
Skuggavíddin
3.990 kr.Í einræðisríki Pinochets í Chile kemur órólegur karlmaður inn á ritstjórnarskrifstofu dagblaðs á vegum stjórnarandstæðinga í landinu. Hann er öryggissveitarmaður. Ég vil segja frá því sem ég hef gert, segir hann, og blaðakonan kveikir á upptökutæki til að hlýða á vitnisburð sem opnar dyr inn í áður óþekkta vídd.
Nona Fernández (f. 1971) virkjar ímyndunaraflið til að komast á staði sem hvorki finnast í minningum né skjölum. Hún tvinnar saman eigin reynslu og sannsögulega atburði og útkoman er áhrifamikil og grípandi. Ein besta bók sem skrifuð hefur verið um þetta átakanlega tímabil í sögu Chile.

Heaven
3.890 kr.Sögumaðurinn er fjórtán ára. Hann hefur lengi mátt þola einelti jafnaldra sinna. Dag einn berst honum óvænt bréf frá bekkjarsystur sinni. Það er upphafið að vináttu byggðri á sameiginlegri reynslu þeirra. En hvers virði er vinátta sem á sér rætur í ótta og sársauka? Og hefur þjáningin merkingu? Magnað verk frá einum áhugaverðasta höfundi Japan.
Mieko Kawakami kom eins og ferskur andblær inn í fremur karllæga bókmenntahefð Japan með sinni fyrstu skáldsögu árið 2008. Síðan þá hefur hún unnið til fjölmargra virtra bókmenntaverðlauna og bækur hennar verið þýddar á yfir 30 tungumál.

Kramp
3.890 kr.Hin sjö ára M fylgir föður sínum D í söluferðir til smábæja í Chile með byggingavörur frá framleiðandanum Kramp á tímum Pinochet-harðstjórnarnarinnar. Saklaust barnið heillast af heimi farandsölumannanna og gerir sér aðeins óljósa grein fyrir þeirri pólitísku spennu sem kraumar undir niðri í samfélaginu.
Chileski rithöfundurinn María Jóse Ferrada (f. 1977) fangar í ljúfsárri frásögn óvenjulegt feðginasamband og hverfulleika lífsins frá sjónarhóli barns í heimi sem hún heldur sig þekkja. Saga sem er í senn nostalgísk, hættuleg og gull af gleði og undrun.



Tíkin
3.590 kr.Damaris þráir það heitast að verða móðir en þrátt fyrir töfradrykki, smyrsl og helgiathafnir geta þau Rogelio ekki eignast barn. Þegar henni býðst að taka að sér tíkarhvolp grípur hún tækifærið feginshendi en tíkin lætur ekki temja sig frekar en náttúran.
Áhrifamikil skáldsaga eftir kólumbíska rithöfundinn Pilar Quintana (f. 1972) sem gerist í litlu þorpi við kólumbísku Kyrrahafsströndina, þar sem samfélagið endurspeglar óblíð náttúruöflin. Tíkin hlaut hin virtu kólumbísku bókmenntaverðlaun Biblioteca de Narrativa. Útgáfurétturinn hefur verið seldur til 14 tungumálasvæða.

Sæluvíma
3.590 kr.Enski mannfræðingurinn Andrew Bankson er einangraður á vettvangi við rannsóknir á ættbálki sem býr við Sepik-fljótið á Nýju-Gíneu og rannsóknir hans ganga illa. Úrkula vonar er hann að því kominn að stytta sér aldur þegar hann rekst á hina frægu og hrífandi Nell Stone og kaldhæðinn eiginmann hennar, Fen, en bæði eru þau mannfræðingar. Úr verður áhugavert samstarf og ástríðufullt samband en ekki líður á löngu uns afbrýðisemi og græðgi stefnir öllu í voða.
Sæluvíma (Euphoria) er margverðlaunuð skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Lily King. Hún byggir á raunverulegum atburðum í lífi bandaríska mannfræðingsins Margaretar Mead þegar hún var við störf á Nýju-Gíneu árið 1933 ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Reo Fortune, og Gregory Bateson sem hún átti eftir að giftast síðar.
Sæluvíma sló í gegn í Bandaríkjunum þegar hún kom út árið 2014 og fyrir hana hlaut höfundurinn Kirkus-skáldskaparverðlaunin, Bókmenntaverðlaun Nýja-Englands og Bandarísku gagnrýnendaverðlaunin, auk þess sem hún var valin ein af tíu bestu bókum ársins af The New York Times Book Review, tímaritinu TIME og Amazon. Sæluvíma hefur komið út í 15 löndum og er kvikmynd í bígerð.
Uggi Jónsson þýddi.

- -40%

- -40%

The Life Impossible
Original price was: 5.490 kr..3.294 kr.Current price is: 3.294 kr..When retired Maths teacher Grace Winters is left a run-down house on a Mediterranean island by a long-lost friend, curiosity gets the better of her.
She arrives in Ibiza with a one-way ticket, no guidebook and no plan. Among the rugged hills and golden beaches of the Balearics Grace searches for answers about her friend’s life, and how it ended. What she uncovers is stranger than she could have dreamed.
But to dive into this impossible truth, Grace must first come to terms with her past. Filled with wonder and wild adventure, this is a story of hope and the life-changing power of a new beginning.


