
Síðasti úlfurinn
3.590 kr.Síðasti úlfurinn er afar sértök frásögn, rakin af mælskum sögumanni sem staddur er á krá í Berlín og eini hlustandinn er fremur áhugalítill barþjónn. Í ljós kemur að hann hefur (fyrir mistök eða gráglettni örlaganna) verið ráðinn til að skrifa skýrslu um síðasta úlfinn í hinu hrjóstruga Extremadura-héraði á Spáni. Frásögnin – skráð í einni setningu – fer fram og til baka í tíma og rúmi, þannig að lesandinn verður að hafa sig allan við til að missa ekki af neinu.
Ungverski verðlaunahöfundurinn László Krasznahorkai er mörgum Íslendingum að góðu kunnur fyrir samstarf sitt við kvikmyndaleikstjórann Béla Tarr, en myndirnar Sátántangó og Werckmeister harmóniák eftir bókum hans teljast til meistaraverka kvikmyndalistarinnar.
- -43%

Allt frá hatti oní skó
Original price was: 8.690 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..„Enginn veit hvað skáldsaga er …“ – Á þeim orðum danska skáldsins Pouls Borum hefst þessi saga og í takt við þau ögrar hún skilgreiningum, dansar á mörkum skáldskapar og minninga.
Hér segir frá Haraldi sem ætlar að verða skáld og með það að markmiði flytur hann til Kaupmannahafnar með kærustunni haustið 1979. Þar lendir hann strax í suðupotti menningarinnar og kynnist margs konar fólki, ekki síst listamönnum og skáldum, sem og nýjum skáldskap, viðhorfum og tónlist.
Frásögnin af því hvernig skáld verður til, mótast af umhverfinu og mótar sig sjálft – allt frá hatti oní skó – er einstaklega fjörug og teygir sig víða. Skrautlegar persónur, staðir, atvik og sögur lifna við svo úr verður litríkur vefur umleikinn órólegum anda níunda áratugarins þegar allt breyttist – og Haraldur varð skáld.
Einar Már Guðmundsson hefur áður boðið lesendum inn í sama sagnaheim, m.a. í verðlaunasögunni Englum alheimsins frá 1993 og þroskasögunni Passamyndum frá 2017.
- -41%

Vegur allrar veraldar
Original price was: 8.390 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Haustið 1479 kemur kona norður yfir Kjöl og teymir hest undir gömlum manni. Skáldið Sveinn döggskór Þórðarson er kominn í Reynistaðarklaustur til að deyja. Þó ekki fyrr en hann hefur skrásett sannleikann um atburðina í Rifi, þegar Englendingar drápu Björn Þorleifsson, hirðstjóra konungs á Íslandi. Vígið kveikti ófriðarbál innanlands og utan, og kona Björns, Ólöf ríka Loftsdóttir, hefndi bónda síns svo grimmilega að sögur hafa gengið um það allar götur síðan.
En hvað af því er satt og hvað er logið, og hverjum leyfist að segja söguna?
Löngu síðar, á tímum samfélagsmiðla og örbylgjupizza, reynir sagnfræðingurinn Eyjólfur Úlfsson að endurheimta akademískan orðstír sinn eftir að hafa óvart eyðilagt ómetanlegt fornrit. Þær hrakfarir leiða hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann rekur sig eftir ólíkindalegri slóð handrita og miðaldaklæða í átt að sannleikanum um atburðina í Rifi.
Fimmtánda öldin er öldin sem týndist í Íslandssögunni, þegar þjóðin lenti skyndilega í hringiðu evrópskra stjórnmála og viðskiptahagsmuna. Hér stíga helstu persónur hennar ljóslifandi fram: riddarar og sjóræningjar, konungar, hirðstjórar og höfðingjar, en líka fólkið sem þjónaði þeim og reyndi að ávinna sér frelsi og frið á vægðarlausum upplausnartímum.
Vegur allrar veraldar skálkasaga er sjálfstætt framhald Hamingju þessa heims riddarasögu, sem kom út 2022 og hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

KRANT – 2. tölublað
1.000 kr.Krant.is er einföld og aðgengileg bloggsíða sem allir geta tekið þátt í. Á síðunni verða engar auglýsingar, engir óþarfa flipar, ekkert kommenntakerfi og engir persónulegir aðgangar, aðeins sköpunargleði. Fólk er beðið um að senda færslur á tölvupóstnetfangið okkar en færslurnar mega vera hvað sem er: skoðanapistlar, ljósmyndir, skapandi skrif, hugleiðingar, skemmtilegar staðreyndir, spurningaþrautir, menningargagnrýni eða hvað sem höfundum dettur í hug. Færslurnar geta verið eins langar og stuttar og höfundur vill, þær mega vera nafnlausar, undir dulnefni eða undir eiginnafni. Eina ritskoðun af okkar hálfu er ef um hatursorðræðu sé að ræða.

Sketching Bathing in Iceland
4.890 kr.Rán Flygenring ferðaðist eitt sumar vítt og breitt um landið, dýfði sér í hverja laug, lón og náttúrupoll sem hún fann og festi baðmenningu á Íslandi í teikningar. Útkoman er stórkostleg handbók fyrir alla sem áhuga hafa á náttúru landsins, teikningu og mannlegu eðli, auk þess að vera leiðarvísir fyrir erlenda ferðamenn og sundlaugargesti.
Bókin er á ensku.
Bathing outside might not be the first thing that comes to mind when you think of Iceland. Yet, it’s one of the country’s most enjoyable traditions. Regardless of the weather, geothermally heated pools and warm springs mean it is always a good time to take a plunge.
Swimmer, author and illustrator Rán Flygenring spent a summer travelling across Iceland, dipping into every pool, lagoon and natural puddle she could find – sketchbook in hand. This quirky little guide offers insights into Icelandic bathing culture: how to scrub and shower; when to bring a towel (and when not to); what to wear; and where to go. Through her mosaic of quick sketches, Rán gives us a sneak peek into what it feels like, sketching and bathing.

Nýja stjórnarskráin
2.690 kr.Nýja Íslenska stjórnarskráin – 2. útgáfa.
Líkt og fram kemur í formála bókarinnar hefur viðleitni til stjórnarskrárbreytinga einkennst af því að sniðganga vilja kjósenda og þjóðaratkvæðagreiðsluna um nýja stjórnarskrá 2012.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, ritar formálsorð þessarar fallegu bókar, sem hefur að geyma nýju stjórnarskrána ásamt ítarlegum sögulegum inngangi eftir Þorvald Gylfason prófessor emerítus.
Nýja stjórnarskráin var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 af yfirgnæfandi meirihluta kjósenda.
Bókin lætur ekki mikið yfir sér en lýsir þó afreki þjóðar, afreki sem almenningur á Íslandi vann í kjölfar áfalls sem hann varð fyrir árið 2008. Það á vel við að gefa þessa bók, bæði sjálfum sér og öðrum.

Draugamandarínur
4.590 kr.Hýðinu er flett af ávextinum. Fyrir innan leynist ýmislegt: matur, myrkur, minningar. Fyrir utan: vökult auga.
Draugamandarínur fjallar um hvað það merkir að gefa af sér. Verkið skoðar, í gegnum hrylling, smáatriði og rytma, þá athöfn sem fer fram þegar matar er neytt. Líkaminn skipar mikilvægan sess í textanum, horft er inn á við eins og í gegnum röntgengeisla og þar má meðal annars sjá sársauka, hungur og aldinkjöt.
„Birgitta dregur tjöldin frá, tendrar ljós.“
– Brynja Hjálmsdóttir- -47%

Stúlka með fálka
Original price was: 9.390 kr..4.990 kr.Current price is: 4.990 kr..Stúlka með fálka er sjálfstætt framhald bókanna Stúlku með fingur, Stúlku með maga og Stúlku með höfuð þar sem Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur rekur eigin ættarsögu og ævi. Hér stendur stúlkan á sjötugu og lítur um öxl, sögutíminn frá miðjum níunda tug síðustu aldar til dagsins í dag. Staldrað er við ritverkin og atvik úr einkalífi, ferðalög, vini, fjölskyldu og aðra sem haft hafa áhrif á þennan einstaka höfund.
Þetta er samtímasaga full af visku og vangaveltum um lífið og tilveruna. Sem fyrr er Þórunn hispurslaus og opinská og hlífir sér hvergi – frásögnin er fyndin og gáskafull en um leið blandin trega og söknuði.
Þórunn Valdimarsdóttir er einn fjölhæfasti rithöfundur okkar, jafnvíg á skáldskap og fræði og hefur fengist við flestar greinar bókmennta. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og meðal annars verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

The Land in Winter
3.690 kr.December 1962, the West Country.
Local doctor Eric Parry, mulling secrets, sets out on his rounds, while his pregnant wife sleeps on in the warmth of their cottage. Across the field, funny, troubled Rita Simmons is also asleep, her head full of images of a past life her husband prefers to ignore.
He’s been up for hours, tending to the needs of the small dairy farm where he hoped to create a new version of himself, a project that’s already faltering. But when the ordinary cold of an English December gives way to violent blizzards, the two couples find their lives beginning to unravel. Where do you hide when you can’t leave home? And where, in a frozen world, can you run to?



