• Hlustum frekar lágt

    Hlustum frekar lágt

    Þrjátíu og tvö áður óbirt háttbundin ljóð. Flest þeirra tvöföld eða þreföld í roðinu, þannig að í raun fylla þau næstum hundraðið. Hér er meðal annars fjallað um grímur og hornsíli, útfjólur og íslensku kerlinguna, fálka í fjósi og trójuhesta, hraðamet snigils og gildi þess að hlusta lágt, hjólbörur með vængi, tímareim sem fer og guð í augnhæðum.

    3.390 kr.
    Setja í körfu
  • Kyrr kjör

    Kyrr kjör

    Fyrsta skáldsaga Þórarins Eldjárns endurútgefin með nýjum eftirmála Bergsveins Birgissonar. Söguleg og þjóðsöguleg skáldsaga frá 1983 byggð á ævi kraftaskáldsins Guðmundar Bergþórssonar (1657-1705). Þrátt fyrir fátæktarbasl og erfiða líkamlega fötlun náði Guðmundur miklum áhrifum og vinsældum sem eitt afkastamesta rímnaskáld allra tíma.

    3.390 kr.
    Setja í körfu
  • 100 kvæði - Þórarinn Eldjárn

    100 kvæði – Þórarinn Eldjárn

    Bókin 100 kvæði inniheldur mörg af þekktustu og dáðustu kvæðum Þórarins Eldjárns

    Kristján Þórður Hrafnsson valdi kvæðin.

    6.690 kr.
    Setja í körfu
  • Dótarímur

    Dótarímur

    Þórarinn Eldjárn kveður hér um dót okkar og dótarí allt frá bolta yfir í íslenska tungu og flest þar á milli.

    6.390 kr.
    Setja í körfu
  • Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen: Kóngsríkið mitt fallna
  • Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 3: Endalok alheimsins
  • Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 2: Beðið eftir kraftaverki
  • Skólaslit #3: Öskurdagur

    Skólaslit #3: Öskurdagur

    Endalokin nálgast! Myrkrið hefur sigrað. Ísland verið lagt í rúst. Þau örfáu sem eftir lifa hafa leitað skjóls á litlum víggirtum bóndabæ á Reykjanesinu. En þau geta ekki falið sig endalaust. Handan við hornið bíður þeirra barátta upp á líf og dauða, þar sem eitt er víst: Það munu ekki allir lifa af.

    Skólaslit 3: Öskurdagur eftir Ævar Þór Benediktsson er seinasta Skólaslita-bókin. Sagan birtist fyrst sem ógnvekjandi hrekkjavökudagatal en kemur nú út á bók – sem lesendur munu tæta í sig. Ari H.G. Yates og Lea My Ib teikna hrollvekjandi myndir.

    Í bókinni má líka finna Jólaslit– áður óútgefna smásögu sem gerist á milli Skólaslita 2 og 3!

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Safnið - Ljóð Lindu Vilhjálms

    Safnið – Ljóð Lindu Vilhjálms

    Ljóðasafn Lindu Vilhjálmsdóttur geymir allar ljóðabækur hennar frá árabilinu 1990‒2022, níu talsins, auk nokkurra ljóða sem birst hafa á öðrum vettvangi eða eru áður óbirt.

    Allt frá því að fyrsta bók Lindu, Bláþráður, kom út árið 1990 hafa beinskeytt og meitluð ljóð hennar um samtíð og samfélag, vald og viðhorf, vakið athygli og hreyft við lesendum. Fyrir ljóðabókina Frelsi, sem Linda sendi frá sér árið 2015, var hún tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

    Inngangsorð bókarinnar skrifar Kristín Eiríksdóttir skáld og í bókarlok er viðtal Hauks Ingvarssonar, bókmenntafræðings og skálds, við Lindu þar sem hún segir frá uppvexti sínum og ævi, skáldskap og skoðunum.

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Límonaði frá Díafani

    Límonaði frá Díafani

    7.590 kr.
    Setja í körfu
  • Birtan yfir ánni - ljóðaþýðingar

    Birtan yfir ánni – ljóðaþýðingar

    Birtan yfir ánni er yfirgripsmikið safn ljóða eftir fjölmörg skáld sem eru um margt ólík en endurspegla þó með einhverjum hætti þær áherslur og undirliggjandi tóna sem oft er að finna í ljóðum og ljóðaþýðingum Gyrðis Elíassonar. Einsog í fyrri stórbók hans Tunglið braust inn í húsið er leitað í smiðju kínverskra skálda fyrr á öldum, áður en nútímaljóðinstin er tekin fyrir með viðkomu á fyrri hluta 20. aldar.

    Skáldin eru sum heimsfræg, en önnur minna þekkt. Nokkur þeirra hafa áður verið kynnt til sögunnar í íslenskum þýðingum, önnur hafa aldrei ratað hingað til lands. Greinagott höfundatal fylgir í bókarlok.

    Skáldin sem eiga þýðingar í þessu safni eru: Tsia Tao, Su Tung Po, Tao Yuan Ming, Hsi Muren, Shika Sagawa, Kazuko Shiraishi, Tadeusz Rózewicz, Czeslaw Milosz, Wislawa Szymborska, Miroslav Holub, Vladimir Holan, Leonidas, Kiki Dimoula, Patrizia Cavalli, Maurice Gilliams, Miriam van Hee, Hagar Peeters, Frank Koenegracht, Esther Jansma, Valzhyna Mort, Vincente Huidobro, Nicanor Parra, Roberto Juarroz, Jules Supervielle, Miguel Torga, Tarjei Vesaas, Hans Börli, Rolf Jacobsen, Tóroddur Poulsen, Georg Trakl, Robert Walsher, Oktay Rifat, Mahmoud Darwish, Taha Muhammad Ali, Yehuda Amichai, Dan Pagis, Abdellatif Laabi, Muriel Spark, Lorine Niedecker, Sam Hamill, Jim Heynen, Robinson Jeffers, Grace Paley, Don Marquis, Diane Lockward, Jane Kenyon, Alberg Huffstickler, Denise Levertov, Frank Stanford, Gregory Orr, Lawrence Raab, Jo McDougall og James Schuyler.

    5.790 kr.
    Setja í körfu
  • Langbylgja

    Langbylgja

    Framsækin sagnalist Gyrðis Elíassonar hefur borið hróður hans víða.

    Fyrir tveimur árum kom smáprósasafnið Lungnafiskarnir út og þótti tíðindum sæta. Nú bætir hann um betur með viðamiklu safni af sama meiði.

    Í 104 hnitmiðuðum og stundum óvæntum frásögnum spinnur Gyrðir nýja þræði í vef sagna sinna.

    5.790 kr.
    Setja í körfu
  • Sorgarmarsinn

    Sorgarmarsinn

    5.790 kr.
    Setja í körfu
  • Draumstol

    Draumstol

    Gyrðir Elíasson er meðal þekktustu skálda þjóðarinnar og það sætir ávallt tíðindum þegar ný bók eftir hann lítur dagsins ljós.

    Draumstol er sextánda bók hans með frumsömdum ljóðum.

    5.790 kr.
    Setja í körfu
  • Froskurinn með stóra munninn
  • Allt annar handleggur

    Allt annar handleggur

    Þegar teiknari og rithöfundur verður fyrir því óláni að handleggsbrotna eru góð ráð dýr. Í þessu tilfelli varð óhappið kveikjan að myndasyrpu með 34 persónum, en leikmunir voru sóttir í ýmsar ruslakistur og hirslur á heimilinu. Við þessa flóru bættust síðan limrur til að túlka mismunandi persónur. Óvenjuleg og bráðfyndin bók!
    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Kvæði og sögur - Edgar Allan Poe - kilja

    Kvæði og sögur – Edgar Allan Poe – kilja

    Loksins á íslensku! Myndarlegt úrval af kvæðum og sögum þessa brautryðjanda vestrænna nútímabókmennta, sannkölluð stórbók með þýðingum frá fyrri tíð, en líka glænýjum þýðingum eftir marga kunna þýðendur. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur ritar ítarlegan inngang um höfundarverkið og þýðingarnar. Hér koma saman á bók kvæði og sögur úr smiðju margra þýðenda frá fyrri tíð, auk þess sem bætt er við nýju efni til að gefa sem besta mynd af skáldskap meistarans. Meðal eldri þýðinga eru Svarti kötturinn og Hjartslátturinn í þýðingu Þórbergs Þórðarsonar, Hrafninn í rómuðum þýðingum Einars Benediktssonar og Þorsteins frá Hamri, Í röstinni í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur og Draumaland í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Nýir þýðendur kvæða og sagna eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ástráður Eysteinsson, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Jón Karl Helgason, Rúnar Helgi Vignisson og Sjón.

    5.790 kr.
    Setja í körfu
  • Kvæði og sögur - Edgar Allan Poe

    Kvæði og sögur – Edgar Allan Poe

    Loksins á íslensku! Myndarlegt úrval af kvæðum og sögum þessa brautryðjanda vestrænna nútímabókmennta, sannkölluð stórbók með þýðingum frá fyrri tíð, en líka glænýjum þýðingum eftir marga kunna þýðendur. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur ritar ítarlegan inngang um höfundarverkið og þýðingarnar. Hér koma saman á bók kvæði og sögur úr smiðju margra þýðenda frá fyrri tíð, auk þess sem bætt er við nýju efni til að gefa sem besta mynd af skáldskap meistarans. Meðal eldri þýðinga eru Svarti kötturinn og Hjartslátturinn í þýðingu Þórbergs Þórðarsonar, Hrafninn í rómuðum þýðingum Einars Benediktssonar og Þorsteins frá Hamri, Í röstinni í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur og Draumaland í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Nýir þýðendur kvæða og sagna eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ástráður Eysteinsson, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Jón Karl Helgason, Rúnar Helgi Vignisson og Sjón.

    7.690 kr.
    Setja í körfu
  • Grafreiturinn í Barnes

    Grafreiturinn í Barnes

    Þessi stutta en seiðmagnaða skáldsaga gerist á þremur ólíkum sviðum og kemur lesandanum oftar en ekki í opna skjöldu. Þrátt fyrir lágstemmdan stíl á yfirborðinu er ólgandi og stundum ógnvekjandi undiralda í verkinu. Atburðir, tími og sjónarhorn fléttast listilega saman, rétt einsog í óperu eftir Monteverdi, og skapa einstæða tilfinningu fyrir sögupersónum og sambandinu þeirra á milli. Gyrðir Elíasson íslenskaði.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Naustið

    Naustið

    Naustið er óhefðbundin saga sem gerist á þremur sumardögum og fjallar um náin tengsl þriggja persóna. Síendurtekin stef mynda sterk hugrenningatengsl en það sem gerist í raun og veru er samt sem áður ófyrirsjáanlegt enda þótt vinátta, ást, afbrýðisemi og dauði séu í forgrunni. Bókin kom fyrst út 1989 og markaði upphafið að velgengni höfundarins í heimalandinu, en haustið 2023 hlaut Jon Fosse Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.

    Hjalti Rögnvaldsson íslenskaði.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Það liðna er ekki draumur

    Það liðna er ekki draumur

    Ég var átta ára gamall þegar afi tók í hönd mína og sleppti henni ekki fyrr en við fundum foreldra mína í Aþenu. Hver veit hvað annars hefði gerst. Nokkrum vikum áður hafði vopnaður hópur fasista smalað öllum íbúum þorpsins saman í ytri garðinn við kirkjuna. Þar stóðum við ungir og gamlir, dauðhræddir, meðan illræmdur foringi þeirra gekk hægt á milli okkar, horfði rannsakandi augum á hvern og einn, þar til hann að lokum valdi nokkra úr hópnum og tók með sér. Lík þeirra fundust aldrei. Þetta var árið 1946, einhvern tíma um vorið. Möndlutrén blómstruðu í löngum röðum og dalurinn skartaði sínu fegursta.

    Þannig hefst þessi uppvaxtarsaga grísk-sænska rithöfundarins sem hefur víða slegið í gegn með einstökum stíl og heillandi efnistökum. Á íslensku hafa fyrri bækur hans Nýtt land utan við gluggann minn og Mæður og synir hlotið einróma lof og sú síðarnefnda var tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

    Hallur Páll Jónsson íslenskaði.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Í landi sársaukans

    Í landi sársaukans

    Alphonse Daudet (1840-1897) var einn þekktasti rithöfundur Frakka á ofanverðri nítjándu öld, einkum fyrir smásögur, skáldsögur og leikrit. Nú á tímum eru mörg af verkum hans fallin í gleymsku, en þó ekki hið sígilda Bréf úr myllunni minni sem kom út á íslensku fyrir margt löngu og svo þessi sérstæða bók, Í landi sársaukans, sem birtist fyrst mörgum áratugum eftir lát höfundarins. Um er að ræða einskonar dagbókarskrif þar sem hann lýsir líðan sinni og í raun áralangri baráttu við banvænan sjúkdóm.

    Þýðing og inngangur eftir Gyrði Elíasson.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Fuglar

    Fuglar

    Varúð!

    Þetta er ekki góð fuglagreiningarbók. Fuglarnir í henni eru illa teiknaðir og textinn fullur af fordómum og tilgerð. Vert er að hafa það í huga við lesturinn. Hafir þú hins vegar áhuga á krassandi sögum af áhættusækni, skrautfíkn og ástarlífi íslenskra fugla, og hvers kyns sérvisku sem tengist þeim, þá er þetta rétta bókin fyrir þig.

    Falleg bók um íslenska fugla fyrir alla fjölskylduna. Spéfuglarnir Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring draga fram helstu sérkenni fuglanna í máli og myndum án þess að taka sig of alvarlega og niðurstað er einstök og óvenjuleg en um leið fræðandi bók um íslenska fugla.

    5.890 kr.
    Setja í körfu
  • Fínir drættir leturfræðinnar

    Fínir drættir leturfræðinnar

    Fínir drættir leturfræðinnar var gefin út árið 1987 á sjö tungumálum, en kemur nú út í fyrsta skipti á íslensku. Bókin fjallar á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt um þá þætti sem skipta sköpum þegar læsileiki texta er annars vegar, svo sem bókstafina, orðið, línuna og andrýmið. Hér er þó um meira en handbók að ræða. Hvernig má það vera, spyr Jost Hochuli, að farið sé eftir öllum kúnstarinnar reglum en yfirbragð bókarinnar sé samt sem áður leiðinlegt? Hér má finna ýmsar lausnir, ekki síst í umbroti og framleiðslu bókarinnar sjálfrar.

    Svissneski leturfræðingurinn Jost Hochuli hefur lengi notið alþjóðlegrar hylli á sviði bókahönnunar. Hann hefur kennt um árabil, meðal annars í Zürich og í heimabæ sínum St. Gallen í Sviss, skrifað bækur á sviði grafískrar hönnunar og ritstýrt og hannað ritraðir í faginu. Jost Hochuli hefur margoft haldið sýningar bæði í heimalandinu Sviss sem og víða um heim. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bókahönnun, til að mynda í samkeppnunum Fegurstu bækur Sviss og Fegurstu bækur í heimi.

    4.390 kr.
    Setja í körfu