• Kepler 62 - 3: Ferðalagið

    Kepler 62 – 3: Ferðalagið

    Ferðalagið er þriðja bókin í hinum æsispennandi bókaflokki: Kepler62

    Eftir erfiða þjálfun á leynilegri herstöð í Nevada eru aðalpersónurnar Ari, Jonni og María send af stað í lengsta ferðalag sem nokkur manneskja hefur tekið sér fyrir hendur.

    Með þeim í för eru níu önnur börn, sérvalin til að verða fyrstu landnemarnir á plánetunni Kepler62, 1200 ljósár frá jörðinni. Ferðalagið sjálft er fullt af hættum en mögulega er mesta hættan um borð í einu geimskipinu …

    1.390 kr.
    Setja í körfu
  • Kepler 62 - 2: Niðurtalningin

    Kepler 62 – 2: Niðurtalningin

    Börn um allan heim keppast að að klára þennan undarlega tölvuleik. María, 14 ára dóttir vellauðugs vopnaframleiðanda, notar óhefðbundnar leiðir til að klára leikinn og vinna. En vinna hvað?

    Henni er flogið til Area 51 í Nevada þar sem hún er í fámennum hópi útvalinna barna. Krökkunum er ætlað að yfirgefa jörðina til að rannsaka og nema land á fjarlægri plánetur sem gæti mögulega verið lífvænleg. Area 51 er allt sem sagt er og meira til. María uppgötvar hvíslarann, veru frá annarri plánetu sem varar hana við að halda í geimferðina. En María virðist ekki hafa val …

    1.390 kr.
    Setja í körfu
  • Kennarinn sem sneri aftur

    Kennarinn sem sneri aftur

    Stefanía, Hekla Þöll, Sara, Fannar, Óli Steinn og Axel eru komin í 8.bekk. Þótt þau hafi myndað þéttan vinahóp treystir Stefanía engum fyrir því sem gengur á heima. Dag einn eignast hún trúnaðarvin á netinu sem hún segir öll sín myrkustu leyndarmál. Þegar krakkarnir fara á hrekkjavökuhátíð í miðbænum fer af stað röð dularfullra atburða og Stefanía þarf að kafa djúpt eftir hugrekki sínu til að takast á við skelfilegar og krefjandi ógnir.
    Hvað gerist ef þú ert grafinn lifandi?Eru skuggaverur í kirkjugarðinum?

    Er lögreglunni treystandi?

    Bækurnar um krakkana í BÖ bekknum hafa hlotið ýmis verðlaun, tilnefningar og viðurkenningar. Í bókunum fylgjumst við með sex nemendum sem hver á sína rödd í mismunandi bók.

    Bækurnar fjalla á afar næman hátt um þau fjölbreyttu málefni sem börn og unglingar þurfa að fást við í nútímasamfélagi. Málefni eins og einelti, einhverfu, kynhneigð, vináttu, ofbeldi og ýmsu öðru misalvarlegu. Skilaboðin eru þó ávallt þó að best sé að hafa vináttu, samheldni, samvinnu og skilning að leiðarljósi, þannig eru manni flestir vegir færir.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Kennarinn sem kveikti í

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Kennarinn sem hvarf sporlaust

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Kennarinn sem fuðraði upp

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Hættuför í Huldubyggð

    Hættuför í Huldubyggð

    Þegar Kata horfir á eftir Bröndu hverfa út í nóttina, grunar hana að konan sem hefur annast hana síðan pabbi hvarf sé ekki öll sem hún er séð. Kata kemst að því að Branda á sér leyndarmál sem á eftir að breyta öllu í lífi hennar.

    Fyrr en varir eru Kata og Jarkó lögð af stað í háskalega ferð með skeljaskrímslinu í leit að heiminum sem er hulinn mannfólki.

    Hættuför í huldubyggð er beint framhald af bókinni Skrímslin vakna. Spennandi framtíðarsaga sem gerist á Íslandi árið 2222.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Húsið í september

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Hundurinn með hattinn 2

    Hundurinn með hattinn 2

    Þegar glæpur er framinn á voldugu sveitasetri er hundurinn með hattinn fyrstur á vettvang.

    Spæjarinn Spori og kettlingurinn Tási þurfa að vinna saman til að komast til botns í dularfullri ráðgátu, þar sem allir liggja undir grun. Óvæntar flækjur, svakaleg heilabrot og kolvitlaus geit koma við sögu í þessu þrælskemmtilega ævintýri.

    Í Ljósaseríunni eru bækur sem eru sniðnar að þörfum nýrra lesenda og kjörnar fyrir þá sem eru að æfa sig í lestri. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil. Góða skemmtun!

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Hundurinn með hattinn

    Hundurinn með hattinn

    Allir vita að enginn er betri í að leysa ráðgátur en Spori, hundurinn með hattinn.
    En þegar dularfullur þjófnaður dregur úr honum kjarkinn þá lendir það á kettlingnum Tása að stappa í hann stálinu.
    Saman lenda þeir í lævísum refum, skuggalegum smáhundum og svakalegum heilabrotum í þessu þrælskemmtilega ævintýri.

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Hugmyndasmiðir: Frábær hugmynd!

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Holupotvoríur

    3.190 kr.
    Setja í körfu