• Í landi sársaukans

    Í landi sársaukans

    Alphonse Daudet (1840-1897) var einn þekktasti rithöfundur Frakka á ofanverðri nítjándu öld, einkum fyrir smásögur, skáldsögur og leikrit. Nú á tímum eru mörg af verkum hans fallin í gleymsku, en þó ekki hið sígilda Bréf úr myllunni minni sem kom út á íslensku fyrir margt löngu og svo þessi sérstæða bók, Í landi sársaukans, sem birtist fyrst mörgum áratugum eftir lát höfundarins. Um er að ræða einskonar dagbókarskrif þar sem hann lýsir líðan sinni og í raun áralangri baráttu við banvænan sjúkdóm.

    Þýðing og inngangur eftir Gyrði Elíasson.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Fuglar

    Fuglar

    Varúð!

    Þetta er ekki góð fuglagreiningarbók. Fuglarnir í henni eru illa teiknaðir og textinn fullur af fordómum og tilgerð. Vert er að hafa það í huga við lesturinn. Hafir þú hins vegar áhuga á krassandi sögum af áhættusækni, skrautfíkn og ástarlífi íslenskra fugla, og hvers kyns sérvisku sem tengist þeim, þá er þetta rétta bókin fyrir þig.

    Falleg bók um íslenska fugla fyrir alla fjölskylduna. Spéfuglarnir Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring draga fram helstu sérkenni fuglanna í máli og myndum án þess að taka sig of alvarlega og niðurstað er einstök og óvenjuleg en um leið fræðandi bók um íslenska fugla.

    5.890 kr.
    Setja í körfu
  • Fínir drættir leturfræðinnar

    Fínir drættir leturfræðinnar

    Fínir drættir leturfræðinnar var gefin út árið 1987 á sjö tungumálum, en kemur nú út í fyrsta skipti á íslensku. Bókin fjallar á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt um þá þætti sem skipta sköpum þegar læsileiki texta er annars vegar, svo sem bókstafina, orðið, línuna og andrýmið. Hér er þó um meira en handbók að ræða. Hvernig má það vera, spyr Jost Hochuli, að farið sé eftir öllum kúnstarinnar reglum en yfirbragð bókarinnar sé samt sem áður leiðinlegt? Hér má finna ýmsar lausnir, ekki síst í umbroti og framleiðslu bókarinnar sjálfrar.

    Svissneski leturfræðingurinn Jost Hochuli hefur lengi notið alþjóðlegrar hylli á sviði bókahönnunar. Hann hefur kennt um árabil, meðal annars í Zürich og í heimabæ sínum St. Gallen í Sviss, skrifað bækur á sviði grafískrar hönnunar og ritstýrt og hannað ritraðir í faginu. Jost Hochuli hefur margoft haldið sýningar bæði í heimalandinu Sviss sem og víða um heim. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bókahönnun, til að mynda í samkeppnunum Fegurstu bækur Sviss og Fegurstu bækur í heimi.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar

    Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar

    Mögnuð fjölskyldusaga sem gerist á árunum 1963-2005 í Aleppo, Sýrlandi. Borgin, áður vagga menningar og ríkidæmis, er bókstaflega að hrynja og endurspeglar andlegt hrun fjölskyldunnar, vina, fjandmanna og elskenda í grimmilegu einræðinu.

    Khaled Khalifa er þekktasti samtímahöfundur Sýrlands. Hann er búsettur í Damaskus. Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar hlaut Naguib Mahfouz-bókmenntaverðlaunin, auk þess að vera tilnefnd til arabísku Man-verðlaunanna. Þetta er önnur bók Khalifa á íslensku. Sú fyrri, Dauðinn er barningur kom út hjá Angústúru árið 2019.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Eldgos

    Eldgos

    Þegar lúsafaraldur brýst út í skólanum hans Kaktuss bregður leiðsögumaðurinn mamma hans á það ráð að taka hann með sér í vinnuna. Kaktusi þykir íslensk náttúra ekki jafn svakalega spennandi og hinum rútufarþegunum en hann skiptir snögglega um skoðun þegar hann rekur augun í eitthvað rauðglóandi í fjarska …
    Rán Flygenring verðlaunateiknari og rithöfundur er með eldgos á heilanum. Eftir að hafa lagt leið sína hátt í tuttugu sinnum að eldsumbrotunum á Reykjanesi hefur hún nú fundið öllum þeim glumrugangi og glundroða sem hún varð þar vitni að farveg í þessari æsispennandi og stór­ hættulegu sögu.
    4.290 kr.
    Setja í körfu
  • Einu sinni var í austri – uppvaxtarsaga

    Einu sinni var í austri – uppvaxtarsaga

    Uppvaxtarsaga kínverska rithöfundarins Xialou Guo (f. 1973) sem búsett hefur verið í Bretlandi í rúman áratug.

    Bók sem kölluð hefur verið Villtir svanir nýrrar kynslóðar.

    Hvernig er að vera listamaður þar sem ritskoðun drepur allan frumleika og það eina sem býðst er að skrifa léleg handrit að sápuóperum; hvernig er að vera kona í landi þar sem stúlkubörnum er ítrekað drekkt við fæðingu og kynferðisleg misnotkun er daglegt brauð; hvernig er hægt að elska þegar manni hefur aldrei verið kennt það.

    Ingunn Snædal þýddi.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Egill spámaður

    Egill spámaður

    Egill vill helst ekki tala. Hann vill hafa hlutina í föstum skorðum og fylgist með sjávarföllunum með aðstoð almanaks.

    Dag einn verður nýja stelpan í bekknum á vegi hans og setur skipulag tilverunnar í uppnám.

    Samt virðist allt svo rétt, hvernig sem á því stendur.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Dauðinn er barningur

    Dauðinn er barningur

    Þrjú systkini flytja lík föður sín til greftrunar í heimabæ hans Anabia í Aleppohéraði. Ferðalagið ætti undir venjulegum kringumstæðum að taka um fimm klukkustundi en það er ekkert venjulegt við ástandið í stríðshrjáðu Sýrlandi. Og ekki auðveldar þátttaka föður þeirra í andspyrnunni þeim að komast í gegnum eftilitsstöðvar, því án réttra pappíra liggur beinast við að handtaka líkið.

    Magnað verk um hnignun samfélags í löngu stríði eftir Khaled Khalifa, þekktasta samtímahöfund Sýrlands. Dauðinn er barningur hefur verið þýdd á 12 tungumál og tilnefnd til virtra bókmenntaverðlauna.

    Þýðandi er Elísa Björg Þorsteinsdóttir.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Dagbók frá Gaza

    Dagbók frá Gaza

    Menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda var að synda í sjónum þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza. Í stað þess að halda heim á Vesturbakkann ákváðu hann og sonur hans á unglingsaldri að halda kyrru fyrir, enda óraði þá ekki fyrir því sem koma skyldi. Með dagbókarskrifum sínum veitir Atef Abu Saif nístandi innsýn í baráttu Palestínumanna við að halda í lífi.

    Palestínski rithöfundurinn Atef Abu Saif (f. 1973) hefur meðal annars skrifað skáldsögur, smásögur og bók um stjórnmál. Brot úr Dagbók frá Gaza hafa verið birt reglulega í vestrænum fjölmiðlum frá upphafi árása Ísraelshers á Gaza haustið 2023, og eru meðal mikilvægustu vitnisburða sem þaðan berast.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Bölvun múmíunnar – Seinni hluti

    Bölvun múmíunnar – Seinni hluti

    Múmían Hóremheb er í ræningjahöndum en Júlía, María og Charlie ætla ekki að játa sig sigruð. Þau taka sér far með glæsilega skipinu Henriettu, rekast þar á ýmsa óvini og fyrr en varir eru þau fangar Qwacha. Við tekur æsispennandi atburðarás þar sem ekkert er sem sýnist. Hver er vinur og hver óvinur? Sleppa Júlía og vinir hennar lifandi frá einvíginu við Qwacha-söfnuðinn?

    Fyrri hluti Bölvunar múmíunnar hélt mörgum lesendum andvaka en enn meiri hætta er á svefnlausum nóttum við að lesa framhaldið.

    Prófessor Ármann Jakobsson hefur verið áhugamaður um múmíur og faraóa frá barnæsku. Hann vinnur nú við að rannsaka yfirnáttúrulega reynslu á miðöldum.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Bölvun múmíunnar – Fyrri hluti

    Bölvun múmíunnar – Fyrri hluti

    Hvers vegna skrifaði einhver QWACHA í rykið á hillunni? Hvaðan komu blóðblettirnir í egypska salnum? Geta múmíur risið upp utan draumaheimsins? Er eilíft líf mögulegt?

    Júlía og mamma hennar lifa ósköp venjulegu lífi þótt þær búi reyndar í fornminjasafni. Dag einn fær safnið egypska múmíu til varðveislu og fyrr en varir hafa Júlía og bestu vinir hennar, María og Charlie, dregist inn í æsilega atburðarás þar sem nasistar, særingamenn og alþjóðleg glæpasamtök koma við sögu.

    Prófessor Ármann Jakobsson hefur verið áhugamaður um múmíur og faraóa frá barnæsku. Hann vinnur nú við að rannsaka yfirnáttúrulega reynslu á miðöldum.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Álfheimar 3: Ófreskjan

    Álfheimar 3: Ófreskjan

    Konáll, Soffía, Pétur og Dagný hafa verið krýnd konungar í heimi álfanna. Konáll er alsæll í nýju hlutverki þótt hann kæri sig lítið um þær áskoranir sem starfinu fylgja. Fljótlega verða þau vör við ill öfl sem ef til vill hafa slæðst úr öðrum heimum. Auk heldur vofir yfir mögu­leikinn að hin ógurlega ófreskja Vritra losni úr álögum og þá er bæði konungsríkinu og heiminum hætt. Hvað hyggst galdrameistarinn Mestiok fyrir með ungmennin fjögur? Tekst þeim að rækta vináttuna í hvaða aðstæðumsem er? Og hvað er eiginlega Vritra?

    Ófreskjan er þriðja bók af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna eftir prófessor Ármann Jakobsson en áður hafa komið út Bróðirinn og Risinn. Í bókaflokknum er tekist á við álfatrú á nýstárlegan og spennandi hátt.

    4.490 kr.
    Setja í körfu