• Israel on the Brink: Eight Steps for a Better Future
  • A Woman's Battles and Transformations

    A Woman’s Battles and Transformations

    One day, Édouard Louis finds a photograph of his mother from twenty years ago: a happy young woman, full of hopes and dreams. But growing up, Édouard only knew his mother’s sadness – what happened in those years since the photo was taken? Then, at the age of forty-five, Édouard’s mother frees herself from this life of oppression, to start a new one in Paris.

    A Woman’s Battles and Transformations reckons with the cruel systems that govern our lives – and with the possibility of escape. It is a tender portrait of a mother, and an honouring of her self-discovery as she chooses to live on her own terms.

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • -21% Undrarútan

    Undrarútan

    Stór-stór-stór-kostleg bók eftir höfund Ótrúlegu sögunnar um risastóru peruna sem sló í gegn hjá íslenskum lesendum. Jakob Martin Strid var 15 ár að skrifa og teikna Undrarútuna, magnað bókmenntaverk sem er sannarlega fyrir börn á öllum aldri, óður til ímyndunaraflsins og vináttunnar.

    Sagan fjallar um Takú og vini hans sem smíða risavaxna rútu og ferðast með henni til hamingjulandsins Balanka til að bjarga lífi Tímós litla. Tíminn stendur í stað á þessari hættuför og ótal persónur koma við sögu, en áhrifamesta aðalsöguhetjan er Undrarútan sjálf, meistaralega teiknuð brunar hún, höktir, skröltir og glamrar á vegunum þar til hún tekst loks á loft.

    Undrarútan hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024.

    Original price was: 9.990 kr..Current price is: 7.890 kr..
    Setja í körfu
  • Skólastjórinn

    Skólastjórinn

    Salvar, 12 ára gamall vandræðagemlingur, sótti um stöðu skólastjóra því honum fannst það fyndið. Alveg þangað til hann fékk stöðuna. Vopnaður endalausum hugmyndum (Pítsa og kandífloss í hádegismat! Nemendur mega reka tvo kennara á ári! Grís í hvern bekk!) ræður Salvar skyndilega ríkjum í skólanum ásamt bestu vinkonu sinni, Guðrúnu.

    Skólastjórinn er sprenghlægileg og hjartnæm þroskasaga, ríkulega myndlýst af Elínu Elísabetu Einarsdóttur. Fullkomin fyrir alla sem hafa einhvern tímann verið í skóla.

    Ævar Þór Benediktsson er einn vinsælasti höfundur landsins. Hann hefur sent frá sér tæplega fjörutíu bækur og fengið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, bæði innan lands og utan. Fyrir Skólastjórann hlaut hann Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.

    6.390 kr.
    Setja í körfu
  • -43% Sjá dagar koma

    Sjá dagar koma

    Salvar Bernódusson er föðurlaus niðursetningur á kotbýli í Dýrafirði, unglingur með stóra drauma, táp og þor. Deyfð og drungi sem hvílir yfir þjóðlífinu í kjölfar harðinda og vesturferða er eitur í hans beinum og hann dreymir um framfarir, stórhug og stolt.

    Úti við sjónarrönd sjá Vestfirðingar glæsileg amerísk seglskip á lúðuveiðum og óvænt kemst Salvar í pláss á slíku skipi. Þar með hefst hans bjarmalandsför yfir höf og lönd; slyppur og snauður heldur hann til Ameríku og snýr þaðan aftur vellauðugur, unir sér ekki heima en heldur til Englands og kemst þar í kynni við mann að sínu skapi; stórskáldið og athafnamanninn Einar Ben.

    Fjörug og bráðskemmtileg saga um bjartsýna menn og hnípna þjóð við upphaf 20. aldar, þróttmikinn ungmennafélagsanda og framfaraþrá. Einar Kárason kann að segja þannig frá að persónur og atburðir lifni við og sögusviðið opnist og hér fá lesendur ríkulega að njóta þeirrar gáfu sagnamannsins slynga.

    Original price was: 8.690 kr..Current price is: 4.990 kr..
    Setja í körfu
  • -43% Mín er hefndin

    Mín er hefndin

    Þegar Bergþóra í Hvömmum kemur að líki á víðavangi sér hún strax að manninum hefur verið ráðinn bani. Hún veit líka að ýmsir sveitungar hennar báru heiftarhug til hans. Nokkru áður höfðu farið fram réttarhöld í Hvammahreppi þar sem blásnauðir einstaklingar hlutu óbærilega þungar refsingar fyrir litlar sakir. Margir eiga harma að hefna og fleiri gætu verið í hættu en sá sem liggur á grúfu frammi fyrir Bergþóru í fyrsta snjó vetrarins.

    Mín er hefndin er sjálfstætt framhald Þegar sannleikurinn sefur þar sem áfram er fjallað um glæparannsóknir og ástarmál húsfreyjunnar í Hvömmum. Um leið er ljósi varpað á siðferði og réttarfar 18. aldar, ekki síst þann aðstöðumun sem eignir og ætterni sköpuðu fólki þegar refsivöndur laganna vofði yfir.

    Nanna Rögnvaldardóttir hefur löngum verið einn virtasti matreiðslubókahöfundur landsins en á undanförnum árum hefur hún einbeitt sér að því að skrifa sögulegar skáldsögur sem njóta síst minni vinsælda.

    Original price was: 8.690 kr..Current price is: 4.990 kr..
    Setja í körfu
  • Kortabók skýjanna

    Kortabók skýjanna

    Sex sögusvið sem skarast á sex tímaskeiðum með sex ólíkum stílbrigðum.

    Þessi magnaða skáldsaga rekur sig inn í komandi aldir og aftur til baka. Á því ferðalagi tengjast sögupersónur ólíkra tíma, örlög þeirra fléttast saman, stórar siðferðilegar spurningar kvikna og við blasir næsta ógnvekjandi framtíðarsýn. Kortabók skýjanna er rómuð fyrir stílsnilld höfundar, hugmyndaríkan söguþráð, óvægna þjóðfélagsgagnrýni og hugvitssamlegan en jafnframt hjartnæman frásagnarmáta.

    Helgi Ingólfsson íslenskaði.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Ferðataskan

    Ferðataskan

    Dag einn kemur skrýtið dýr sem dregur á eftir sér stóra ferðatösku.
    – Af hverju er það hér?
    – Hvaðan kemur það?
    – Hvað er í ferðatöskunni?

    Saga full af hlýju og von sem vekur lesendur til umhugsunar um framkomu við þá sem eru öðruvísi og langt að komnir.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Hamnet

    Hamnet

    The untold love story that inspired Shakespeare’s greatest masterpiece.

    On a summer’s day in 1596, a young girl in Stratford-upon-Avon takes to her bed with a sudden fever. Her twin brother, Hamnet, searches everywhere for help. Why is nobody at home?

    Their mother, Agnes, is over a mile away, in the garden where she grows medicinal herbs. Their father is working in London.

    Neither parent knows that Hamnet will not survive the week.

    Hamnet tells the powerful story of Agnes and Will, and of the son whose life has been all but forgotten, but who inspired one of the greatest plays ever written.

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • The God of the Woods

    The God of the Woods

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Draugar banka ekki á dyr

    Draugar banka ekki á dyr

    Bjössi og Bifur eru bestu vinir og alltaf saman. Eitt frostkalt síðdegi tilkynnir Bjössi að Andarsteggur sé væntanlegur í heimsókn. Bifur vill alls ekki fá neina gesti og tekur því til sinna ráða til að fæla þá á braut. Þegar líður á kvöldið á Bifur þó eftir að læra að óvæntur félagskapur getur verið mjög ánægjulegur.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Það sem pabbi sagði mér

    Það sem pabbi sagði mér

    Ástvaldur horfir á svölurnar á himninum.
    – Þær eru á leið hinum megin á hnöttinn, útskýrir pabbi.
    – Get ég farið eins langt og þær þegar ég verð stór? spyr Ástvaldur.
    – Jafnlangt og enn þá lengra, svarar pabbi.

    Og í huganum leggur Ástvaldur af stað út í hinn stóra heim þar sem húsin eru ógnarhá og margt getur leynst í skóginum. Á ferðalaginu stendur pabbi sem klettur við hlið hans og gefur góð ráð þegar á móti blæs.

    3.890 kr.
    Setja í körfu