• Austurlenskar sögur
  • Það er alltaf eitthvað

    Það er alltaf eitthvað

    Tólf höfundar tylla sér á skáldabekk með fjölbreyttu safni smásagna þar sem andi Rimbauds og Guðrúnar frá Lundi svífur yfir vötnum innan um gargandi máva, konuna sem átti fjörutíu og sjö systkini, sendiherrafrúna, pervertinn í lestinni og þokkadísina Nansí. Auk þess koma við sögu ungbörn, aldraðir, ástfangnir, andlitslausir, sorgmæddir og sviknir. Það er alltaf eitthvað.

    Höfundar: Anna Björg Siggeirsdóttir, Einar Kári Jóhannsson, Freyja Auðunsdóttir, Gunnhildur Jónatansdóttir, Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir, Katrín Vinther, Kristófer Páll Viðarsson, Rut Guðnadóttir, Sólveig Johnsen, Sólveig Eir Stewart og Stefanía dóttir Páls.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Fornar ástir

    Fornar ástir

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Walk the Blue Fields

    Walk the Blue Fields

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ég hef séð svona áður
  • Munnbiti - Sögur og ljóð

    Munnbiti – Sögur og ljóð

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ást í meinum

    Ást í meinum

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Vorhænan og aðrar sögur

    Vorhænan og aðrar sögur

    Með þessu smásagnasafni kemur Guðbergur Bergsson lesendum enn einu sinni í opna skjöldu með hugmyndaflugi og efnistökum.

    Hér má lesa um ævintýralegan fund persónu við sitt innra líf, uppákomu sem Guðbergur hefur löngum gert óviðjafnanleg skil. Og um vorhænu sem ferðast í lest frá Portúgal til Spánar.

    Guðbergur hefur sett mark sitt á íslenskar bókmenntir í fjóra áratugi og rutt nýjar brautir í íslenskri skáldsagnaritun. Bækur hans hafa komið út víða um heim og hlotið afburða viðtökur. Skáldsagan Svanurinn hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1991 og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1993.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Stoner

    Stoner

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • The Thing on the Doorstep and Other Weird Stories
  • Sápufuglinn

    Sápufuglinn

    Sápufuglinn hefur að geyma þrjár sögur um losta og valdadýnamík í samböndum, flókna kynverund og arfgengan hæfileika til að ferðast um í tíma.

    María Elísabet Bragadóttir sló eftirminnilega í gegn með sinni fyrstu bók Herbergi í öðrum heimi. Sápufuglinn kemur róti á huga lesanda með djúpu innsæi höfundar, óbeisluðu hugmyndaflugi og beittum húmor.

    „María Elísabet Bragadóttir er með geislasverð. Ég elska Sápufuglinn.“

    – Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Vince Vaughn í skýjunum

    Vince Vaughn í skýjunum

    Á internetinu geta allir orðið stjörnur. Áður óþekkt fólk er á allra vörum einn daginn en öllum gleymt þann næsta. Verðum við kannski öll heimsfræg í 15 mínútur eftir allt saman?

    Sara og Þórir – menntaskólastelpa sem vinnur í sundlaug og háttprúður Lottókynnir í sjónvarpinu – eru með öllu óviðbúin frægðinni þegar hún steypist yfir þau. Hann verður alræmdur á Íslandi, hún alþjóðleg stjarna. Hvernig bregðast þau við?

    Halldór Armand Ásgeirsson (f. 1986) er ný rödd í íslenskum bókmenntum. Leikrit hans Vakt var sýnt í Norðurpólnum 2010 við góðar undirtektir og í ár fékk hann nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir sögurnar í þessari bók.

    990 kr.
    Setja í körfu