• Hvernig ég kynntist fiskunum

    Hvernig ég kynntist fiskunum

    Hvernig ég kynntist fiskunum eftir tékkneska rithöfundinn Ota Pavel (1930–1973) er rómað safn samtengdra frásagna sem byggja á bernskuminningum höfundar.

    Verkið leikur á mörkum skáldsagna- og smásagnagerðar og lýsir með ljúfsárum hætti veröld sem var í sveitahéruðum Tékkóslóvakíu, áður en síðari heimsstyrjöldin skall á og landið var hernumið af Þjóðverjum.

    Gyrðir Elíasson þýddi.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Aksturslag innfæddra

    Aksturslag innfæddra

    Í þessari bók birtast sjö smásögur sem allar eru sprottnar úr raunveruleikanum. Við sögu kemur fjölbreyttur hópur fólks sem lesendur kannast hugsanlega við. Sögurnar segja frá stuttum tímabilum eða einstökum viðburðum í lífi sögupersóna, eða lýsa jafnvel heilli ævi.

    Hér er greint frá atburðum sem gætu virst hversdagslegir og smávægilegir við fyrstu sýn en ef lesið er á milli línanna endurspegla þeir stærri og flóknari hliðar tilverunnar.

    Þórdís Gísladóttir hefur þýtt og skrifað fjölda barna- og unglingabóka, ljóðabækur, sjónvarpshandrit og skáldsögu fyrir fullorðna. Hún hefur getið sér orð fyrir að skrifa leikandi léttan texta sem einkennist af orðfimi og húmor og varpar nýstárlegu ljósi á hvunndaginn og samtímann. Verk hennar höfða til fjölbreytts hóps lesenda á öllum aldri.

    Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010 fyrir fyrstu ljóðabók sína, Leyndarmál annarra, og hefur síðan hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga fyrir frumsamin og þýdd verk.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Sögur og ljóð
  • Svefngríman

    Svefngríman

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • -40% You Like It Darker

    You Like It Darker

    Original price was: 5.990 kr..Current price is: 3.594 kr..
    Setja í körfu
  • Landnamshistorier

    Landnamshistorier

    Tre fortællinger om islandske bosættelser i forskellige tidsaldre.

    Þórarinn Eldjárn er en af Islands populæreste forfattere, kendt og beundret for sine digte og børnerim, noveller og romaner, med de tragikomiske indslag, som de ofte indeholde

    2.490 kr.
    Setja í körfu
  • Premiers colons

    Premiers colons

    Trois histoires sur le peuplement de l’Islande à différentes époques.

    Þórarinn Eldjárn, l’un des auteurs les plus estimés des Islandais est connu et apprécié pour sa poésie, ses poèmes pour enfants, ses romans et nouvelles où il donne libre cours à un brio tragi-comique.

    2.490 kr.
    Setja í körfu
  • Landnámur

    Landnámur

    Sögurnar þrjár sem hér birtast fjalla allar um einhvers konar landnám, síðbúið, vanbúið eða hreinlega búið.

    Brauðið er upphafskafli Skuggabox (1988) en hefur lifað sjálfstæðu lífi.

    Í Keflvíkingasögu (1992) og Önsu (1998) er landnámsþemað síðan spunnið áfram út frá óvenjulegri þráðarsjón.

    2.490 kr.
    Setja í körfu
  • Eins og vax

    Eins og vax

    Eins og vax birtist upphaflega í samnefndu smásagnasafni (2002).

    Rakin er saga Vaxmyndasafnsins (1951-1971) eftir bestu heimildum og skýrt frá merkum uppákomum og dularfullum atvikum úr þeirri sögu.

    Hér birtist sagan endurbætt, aukin og myndskreytt.

    2.490 kr.
    Setja í körfu
  • Langbylgja

    Langbylgja

    Framsækin sagnalist Gyrðis Elíassonar hefur borið hróður hans víða.

    Fyrir tveimur árum kom smáprósasafnið Lungnafiskarnir út og þótti tíðindum sæta. Nú bætir hann um betur með viðamiklu safni af sama meiði.

    Í 104 hnitmiðuðum og stundum óvæntum frásögnum spinnur Gyrðir nýja þræði í vef sagna sinna.

    5.790 kr.
    Setja í körfu
  • Kvæði og sögur - Edgar Allan Poe

    Kvæði og sögur – Edgar Allan Poe

    Loksins á íslensku! Myndarlegt úrval af kvæðum og sögum þessa brautryðjanda vestrænna nútímabókmennta, sannkölluð stórbók með þýðingum frá fyrri tíð, en líka glænýjum þýðingum eftir marga kunna þýðendur. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur ritar ítarlegan inngang um höfundarverkið og þýðingarnar. Hér koma saman á bók kvæði og sögur úr smiðju margra þýðenda frá fyrri tíð, auk þess sem bætt er við nýju efni til að gefa sem besta mynd af skáldskap meistarans. Meðal eldri þýðinga eru Svarti kötturinn og Hjartslátturinn í þýðingu Þórbergs Þórðarsonar, Hrafninn í rómuðum þýðingum Einars Benediktssonar og Þorsteins frá Hamri, Í röstinni í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur og Draumaland í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Nýir þýðendur kvæða og sagna eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ástráður Eysteinsson, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Jón Karl Helgason, Rúnar Helgi Vignisson og Sjón.

    7.690 kr.
    Setja í körfu
  • Allt sem við misstum í eldinum

    Allt sem við misstum í eldinum

    Dáleiðandi smásögur eftir argentíska rithöfundinn Mariönu Enriquez, eina athyglisverðustu bókmenntarödd Rómönsku-Ameríku, sem vísa í sögulegan og pólitískan veruleika Argentínu. Magnaðar sögur sem hafa vakið athygli víða um heim og verið þýddar á 28 tungumál.

    Ungt fólk í nútímanum, ímyndunarafl á barmi sjúkleika, ofbeltisvofur herstjórnanna, svartigaldur, norður-argentínsk hjátrú, stéttaskipting og spilling, ástarsambönd, lágstéttarhverfi, jaðarsetning og staða kvenna. Myrkur og oftar en ekki óþægilegur heimur.

    3.890 kr.
    Setja í körfu