


Nóttin sem öllu breytti: snjóflóðið á Flateyri
1.290 kr.Allir sem muna snjóflóðið á Flateyri 1995 vita hversu gríðarþungt höggið var. Öll þjóðin var harmi slegin. En vitaskuld var áfallið mest og þyngst fyrir Vestfirðinga, Flateyringa – fólkið sem missti heimili sín, ættingja og vini, glataði í senn fortíð sinni og þeirri framtíð sem hefði átt að bíða.
Sóley Eiríksdóttir var ellefu ára gömul, ein heima með systur sinni og vini hennar, nóttina afdrifaríku sem flóðið féll og splundraði húsinu þeirra og mörgum húsum í grennd. Klukkustundum saman lá hún undir snjófarginu meðan örvæntingarfullt björgunarfólk hamaðist við leit í öngþveitinu sem ríkti í þorpinu. Sóley var heppin; hún lifði af. Ekki systir hennar og nítján aðrir.
Hér segir Sóley sögu sína og fólksins síns, sem jafnframt er saga byggðarinnar á Flateyri fyrir og eftir flóð, átakanleg saga en um leið lærdómsrík. Sóley skrifar bókina í samstarfi við Helgu Guðrúnu Johnson.

Ríkisfang: Ekkert
1.290 kr.Haustið 2008 flúðu átta fjölskyldur skelfilegar aðstæður í Al Waleed-flóttamannabúðunum og fengu hæli á Akranesi. Allt voru þetta einstæðar mæður með börn, af palestínsku bergi brotnar en höfðu alið allan sinn aldur í Írak. En hvað rak þær á flótta?
Sigríður Víðis kynntist konunum og sögu þeirra og fjallar hér af yfirsýn og þekkingu um landlausa Palestínumenn, innrásina í Írak, flóttamannabúðir í einskismannslandi og leiðina löngu á Skagann. Í forgrunni eru tvær þeirra kvenna sem hingað komu: Ayda sem varð að skilja elsta barnið sitt eftir í Írak og Lína sem flúði ásamt þremur ungum börnum og fann hamingjuna á ný á Íslandi.
Ríkisfang: Ekkert er einstök frásögn um pólitísk átök undangenginna áratuga í Mið-Austurlöndum og fólkið sem lifir og hrærist í skugga þeirra.
Vegabréf: Íslenskt
1.290 kr.Í Vegabréf: Íslenskt ferðast Sigríður Víðis Jónsdóttir með lesendum um heiminn, heimsækir til að mynda brunadeild á sjúkrahúsi í Afganistan, dvelur í völundarhúsi í Sýrlandi, hittir börn í gullnámu í Búrkína Fasó og kynnist flóttafólki í Suður-Súdan. Í Eþíópíu búa geimverur á Hilton-hótelinu og í Mjanmar hvíslar fólk um stjórnvöld.
Í gegnum frásagnir af fólki á hverjum stað miðlar Sigríður heimssögunni af einstakri næmni og virðingu og minnir okkur á að þrátt fyrir að höf og eyðimerkur skilji okkur að búum við öll undir sama himni, sömu sól.

Aksturslag innfæddra
1.990 kr.Í þessari bók birtast sjö smásögur sem allar eru sprottnar úr raunveruleikanum. Við sögu kemur fjölbreyttur hópur fólks sem lesendur kannast hugsanlega við. Sögurnar segja frá stuttum tímabilum eða einstökum viðburðum í lífi sögupersóna, eða lýsa jafnvel heilli ævi.
Hér er greint frá atburðum sem gætu virst hversdagslegir og smávægilegir við fyrstu sýn en ef lesið er á milli línanna endurspegla þeir stærri og flóknari hliðar tilverunnar.
Þórdís Gísladóttir hefur þýtt og skrifað fjölda barna- og unglingabóka, ljóðabækur, sjónvarpshandrit og skáldsögu fyrir fullorðna. Hún hefur getið sér orð fyrir að skrifa leikandi léttan texta sem einkennist af orðfimi og húmor og varpar nýstárlegu ljósi á hvunndaginn og samtímann. Verk hennar höfða til fjölbreytts hóps lesenda á öllum aldri.
Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010 fyrir fyrstu ljóðabók sína, Leyndarmál annarra, og hefur síðan hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga fyrir frumsamin og þýdd verk.


Morgunverður á Tiffany’s
1.290 kr.„Truman Capote er fullkomnasti rithöfundur minnar kynslóðar. Hann skrifar bestu setningarnar orð fyrir orð, hljómfall eftir hljómfall.“ – Norman Mailer
„Töfrarnir við stílsnilld Trumans Capote eru sérstæð samþætting fjaðurmagnaðs léttleika og þunga. Við fylgjumst með honum eins og með flótta íkorna uppi í tré, þar sem hver hreyfing er í senn öldungis makalaus og fullkomlega rökræn þessi fljúgandi vera má kallast bæði léttstíg og rammaukin.“ – Karen Blixen
Í þessu munúðarfulla og tregablandna snilldarverki leiddi Truman Capote ungfrú Holly Golightly fram á sjónarsviðið, en nafn hennar er löngu orðið að hugtaki í bandarísku þjóðlífi og hluti af hinu bókmenntalega landslagi. Holly er viss um að innan um demantana og krókódílaskinnið í verslunum Tiffany’s sé óhugsandi að nokkuð slæmt geti komið fyrir! Lífskvöl hennar, orðheppni og barnslegt sakleysi heillar sérhvern lesanda, eins og verið hefur frá er því sagan kom fyrst út árið 1958. – Hér er ennfremur að finna þrjár af þekktustu smásögum Trumans Capote, en þær eru „Hús blómanna“, „Demantsgítar“ og „Jólaminning“.
Þýðandi er Atli Magnússon
- -19%

Útlit loptsins
Original price was: 15.990 kr..12.990 kr.Current price is: 12.990 kr..Útlit loptsins er í senn myndlistarverk í 366 hlutum, athugun á veðri tveggja ára á ólíkum öldum og dagbók höfundarins. Einar Falur var staðarlistamaður í Vatnasafni í Stykkishólmi þegar hann byrjaði að skrá í ljósmynd veðrið á hádegi dag hvern, hvar sem hann var staddur. Jafnframt bar hann opinbera veðurskráningu þess staðs saman við veðurathugun Árna Thorlaciusar kaupmanns í Stykkishólmi 170 árum fyrr sem var fyrstur Íslendinga til að skrásetja veður með markvissum hætti. Jón Kalman Stefánsson ritar formála og Einar Falur inngang. Einnig er birt ljóð eftir Anne Carson um veðrið í Stykkishólmi. Sigrún Sigvaldadóttir hannar ásamt höfundi.


Eggert Pétursson
15.490 kr.Bókin um Eggert Pétursson inniheldur 109 myndir af málverkum listamannsins og greinar um verk hans, ævi og feril.

