• Ef við værum á venjulegum stað

    Ef við værum á venjulegum stað

    Í borginni Lagos de Moreno í Mexíkó eru fleiri kýr en manneskjur og fleiri prestar en kýr. Íbúarnir gera uppreisn gegn stjórnvöldum vegna kosningasvindls sem verður upphafið að kostulegu ferðalagi sögumanns um ólíkar deildir hins mexíkanska þjóðlífs.

    Skálkasaga um spillta pólitíkusa, stórar fjölskyldur og hvað það þýðir að tilheyra millistétt í Mexíkó. Áður hefur komið út eftir sama höfund bókin Veisla í greninu árið 2017 en bóksalar völdu hana bestu þýddu bókina það árið.

    Jón Hallur Stefánsson þýddi.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Dauðinn er barningur

    Dauðinn er barningur

    Þrjú systkini flytja lík föður sín til greftrunar í heimabæ hans Anabia í Aleppohéraði. Ferðalagið ætti undir venjulegum kringumstæðum að taka um fimm klukkustundi en það er ekkert venjulegt við ástandið í stríðshrjáðu Sýrlandi. Og ekki auðveldar þátttaka föður þeirra í andspyrnunni þeim að komast í gegnum eftilitsstöðvar, því án réttra pappíra liggur beinast við að handtaka líkið.

    Magnað verk um hnignun samfélags í löngu stríði eftir Khaled Khalifa, þekktasta samtímahöfund Sýrlands. Dauðinn er barningur hefur verið þýdd á 12 tungumál og tilnefnd til virtra bókmenntaverðlauna.

    Þýðandi er Elísa Björg Þorsteinsdóttir.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Á nóttunni er allt blóð svart

    Á nóttunni er allt blóð svart

    Þegar Alfa Ndiaye treystir sér ekki til að veita æskuvini sínum Mademba Diop náðarhöggið þar sem hann liggur illa særður milli skotgrafa í fyrri heimstyrjöldinni brestur eitthvað innra með honum og hefndarþorsti heltekur hann. Í fyrstu dást félagarnir að hugrekki Alfa en þegar voðaverkunum linnir ekki hættir þeim að lítast á blikuna.

    Fransk-senegalski rithöfundurinn David Diop varpar ljósi á fáránleika skotgrafahernaðarins sem einkenndi fyrri heimstyrjöldina, þar sem um tvö hundruð þúsund fótgönguliðar frá Vestur – Afríku létu lífið fyrir Frakkland. Afrísku hermennirnir gengu undir nafninu Chocolats vegna húðlitarins  og var þeim ætlað að vekja skelfingu hjá óvininum sem mannætur og villimenn vopnaðir sveðjum.

    3.890 kr.
    Setja í körfu
  • Allt sundrast

    Allt sundrast

    Allt sundrast kom fyrst út árið 1958 og er talin höfuðrit afrískra bókmennta. Bókin var sú fyrsta í ritröð Heinemanns African Writers Series sem hefur átt mikinn þátt í að vekja athygli á afrískum bókmenntum í hinum vestræna heimi. Hún hefur verið þýdd á 58 tungumál og selst í yfir 20 milljónum eintaka.

    Allt sundrast segir sögu hins óttalausa Igbo-stríðsmanns Okonkwos í upphafi nýlendutímans þegar ágengir Evrópumenn ógna heimi ættflokkanna á svæðinu. Skáldsagan fagnar í ár 60 ára útgáfuafmæli og er útgáfa hennar á íslensku löngu tímabær. Hún markar upphafið á því þegar rithöfundar Afríkulanda hófu að segja sína sögu sjálfir en fram að því hafði hún verið skráð af vestrænu fólki.

    Chinua Achebe (1930–2013) var einn merkasti rithöfundur Nígeríu og er oft talinn faðir afrískra nútímabókmennta. Hann er þekktastur fyrir „Afríska þríleikinn“ sem samanstendur af skáldsögunum Things Fall Apart (Allt sundrast), Arrow of God og No Longer at Ease, sem segja sögu þriggja kynslóða frá upphafi nýlendutímans í Nígeríu til aukinnar þéttbýlismyndunar og hnignunar hefðbundinnar menningar. Hann skrifaði fjölmargar skáldsögur, ljóð, smásögur, ritgerðir og barnabækur.

    Achebe hafði umsjón með útgáfu afrískra skáldverka í Ritröð afrískra höfunda hjá Heinemann-útgáfunni og starfaði sem háskólaprófessor í Bandaríkjunum. Chinua Achebe var gerður heiðursdoktor í yfir 30 háskólum víða um heim. Honum voru einnig veitt þjóðarverðlaun Nígeríu, sem eru æðsta viðurkenning landsins, auk þess sem hann hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin árið 2007 fyrir stórkostlegt ævistarf.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Eyja

    Eyja

    Þegar fyrrverandi stjúpmóðir Eyju hefur samband bregst hún ókvæða við; af hverju vill hún að þær hittist öllum þessum árum síðar, hvað er ósagt? Hittingurinn vekur upp minningar, ekki síst um atburðinn sem gerði Eyju að þeirri manneskju sem hún er í dag. Eyja er saga um flókin fjölskyldutengsl, brengluð samskipti og sár sem ekki gróa.

    Þetta er fyrsta bók Ragnhildar  Þrastardóttur og með henni sigraði hún í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjum röddum.

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Mandla

    Mandla

    Mandla er spennuþrungin og úthugsuð hrollvekja um ógnirnar sem steðja að okkur, bæði innan líkamans og utan hans. Hún sver sig í ætt við fyrri nóvellur Hildar Knútsdóttur, Myrkrið milli stjarnanna og Urðarhvarf.

    Þegar grindhoruð steingrá læða gerir sig heimakomna á hjúkrunarheimili tekur öldrunarlæknirinn Eva henni fagnandi. Hún veit að rannsóknir sýna að gæludýr hafa góð áhrif á vistmenn slíkra stofnana og berst fyrir því að kötturinn fái að vera um kyrrt. En fljótlega tekur hún eftir því að allir sem læðan Mandla tekur ástfóstri við látast skömmu síðar, jafnvel þótt þeir hafi verið við góða heilsu örfáum dögum áður. Getur verið að kötturinn geti spáð fyrir um andlát fólks? Og verður Mandla bústnari og sældarlegri í hvert sinn sem heimilismaður er fluttur í líkhúsið?

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Under the Glacier
  • Salka Valka

    Salka Valka

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • The Netanyahus

    The Netanyahus

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • -30% My Friends

    My Friends

    Original price was: 5.590 kr..Current price is: 3.913 kr..
    Setja í körfu
  • Miss Iceland

    Miss Iceland

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Minor Detail

    Minor Detail

    Minor Detail begins during the summer of 1949, one year after the war that the Palestinians mourn as the Nakba – the catastrophe that led to the displacement and expulsion of more than 700,000 people – and the Israelis celebrate as the War of Independence. Israeli soldiers capture and rape a young Palestinian woman, and kill and bury her in the sand. Many years later, a woman in Ramallah becomes fascinated to the point of obsession with this ‘minor detail’ of history.

    A haunting meditation on war, violence and memory, Minor Detail cuts to the heart of the Palestinian experience of dispossession, life under occupation, and the persistent difficulty of piecing together a narrative in the face of ongoing erasure and disempowerment.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Kairos

    Kairos

    Berlin. 11 July 1986. They meet by chance on a bus. She is a young student, he is older and married. Theirs is an intense and sudden attraction, fuelled by a shared passion for music and art, and heightened by the secrecy they must maintain. But when she strays for a single night he cannot forgive her and a dangerous crack forms between them, opening up a space for cruelty, punishment and the exertion of power. And the world around them is changing too: as the GDR begins to crumble, so too do all the old certainties and the old loyalties, ushering in a new era whose great gains also involve profound loss.

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Independent People
  • Heaven and Hell

    Heaven and Hell

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Fish Can Sing

    Fish Can Sing

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • The Fires
  • -30% Enlightenment

    Enlightenment

    Original price was: 5.890 kr..Current price is: 4.123 kr..
    Setja í körfu
  • Butterflies in November
  • The Atom Station

    The Atom Station

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Pantaljón og sérþjónustan
  • Frásögn úr fjöllum Niðurlanda
  • Síðustu dagar móður minnar

    Síðustu dagar móður minnar

    Þegar Mamma greinist með ólæknandi sjúkdóm og tarotspilin boða ekki bata heldur ævintýr er lífi hennar og Dáta, 37 ára sonar hennar, snúið á hvolf. Saman fara þau til Amsterdam í leit að líkn og reynist ferðalagið allt þetta í senn: gráglettið og tregafullt, innilegt og fyndið.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Bjargræði

    Bjargræði

    Látra-Björg (1716-1784), einhver stórbrotnasti karakter Íslandssögunnar, kraftaskáld á tímum þegar kvæði hafa sannarlega áhrif á veruleikann og koma góðu eða illu til leiðar, sægarpur hinn mesti og fiskin með eindæmum, grálynd og ögrandi galdrakerling og hin versta grýla sem menn bæði óttuðust og virtu, húskona og eigin húsbóndi við svaðalegar aðstæður á Látrum, flökkukona í móðuharðindunum, brennd af háskalegum ástum samkvæmt þjóðtrúnni.

    Látra-Björg var sérkennilegt, stórbrotið og kraftmikið skáld og furðu nútímalegt, lét engan eiga neitt inni hjá sér, hitti alltaf í mark í samskiptum við valdsmenn og kyssti ekki vöndinn. Í þessari bók er Björg Einarsdóttir komin til Reykjavíkur í ókunnum erindagjörðum við ókunnugan mann og þótt hún sé fædd fyrir 300 árum hefur hún aldrei verið nær okkur. Hvað vill hún? Hverra erinda gengur hún? Hver er sagan á bakvið goðsögnina um Látra-Björgu?

    Bókina prýðir fjöldi kvæða eftir Látra-Björgu.

    Hermann Stefánsson er höfundur fjölda bóka og vakti mikla athygli fyrir síðustu skáldsögu sína, Leiðina út í heim, sem tilnefnd var til íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut einróma lof gagnrýnenda.

    1.290 kr.
    Setja í körfu