
Glerþræðirnir
5.490 kr.Í Glerþráðunum er atvikum og persónum úr sögu lands og þjóðar teflt fram gegn lífsskilyrðum nútímans. Hér er þó ekki tekið mið af stórviðburðum Íslandssögunnar heldur sagðar hversdagssögur af mönnum og málleysingjum, af þeirri fundvísi sem einkennir fyrri verk höfundar.
Vitnisburðir ljósmæðra og flakkara um lífið í landinu eru raktir; sagt er frá hundafeiti í lækningaskyni, óútskýrðum fjárráðum Guðríðar Símonardóttur og óslökkvandi Danahatri Gísla Brynjúlfssonar; útskýrt er hvers vegna kvenlíkaminn var um skeið helsti keppinautur Guðs um sálarheill karlmannsins og hvernig endurreisn íslenskunnar átti sér stað á hjónasæng Sveinbjarnar Egilssonar og Helgu Benediktsdóttur Gröndal. Og er þá aðeins fátt eitt nefnt.
Í þjóðlífsþáttum rituðum af skáldlegu innsæi er fortíð og nútíð fléttað saman, af samkennd með því fólki sem á undan fór — og með skírskotun til þeirra sem nú eru á dögum.

Skýin eru skuggar – ljóðaúrval
4.590 kr.Nóbelsskáldið Jon Fosse byrjaði snemma að yrkja, að sögn fyrir fermingu, og eitt af því fyrsta sem hann setti á blað var ljóð um hafið, dauðann og ástina. Síðan hefur hann orðið einn af mikilvægustu rithöfundum samtímans og ber þar hæst prósaverk og leikrit, en ljóðlistin hefur þó alla tíð fylgt honum og er mikilvægur hluti af höfundarverkinu í heild.
Þetta ljóðaúrval spannar fjóra áratugi á ferli skáldsins og veitir góða innsýn í þá veröld sem verk hans snúast um.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði.

Spunatíð
4.590 kr.Í þessari nýju ljóðabók er spunnið úr þjóðlegum þráðum en einnig ferskum og framandi svo úr verður fjölbreyttur vefur þar sem fléttast saman frjáls póesía og háttbundin ljóð. Hjartsláttur lífsins er aldrei langt undan. Spunatíð er ellefta frumsamda ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, en ljóð hans hafa verið þýdd og gefin út á norsku, ensku, þýsku, frönsku og rússnesku.

Kallfæri
4.590 kr.Hér er ort af stakti snilld sem birtist í einstakri myndvísi, næmum skilningi og hárfínni ádeilu á samtímann. Lífsspeki kallast á við lífsgleði. Meitlaður skáldskapur einsog hann gerist bestur. Kallfæri er tíunda bók Guðrúnar, sem hefur hlotið Ljóðstaf Jóns úr Vör og Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir verk sín.


Heyrnarlaust lýðveldi
3.790 kr.Heyrnarlaust lýðveldi er nýstárleg og áhrifamikil ljóðabók sem fjallar um atburði í ónefndum bæ á stríðstímum. Þegar innrásarlið drepur heyrnarlausan dreng, verður byssuskotið það síðasta sem bæjarbúar heyra – allir missa heyrnina, en angist, reiði, skelfing og uppgjöf eru látin í ljós á táknmáli. Ljóðin eru tilfinningarík og dansa frjálslega á mörkum frásagnar og leikrits. Frásagnaraðferð skáldsins er bæði sérstæð og hrífandi, enda hefur bókin hlotið einróma lof og verið tilnefnd til verðlauna.
Ilya Kaminsky fæddist í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum, en fluttist til Bandaríkjanna ungur að árum og skrifar á ensku. Verðlaunabók hans Dansað í Ódessa kom út í íslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar og Sölva Björns Sigurðssonar árið 2018.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði.

Birtan yfir ánni – ljóðaþýðingar
5.790 kr.Birtan yfir ánni er yfirgripsmikið safn ljóða eftir fjölmörg skáld sem eru um margt ólík en endurspegla þó með einhverjum hætti þær áherslur og undirliggjandi tóna sem oft er að finna í ljóðum og ljóðaþýðingum Gyrðis Elíassonar. Einsog í fyrri stórbók hans Tunglið braust inn í húsið er leitað í smiðju kínverskra skálda fyrr á öldum, áður en nútímaljóðinstin er tekin fyrir með viðkomu á fyrri hluta 20. aldar.
Skáldin eru sum heimsfræg, en önnur minna þekkt. Nokkur þeirra hafa áður verið kynnt til sögunnar í íslenskum þýðingum, önnur hafa aldrei ratað hingað til lands. Greinagott höfundatal fylgir í bókarlok.
Skáldin sem eiga þýðingar í þessu safni eru: Tsia Tao, Su Tung Po, Tao Yuan Ming, Hsi Muren, Shika Sagawa, Kazuko Shiraishi, Tadeusz Rózewicz, Czeslaw Milosz, Wislawa Szymborska, Miroslav Holub, Vladimir Holan, Leonidas, Kiki Dimoula, Patrizia Cavalli, Maurice Gilliams, Miriam van Hee, Hagar Peeters, Frank Koenegracht, Esther Jansma, Valzhyna Mort, Vincente Huidobro, Nicanor Parra, Roberto Juarroz, Jules Supervielle, Miguel Torga, Tarjei Vesaas, Hans Börli, Rolf Jacobsen, Tóroddur Poulsen, Georg Trakl, Robert Walsher, Oktay Rifat, Mahmoud Darwish, Taha Muhammad Ali, Yehuda Amichai, Dan Pagis, Abdellatif Laabi, Muriel Spark, Lorine Niedecker, Sam Hamill, Jim Heynen, Robinson Jeffers, Grace Paley, Don Marquis, Diane Lockward, Jane Kenyon, Alberg Huffstickler, Denise Levertov, Frank Stanford, Gregory Orr, Lawrence Raab, Jo McDougall og James Schuyler.

Langbylgja
5.790 kr.Framsækin sagnalist Gyrðis Elíassonar hefur borið hróður hans víða.
Fyrir tveimur árum kom smáprósasafnið Lungnafiskarnir út og þótti tíðindum sæta. Nú bætir hann um betur með viðamiklu safni af sama meiði.
Í 104 hnitmiðuðum og stundum óvæntum frásögnum spinnur Gyrðir nýja þræði í vef sagna sinna.


Draumstol
5.790 kr.Gyrðir Elíasson er meðal þekktustu skálda þjóðarinnar og það sætir ávallt tíðindum þegar ný bók eftir hann lítur dagsins ljós.
Draumstol er sextánda bók hans með frumsömdum ljóðum.


