• Andlit

    Andlit

    „Telst með okkar bestu skáldævisögum,“ ritar Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur í eftirmála bókarinnar.

    Hér segir Bjarni M. Bjarnason frá því hvernig hann elur sig að mestu upp sjálfur á áttunda áratug síðustu aldar, þvælist milli staða innanlands og utan og kynnist ótrúlegasta fólki. Saga full af húmor, trega og hlýju.

    Andlit er saga full af húmor, trega og hlýju en umfram allt einstök lýsing á sérkennilegu lífshlaupi. Andlit kom fyrst út árið 2003 og „telst með okkar bestu skáldævisögum,“ eins og Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur og fyrrum útgefandi, segir í eftirmála bókarinnar. Nú er þessi marglofaða bók gefin út á ný í aukinni útgáfu.

    Hér segir Bjarni M. Bjarnason frá því hvernig hann elur sig að mestu upp sjálfur á áttunda áratug síðustu aldar, þvælist milli staða innanlands og utan og kynnist ótrúlegasta fólki; slöngukonu sem þjónað hefur heimsfrægum leikara, amerískum gúrú sem nærist á íslenskum sálum, Kleópötru sem hefur áhuga á lifnaðarháttum neðanjarðarskálda, sænskum lögreglumönnum sem finnast draumar grunsamlegir, taugatrekktum flugfreyjum og draugum af ýmsu tagi.

    Bjarni M. Bjarnason hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, nú síðast var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Dúnstúlkuna í þokunni.

    „Skondin skáldævisaga – skemmtilega björt lýsing á bernsku á hrakhólum.“ – Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð 2

    „Meistaratök.“ Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið

    „Ein af albestu íslensku skáldævisögunum … Hans meistaraverk, alveg dásamleg bók. Hún er um barn sem er einhvers kona villibarn, og það er ótrúlegt að þessi peni maður hafi orðið úr því, það hafi ræst svona úr honum.“ Þorgeir Tryggvason, Kiljan.

    „Algjör klassík.“ Egill Helgason, Kiljan

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Franski spítalinn

    Franski spítalinn

    Febrúar 1989. Maður finnst látinn í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, draugalegu timburhúsi í niðurníðslu. Sunna, blaðamaður á Morgunblaðinu, fer austur til að grennslast fyrir um málið en bæjarbúar vilja lítið við hana tala og brátt fer hún að óttast um öryggi sitt og sinna nánustu.

    Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson taka hér upp þráðinn frá Reykjavík sem varð mest selda bók ársins 2022. Hún hlaut mikið lof gagnrýnenda og var auk þess tilnefnd til Blóðdropans – Íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Reykjavík hefur komið út á fjölda tungumála og völdu New York Times og Kirkus Review hana sem eina af bestu glæpa sögum ársins 2023 í Bandaríkjunum.

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Kvöldsónatan

    Kvöldsónatan

    Ungur drengur fylgist með föður sínum hjálpa erlendum hjónum að flytja flygil inn í húsið beint á móti heimili hans í Suðurgötu árið 1949. Sá atburður á eftir að hafa mikil áhrif á framtíð hans. Frábærlega fléttuð og áhrifamikil skáldsaga um hæfileika og fórnfýsi, blekkingu og afhjúpun, sekt, heiðarleika – og óbærilegan söknuð.

    „Kannski er bara við sjálfan mig að sakast. Þannig er það yfirleitt þótt ekki sé auðvelt að horfast í augu við það. Fólk lítur sjaldnast í eigin barm. En ég þekki brotalamirnar í sjálfum mér enda hef ég haft nægan tíma til að rannsaka þær.“

    Ungur drengur fylgist með föður sínum hjálpa erlendum hjónum að flytja flygil inn í húsið beint á móti heimili hans í Suðurgötu árið 1949. Sá atburður á eftir að hafa mikil áhrif á framtíð hans. Eftir glæsilegan tónlistarferil ytra snýr hann loks aftur heim til Íslands í ferð sem neyðir hann til að horfast í augu við sjálfan sig og líf sitt, mistök sín og það sem hann hefur gert sjálfum sér og öðrum.

    Kvöldsónatan eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er frábærlega fléttuð og áhrifamikil skáldsaga um hæfileika og fórnfýsi, blekkingu og afhjúpun, sekt, heiðarleika – og óbærilegan söknuð.

    „Kraftmikill og heillandi sögumaður.“ Kirkus Reviews

    „Undraverður höfundur.“ La Croix

    „Ólafur Jóhann skrifar agaðan stíl sem er gífurlega áhrifamikill.“ Publishers Weekly

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Aftenging

    Aftenging

    Fimm gamlir vinir ákveða að kúpla sig út úr amstri hversdagsins og bregða sér um helgi út í eyjuna Grið. Ferðin tekur hins vegar óvænta stefnu þegar fréttir um mikinn gagnaleka fara að berast í gegnum stopult netsamband. Hvöss en glettin saga úr samtímanum.

    „Af og til síðustu daga hef ég lygnt aftur augunum og velt því fyrir mér hvort þessi ferð, þessi eyja og allt sem fylgdi, hefði ekki bara verið einn stór misskilningur …“

    Fimm gamlir vinir ákveða að kúpla sig út úr amstri hversdagsins og bregða sér um helgi út í eyjuna Grið. Á þessari eyðieyju hefur auðmaður byggt upp íburðarmikla aðstöðu þar sem gestir geta slakað á og aftengst snjallsímum og samfélagsmiðlum enda nær ekkert netsamband á eyjunni.

    Barnlaus helgi í bústað með besta fólkinu, eins og Facebook-grúppa helgarinnar heitir, tekur hins vegar óvænta stefnu þegar fréttir fara að berast í gegnum stopult netsambandið um víðtækan gagnaleka í þjóðfélaginu.

    Aftenging er fyrsta skáldsaga Árna Helgasonar; hvöss en glettin saga úr samtímanum um fólk sem baslar í sínu – og hvernig vináttu reiðir af á tímum þar sem tækin þekkja okkur betur en við sjálf og gleyma engu.

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ljóðasafn III – Gyrðir Elíasson

    Ljóðasafn III – Gyrðir Elíasson

    Þrjár einstakar ljóðabækur sem hafa verið ófáanlegar um langt árabil: Indíánasumar (1996), Hugarfjallið (1999) og Tvífundnaland (2003). Það er mikill fengur að þessari nýju útgáfu sem er hluti af heildarsafni verka skáldsins. Ómissandi í safn allra bókaunnenda.

    7.390 kr.
    Setja í körfu
  • Smásögur I – 1988-1993

    Smásögur I – 1988-1993

    Þrjú fyrstu smásagnasöfn höfundarins samankomin, 49 sögur alls og sumar þeirra löngu orðnar klassík í íslenskum bókmenntum. Bréfbátarigningin (1988), Heykvísl og gúmmískór (1991) og Tregahornið (1993). Hluti af nýrri og vandaðri heildarútgáfu verka skáldsins sem allir bókaunnendur þurfa að eignast.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Sorgarmarsinn

    Sorgarmarsinn

    Hér segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og sérstæð frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og listar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis Elíassonar.

    Lokahluti þríleiksins sem hófst með Sandárbókinni og var síðan fram haldið í Suðurglugganum, en allar fjalla sögurnar um líf og störf listamanna.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • A Dance with Dragons

    A Dance with Dragons

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • A Storm of Swords

    A Storm of Swords

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • A Clash of Kings

    A Clash of Kings

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Kómeta

    Kómeta

    Leiftrandi og óvenjuleg frásögn um kraftaverk lífsins, stríðið gegn gleymskunni, leitina að ljósi í heimi þar sem dauði, illska og fáfræði ráða oft ríkjum, og hvernig sálirnar á jörðinni takast á við sviptingar og breytta heimsmynd.

    Ég er ljóssúla í gleymskunnar myrkri,
    ég bregð birtu yfir grafir hinna þögnuðu.

    Kolnismeyjamessa árið 1536. Aldrað skáld sem dvelur í íslensku klaustri finnur reifabarn við klausturhliðið, bjargar lífi þess og byrjar að rita bréf til þeirra sem dauðinn hefur tekið frá honum. Upphefst þá frásögn sem spannar breitt svið og berst frá Íslandi á tímum siðaskipta, hertöku og skefjalausrar grimmdar til logheitrar Andalúsíu og öngstræta Granadaborgar. Einnig er greint frá afstöðu fugla til dauðans, brottflutningum Mára og sorginni sem situr eins og fleinn í hjartanu.

    Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson hefur áður sent frá sér smásagnasöfnin 500 dagar af regni (2020) og Svefngarðurinn (2021) sem hlutu góðar viðtökur.

    7.390 kr.
    Setja í körfu
  • Ég er annar - Sjöleikurinn III-IV

    Ég er annar – Sjöleikurinn III-IV

    Önnur bókin af þremur í stórvirki norska Nóbelshöfundarins. Sjöleikurinn er magnþrungið verk um baráttuna við að rata rétta leið í lífinu og bregður jafnframt upp lýsandi myndum af aðstæðum og tíðaranda í norsku samfélagi á liðinni öld.

    Listmálarinn Ási er að undirbúa jólasýningu í galleríi í Björgvin. Í borginni býr annar Ási sem líka er listmálari. Þeir nafnar eru vinir og á vissan hátt spegla þeir hvor annars líf.

    Í þessum hluta verksins fær lesandinn innsýn í uppvaxtarár Ása í Bugðu. Við sögu koma feimnislegir kossar, reykingar og áfengisneysla, hljómsveitaræfingar og slagsmál, nöldrandi mamma og þolinmóður pabbi, flutningur að heiman og menntaskólaár. Fljótlega heldur listamaðurinn ungi og upprennandi sína fyrstu sýningu og vekur óvænta athygli sem veitir honum brautargengi.

    Jon Fosse (f. 1959) er einn þekktasti og virtasti samtímahöfundur Norðmanna. Allt frá fyrstu bók sinni, Raudt, svart (1983) hefur hann helgað sig ritstörfum og sent frá sér skáldsögur, ljóð, leikrit, barnabækur og ritgerðir. Verk hans hafa verið þýdd og gefin út á meira en fimmtíu tungumálum og leikritin sviðsett um allan heim. Fosse hefur einnig lagt stund á bókmenntaþýðingar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna bæði í heimalandinu og erlendis. Árið 2015 hlaut hann Bókmenntaverðaun Norðurlandaráðs fyrir þríleikinn Andvaka, Draumar Ólafs og Kvöldsyfja, sem kom út á íslensku 2016. Frá árinu 2011 hefur Fosse búið í Grotten, heiðursbústað norska ríkisins fyrir listamenn.

    Jon Fosse hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels 2023.

    4.890 kr.
    Setja í körfu