
Sjáumst í ágúst
1.290 kr.Anna Magdalena Bach situr ein á hótelbarnum og virðir fyrir sér karlmenn. Hún hefur verið hamingjusamlega gift í 27 ár og átt farsælt líf með manni og börnum í borginni handan við sundið. En þann 16. ágúst ár hvert tekur hún ferjuna út í eyna þar sem móðir hennar er jörðuð og finnur sér elskhuga til einnar nætur. Aðeins einnar nætur.
Kólumbíumaðurinn Gabriel García Márquez (1927–2014) var um árabil einn virtasti og ástsælasti höfundur heims og hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1982. Sjáumst í ágúst var ófrágengin af hálfu höfundarins þegar hann lést en nú, áratug síðar, var ákveðið að gefa bókina út. Synir hans skrifa stuttan formála og ritstjóri eftirmála þar sem sú ákvörðun er skýrð og rökstudd. Sagan talar sínu máli.
Jón Hallur Stefánsson þýddi.

Í túninu heima
1.290 kr.„Oft er ég í draumi aftur staddur í þessu túni bernskunnar, Laxnestúninu, og er nú ekki lengur til,“ segir Halldór Laxness í þessari minningasögu. Reyndar hefst sagan á Laugaveginum, sem enn stendur í blóma. Þar fæddist höfundurinn og þaðan eru hans fyrstu minningar. En Laxnestúnið er ímynd liðins heims, sem að vísu sér hindrunarlaust gegnum aftur í fornöld, aftur fyrir tímann, en er þó fyrst og fremst hinn epíski, íslenzki sveitaheimur 19. aldar, sem ég fyrir mitt leyti þekki bjartastan úr bókum Páls Melsteðs, þó að þær eigi að heita þýðingar og gerast í útlöndum. Á mótum þessa heims og nútímans tekur frásögnin viðmiðanir sínar. Og vel á minnzt: það eru aðrar fráleitari leiðir til nokkurs skilnings á Halldóri yfirleitt en að líta á hann frá þessum vegamótum. Frásögninni lýkur, þegar „strákurinn í Laxnesi“ heldur á stað út í heim til Reykjavíkur að leggja stund á tónlist og myndlist. En áður en þessi umgjörð tíma og landafræði lokast, hefir Halldór farið með oss um allar jarðir í hugmyndaheimi sínum. Auk margra smágjörðra, ógleymanlegra mannlýsinga eru mér af einstökum atriðum hugstæðastar athugasemdir hans um höfunda og bókakost á þessum tíma. Sérstaklega langar mig að taka undir viðurkenningu hans á Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni og lofsyrðum um þýðingarnar gömlu í vestanblöðunum.
Ef til vill ætti heldur að tala um mismunandi fjarlægðir frá sjónarmiði höfundar en tímatal í sambandi við þessa bók. Á einum stað í bókinni drepur Halldór á það, að öllu máli skipti að vanda smáatriðin í list, hið stóra sjái um sig. Það á við hér. Ég ætla að leyfa mér að bæta því við til athugunar við lestur þessarar bókar, að „réttar“ fjarlægðir séu annað skilyrði vissrar frásagnarlistar og að bókin staðfesti það. En leikur að fjarlægðum er, eins og vér þekkjum, eitt áhrifamikið höfundareinkenni Halldórs Laxness.
K. K.

The Other Girl
3.190 kr.One Sunday in Yvetot, August 1950. Annie is playing outside in the sun. Her mother steps out of the grocery to chat with a customer, a few metres from her. The two women’s conversation is perfectly audible; its scraps become etched forever in Annie’s memory. Before she was born, her parents had another daughter. She died at the age of six from diphtheria. Annie will never hear another word from her parents about this unknown sister, nor will she ask them a single question about her: their family unit has formed in the image of its vanished predecessor. In The Other Girl, brilliantly translated for the first time into English by Alison L. Strayer, Annie Ernaux explores the meaning of this family secret, and the insurmountable distance that separates the two sisters.

House of Day, House of Night
4.390 kr.A woman settles in a remote Polish village. It has few inhabitants, but it teems with the stories of its living and its dead. There’s the drunk Marek Marek, who discovers that he shares his body with a bird, and Franz Frost, whose nightmares come to him from a newly discovered planet. There’s the man whose death – with one leg on the Polish side, one on the Czech – was an international incident. And there are the Germans who still haunt a region that not long ago they called their own. From the founding of the town to the lives of its saints, these shards piece together not only a history but a cosmology. Another brilliant ‘constellation novel’ in the mode of her International Booker Prize-winning Flights, House of Day, House of Night is a brilliantly imaginative epic novel of a small place by Olga Tokarczuk, one of the most daring and ambitious novelists of our time.


Grasið syngur
1.990 kr.Grasið syngur er saga Mary, hvítrar konu í Rhódesíu, sem kveður tilbreytingarlaust líf í borginni og hafnar í gæfusnauðu hjónabandi með bónda nokkrum. Hún hefur andúð á lífinu í sveitinni og lítur niður á þá innfæddu. Af ofstækisfullri hörku snýst hún gegn svörtum þjóni sínum sem hún bæði laðast að og fyrirlítur, uns valdið snýst að lokum í höndum hennar.
Grasið syngur, fyrsta skáldsaga Doris Lessing, skapaði höfundi sínum skjóta frægð og hefur farið sigurför um allan heim. Grasið syngur vitnar um djúpan mannskilning og tilfinningahita þessa mikla rithöfundar. Doris Lessing lýsir sambandi hvítra og svartra af hreinskilni og vægðarleysi en einstæðri réttlætiskennd.

Heimur feigrar stéttar
1.290 kr.Sögusviðið er Suður-Afríka í ólgu sjötta og sjöunda áratugarins. Söguna segir Liz Van Den Sandt, hvít millistéttarkona. Fyrrum eiginmaður hennar, vanmáttugur og ráðvilltur uppreisnarmaður, hefur fyrirfarið sér. Liz verður hugsað til lífs þeirra saman og baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni.
Hvernig er að vera hvít kona í Suður-Afríku á umbrotatímum sem ekki sér fyrir endann á? Er nóg að vilja vel? Er hægt að leiða kúgunina hjá sér? Verður sá sem tekur afstöðu einnig að hafa kjark til að gera eitthvað í málunum?
Þessi bók kemur við kvikuna í hinu margklofna þjóðfélagi Suður-Afríku frá sjónarmiði þess hluta hvíta forréttindahópsins sem finnur að samviskan er svört.
Ólöf Eldjárn þýddi.

Dreggjar dagsins
3.990 kr.Stevens, bryti á ensku yfirstéttarsetri, hefur alla tíð sett starfið og hollustu við herra sína ofar öllu. Hinar fastmótuðu samskiptareglur þjóns og herra hafa verið kjölfesta lífs hans. Nú hafa aðstæður breyst. Bandarískur auðmaður með sérkennilegt skopskyn hefur keypt setrið. Nýja herranum fylgja nýir siðir sem kippa fótunum undan Stevens. Hið fastmótaða samband þjóns og herra fer úr skorðum og verður uppspretta áleitinna spurninga um ábyrgð mannanna á eigin lífi.
Dreggjar dagsins er framúrskarandi vel skrifuð og hrífandi skáldsaga og hefur hvarvetna vakið gífurlega athygli. Á yfirborðinu ríkir svotil fullkomin ró en undir niðri býr ógnvekjandi kraftur sem á upptök sín í lífstíðar langri sjálfsblekkingu Stevens.
Bókin hlaut eftirsóttustu bókmenntaverðlaun — Breta Booker verðlaunin — 1989 og hefur setið á metsölulistum víða um heim.

Too Much Happiness
990 kr.These are dazzling, provocative stories about manipulative men and the women who outwit them, about destructive marriages and curdled friendships, about mothers and sons, about moments which change or haunt a life. Alice Munro’s stories surprise and delight, turning lives into art, expanding our world and shedding light on the strange workings of the human heart.




North
4.390 kr.This edition of Seamus Heaney’s seminal fourth collection North, reproduced in its elegant first setting and in its original jacket, marks fifty years since first publication in 1975. By conjuring aspects of a shared Northern European experience – its peculiar landscapes and weathers, its sea-faring incursions, the vernaculars of its buried and living peoples – Heaney found a way of articulating a vision of Ireland in which the disruptions and violences of the Troubles could be reflected too.

The Possession
3.190 kr.‘The strangest thing about jealousy is that it can populate an entire city – the whole world – with a person you may never have met.’ These words set the framework for The Possession, a striking portrait of a woman after a love affair has ended. Annie Ernaux pulls the reader through every step of jealousy, of a woman’s need to know who has replaced her in a lost beloved’s life. Ernaux’s writing, characteristically gorgeous in its precision, depicts the all too familiar human tendency to seek control and certainty after rejection.


A Short Guide to Towns Without a Past
2.490 kr.Best known for his existentialist novel The Outsider, set in French-occupied Algeria, Albert Camus was profoundly influenced by the landscapes, towns and traditions of his youth. Selected here are some of his finest personal essays about Algeria and its environs, including the luminous ‘Nuptials at Tipasa’, one of his earliest works where he developed the themes that would inform his later philosophy: to thrive now, without hope for paradise, as mortal life alone can be worthwhile.


Malarhjarta
4.190 kr.Yusuf er barn að aldri þegar auðugur kaupmaður af ströndinni tekur hann upp í skuldir foreldra hans. Hættuleg fegurð drengsins verður til þess að hann fylgir kaupmanninum í leiðangur inn í Tansaníu þar sem Yusuf kynnist töfrum fjallanna, víðáttu vatnanna, framandi siðum og hversu óvægið lífið getur verið. Merkilegt verk eftir Nóbelsverðlaunahafa.
Söguleg skáldsaga sem gerist í upphafi síðustu aldar eftir tansaníska rithöfundinn Abdulrazak Gurnah (f. 1948) sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2021. Paradís var tilnefnd til Booker-verðlaunanna og Whitbread-verðlaunanna.

- -30%





