




Spilastokkur – Íslensk fornsagnaspil
2.590 kr.Íslensk spil, teiknuð að fyrirmynd fornmannaspila Tryggva Magnússonar frá árinu 1930. Hönnuð af Jóni Ingiberg Jónsteinssyni, grafískum hönnuði.


Heimsmynd á hverfanda hveli II
4.990 kr.Saga vísinda frá Brúnó til Newtons+
Hvaða mynd getum við gert okkur af heiminum út frá því sem sést með berum augum? Hvernig þróaðist stjarnfræðin á bökkum Nílar? Hvernig gat atómhugmyndin orðið til með Forngrikkjum? Var bara myrkur á miðöldum? Hvernig litu kirkjufeðurnir á heiðna þekkingu? Hvað lögðu Arabar til mála? Í hverju fólst bylting Kóperníkusar? Þessar spurningar og margar fleiri ræðir Þorsteinn Vilhjálmsson í Heimsmynd á hverfanda hveli. Í þessu fyrra bindi verksins er rakin saga vísinda, með hliðsjón af þeirri mynd af heiminum sem þau gefa hverju sinni, frá öndverðu til Kóperníkusar. Frásögn Þorsteins er fróðleg og aðgengileg og bókin öll prýdd fjölda mynda og skýringarteikninga. Hún er skemmtileg aflestrar, án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum, um leið og hún bregður birtu sögunnar á okkar eigin vísindaskilning og heimssýn.
Þorsteinn Vilhjálmsson (f. 1940) er dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur numið og starfað við háskóla í Danmörku og Bandaríkjunum og kennt stjörnufræði og vísindasögu auk eðlisfræðinnar, en þær greinar fléttast saman í þessari bók.

Heimsmynd á hverfanda hveli I
4.990 kr.Heimsmynd vísinda frá öndverðu til Kóperníkusar
Hvaða mynd getum við gert okkur af heiminum út frá því sem sést með berum augum? Hvernig þróaðist stjarnfræðin á bökkum Nílar? Hvernig gat atómhugmyndin orðið til með Forngrikkjum? Var bara myrkur á miðöldum? Hvernig litu kirkjufeðurnir á heiðna þekkingu? Hvað lögðu Arabar til mála? Í hverju fólst bylting Kóperníkusar? Þessar spurningar og margar fleiri ræðir Þorsteinn Vilhjálmsson í Heimsmynd á hverfanda hveli. Í þessu fyrra bindi verksins er rakin saga vísinda, með hliðsjón af þeirri mynd af heiminum sem þau gefa hverju sinni, frá öndverðu til Kóperníkusar. Frásögn Þorsteins er fróðleg og aðgengileg og bókin öll prýdd fjölda mynda og skýringarteikninga. Hún er skemmtileg aflestrar, án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum, um leið og hún bregður birtu sögunnar á okkar eigin vísindaskilning og heimssýn.
Þorsteinn Vilhjálmsson (f. 1940) er dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur numið og starfað við háskóla í Danmörku og Bandaríkjunum og kennt stjörnufræði og vísindasögu auk eðlisfræðinnar, en þær greinar fléttast saman í þessari bók.




Aldrei nema vinnukona
1.990 kr.Aldrei nema vinnukona er sjálfstætt framhald bókarinnar Aldrei nema kona sem kom út 2020.
Höfundurinn, Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, hefur þýtt bækur og sjónvarpsefni auk þess að gefa út söguna Aldrei nema kona. Sú bók hefur notið mikilla vinsælda, einkum fyrir glögga mynd af kjörum kvenna á 18. og 19. öld.
Eins og í fyrri bókinni eru öll nöfn, tímasetningar og stærri viðburðir sannleikanum samkvæmir og stuðst við bréf og opinber skjalagögn auk ýmissa rita og vefsíðna sem fjalla um þennan tíma.
Í þessari bók fer fram tvennum sögum, af ferðinni frá Íslandi til Ameríku og minningarbrotum Þuríðar Guðmundsdóttur úr vistum í Skagafirði og Húnavatnssýslum.



Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein?
1.290 kr.Í tilefni sýningarinnar Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein? hafa verið teknir saman fjölbreyttir textar eftir myndlistarmenn, skáld, hugsuði, fjallagarpa og fræðimenn frá upphafi 20. aldar til samtímans. Textarnir fjalla allir um víðerni Íslands og spretta úr frjóum jarðvegi þar sem afstaða höfunda endurspeglar tíðaranda en einnig tilfinningu þeirra fyrir ósnortinni náttúru landsins. Innblásnir og áhrifamiklir textar úr ýmsum áttum, ljóð, dagbókarfærslur og fræðigreinar – en einnig hversdagslegar hugleiðingar um hálendið.
Komdu í ferðalag með höfundunum um víðerni landsins!

Ég er þinn elskari
1.990 kr.Bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825-1832
Erla Hulda Halldórsdóttir bjó til prentunar og skrifaði inngang








