

NammiDagur
4.990 kr.Bráðfyndin hrollvekja í bland við sjóðheita ástarsögu. Dagur og Ylfa ranka við sér í líkhúsinu, hissa á að vakna aftur eftir skotárás sérsveitarinnar. Þau leggja á flótta, húkka sér far út á land og hreiðra um sig í bústað með nóg af grillkjöti í nesti …
En hvaðan kom kjötið og hversu lengi geta bálskotnir unglingar verið saman í bústað án þess að hitni verulega í kolunum?
Höfundar NammiDags hafa hlotið verðskuldað lof lesenda og gagnrýnenda og hafa fengið bæði verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.


Úlfur og Ylfa: Sumarfrí
4.390 kr.Úlfur og Ylfa eru bestu vinir. Þau eru komin í sumarfrí og eru á leið í ferðalag með mömmum hans Úlfs. Þau ætla að keyra alla leið á Vestfirði og að sjálfsögðu slæst hundurinn Bósi Ljóshár með í för. Vinanna bíða mörg ævintýri á áfangastað, bæði náttúruundur og nýir vinir og þau taka þátt í spennandi keppni.
Höfundar bókarinnar eru Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir sem halda úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikinn. Bókin er önnur í röðinni um vinina Úlf og Ylfu. Bókaflokknum er ætlað að fagna fjölbreytileikanum með því að sýna hann í allri sinni dýrð í skemmtilegum sögum fyrir hressa krakka. Fallegar myndir bókarinnar teiknaði Auður Ýr Elísabetardóttir.





Litli prinsinn
4.990 kr.Litli prinsinn er sígild og ástsæl saga um flugmann sem brotlendir í eyðimörk og hittir þar lítinn prins frá ókunnugri plánetu. Prinsinn segir honum frá ferð sinni um alheiminn, öllum sem hann hefur hitt og öllu því sem hann hefur lært um lífið.
Antoine de Saint-Exupéry (1900–1944) var rithöfundur og flugmaður. Hans þekktasta verk er Litli prinsinn sem kom fyrst út árið 1943. Antoine de Saint-Exupéry hvarf sporlaust ári síðar í síðustu flugferð sinni yfir hernumdu Frakklandi.
„Maður sér ekki skýrt nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.“
Litli prinsinn er ein vinsælasta bók í heimi. Hún hefur komið út á yfir 250 tungumálum og selst í meira en 200 milljónum eintaka. Þessi ljóðræna og heimspekilega saga, um einmanaleika, ástina, lífið og dauðann, er ógleymanleg lestrarupplifun fyrir bæði börn og fullorðna.

Draugagangur og derby
4.490 kr.Eyvör og Milena byrja að æfa glænýja íþrótt; roller derby!
Æfingarnar breytast þó í rúllandi ráðgátu þegar námskeiðinu er aflýst! Dularfullir atburðir í hjólaskautahöllinni gera það að verkum að það verður að loka henni. Með hjálp nýrra vina taka Eyvör og Milena málin í sínar hendur og reyna að leysa ráðgátuna.

Bekkurinn minn 8 – Hendi!
3.690 kr.Hendi! fjallar um fótboltastrákinn Hallgrím og eftirminnilegt atvik á battavellinum. Þegar þeir Amir keppa á móti eldri krökkum í fótbolta heyra þeir sögu sem ásækir þá. Missti Úlfur í alvörunni höndina í ísbjarnarárás á Grænlandi? Eða var það hákarl?
Bekkurinn minn er bókaflokkur ætlaður byrjendum í lestri. Hver saga er sögð frá sjónarhorni eins nemanda en allar aðalpersónurnar eru saman í bekk í íslenskum grunnskóla. Lesandi fær því að kynnast fjölbreyttum veruleika ólíkra barna, bæði innan og utan veggja skólans. Sögurnar eru áhugaverðar og spennandi, með góðum og fjölbreyttum orðaforða, aðgengilegu letri og rúmu línubili.

Kærókeppnin
4.990 kr.Davíð og Natalía hafa verið bestu vinir síðan þau fæddust. Þau hafa líka verið að keppa síðan þau fæddust. Nú etja þau kappi í splunkunýrri keppni sem gengur út á að komast í samband. Upphitun sem setur tóninn, brösuglegt upphaf, æsispennandi framvinda og óvæntar lokamínútur. Fótbolti, handbolti og körfubolti eru alltaf í kringum okkur. En það er ekki á hverjum degi sem þér gefst tækifæri til að fylgjast með beinni textalýsingu á kærókeppni! Þetta stefnir í hörkukeppni!
Leit
Sjá:
- Notaðar bækur (15)
- Nýjar bækur (236)
Sía eftir vöruflokkum
Sía eftir höfundum
Sía eftir útgáfuári
Sía eftir verði
