• Etýður í snjó

    Etýður í snjó

    Heillandi saga um samband manna og dýra, um útlegð, fjölskyldur, aðskilnað og það að vera öðruvísi eftir japanska rithöfundinn Yoko Tawada sem er búsett í Þýskalandi.

    Yoko Tawada hlaut National Book Award (Bandarísku bókmenntaverðlaunin) í flokki þýðinga, fyrir skáldsögu sína The Emissary Sendiboðinn.

    Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar

    Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar

    Mögnuð fjölskyldusaga sem gerist á árunum 1963-2005 í Aleppo, Sýrlandi. Borgin, áður vagga menningar og ríkidæmis, er bókstaflega að hrynja og endurspeglar andlegt hrun fjölskyldunnar, vina, fjandmanna og elskenda í grimmilegu einræðinu.

    Khaled Khalifa er þekktasti samtímahöfundur Sýrlands. Hann er búsettur í Damaskus. Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar hlaut Naguib Mahfouz-bókmenntaverðlaunin, auk þess að vera tilnefnd til arabísku Man-verðlaunanna. Þetta er önnur bók Khalifa á íslensku. Sú fyrri, Dauðinn er barningur kom út hjá Angústúru árið 2019.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Elves

    Elves

    Neighbor inexplicably come into money? Baby suddenly an un holyterror? Home a wreck after Christmas? Appliances constantly breaking down? Birthmarks shaped like magical runes in the family? Got a friend no one else can see?

    Icelandic elves are a rare breed among elfkind for the mysteriously profound bond they share with real-world Icelanders. Here we see the Icelandic elf in a new light as well as the fraught relations between the hidden nation and humans since Iceland’s settlement, including underworld deals, blood-soaked holiday parties, radical eco-activism, forbidden love in the beyond and the wildly heroic exploits of shepherds and milkmaids.

    Time and again Hjörleifur Hjartarson and Rán Flygenring have joined forces to examine the wonders of Icelandic nature and culture. They gave us high-flying antics with Birds and got back in the saddle for Horses. Now they peek behind the curtain into the hidden world of Elves.

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Eldgos

    Eldgos

    Þegar lúsafaraldur brýst út í skólanum hans Kaktuss bregður leiðsögumaðurinn mamma hans á það ráð að taka hann með sér í vinnuna. Kaktusi þykir íslensk náttúra ekki jafn svakalega spennandi og hinum rútufarþegunum en hann skiptir snögglega um skoðun þegar hann rekur augun í eitthvað rauðglóandi í fjarska …
    Rán Flygenring verðlaunateiknari og rithöfundur er með eldgos á heilanum. Eftir að hafa lagt leið sína hátt í tuttugu sinnum að eldsumbrotunum á Reykjanesi hefur hún nú fundið öllum þeim glumrugangi og glundroða sem hún varð þar vitni að farveg í þessari æsispennandi og stór­ hættulegu sögu.
    4.290 kr.
    Setja í körfu
  • Einu sinni var í austri – uppvaxtarsaga

    Einu sinni var í austri – uppvaxtarsaga

    Uppvaxtarsaga kínverska rithöfundarins Xialou Guo (f. 1973) sem búsett hefur verið í Bretlandi í rúman áratug.

    Bók sem kölluð hefur verið Villtir svanir nýrrar kynslóðar.

    Hvernig er að vera listamaður þar sem ritskoðun drepur allan frumleika og það eina sem býðst er að skrifa léleg handrit að sápuóperum; hvernig er að vera kona í landi þar sem stúlkubörnum er ítrekað drekkt við fæðingu og kynferðisleg misnotkun er daglegt brauð; hvernig er hægt að elska þegar manni hefur aldrei verið kennt það.

    Ingunn Snædal þýddi.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Egill spámaður

    Egill spámaður

    Egill vill helst ekki tala. Hann vill hafa hlutina í föstum skorðum og fylgist með sjávarföllunum með aðstoð almanaks.

    Dag einn verður nýja stelpan í bekknum á vegi hans og setur skipulag tilverunnar í uppnám.

    Samt virðist allt svo rétt, hvernig sem á því stendur.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Ef við værum á venjulegum stað

    Ef við værum á venjulegum stað

    Í borginni Lagos de Moreno í Mexíkó eru fleiri kýr en manneskjur og fleiri prestar en kýr. Íbúarnir gera uppreisn gegn stjórnvöldum vegna kosningasvindls sem verður upphafið að kostulegu ferðalagi sögumanns um ólíkar deildir hins mexíkanska þjóðlífs.

    Skálkasaga um spillta pólitíkusa, stórar fjölskyldur og hvað það þýðir að tilheyra millistétt í Mexíkó. Áður hefur komið út eftir sama höfund bókin Veisla í greninu árið 2017 en bóksalar völdu hana bestu þýddu bókina það árið.

    Jón Hallur Stefánsson þýddi.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Dauðinn er barningur

    Dauðinn er barningur

    Þrjú systkini flytja lík föður sín til greftrunar í heimabæ hans Anabia í Aleppohéraði. Ferðalagið ætti undir venjulegum kringumstæðum að taka um fimm klukkustundi en það er ekkert venjulegt við ástandið í stríðshrjáðu Sýrlandi. Og ekki auðveldar þátttaka föður þeirra í andspyrnunni þeim að komast í gegnum eftilitsstöðvar, því án réttra pappíra liggur beinast við að handtaka líkið.

    Magnað verk um hnignun samfélags í löngu stríði eftir Khaled Khalifa, þekktasta samtímahöfund Sýrlands. Dauðinn er barningur hefur verið þýdd á 12 tungumál og tilnefnd til virtra bókmenntaverðlauna.

    Þýðandi er Elísa Björg Þorsteinsdóttir.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Dagbók frá Gaza

    Dagbók frá Gaza

    Menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda var að synda í sjónum þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza. Í stað þess að halda heim á Vesturbakkann ákváðu hann og sonur hans á unglingsaldri að halda kyrru fyrir, enda óraði þá ekki fyrir því sem koma skyldi. Með dagbókarskrifum sínum veitir Atef Abu Saif nístandi innsýn í baráttu Palestínumanna við að halda í lífi.

    Palestínski rithöfundurinn Atef Abu Saif (f. 1973) hefur meðal annars skrifað skáldsögur, smásögur og bók um stjórnmál. Brot úr Dagbók frá Gaza hafa verið birt reglulega í vestrænum fjölmiðlum frá upphafi árása Ísraelshers á Gaza haustið 2023, og eru meðal mikilvægustu vitnisburða sem þaðan berast.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Bölvun múmíunnar – Seinni hluti

    Bölvun múmíunnar – Seinni hluti

    Múmían Hóremheb er í ræningjahöndum en Júlía, María og Charlie ætla ekki að játa sig sigruð. Þau taka sér far með glæsilega skipinu Henriettu, rekast þar á ýmsa óvini og fyrr en varir eru þau fangar Qwacha. Við tekur æsispennandi atburðarás þar sem ekkert er sem sýnist. Hver er vinur og hver óvinur? Sleppa Júlía og vinir hennar lifandi frá einvíginu við Qwacha-söfnuðinn?

    Fyrri hluti Bölvunar múmíunnar hélt mörgum lesendum andvaka en enn meiri hætta er á svefnlausum nóttum við að lesa framhaldið.

    Prófessor Ármann Jakobsson hefur verið áhugamaður um múmíur og faraóa frá barnæsku. Hann vinnur nú við að rannsaka yfirnáttúrulega reynslu á miðöldum.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Bölvun múmíunnar – Fyrri hluti

    Bölvun múmíunnar – Fyrri hluti

    Hvers vegna skrifaði einhver QWACHA í rykið á hillunni? Hvaðan komu blóðblettirnir í egypska salnum? Geta múmíur risið upp utan draumaheimsins? Er eilíft líf mögulegt?

    Júlía og mamma hennar lifa ósköp venjulegu lífi þótt þær búi reyndar í fornminjasafni. Dag einn fær safnið egypska múmíu til varðveislu og fyrr en varir hafa Júlía og bestu vinir hennar, María og Charlie, dregist inn í æsilega atburðarás þar sem nasistar, særingamenn og alþjóðleg glæpasamtök koma við sögu.

    Prófessor Ármann Jakobsson hefur verið áhugamaður um múmíur og faraóa frá barnæsku. Hann vinnur nú við að rannsaka yfirnáttúrulega reynslu á miðöldum.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Birds

    Birds

    Warning!

    This is not what you’d call a great field guide for identifying birds. Its illustrations are badly drawn, and its text is full of biases and affectations. You should keep that in mind while reading. But if you’re interested in provocative stories about Icelandic birds’ inclination for endangerment, penchant for pageantry, and addiction to amatory adventures – not to mention all their quirks of character and personal peccadillos – well then: this is the book for you.

    Fun-loving Hjörleifur Hjartarson and Rán Flygenring give readers a bird’s–eye view of the most prominent characteristics of every Icelandic bird in word and image, and, thankfully, never take themselves too seriously in the process. The result is a unique, unusual, but nevertheless informative encyclopedia of Icelandic birds.

    Hjörleifur Hjartarson has a B.Ed. in education and has also worked as an author, translator, and musician alongside his job as a teacher. He’s written a variety of exhibition notes and explanatory texts for both museums and theatres. It was one such exhibition project that lead him into the world of Icelandic birds, which have fluttered around him ever since.

    Rán Flygenring is an illustrator and designer. Her projects have been varied: she’s illustrated books and blogs, doodled on walls and stamps and created unique images for events ranging from beer festivals to science conferences. Rán calls no one place home and would, without a doubt, be classified as a migratory bird.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Bangsi litli í sumarsól

    Bangsi litli í sumarsól

    Spennandi leit Bangsapabba og lesenda að Bangsa litla heimshorna á milli.

    Skemmtileg saga og stórkostlega fallegar myndir sem heilla lesendur og koma endalaust á óvart.

    Barnabók fyrir 3-7 ára.

    Þýðandi: Guðrún Vilmundardóttir.

    3.290 kr.
    Setja í körfu
  • Álfheimar 3: Ófreskjan

    Álfheimar 3: Ófreskjan

    Konáll, Soffía, Pétur og Dagný hafa verið krýnd konungar í heimi álfanna. Konáll er alsæll í nýju hlutverki þótt hann kæri sig lítið um þær áskoranir sem starfinu fylgja. Fljótlega verða þau vör við ill öfl sem ef til vill hafa slæðst úr öðrum heimum. Auk heldur vofir yfir mögu­leikinn að hin ógurlega ófreskja Vritra losni úr álögum og þá er bæði konungsríkinu og heiminum hætt. Hvað hyggst galdrameistarinn Mestiok fyrir með ungmennin fjögur? Tekst þeim að rækta vináttuna í hvaða aðstæðumsem er? Og hvað er eiginlega Vritra?

    Ófreskjan er þriðja bók af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna eftir prófessor Ármann Jakobsson en áður hafa komið út Bróðirinn og Risinn. Í bókaflokknum er tekist á við álfatrú á nýstárlegan og spennandi hátt.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Álfheimar 2: Risinn

    Álfheimar 2: Risinn

    Soffía er skyndilega og furðulostin komin í álfaheiminn Tudati ásamt vinum sínum Konál, Pétri og Dagnýju. Fyrir þeim liggur að ríkja yfir hinum fullkomna heimi sem drottningar og konungar. Eini vandinn er að Soffíu finnst hún varla nógu glæsileg og frábær til að verða drottning og hún trúir því ekki að galdrameistarinn Mestiok hafi álit á henni. Dag einn situr greifynja nokkur fyrir Soffíu og virðist hafa illt í hyggju. Auk þess er eintóm gleði og léttleiki álfanna grunsamleg. Eru Álfheimar eins fullkomnir og þeir líta út fyrir að vera?

    Risinn er önnur bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna eftir prófessor Ármann JakobssonBróðirinn var sú fyrsta. Í bókaflokknum er tekist á við álfatrú Íslendinga á nýstárlegan hátt.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Álfheimar 1: Bróðirinn

    Álfheimar 1: Bróðirinn

    Pétur er nýfluttur heim frá París til að hefja nám í menntaskóla og fær inni hjá gamalli frænku. Hann eignast strax vini í skólanum, þau Konál og Soffíu, og einnig hinni fögru Dagnýju sem sveipuð er dulúð eftir að litli bróðir hennar hvarf sporlaust tíu árum áður. Ekki líður á löngu þar til Pétur áttar sig á að einhver fylgist með hverju skrefi hans. Hverjir sitja um hann og hvers vegna? Af hverju er Sæunn frænka alltaf að tala um álfasteina … álfar eru bara til í sögum – ekki satt?

    BRÓÐIRINN er fyrsta bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna eftir prófessor Ármann Jakobsson en hann hlaut mikið lof lesenda fyrir bækurnar Bölvun múmíunnar sem komu út hjá Angústúru.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Álfar

    Álfar

    Fyrst tóku þau fyrir íslenska fugla, svo íslenska hestinn og nú er komið að íslenska álfinum. Hér varpa Hjörleifur og Rán ljósi á átakasama sambúð huldufólks og mannfólks frá upphafi byggðar í landinu. Fræðandi og skemmtileg eins og höfundum er einum lagið. Svo kemur við sögu sérstakt álfablek sem aðeins er á færi fárra að sjá. 
    Hefur nágranni þinn efnast skyndilega með óútskýrðum hætti? Lætur barnið þitt allt í einu eins og bestía? Er heimilið í rúst eftir jólin? Eru tækin alltaf að bila? Eru fæðingarblettir í formi galdrarúna í ættinni? Áttu kannski ósýnilegan vin?Íslenskir álfar eru einstakir meðal álfaþjóða og eiga í djúpu og dularfullu sambandi við Íslendinga í raunheimum. Hér er nýju ljósi varpað á íslenska álfinn og átakasama sambúð huldufólks og mannfólks frá upphafi byggðar í landinu. Við sögu koma undirheimaviðskipti, blóðug jólaboð, róttækar aðgerðir í umhverfismálum, rómantískar og forboðnar ástir í handanheimum og æsilegar hetjudáðir sauðamanna og mjaltakvenna.Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring hafa unnið saman um árabil og krufið ýmis fyrirbæri íslenskrar náttúru og menningar til mergjar. Þau fóru með himinskautum í Fuglum og sprettu hressilega úr spori með Hestum. Nú skyggnast þau á bak við tjöldin í huliðsheimum.

    Engir álfar slösuðust við gerð þessarar bókar.

    6.990 kr.
    Setja í körfu
  • Á nóttunni er allt blóð svart

    Á nóttunni er allt blóð svart

    Þegar Alfa Ndiaye treystir sér ekki til að veita æskuvini sínum Mademba Diop náðarhöggið þar sem hann liggur illa særður milli skotgrafa í fyrri heimstyrjöldinni brestur eitthvað innra með honum og hefndarþorsti heltekur hann. Í fyrstu dást félagarnir að hugrekki Alfa en þegar voðaverkunum linnir ekki hættir þeim að lítast á blikuna.

    Fransk-senegalski rithöfundurinn David Diop varpar ljósi á fáránleika skotgrafahernaðarins sem einkenndi fyrri heimstyrjöldina, þar sem um tvö hundruð þúsund fótgönguliðar frá Vestur – Afríku létu lífið fyrir Frakkland. Afrísku hermennirnir gengu undir nafninu Chocolats vegna húðlitarins  og var þeim ætlað að vekja skelfingu hjá óvininum sem mannætur og villimenn vopnaðir sveðjum.

    3.890 kr.
    Setja í körfu
  • Allt sundrast

    Allt sundrast

    Allt sundrast kom fyrst út árið 1958 og er talin höfuðrit afrískra bókmennta. Bókin var sú fyrsta í ritröð Heinemanns African Writers Series sem hefur átt mikinn þátt í að vekja athygli á afrískum bókmenntum í hinum vestræna heimi. Hún hefur verið þýdd á 58 tungumál og selst í yfir 20 milljónum eintaka.

    Allt sundrast segir sögu hins óttalausa Igbo-stríðsmanns Okonkwos í upphafi nýlendutímans þegar ágengir Evrópumenn ógna heimi ættflokkanna á svæðinu. Skáldsagan fagnar í ár 60 ára útgáfuafmæli og er útgáfa hennar á íslensku löngu tímabær. Hún markar upphafið á því þegar rithöfundar Afríkulanda hófu að segja sína sögu sjálfir en fram að því hafði hún verið skráð af vestrænu fólki.

    Chinua Achebe (1930–2013) var einn merkasti rithöfundur Nígeríu og er oft talinn faðir afrískra nútímabókmennta. Hann er þekktastur fyrir „Afríska þríleikinn“ sem samanstendur af skáldsögunum Things Fall Apart (Allt sundrast), Arrow of God og No Longer at Ease, sem segja sögu þriggja kynslóða frá upphafi nýlendutímans í Nígeríu til aukinnar þéttbýlismyndunar og hnignunar hefðbundinnar menningar. Hann skrifaði fjölmargar skáldsögur, ljóð, smásögur, ritgerðir og barnabækur.

    Achebe hafði umsjón með útgáfu afrískra skáldverka í Ritröð afrískra höfunda hjá Heinemann-útgáfunni og starfaði sem háskólaprófessor í Bandaríkjunum. Chinua Achebe var gerður heiðursdoktor í yfir 30 háskólum víða um heim. Honum voru einnig veitt þjóðarverðlaun Nígeríu, sem eru æðsta viðurkenning landsins, auk þess sem hann hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin árið 2007 fyrir stórkostlegt ævistarf.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Allt sem við misstum í eldinum

    Allt sem við misstum í eldinum

    Dáleiðandi smásögur eftir argentíska rithöfundinn Mariönu Enriquez, eina athyglisverðustu bókmenntarödd Rómönsku-Ameríku, sem vísa í sögulegan og pólitískan veruleika Argentínu. Magnaðar sögur sem hafa vakið athygli víða um heim og verið þýddar á 28 tungumál.

    Ungt fólk í nútímanum, ímyndunarafl á barmi sjúkleika, ofbeltisvofur herstjórnanna, svartigaldur, norður-argentínsk hjátrú, stéttaskipting og spilling, ástarsambönd, lágstéttarhverfi, jaðarsetning og staða kvenna. Myrkur og oftar en ekki óþægilegur heimur.

    3.890 kr.
    Setja í körfu
  • Akam, ég og Annika

    Akam, ég og Annika

    Hrafnhildur neyðist til að flytja til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stjúpfaðir hennar fær þar vinnu. Nýi skólinn er mjög strangur og hún saknar pabba síns og ömmu, en aðallega bestu vinkonu sinnar. Þegar hún kynnist hinum krökkunum í skólanum renna hins vegar á hana tvær grímur. Vissulega er erfitt að vera nýja stelpan í bekknum, mállaus og vinalaus, en það virðist vera til verra hlutskipti. Hrafnhildur þarf á öllu sínu hugrekki að halda þegar hún tekst á við áskoranir sem hana hefði ekki einu sinni grunað að væru til. Hverjum getur hún eiginlega treyst? Af hverju vill Annika endilega vera vinkona hennar – og í hvaða vandræðum er Akam?

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Akam, ég og Annika – Stytt útgáfa

    Akam, ég og Annika – Stytt útgáfa

    Stytt útgáfa af verðlaunabókinni Akam, ég og Annika. Einfalt málfar og orðskýringar til að koma til móts við fjölbreyttan lesendahóp.

    Hrafnhildur er ósátt við að flytja til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stjúpfaðir hennar fær þar vinnu. Nýi skólinn er mjög strangur og hún saknar pabba síns og ömmu, en aðallega bestu vinkonu sinnar. Það er erfitt að vera nýja stelpan í skólanum, mállaus og vinalaus, en fljótlega kemst hún að því að lífið er enn erfiðara hjá öðrum. Hrafnhildur þarf að takast á við áskoranir sem hún hefði aldrei trúað að væru til og reyna verulega á hugrekki hennar. Hverjum getur hún eiginlega treyst? Af hverju vill Annika endilega vera vinkona hennar? Og í hvaða vandræðum er Akam?

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Blómin á þakinu

    Blómin á þakinu

    Gunnjóna ákveður að flytja úr sveitinni sinni. Hana langar að upplifa hvernig er að búa í borg. Í blokkinni sem hún flytur í býr forvitinn krakki sem fylgist með því hvernig henni gengur að aðlagast borgarlífinu. Það gerir hún á sinn hátt og á endanum er borgaríbúðin orðin nógu sveitaleg til að henni líði vel þar.

    Blómin á þakinu kom fyrst út árið 1985 og er löngu orðin sígild.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Mennska

    Mennska

    Bjarni Snæbjörnsson ólst upp á Vestfjörðum við algeran skort á hinsegin fyrirmyndum. Það eina sem hann heyrði um aðra homma var að þeir væru öfuguggar og kynvillingar. Til að lifa af spilaði hann eftir þeim reglum sem hann taldi gilda en í leiðinni afneitaði hann sjálfum sér með öllum tiltækum ráðum. Hér segir Bjarni, með aðstoð dagbóka sinna og bréfaskipta við fjölskyldu og vini, frá leiðinni út úr skápnum. Hann lýsir á hispurslausan hátt ævintýralegri för um heiminn, erfiðum tímum, ástum og kynlífi, litlum og stórum sigrum í lífi og leiklist – ásamt áralangri sjálfsvinnu til að ná sátt við sína margbrotnu og litríku mennsku.

    Mennska er aðgengileg og hrífandi lesning sem á erindi við alla sem hafa glímt við skömm og reynt að skila henni, finnst erfitt að taka pláss í samfélaginu eða hafa fórnað hluta af sjálfum sér af ótta við viðbrögð annarra.

    5.890 kr.
    Setja í körfu