• Lára fer á hestbak

    Lára fer á hestbak

    Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum. 

    Lára ætlar á reiðnámskeið í sumar. Henni finnst hestarnir svolítið stórir og ætlar varla að þora að fara á bak. Atli vinur hennar er vanur hestum úr sveitinni hjá afa hans og ömmu og gefur Láru góð ráð. Á námskeiðinu eru líka fjörugir krakkar sem er gaman að kynnast.
    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Atli fer í tívolí

    Atli fer í tívolí

    Atli er fjörugur og hress strákur sem elskar að leika sér. Besta vinkona hans heitir Lára og býr í næsta húsi. Þau skemmta sér vel saman, eru mjög uppátækjasöm og lenda í alls konar ævintýrum. 

    Atli er búinn að vera duglegur að hjálpa til á heimilinu í allt sumar og mamma ætlar að verðlauna hann með tívolíferð. Þau bjóða Láru og Ljónsa með og krakkarnir eiga ógleymanlegan dag í tívolí, fullan af fjöri, skemmtun og kandíflossi!
    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Stjörnurnar yfir Eyjafirði

    Stjörnurnar yfir Eyjafirði

    Stjörnurnar yfir Eyjafirði er sjálfstætt framhald jólasögunnar Hittu mig í Hellisgerði sem sló í gegn á aðventunni 2024; notaleg, fyndin og rómantísk saga sem vermir hjartaræturnar.

    Valería er búin að fá nóg af bæði brauðtertum og hinni velmeinandi móður sinni. Enda sannarlega kominn tími til að 27 ára gömul kona flytji úr foreldrahúsum. Tækifærið birtist óvænt í auglýsingu í Bændablaðinu: Jólagarðinn í Eyjafirði vantar samfélagsmiðlastjóra – og starfinu fylgir íbúð! Valería leggur majónesið á hilluna og svífur vösk norður á vit ævintýranna.

    En þótt það sé gaman í nýju vinnunni og fólkið sé indælt og gott, er ekki laust við að hún sakni vinkvenna sinna og sé auk þess orðin leið á að vera einhleyp. Þannig að Valería drífur í að stofna stefnumótaþjónustu – og þá fara ástarhjólin sannarlega að snúast hjá ýmsum í Eyjafjarðarsveit.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Tál

    Tál

    Tál er hröð og viðburðarík borgarsaga um lygar og spillingu, undirferli og svik, en ekki síst um nöturlega glæpi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem minna mega sín. – Sjöunda sagan þar sem Konráð, fyrrverandi lögreglumaður, er í aðalhlutverki.

    Héraðsdómari í Reykjavík er handtekinn fyrir morð á konu sem starfar við fylgdarþjónustu. Eiginkona hans er vitni í málinu og leitar ráða hjá Konráði sem þekkir vel til hjá rannsóknarlögreglunni. Fyrr en varir heldur hann inn í langa nótt að leita svara meðal morðingja, vændiskvenna, útigangsfólks og gamalla útrásarvíkinga sem öll hafa eitthvað að fela.

    Arnaldur Indriðason hefur lengi verið vinsælastur íslenskra höfunda, bæði heima og heiman. Tál er 29. skáldsaga hans á jafn mörgum árum. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir bækur sínar sem hafa verið þýddar á yfir fjörutíu tungumál og selst í yfir tuttugu milljónum eintaka um víða veröld.

    8.690 kr.
    Setja í körfu
  • Álfareiðin

    Álfareiðin

    Menntskælingurinn Líneik er spennt að búa til hlaðvarpsþátt í valáfanga í fjölmiðlafræði en þykir alveg glatað að hann eigi að vera um álfa. Og ekki nóg með það heldur neyðist hún til að vinna í hóp og situr uppi með bæði skrýtnu stelpuna og mesta slugsann í bekknum.

    Perla og Jónki leyna þó á sér og fyrr en varir eru þau búin að grafa upp dularfullt þorp á Suðurlandi sem tengist álfum og virðist eiga sér blóðuga sögu. Þegar þríeykið mætir á staðinn rennur fljótt upp fyrir þeim að þorpsbúarnir hafa margt og miður fallegt að fela – og það getur reynst stórhættulegt að spyrja rangra spurninga.
    6.390 kr.
    Setja í körfu
  • Diplómati deyr (notuð)

    Diplómati deyr (notuð)

    Hópur kanadískra diplómata verður veðurtepptur í opinberri heimsókn í Vestmannaeyjum, þar á meðal sendiherra Kanada á Íslandi og eiginkona hans. Á meðan óveðrið geisar úti fyrir snæða gestirnir saman hátíðarkvöldverð – en svo hnígur aðstoðarsendiherrann niður fyrir framan viðstadda. Fljótlega kemur í ljós að um morð er að ræða og ýmsir liggja undir grun: athafnamaðurinn sem svífst einskis í samningum, meistarakokkurinn sem reiðir fram dýrindis máltíðir úr nærumhverfinu og dularfulla myndlistarkonan sem er að opna sýningu á byggðasafni bæjarins … svo nokkrir séu nefndir. En sendiherrafrúin er hvergi bangin og ákveður að komast til botns í málinu upp á eigin spýtur.

    Diplómati deyr er fyrsta skáldsaga Elizu Reid, spennandi og listilega fléttuð glæpasaga þar sem leyndarmálin eru afhjúpuð hvert af öðru.

    Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ég bý í risalandi

    Ég bý í risalandi

    Finnst þér stundum eins og allt sé annað hvort of stórt fyrir þig, of langt í burtu eða alltof hátt uppi? Þá býrðu kannski í RISALANDI!

    Ég bý í risalandi er dásamleg saga um það að vera lítill í heimi fullorðna fólksins, um allt sem reynist smáfólki erfitt en líka allt það stórkostlega sem kemur í ljós þegar horft er á heiminn frá sjónarhóli barnsins.

    Birna Daníelsdóttir er menntaður sjávarlíffræðingur og starfaði meðal annars við hvalatalningu og sem sérfræðingur í örverufræði áður en hún lét gamlan draum rætast og fór í nám í teikningu. Ég bý í risalandi er hennar fyrsta bók en hún hlaut Sólfaxa – íslensku barnabókaverðlaunin árið 2025.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Halldór Laxness: Úrvalsbók
  • Ferðalok

    Ferðalok

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ég skal hjálpa þér: Saga Auriar

    Ég skal hjálpa þér: Saga Auriar

    Auri Hinriksson á að baki merkilegan lífsferil en hún er þekktust fyrir að hafa aðstoðað fólk ættleitt frá Srí Lanka að finna líffræðilega foreldra sína og fjölskyldu. Auri er fædd í Colombo á Srí Lanka en flutti fertug til Ísafjarðar með eiginmanni sínum, Þóri Hinrikssyni, og fimm ára syni.

    Í þessari áhugaverðu ævisögu, sem rituð er af Herdísi Magneu Hübner, segir Auri frá uppruna sínum, vinnu fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem leiddi hjónin saman og frá lífi víða um lönd en auk Íslands og Srí Lanka, bjó fjölskyldan um tíma á Indlandi, Barein og í Íran. Saga Auriar er einstök frásögn af kjarkmikilli konu sem lætur ekki brjóta sig niður, heldur rís alltaf upp og blómstrar mitt í mótlætinu.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Flóra

    Flóra

    Flóra geymir myndir af flestöllum tegundum íslenskra blómplantna og byrkninga, alls um 460. Hér er megináherslan á að sýna plönturnar sjálfar, fegurð þeirra og sérkenni, fremur en vistfræði, útbreiðslu og flokkunarfræði – því hlutverki gegna fjölmörg önnur verk. Langflestar myndanna eru gerðar eftir lifandi eintökum en annars byggt á bestu heimildum sem völ er á til að gefa sem sannferðugasta mynd af hverri tegund auk þess sem ýmis einkenni eru dregin fram.

    Myndir listamannsins Jóns Baldurs Hlíðberg af íslenskri náttúru, dýrum og foldarskarti, eru löngu kunnar hér á landi auk þess að hafa birst víða erlendis og hlotið þar margháttaða viðurkenningu.

    Fátt jafnast á við að njóta skrúðs og fjölbreytileika blómanna í náttúrunni sjálfri en þegar því verður ekki við komið er gott að geta notið þeirra í myndasafni eins og því sem hér birtist.

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Rósa og Björk

    Rósa og Björk

    Hvað varð um Rósu og Björk, yngri systur lögreglukonunnar Hildar, sem hurfu fyrir vestan árið 1994? Í öll þau ár sem liðin eru hefur ekkert til þeirra spurst en nú er Hildur loks komin á spor sem gæti leitt hana áleiðis að lausn gátunnar. Það þarf samt kjark til að horfast í augu við fortíðina …

    Lögreglulífið á Ísafirði er líka allt annað en rólegt og lítill tími til að sinna öðru. Einn af máttarstólpum bæjarins, athafnamaður sem situr í sveitarstjórn, er skotinn til bana uppi í fjalli og Hildur og félagar eru ráðþrota. Hinn myrti var umdeildur, tókst á við pólitíska andstæðinga og einkalífið var skrautlegt svo að ýmsir gætu hafa viljað hann feigan. Og um götur Reykjavíkur reikar manneskja sem á harma að hefna.

    Satu Rämö hefur slegið í gegn með bókunum um hina vestfirsku Hildi. Satu er finnsk en hefur búið lengi á Íslandi. Glæpasögur hennar hafa selst í bílförmum í Finnlandi, Þýskalandi og víðar. Sú fyrsta, Hildur, varð metsölubók hér heima – Rósa og Björk er æsispennandi framhald.

    Erla Elíasdóttir Völudóttir þýddi.

    4.690 kr.
    Setja í körfu