

Leigjandinn
1.290 kr.„Maður er svo öryggislaus þegar maður leigir.
Þetta var hún vön að segja þegar hún gerði grein fyrir hag sínum og Péturs, þegar velviljað fólk spurði hana hvað liði húsbyggingu þeirra og hvenær þau hefðu í hyggju að flytja.“Þessi einlægu upphafsorð bókarinnar gefa enga vísbendingu um þann magnaða söguheim sem Svava Jakobsdóttir kynnti lesendum sínum árið 1969 þegar Leigjandinn kom fyrst út. En fyrr en varir hefur dulúð og spenna náð yfirhönd í frásögninni, draumur og veruleiki takast á og ótal spurningar vakna. Og nú, þrjátíu og fimm árum síðar, leynast ef til vill nýjar gátur á bak við tjöldin. Leigjandinn á ávallt erindi til þeirra sem unna góðum bókmenntum.
Svava Jakobsdóttir fór ótroðnar slóðir með frumlegum frásagnarhætti og nýstárlegum efnistökum. Hún var meistari orðsins, gædd óviðjafnanlegu innsæi og listfengi.






















Ljósa
1.290 kr.Ljósa elst upp seint á nítjándu öld undir hvelfdum jökli með víðsýni yfir sjó og sanda. Hana dreymir um framtíð þar sem hamingjan ríkir og sólin skín. En veruleikinn ætlar henni annað; þrátt fyrir góð efni og ástríka fjölskyldu vofir yfir henni ógn sem gefur engin grið.
Kristín Steinsdóttir hóf höfundarferil sinn þegar hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1987. Hún hefur skrifað á þriðja tug bóka og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, meðal annars Norrænu barnabókaverðlaunin, Sögustein og Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna. Þá var skáldsagan Á eigin vegum tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Ljósa er þriðja skáldsaga Kristínar fyrir fullorðna, hrífandi frásögn um gleði og sorgir einstakrar konu. Kristín Steinsdóttur hlaut bæði menningarverðlaun DV 2010 og Fjöruverðlaunin 2011 fyrir söguna um Ljósu.
