinu. En Marta í skáldsögunni spyr hvar hið jákvæða og góða leynist í heimi þröngsýni og óréttlætis?
Árið 1993 dvaldi Marta á samyrkjubúi (kibbuts) í Jórdandalnum. Hún gerði sér far um að reyna að skilja eðli þeirrar pólitísku og trúarlegu átaka og spennu sem er allt um lykjandi á þeim slóðum. Þrjátíu árum síðar kemur ísrölsk vinkona hennar í heimsókn til Færeyja. Landið helga er þá enn opnara sár en nokkru sinni fyrr. Hvers vegna er ekki hægt að horfast í augu við veruleikann? spyr Marta.
Hjálmar Waag Árnason íslenskaði.
Færeyski rithöfundurinn Marjun Syderbø Kjelnæs (f. 1974) hefur lokið meistaraprófi í færeyskum bókmenntum og tungu, auk þess að vera hjúkrunarfræðingur. Hún hefur skrifað smásögur og skáldsögur, leikrit, ljóð og söngtexta.

Barnæska
4.390 kr.Jona býr með foreldrum sínum í Amsterdam þegar Þjóðverjar hertaka Holland í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. Fjölskyldan er í óða önn að undirbúa flutning til Palestínu þegar hún er skyndilega vakin upp um miðja nótt, flutt nauðug í lest og að lokum í fangabúðirnar í Bergen-Belsen.
Áhrifamikið meistaraverk þar sem hryllingi Helfararinnar er lýst frá sjónarhóli barns.
Gyrðir Elíasson íslenskaði.
Jona Oberski (f. 1938) er hollenskur kjarneðlis- og öreindafræðingur. Hann er höfundur allmargra bóka en Barnæska er þeirra frægust.
„Þetta er bók sem snertir sérhvern lesanda með hjarta.“ – Isaac Bashevis Singer, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum
„Látlaus … gagnorð … átakanleg.“ – Harold Pinter, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum
„Myrkt ævintýri… um ótta og angist barns, byggð á reynslu sem lýtur ekki lögmálum skynseminnar en samt algerlega raunveruleg.“ – Heinrich Böll, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum“

