
Áttaskil – Ljóð og lausavísur
4.890 kr.Hér birtast ljóð og lausavísur úr fórum skáldsins og kvæðakonunnar góðkunnu, en þar eru náttúruljóð í fyrirrúmi þótt ýmislegt annað komi við sögu. Í eftirmála segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku m.a.: Þegar ljóð hennar eru lesin er eins og landið Ísland, með öllum sínum dyntum, veðurfarssveiflum og skapbrigðum hafi valið hana til að túlka sjónarmið sín.

Gleði skipbrotanna
4.790 kr.Giuseppe Ungaretti (1888-1970) var eitt kunnasta ljóðskáld Ítala á liðinni öld. Með nýju og byltingarkenndu ljóðmáli tókst honum að tjá með einstökum hætti lífsreynslu fólks á umbrotatímum í Evrópu. Stíll hans er einfaldur, laus við mælskubrögð og ljóðin oftar en ekki stutt og hnitmiðuð, hlaðin merkingu með vísunum í ýmsar áttir.
Hér birtist í fyrsta sinn á íslensku úrval ljóða úr þekktasta verki hans Lallegria nær 100 árum eftir birtingu þess á frummálinu.



Milli trjánna
4.890 kr.Milli trjánna er safn 47 fjölbreyttra og meitlaðra smásagna. Bókin hefur hlotið einróma lof og færði höfundinum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2011. Í kjölfarið hafa verk hans verið þýdd og gefin út víða um lönd og njóta vaxandi vinsælda og virðingar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis.

Suðurglugginn
4.890 kr.Hér tekur Gyrðir upp þráðinn þar sem frá var horfið í Sandárbókinni og spinnur nýja frásögn um hlutskipti listamanns, í þetta sinn er það rithöfundur sem dvelur í sumarhúsi í grennd við lítið þorp og glímir við að skrifa skáldsögu, verk sem neitar stöðugt að taka á sig þá mynd sem höfundurinn leitast við að skapa. Þessi útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis.

Ljóðasafn – Guðrún Hannesdóttir
7.690 kr.Stórglæsilegt ljóðasafn með öllum tíu ljóðabókum skáldkonunnar ásamt greinargóðum eftirmála sem Bergljót Soffía Kristjánsdóttir ritar, en þar segir m.a.: „Af náttúruljóðum Guðrúnar lýsir einatt sjálf gleði lífsins og aðdáunin á undrum þess …“

Ljóðasafn II – Gyrðir Elíasson
7.390 kr.Annað bindið af ljóðasafni Gyrðis geymir 3 bækur sem hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið en eru nú saman komnar í einu lagi í vandaðri heildarútgáfu á verkum skáldsins. Hér birtast Tvö tungl, Vetraráform um sumarferðalag og Mold í Skuggadal. Ómissandi verk í safn allra bókaunnenda.

Tímaskjól
4.890 kr.Þriðja skáldsaga eins athyglisverðasta höfundar evrópskra samtímabókmennta. Bókin kom fyrst út í Búlgaríu 2020 og hefur síðan sópað til sín fjölda verðlauna, en þar ber hæst Alþjóðlegu Booker-verðlaunin 2023. Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson þýddu úr búlgörsku.

Eignatal
4.590 kr.Francesca Cricelli er brasilískt skáld, þýðandi og fræðimaður. Hún hefur sent frá sér fjórar ljóðabækur og hér birtist sú nýjasta frá 2024. Um árabil hefur Francesca verið búsett á Íslandi og ljóð hennar bera þess ótvíræð merki. Þau eru fjölbreytt og forvitnileg, einlæg og margslungin í senn.
Pedro Gunnlaugur Garcia íslenskaði.

Jón úr Vör – Ljóðasafn
8.990 kr.Heildarútgáfa af ljóðum Jóns úr Vör. Skáldið Jón úr Vör (1917-2000) kvaddi sér hljóðs ungur að árum og setti nýjan svip á íslenska ljóðagerð um miðbik 20. aldar. Tvítugur gaf hann út fyrstu ljóðabók sína, Ég ber að dyrum, en með tímamótaverkinu Þorpinu (1946) varð hann þjóðkunnur. Eftir það sendi hann frá sér mörg verk og síðasta ljóðabókin, Gott er að lifa (1984), var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hann var helsti forkólfur raunsæis, undanfari atómskáldanna og áhrifaskáldið þegar horft er til ljóða þeirra sem síðar komu fram á sjónarsviðið. Ljóðasafnið hefur að geyma öll útgefin ljóð Jóns úr Vör. Ferill hans spannaði hálfa öld og bækurnar urðu 12 talsins. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ritar greinargóðan inngang um ævi og störf skáldsins.

Einar Bragi – Ljóðasafn
8.990 kr.Einar Bragi (1921-2005) var í fylkingarbrjósti atómskáldanna svonefndu og átti stóran þátt í þeim straumhvörfum sem urðu í íslenskri ljóðagerð um og eftir miðja 20. öld. Hann gaf út fjölda ljóðabóka, fór oft ótroðnar slóðir varðandi útgáfu þeirra, var frumkvöðull að stofnun tímaritsins Birtings og atkvæðamikill þýðandi erlendra ljóða.
Í þessari útgáfu birtist meginþorri frumortra ljóða Einars Braga, allt frá fyrstu ljóðabókinni, Eitt kvöld í júní (1950), til þeirrar síðustu, Ljós í augum dagsins (2000), auk viðamikils úrvals af ljóðaþýðingum hans sem einnig spanna rúmlega hálfa öld.
Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur valdi ljóðin og ritar ítarlegan inngang þar sem fram kemur ný sýn á feril skáldsins.

Walden eða lífið í skóginum
5.790 kr.Meistaraverk eins merkasta höfundar og hugsuðar Norður-Ameríku. Þau málefni sem Thoreau voru hugleikin eiga ekki síður við nú á dögum, enda hefur Walden allt frá því verkið kom fyrst út árið 1854 veitt mönnum innblástur og verið uppspretta nýrra hugmynda. Nú í fyrsta sinn á íslensku, þegar 200 ár eru liðin frá fæðingu höfundarins.





Glerþræðirnir
5.490 kr.Í Glerþráðunum er atvikum og persónum úr sögu lands og þjóðar teflt fram gegn lífsskilyrðum nútímans. Hér er þó ekki tekið mið af stórviðburðum Íslandssögunnar heldur sagðar hversdagssögur af mönnum og málleysingjum, af þeirri fundvísi sem einkennir fyrri verk höfundar.
Vitnisburðir ljósmæðra og flakkara um lífið í landinu eru raktir; sagt er frá hundafeiti í lækningaskyni, óútskýrðum fjárráðum Guðríðar Símonardóttur og óslökkvandi Danahatri Gísla Brynjúlfssonar; útskýrt er hvers vegna kvenlíkaminn var um skeið helsti keppinautur Guðs um sálarheill karlmannsins og hvernig endurreisn íslenskunnar átti sér stað á hjónasæng Sveinbjarnar Egilssonar og Helgu Benediktsdóttur Gröndal. Og er þá aðeins fátt eitt nefnt.
Í þjóðlífsþáttum rituðum af skáldlegu innsæi er fortíð og nútíð fléttað saman, af samkennd með því fólki sem á undan fór — og með skírskotun til þeirra sem nú eru á dögum.

Spunatíð
4.590 kr.Í þessari nýju ljóðabók er spunnið úr þjóðlegum þráðum en einnig ferskum og framandi svo úr verður fjölbreyttur vefur þar sem fléttast saman frjáls póesía og háttbundin ljóð. Hjartsláttur lífsins er aldrei langt undan. Spunatíð er ellefta frumsamda ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, en ljóð hans hafa verið þýdd og gefin út á norsku, ensku, þýsku, frönsku og rússnesku.

Kallfæri
4.590 kr.Hér er ort af stakti snilld sem birtist í einstakri myndvísi, næmum skilningi og hárfínni ádeilu á samtímann. Lífsspeki kallast á við lífsgleði. Meitlaður skáldskapur einsog hann gerist bestur. Kallfæri er tíunda bók Guðrúnar, sem hefur hlotið Ljóðstaf Jóns úr Vör og Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir verk sín.


Dyrnar
990 kr.Dyrnar er einstök og áhrifamikil skáldsaga eftir einn merkasta höfund Ungverja á seinni hluta 20. aldar. Bókin vakti gríðarlega athygli þegar hún kom fyrst út 1987, og útgáfur hennar á erlendum málum hafa einnig hlotið verðskuldað lof og verðlaun, m.a. Prix Femina Étranger í Frakklandi árið 2003. Einnig var hún kjörin ein af tíu bestu bókum ársins 2015 af dagblaðinu New York Times.
Guðrún Hannesdóttir íslenskaði.

Birtan yfir ánni – ljóðaþýðingar
5.790 kr.Birtan yfir ánni er yfirgripsmikið safn ljóða eftir fjölmörg skáld sem eru um margt ólík en endurspegla þó með einhverjum hætti þær áherslur og undirliggjandi tóna sem oft er að finna í ljóðum og ljóðaþýðingum Gyrðis Elíassonar. Einsog í fyrri stórbók hans Tunglið braust inn í húsið er leitað í smiðju kínverskra skálda fyrr á öldum, áður en nútímaljóðinstin er tekin fyrir með viðkomu á fyrri hluta 20. aldar.
Skáldin eru sum heimsfræg, en önnur minna þekkt. Nokkur þeirra hafa áður verið kynnt til sögunnar í íslenskum þýðingum, önnur hafa aldrei ratað hingað til lands. Greinagott höfundatal fylgir í bókarlok.
Skáldin sem eiga þýðingar í þessu safni eru: Tsia Tao, Su Tung Po, Tao Yuan Ming, Hsi Muren, Shika Sagawa, Kazuko Shiraishi, Tadeusz Rózewicz, Czeslaw Milosz, Wislawa Szymborska, Miroslav Holub, Vladimir Holan, Leonidas, Kiki Dimoula, Patrizia Cavalli, Maurice Gilliams, Miriam van Hee, Hagar Peeters, Frank Koenegracht, Esther Jansma, Valzhyna Mort, Vincente Huidobro, Nicanor Parra, Roberto Juarroz, Jules Supervielle, Miguel Torga, Tarjei Vesaas, Hans Börli, Rolf Jacobsen, Tóroddur Poulsen, Georg Trakl, Robert Walsher, Oktay Rifat, Mahmoud Darwish, Taha Muhammad Ali, Yehuda Amichai, Dan Pagis, Abdellatif Laabi, Muriel Spark, Lorine Niedecker, Sam Hamill, Jim Heynen, Robinson Jeffers, Grace Paley, Don Marquis, Diane Lockward, Jane Kenyon, Alberg Huffstickler, Denise Levertov, Frank Stanford, Gregory Orr, Lawrence Raab, Jo McDougall og James Schuyler.

Langbylgja
5.790 kr.Framsækin sagnalist Gyrðis Elíassonar hefur borið hróður hans víða.
Fyrir tveimur árum kom smáprósasafnið Lungnafiskarnir út og þótti tíðindum sæta. Nú bætir hann um betur með viðamiklu safni af sama meiði.
Í 104 hnitmiðuðum og stundum óvæntum frásögnum spinnur Gyrðir nýja þræði í vef sagna sinna.
