• Ljóðasafn III – Gyrðir Elíasson

    Ljóðasafn III – Gyrðir Elíasson

    Þrjár einstakar ljóðabækur sem hafa verið ófáanlegar um langt árabil: Indíánasumar (1996), Hugarfjallið (1999) og Tvífundnaland (2003). Það er mikill fengur að þessari nýju útgáfu sem er hluti af heildarsafni verka skáldsins. Ómissandi í safn allra bókaunnenda.

    7.390 kr.
    Setja í körfu
  • Smásögur I – 1988-1993

    Smásögur I – 1988-1993

    Þrjú fyrstu smásagnasöfn höfundarins samankomin, 49 sögur alls og sumar þeirra löngu orðnar klassík í íslenskum bókmenntum. Bréfbátarigningin (1988), Heykvísl og gúmmískór (1991) og Tregahornið (1993). Hluti af nýrri og vandaðri heildarútgáfu verka skáldsins sem allir bókaunnendur þurfa að eignast.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Sorgarmarsinn

    Sorgarmarsinn

    Hér segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og sérstæð frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og listar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis Elíassonar.

    Lokahluti þríleiksins sem hófst með Sandárbókinni og var síðan fram haldið í Suðurglugganum, en allar fjalla sögurnar um líf og störf listamanna.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Kómeta

    Kómeta

    Leiftrandi og óvenjuleg frásögn um kraftaverk lífsins, stríðið gegn gleymskunni, leitina að ljósi í heimi þar sem dauði, illska og fáfræði ráða oft ríkjum, og hvernig sálirnar á jörðinni takast á við sviptingar og breytta heimsmynd.

    Ég er ljóssúla í gleymskunnar myrkri,
    ég bregð birtu yfir grafir hinna þögnuðu.

    Kolnismeyjamessa árið 1536. Aldrað skáld sem dvelur í íslensku klaustri finnur reifabarn við klausturhliðið, bjargar lífi þess og byrjar að rita bréf til þeirra sem dauðinn hefur tekið frá honum. Upphefst þá frásögn sem spannar breitt svið og berst frá Íslandi á tímum siðaskipta, hertöku og skefjalausrar grimmdar til logheitrar Andalúsíu og öngstræta Granadaborgar. Einnig er greint frá afstöðu fugla til dauðans, brottflutningum Mára og sorginni sem situr eins og fleinn í hjartanu.

    Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson hefur áður sent frá sér smásagnasöfnin 500 dagar af regni (2020) og Svefngarðurinn (2021) sem hlutu góðar viðtökur.

    7.390 kr.
    Setja í körfu
  • Ég er annar - Sjöleikurinn III-IV

    Ég er annar – Sjöleikurinn III-IV

    Önnur bókin af þremur í stórvirki norska Nóbelshöfundarins. Sjöleikurinn er magnþrungið verk um baráttuna við að rata rétta leið í lífinu og bregður jafnframt upp lýsandi myndum af aðstæðum og tíðaranda í norsku samfélagi á liðinni öld.

    Listmálarinn Ási er að undirbúa jólasýningu í galleríi í Björgvin. Í borginni býr annar Ási sem líka er listmálari. Þeir nafnar eru vinir og á vissan hátt spegla þeir hvor annars líf.

    Í þessum hluta verksins fær lesandinn innsýn í uppvaxtarár Ása í Bugðu. Við sögu koma feimnislegir kossar, reykingar og áfengisneysla, hljómsveitaræfingar og slagsmál, nöldrandi mamma og þolinmóður pabbi, flutningur að heiman og menntaskólaár. Fljótlega heldur listamaðurinn ungi og upprennandi sína fyrstu sýningu og vekur óvænta athygli sem veitir honum brautargengi.

    Jon Fosse (f. 1959) er einn þekktasti og virtasti samtímahöfundur Norðmanna. Allt frá fyrstu bók sinni, Raudt, svart (1983) hefur hann helgað sig ritstörfum og sent frá sér skáldsögur, ljóð, leikrit, barnabækur og ritgerðir. Verk hans hafa verið þýdd og gefin út á meira en fimmtíu tungumálum og leikritin sviðsett um allan heim. Fosse hefur einnig lagt stund á bókmenntaþýðingar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna bæði í heimalandinu og erlendis. Árið 2015 hlaut hann Bókmenntaverðaun Norðurlandaráðs fyrir þríleikinn Andvaka, Draumar Ólafs og Kvöldsyfja, sem kom út á íslensku 2016. Frá árinu 2011 hefur Fosse búið í Grotten, heiðursbústað norska ríkisins fyrir listamenn.

    Jon Fosse hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels 2023.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Síðasti úlfurinn

    Síðasti úlfurinn

    Síðasti úlfurinn er afar sértök frásögn, rakin af mælskum sögumanni sem staddur er á krá í Berlín og eini hlustandinn er fremur áhugalítill barþjónn. Í ljós kemur að hann hefur (fyrir mistök eða gráglettni örlaganna) verið ráðinn til að skrifa skýrslu um síðasta úlfinn í hinu hrjóstruga Extremadura-héraði á Spáni. Frásögnin – skráð í einni setningu – fer fram og til baka í tíma og rúmi, þannig að lesandinn verður að hafa sig allan við til að missa ekki af neinu.

    Ungverski verðlaunahöfundurinn László Krasznahorkai er mörgum Íslendingum að góðu kunnur fyrir samstarf sitt við kvikmyndaleikstjórann Béla Tarr, en myndirnar Sátántangó og Werckmeister harmóniák eftir bókum hans teljast til meistaraverka kvikmyndalistarinnar.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Áttaskil - Ljóð og lausavísur

    Áttaskil – Ljóð og lausavísur

    Hér birtast ljóð og lausavísur úr fórum skáldsins og kvæðakonunnar góðkunnu, en þar eru náttúruljóð í fyrirrúmi þótt ýmislegt annað komi við sögu. Í eftirmála segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku m.a.: Þegar ljóð hennar eru lesin er eins og landið Ísland, með öllum sínum dyntum, veðurfarssveiflum og skapbrigðum hafi valið hana til að túlka sjónarmið sín.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Gleði skipbrotanna

    Gleði skipbrotanna

    Giuseppe Ungaretti (1888-1970) var eitt kunnasta ljóðskáld Ítala á liðinni öld. Með nýju og byltingarkenndu ljóðmáli tókst honum að tjá með einstökum hætti lífsreynslu fólks á umbrotatímum í Evrópu. Stíll hans er einfaldur, laus við mælskubrögð og ljóðin oftar en ekki stutt og hnitmiðuð, hlaðin merkingu með vísunum í ýmsar áttir.

    Hér birtist í fyrsta sinn á íslensku úrval ljóða úr þekktasta verki hans Lallegria nær 100 árum eftir birtingu þess á frummálinu.

    4.790 kr.
    Setja í körfu
  • Fado Fantastico

    Fado Fantastico

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Hitt nafnið - Sjöleikurinn I-II
  • Milli trjánna

    Milli trjánna

    Milli trjánna er safn 47 fjölbreyttra og meitlaðra smásagna. Bókin hefur hlotið einróma lof og færði höfundinum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2011. Í kjölfarið hafa verk hans verið þýdd og gefin út víða um lönd og njóta vaxandi vinsælda og virðingar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Suðurglugginn

    Suðurglugginn

    Hér tekur Gyrðir upp þráðinn þar sem frá var horfið í Sandárbókinni og spinnur nýja frásögn um hlutskipti listamanns, í þetta sinn er það rithöfundur sem dvelur í sumarhúsi í grennd við lítið þorp og glímir við að skrifa skáldsögu, verk sem neitar stöðugt að taka á sig þá mynd sem höfundurinn leitast við að skapa. Þessi útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis.

    4.890 kr.
    Setja í körfu